Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 1
24 sfður imMftfrifr 49. árgangur 225. tbl. — Miðvikudagur 10. oklóbcr 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kennedy íhugar ekki afnam rétts | ríveldanna til hersetu í V-Berlín, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. — Fregnir á lofti um að V—Berlín verði gerð hluti af V—Þýzkalandi.' — Brandt og Clay sagðir fylgja því Washington, 9. október — AP TALSMABUR bandaríska utanríkisráðuneytisins, Lin- coln White, lýsti því yfir í Konsúll handtekinn í Moskvu Moskvu, 9. október — AP. GRÍSKI konsúllinn í Moskvu, George Ventsianos, var hand- tekinn hér í borg sl. föstudag. Var honum haldið í yfir- heyrzlu í tvær stundir, en síð- an sleppt. KonsúUinn hefur það að aðalverkefni, að fjalla um brottfararleyfi þeirra Grikkja, er búa í Sovétríkjunum, en gríska stórnin telur gríska borgara. Þeir munu vera um 51.000 talsins. Þá voru tveir aðrir Grikkir handtekmr. Gríska utanríkis- ráðuneytið hefur mótmælt þessari aðför að konsúlnum, en engin svör hafa enn feng- izt. Washington í dag, að utan- ríkisráðuneytið liefði ekki til athugunar beiðni um að V- Berlín yrði gerð hluti af V- Þýzkalandi. Sagði talsmað- urinn, að ráðuneytinu hefði ekk'i borizt nein slík beiðni, og væri ekki kunnugt um, að hennar væri að vænta. Tilefni þessara ummæla munu vera skrif í bandaríska stórblaðinu „New York Her- ald Tribune" í dag. Ekki vildi talsmaðurinn ræða þau skrif nánar, en þar segir, að Kennedy, forseti, hafi nú slíka beiðni til athugunar. Fréttastofan AP segir hins vegar, að þrátt fyrir leynd mikla, er hvíli yfir öllum við- ræðum ráðamanna um Berlín armálið, þá sé það vitað, að WiIIy Brandt, borgarstjóri V- Berlínar, hafi minnzt á það við Kennedy, er Brandt var nýlega vestra, að tími kynni að vera kominn til að endur- skoða afstöðu þríveldanna til Afhendir Castro kúbönsku íangana? Hann hefur krafizt 62 millj. dala en tekur nú e. t. v. matvörur og lyf New York, 9. október — NTB AÐ undanförnu hafa staðið yfir á Kúbu viðræður bandarísks lögfræðings, James Donovan, og Fidel Castro, forsætisráðherra, um ífreiðsln fyrir fanga þá, sem enn sitja í kúbönskum fangels- um, eftir innrásina á Kúbu í fyrra. Talsmaður D*novans sagði i New York í dag, að góðar líkur væru nú taldar fyrir því, að fang arnir, 1113 talsins, yrðu brátt látnir lausir. Castro hefur sem kumnugt er, krafzt 62 milljón dala lausnar- gjalds fyrir fangana. Talsmaðurinnn sagði frá þvi, að Castro hefði nú koanið fraim með nýtt tilboð, og myradi hann sennilega fallast á að taka mat- vörur og lyf fyrir fangana. í dag átti Donovam að ræða við Castro á nýjan leik. Banda- ríska stjórnin fylgist með við- ræðunum. Njósnaði fyrir Rússa í Moskvu og London Fyrrverandi starfsmaður brezks sendiráðs og flotamólaráðuneytisins fyrir rérti að njósnir iyrir Rússa. Bar London, 9. október — NTB—AP. 38 ARA ganiall Breti, Willi- am John Vassall, sem er f yrr- verandi stai fsmaður brezka flotamálaráðuneytisins og brezka sendiráðsins í Moskvu, játaði í dag fyrir rétti, að hann hefði am árabil stund- hann við þvingunum, en komið hefur í ljós, að Vassall hefur þegið allt að 80 þúsund krónur á ári fyrir njósnir sínar. Eramhald af bls. 1 V-Berlínar. Er Lucius Clay, ráðunautur Kennedys um Berlínarmálið, talinn vera einn af fylgismönnum þeirr- ar stefnu. Lincoln White sagði þessa hug mynd ekki vera nýja, þótt bún bryti í bága við aðstöðu Banda- ríkjastjórnar. Sagði hann 'henn- ar hafa gætt allt frá árinu 1950 er svo hefði verið kveðið á í v- þýzku stjórnarskránni, að V- Berlín skyldi teljast hluti aí landssvæði V-Þý-'talamds. Hins vegar kvað hann Vesturveldin hafa beitt sér gegn þessu á- kvæði, þó með það í huga, að borgin gæti siðar orðið hluti af V-Þýzkalandi. Frh. á bls. 23 Ben Bella (t.v.) og Dorticos hittast í New York. Vel fer á með Ben Bella og Dorticos H:imsókn B. Bella til Kúbu mótmælt af Sambandi verkamanna Ameríkuríkja RÆÐA Dorticos, forseta Kúbu á Allsherjarþingi Sþ. í fyrradag, hefur vakið talsverða athygli, en þar réðist hann með mikilli heift á Bandaríkin. Sakaði hann ráðamenn landsins um að hafa í hyggju meiri háttar árásaraðgerðir gegn Kúbu. Sérstaklega vék Dorticos aS fundi utanríkisráðlherra Ame ríkuríkjanna, sem nú er ný- afstaðiran í WaShiragton. >ar kom fram sú skoðun, að rétt væri að fylgj^st af athygli með því, sem nú gerðist á Kúbu. Virtist þar vera um tilraun að ræða til að gera landið að herbækistöð, er undirbúa ætti sókn kammún ista í Amerífcuríkjunum og tilraun til að grafa undan lýöræðislegum atjótrnarhátt- um. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er Ben Bella, for sætisráðherra Alsír nú einn ig staddur í New York, en þangað kom hann til að vera viðstaddur upptöku landsins í Sjþ. Mikil vinátta virðist hafa tekizt með Dorticos og Ben Bella, en fcrsætisráðherrann hefur nú ákveðið að fara í heimsókn til Kúbu. Myndin hér að ofan sýnir þá, er þeir hitbust í Nev» York um helg- ina. Leiðtogar Alsír, sem —í er crðið 109. meðlimaríki S.Þ., hafa lýst því yfir, að þeir muni framvegis fylgja þeirri stefnu í þjó5:v.álum, er '.eir nefna „alsírskan sósíalisrea" I gær ský 'i bandaríska f Htastofan AP frá því, að Samband verkamanna Ame- ríkurikja, sem er aðili að Al- þjóðasambandi frjálsra verka 1. Jsfélaga, hafi mótmælt heim sókn Ben Bella til Kúbu. Segir í mótm.jlaorðsending unni, að stjórn Castros hafi lagt þá fjötra á þúsundir kúbanskra verkamanna, að slík séu íá dæmi. Er heim- sJ„..ir"i m> á þeim grundvelli, að -ábanskir verkamenn búi iú vi£ svipuð kjör og alsírskir verkamenn á þeim tíma, er nýlenduveldi Frakka í Alsír var í algleym ingi. 0**^0*0*t0mmmt»0m0^^ Adenauer óskar eftlr friðsam- legri sambúð við Sovétríkin Bonn, 8. október. — NTB-AP KONRAD Adenauer, kanzl- ari V-Þýzkalands, hélt í dag ræðu, er þing landsins kom saman. Lýsti Adenauer því yfir, að hann vildi vara Sov- étríkin við því að gera sér- stakan friðarsamning við A- Þýzkaland. Hins vegar sagði hann stjórn V-Þýzkalands vera reiðubúna til að ræða mörg vandamál við ráðamenn Sovétríkjanna, ef A-Þjóð- verjar fengju að lifa því lífi, er þeir óskuðu. Kvað kanzl- arinn það tómt mál að lýsa eftir samningsvilja hjá V- Þjóðverjum, meðan Rússar vildu halda Þýzkalandi klofnu og kúga V-Berlín. Síðar í ræðu sinni sagði Adenauer, að v-þýzka stjórn- in óskaði eftir betri sambúð við Sovétríkin, en til að svo mætti verða, yrðu ráðamenn þar að lýsa stefnu sinni og sýna, að þeir óskuðu raun- verulega eftir friðsamlegri lausn mála. Er Adenauer ræddi um frið- arsamninga Rússa við A-í>jóð- verja, sagði hann, að allir sann- ir vinir V-Þýzkalands hlytu að lýsa sig andvíga þeim. Kvaðst hann ekki geta skilið þær þjóð- ir, sem V-Þjóðverjar ættu vin- samleg stjórnmálasamskipti við, þjóðir, sem væntu stuðnings í viðleitni sinni til sjálfstæðis, en væru mótfallnar sjálfsákvörðun- arrétti Þjóðverjum til handa. Sagðist Adenauer því vilja endurtaka það, sem hann hefði áður sagt, að V-Þjóðverjar myndi slíta stjórnmálasamskipt- um við þær þjóðir, sem viður- kenndu a-þýzku stjórnina. Þá ræddi Adenauer nokkuð um Efnahagsbandalagið. Sagði hann V-Þjóðverja myndu gleðj- ast yfir því, ef Bretar, írar, Norðmenn og Danir gengju 1 bandalagið, en hins vegar gengí hann þess ekki dulinn, að fyrst yrði að ná samningum um ýmis erfið mál. Loks ræddi Adenauer Kúbu- málið nokkuð. Sagði hann vopna sendingar Rússa til eyjarinnar hafa skapað nýja ófriðarhættu í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.