Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. október 1962 M#** Akureyri gersigraði Akranes með betri leik - skorubu 8 gegn 1 og gat orð/’ð meir AKUREYRINGAR „komu, sáu og sigruðu“ — og bað svo rækilega, að hið frækilega Akraneslið hef- ur ekki í annan tíma beðið meiri ósigur fyrir ísl. liði. Með hraða, dugnaði, elju og sigurvilja og oft mjög laglegum leik, skoruðu Akureyringar 8 mörk hjá Skaga- mönnum en aðeins einu simni skoruðu Akurnesingar í staðinn — og áttu harla fá önnur tæki- færi. Hins vegar voru hinir fót- fráu, ungu Akureyringar í vað- andi tækifærum við Akranes- markið, sundurspiluðu opna vöm þeirra og nýliði í marki Akraness sem ekki var alltof taugastyrkur, átti ekki sjö dagana sæla. Sum mörkin hefði góður markvörður varið, en á öðrum stundum vora Skagamenn heppnir, tvivegis var bjargað á línu og skotfimin reynd ist veikasta hlið Akureyrarliðsins. Með svona leik, geta Akureyring- ar hitað hvaða liði sem er — og með svona leik er bikarinn án efa í góðu færi þeirra. Jakob Jakobsson sem nýlega hefur hafið leik með liðinu á ný hefur gerbreytt leik liðsins og styrkleika. Jakob sem leikur framvarðastöðu var framan af bezti maður á vellinum. Innan skamms hafði hann með góðri aðstoð Garðars h. framvarðar náð algerum yfirráðum á vallar- miðju. Þar drottnuðu þeir og möt uðu framiherjana með góðum sendingum — einkum voru send- ingar Jakobs fram hættulegar fyrir Skagamenn. Framverðir Akraness „gáfu“ eiginlega leikinn með því að hörfa til hjálpar opinni vörn- inni, en þeir máttu sín lítils gegn hinum hröðu og vel leikandi Ak- ureyringum, sem sóttu allsstaðar þar sem veikur punktur var og notfærðu sér hvert tækifæri til að leika inn í mark. Tækifærin komu mörg en voru illa notuð, skot innherjanna fálmandi eða ónýt. En með samspili allt upp í mark tóku þeir að punda á Akurnesinga. Akranesliðið átti sitt bezta færi á 1. mín. — og það í tví- gang, skot sem fór í stöng og síðan misnotaði Ingvar illa óvænt dauðafæri. Fyrir utan þetta og mark Skagamanna sem kom á 9. mín. síð. hálfleiks er Þórður Þórðarson hafði sótt fast og á- kveðið og gefið laglega fyrir markið til Ingvars sem skóraði með skalla eru góð tækifæri Ak- urnesinga upp talin. önnur voru laus í reipunum fálmkennd og ekki fylgt nægilega eftir og gild- ir það raunar um allan leik fram- línu Skagamanna. Akureyringar höfðu slíkt frumkvæði í leiknum — næstum undantekningarlaust — að Skagamenn náðu aldrei skipulegri sókn. Meiri hluti leiks- ins var við mark Skagamanna og þar var ringulreið. Mörk Akureyringa komu 4 í hvorum hálfleik, og skal nú lýst. 1— 0 Á 16. mín. Garðar renndi fram og Steingrímur vippaði framhjá úthlaupandi nýliðanum í markinu. 2— 0 18. mín. Steingrímur skor- ar fallegt mark af 20 m færi. Tók hann laglega við sendingu frá kanti, sneri sér hálfhring og skaut skoti upp undir þverslá. 3— o 35. mín. Kári hleypur á sínum mikla spretti fram og nær hárri sendingu, skallar yfir mark vörðinn. 4— 0 43. mín. Kári rekur enda- hnykk á mikla sókn Akureyrar. Fyrst hafði Páll útherji skotið og síðan Steingrímur en -allt verið varið af vöminni. Kári fékk knöttinn og afgreiddi vel. 5— 0 2 mín. af síð. hálfleik. Kári flýgur fram vinstri kant, gefur fyrir og Steingrímur sem fylgt hafði vel, rennir boltanum í netið. 6— 0 6 mín. af síðari. Skúli Ágústsson skorar eftir stutt sam- spil fram miðju, þar sem öll Akranesvörnin var leikin sundur og saman. 6— 1 9 mín. Mark Akurnesinga sem áður er lýst. 7— 1 23 mín. af síðari. Jakob byrjar upphlaupið. Samspil frá manni til manns á miðjunni út til hægri og síðan fyrir þar sem Steingrímur afgreiðir í netið af stuttu færi. 8— 1 31 mín. Kári á sfcot af 35 m færi. Markverði mistekst að handsama blautan Og þungan knöttinn sem hafnar í netinu. Akureyringar áttu þennan sig- ur vel skilið eftir gangi leiksins. Gylfi nýliði í marki Akraness á að vísu sök á sumum markanna, en vörnin öll — og reyndar inn- herjar iíka brugðust að verulegu leyti. Þó bætti tilkoma Kristins Gunnlaugssonar á miðjunni mik- ið um. Fram staðfesti íslands- sigurinn með 3-2 — eit klaufamörk ógnuðu þeim sigri ÍSLANDSMEISTARAR Fram, mý krýndir eftir leik við Valsmenn, mættu Valsliðinu á ný á laugar- dag, nú í bikarkeppninni. Svo fór að Fram staðfesti styrkleika sinn gagnivart Val, vann með 3 mörkum gegn 2, eftir að Valur hafði haft forystu 2—1 um tíma eftir tvö ægileg klaufamörk sem Framarar urðu að sjá á eftir i net sitt. FORYSTA FRAM Leifcurinn í heild var lengst af daufiur og heldur lélegur. — Seint í fyrri hálfleik tókst Fram að ná forystu við mark Guðm. Óskarssonar skorað af stuttu færi. KLAUFAMÖRK í síðari hálfleik jöfnuðu Vals- menn — og tóku forystu, Þor- steinn Sívertsson skoraði bæði mörkin, en þau má að miklu leyti skrifa á reikning Geirs markvarðar. í bæði skiptin mis- tókust honum úthlaup. í fyrra skiptið hitti hann akki knöttinn er hann ætlaði að sparka of af- stýra ihættulitlu tækifæri og Þor- ytir Val steinn komst einn innfyrir. í síð- ara skiptið tókst Þorsteini að lyfta knettinum yfir hann er Geir hljóp út á röngu augna- bliki. En Framliðið lét ekki hug- fallast heldur sótti ákaft og fékk rétt hlut sinn. Baldvin miðherji jafnaði leikinn er hann notfærði sér vel slæma samvinnu og mis- skilning markvarðar og miðvarð- ar Vals Og Hallgrímur Scheving skoraði sigurmarkið með allgóðu skoti úr erfiðri stöðu. Eftir gangi leifcsins voru úr- slitin sanngjörn og íslandsmeist- ararnir halda áfram til undanúr- slita um bikarinn — og mæta Keflvíkingum. Og með svona léttu, hröðu og leikandi spili borið uppi af dugn- aði verða Akureyringar skeinu- hættir. En það er líka svona spil sem á vel skilið sigurinn, þó skothæfnin brygðist þrátt fyrir mörkin átta. Það er gaman að horfa á svona knattspyrnu, hraða og vilja. — A. St. Guðmundur óskarsson, fyrirliði Fram, og Arni, bakvörður, fylgdu skoti Hallgríms — sigurmarkinu — alveg inn í net. „Ég ætlaði að sjá um að hann hafnaði á réttum stað“, sagði Guðmundur við Arna. mætast næst og Fram-Keflavík I GÆR var dregið um næstu umferð bikarkeppnininar, und- anúrslitin ,sem fram munu fara á Melavellinum um næstu helgi. Drátturinn fór svo að Fram mætir Keflvíkingum en síðan mætast KR og Akureyrmgar. Það mun almenn skoðun að Islandsmeistarar Fram séu sig- urstranglegri í sínum leik, en um úrslit hins vilja færri spá. Ef Akureyringar ná sama leik og gegn Akumesingum á sunnudaginn, þá má vöra KR mæta samstillt til leiks, en leikir þessara liða hafa verið jafnir t. d. skildu liðin jöfn í síðasta leik sinum á Akur- eyri, en sá leikur endaði all- sögulega meðal áhorfenda og dómenda. En spenningurinn er mikill í bikarkeppninni, efcki sízt út af stórsigri Akur- eyringum. KR vann 4-1 á ísafiri KR-INGAR skutust til ísafjarðar á laugardag — og fcomu til baika með 4—1 sigur yfir ísfirðingum og rétt til 4 liða úrslitakeppni um bikarinn. Sigur KR var léttur og auð- unninn. Nýliðinn Theodór Guð- mundsson skoraði í upphafi leiks og það mark tókst ísfirðingum að jafna upp úr hornspyrnu og klaufalegri vörn. En Siguriþór sá um forystuna aftur fyrir hlé með laglegu marki. Hann jófc í 3—1 skömmu eftir hlé með miklum Kári Arnason, Iengst t. h., skorar þriðja markið með skalla yfir markvörð Akraness. Þarna er leiftursókn Akureyrar og vöra Akraness ekki til truflunar. Myndir: Sveinn Þormóðsson. LIDIIM JÖFIM SÍÐASTI leikur „litlu bikar- keppninnar“ var í Keflavífc á sunnudaginn. Mættust þar á | haugblautum og linum velli Kefl- víkingar og Hafnfirðingar. Kefl- víkingar fóru með sigur 2 mörk gegn 1 og þau úrslit gera öll liðin jöfn að stigum, Akranes, Hafnar- fjörð og Keflavík og verða öll liðin að lei’ka upp á nýtt. Jafntefli eða sigur Hafnfirð- inga á sunnudag, sem vel gat orð ið eftir tækifærum leiksins, hefði fært Hafnfirðingum bikarinn. Leikurinn var lélegur knatt- spyrnulega, en mikil barátta í honum. dugnaði og fallegu sikoti Og Jón Sigurðsson rak svo endahnykk á laglegan leik Arnar og Gunn- ars Guðmannssonar upp hægri kant. KR-ingar höfðu frumkvæði lei'ksins frá upphafi og sigur þeirra aldrei í hætt-u. Um næstu helgi mæta þeir Akureyringum í Reykjavik. u Morkiðúekki að vera opið„ ÞAÐ ríkti ánægja hjá fslands- meisturum Fram eftir annan sigur yfir Val á laugardaginn. En það var ekki laust við að Geir markvörður yrði fyrir háðsglósum félaga sinna fyri klaufamörkin tvö, sem Geir segir einhver þau verstu er hann hefur fengið. Guðjón Jónsson skaut skemmtilegast er hann sagði:l — Þú veizt, Geir minn, að það er skemmtilegt að leika' I opna knattspyrau og við vilj- ;j um gera það. En þú mátt ekki ; misskilja það svo, að markið éigi að vera opið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.