Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASIMAR HBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 LAIMDIÐ OKKAR Sjá bls. 13 224. tbl. — Þriðjudagur 9. október 1962 Stórfellt tap komm- únista í Dagsbrún Hafa tapað 333 atkvæðum á IV2 ári íiRSLIT allsherjaratkvæðagreiðslunnar í Verkamannafélaginu Dagsbrún um fulltrúakjör á Alþýðusambandsþing sýndi stórfellt atkvæðatap kommúnista í félaginu. Frá stjórnarkosningunum í janúar 1961 hafa þeir tapað 333 atkvæðum. Bilið milli lýðræðis- sinna og kommúnista var þá 920 atkvæði, en er nú 602 atkvæði. J í gær varð það óhapp á Skothúsvegi að stór sko)|p- leiðsia sprakk og flóði skolp ið um götuna. Vinnuflokkur kom þegar á vettvang og var unnið að því fram á kvöld að Iagfæra bilunina. Myndin sýnir vegsumerki á Skothús- vegi. (Ljóm. Sv. Þorm.son) Allsherjaratkvæðagreiðslan um helgina fór þannig að B-listi lýðræðissinna fékk 649 atkvæði en A-listi kommúnista 1251 at- kvæði. Auðir seðlar voru 21 og ógildir 2. í stjórnarkosningunum í jan. 1961 fékk framboðslisti komm- únista 1584 atkvæði en fram- boðslisti lýðræðissinna 664 at- kvæði. Þá munaði, eins og áður var sagt, 920 atkvæðum á fylgi lýðræðissinna og kommúnista. Tvö slys í gær LAUST fyrir klukkan tvö í gær varð tveggja ára gamall dreng ur fyrir bíl við Melabúðina við Hofsvallagötu. Var drengurinn fluttur í slysavarðstöfuna, en mun ekki hafa meiðzt alvarlega. Klukkan rúmlega hálf þrjú féll maður niður eina hæð í við byggingu Landsspítalans og meiddist eitthvað á höfði. Var Ihann fluttur í slysavarðstofuna. Hættan af kommúnismanum rædd á fullveldisdaginn 1. des Hljómplötum stolið tJ M helgina var brotizt inn í Mjóstræti 3, og stolið þaðan 100—200 hljómplötum, mest- megnis litlum 45 snúninga jazz og dansplötum, sem notaðar eru í glymskratta (Juke box) víða um bæinn. Marlboro-tríoið fær frábr^rar móttökur MARLBORO-tríóið hélt tónleika í gærkvöldi í Austurbæjarb ói á vegum Tónlistarfélagsins. Hús ið var lættsetið og listamönnum framúrskarandi vel tekið. Á efnisskránni voru tríó eftir Haydm, Schumann og Mendels- solhn og aukialega léku þeix trío eftir Beethoven. Tónleikamir verða endurtekn ir í icvöld. HÁSKÓLASTÚDENTAR ákváðu á geysif jölmennum fundi sínum í gærkvöldi, að við hátíðahöldin á fullveldis- daginn, hinn 1. desember nk., skuli tekin til umræðu sú hætta, sem sjálfstæði Islands stafar af kommúnismanum. Hlutu frambjóðendur Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, til nefndar þeirrar, er sjá skal um hátíðahöldin, kjörna 3 fulltrúa af 5. Höfðu þeir lýst því yfir á fundinum, að þeir mundu beita sér fyr- ir því, að umræðuefnið 1. desember yrði: „Sjálfstæði Is lands og sú hætta, sem því stafar af ólýðræðislegum stjórnmálastefnum“. Kommúnistar og framsóknar- menn buðu fram sameiginlegan lista og lýstu því yfir, að þeir vildu helga daginn baráttu sinni gegn Efnahagsbandalagi Ev- rópu. Hlutu þeir 1 mann kjör- inn í hátiðanefndina. Sömuleiðis hlaut listi „Stúdentafélags jafn- aðarmanna og fleiri“ kjörinn 1 mann. Atkvæði féllu þannig, að listi Vöku hlaut 122 atkvæði, listi framsóknarmanna og komm únista 80 atkvæði og listi hinna síðastnefndu 62 atkvæði. Af hálfu frambjóðenda Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, var því lýst yfir ó fundin- um, að þeir mundu beita sér fyrir því, að ræðumenn við há- tíðahöldin á fullveldisdaginn yrðu úr öllum lýðræðisflokkum landsins, Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknar flokknum, þar sem hér væri um að ræða mál, er þeir ættu allir jafnt að bera fyrir brjósti, þrátt fyrir ágreining um önnur mál- efni. Einnig var á fundinum kosið í ritnefnd Stúdentablaðs, er út kemur 1. desember. Við þá kosningu hlaut listi Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, 129 atkvæði og 2 menn kjörna, listi kommúnista og framsóknar- manna 95 atkvæði og 2 menn og Slys á bílastæði LAUST eftir klukkan sex síð- degis í gær varð 8 ára telpa, Hulda Þórðardóttir, Hverfisgötu 34, fyrir leigubíl á bílastæðinu við Hótel Skjaldibreið við Kirkju stræti. Var hún flutt í slysavarð stofuna, en meiðsli hennar munu ekki hafa verið alvarleg. listi „Stúdentafélags jafnaðar- manna og fleiri“ 54 atkvæði og 1 mann kjörinn. I 7 ölvaðir ökumenn teknir LÖGRBGLA N i Reykjavik tók um helgina fimm ölvaða ökumenn og t‘.x> í gær. Einn þessara manna hafði ekið bíl sínum útaf við Korpúlfsstaði og stórskemmt hann en slys urðu ekki á mönnum. I gær dag ók ölvaður bílstjóri ofan í skurð við Stórholt og var tekinn þar. Þykir lögreglunni of mikið af ölvuðum öku- mönnum nú um haustmánuð ina þegar skyggni er oft slæmt og mikið um slys. í stjórnarkosningunum í Dags- brún í janúar sl. hlaut framboðs- listi kommúnista 1443 atkvæði en listi lýðræðissinna 693 atkv. Bilið á milli lýðræðissinna og kommúnista nam þá 750 atkv. í þeim kosningum, sem nú er lokið, hefur bilið milli kommún- ista og lýðræðissinna enn minnk- að og er nú 602 atkvæði, eins og fyrr segir. Kommúnistar hafa þannig á rúmlega V/2 ári tapað 333 atkvæðum í Dagsbrún eða sem svarar fimmta hverju atkvæði sínu. Er því auðsætt að fylgi þeirra fer mjög rýrn- andi í þessu stærsta verka- lýðsfélagi landsins, sem ver- ið hefur höfuðvígi þeirra. I forystugrein blaðsins í dag er nánar rætt um þessi kosningaúrslit. Lýst eftir manni í GÆRKVÖLDI var lýst eftir manni í útvarpinu. Er hér um að ræða tvítugan Breta, George Drake, sem giftur er hér og bú settur. Fór hann að heiman frá sér þan 1. október er. ekki hef ur spurzt til hans sáðan. Er MbL vissi síðast til í gærkvöldi var Drake ófundinn. Tók við prestsem- bætti á sunnudag HÚSAVÍK 8. okt. — Hinn ný- skipaði prestur Húsvíkinga, Ing- ólfur Guðmundsson var settur inn í embætti sitt í gær, sunnu- dag, af prófastinum á Grenjaðar- stað, séra Sigurði Guðmundssyni. Nýi presturinn prédikaði, en séra Friðrik A. Friðrikssorv fráfar- andi sóknarprestur, þjónaði fyrir altari. Fjölmenni var í kirkjunni. — Fréttaritari. ASI dregur skipun samninga- nefndar um síldarkjörin Þjóðarbúið tapar milljónum og nýir síldarmarkaðir í mikilli hættu DRÁTTUR hefur orðið á því að Alþýðusamband Islands skipi nefnd af sinni bálfu til þess að semja um kjör sjómanna á vetr- arsildveiðum. Hefur Landssam- Reykjafoss í árekstri á Kiel—skipcskuröinum Á SUNNUDAGSK VÖLD Ienti Reykjafoss í árekstri við dau.mt skip á Kiel-skipaskuröinum í Þýzkalandi og skemmdist tals- vert, en þó ekkí svo að skipið sé ósjófært. Eimskipafélaginu barst skeyti út af atburði þessum og segir í því að Reykjafoss hafi lent í á- rekstri við danska skipið Lemnos, fra SameiJiaoa guiusjj.jpaxejá6jnu. Talsverðar skemmoir urðu a bak borðsskjójborðj og styttum. Skip- stjórinn á Reykjafossi, Magnus Þorsteinsson, telur danska sjvipið ábyrgt vegna ásiglingarinnar. Reyxjafoss hélt til Hamborgar eftir árekstujjnn og kom þang- að í gærmorgun. Er talið að við- gerð muni taka 3—4 daga, en sökum þess hve skipið hefur mik- ið að gera var ákveðið að fresta viðgerðinni, en sjóhæfnisskírteini fengið frá Lloyds. Skipið heldur frá Hamborg á- miðvikudags kvóld'. band útvegsmanna þegar skipað samninganefnd af sinni hálfu, en 10 dagar hafa liðið án þess að svar sé komið frá ASÍ. Er nú beðið þess að ASÍ skipi sína nefnd, en þjóðarbúið tapar milljónum króna daglega meðan ósamið er í deilunni, en vetrar- síidveiðar ættu nú að vera hafn- ar. Auk þess eru nýunnir mark- aðir fyrir Suðurlandssíld nú í mikilli bættu. 25. september sl. skrifaði LÍÚ Alþýðusantbandinu bréf og ósk- aði eftir því að ASÍ beitti sér fyrir skipan samninganefndar af hálfu sjómanna innan samtak- anna. 2Í7. september skipaði LÍÚ nefnd til þess að semja við sjó- menn, og tveimur dögum síðar barst LÍÚ svarbréf ASÍ, þar sem segir að Alþýðusambandið rnuni beita sér fyrir því að viðræður um kaup og kjör sjómanna gætu hafizt. Síðan eru 10 dagar liðnir og hefur ekkert freikar heyrzt frá ASÍ. Bíða útvegsmenn þess nú að ASÍ skipi í samninga- nefndina og á meðan tapar þjóð- arbúið milljónum daglega. Nýrra síldarmarkaða fyrir Suðurlandssíld hefur verið aflað í V-Þýzkalandi, A-Þýzkalandi, Bandaríkjunium og Rúmeníu, og standa vonir til að hægt verði að byggja upp markaði fyrir Suðurlandssíld í fleiri löndum. Þessir nýju markaðir eru nú í mikilli hættu þar eð kominn er sá tími að söltun á Suðurlands- síld ætti að vera hafin. Flotinn liggur hinsvegar bundinn í höfn, og er því allt útlit fyrir að ís- lendingar tapi þeim síldarmörk- uðum, sem nýlega enx unnir, Verður það því að teljast furðu- legt ábyrgðarleysi af hálfu ASÍ að draga svo úr hófi slkipan samninganefndar um síldveiði- kjörin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.