Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. október 1962 Við virðumst vel vernduð hér á eyðistrðndinni segir 72 ára Ijósmóðir Selvoginum að þessari hreytingu á byggðar- laginu. Hún er 72 ára gömul, er Þórunn að koma sinni, Strai_-^...:Ji úr kirkju þarna fædd og uppalin, bjó allan sinn búskap þar með manni sín um, Bjarna Jónssyni, sem hún missti frá 15 börnum, og heldur nú héimili hjá Hafni syni sínum í Þorkelsgerði. Á sumrin er ætíð hópur barnabarna kringum hana, en þegar vetrar dreifast þau sitt í hverja áttina, heim til sín í skóla. Og þá verður heldur ein- manalegt í Voginum. Fjaran heillar krakkana enn. — Krakkarnir sækja svo í að fá að vera í fjörunni hérna, segir hún. Alveg eins og við í gamla daga. Þá var hér mikið útræði stundað og við krakkarnir fylgd- umst vel með öllu. Á góðviðrisdög um var tví- og þríróið, og þá fór um við og færðum sjómönnunum milli róðra. Eg man eftir allt upp í viku samfelldri „törn“,^þegar hélzt stöðug norðanáttvar. En það var líka oft erfitt að sækja sjóinn á þessum hafnlausa stað. Á stóru búunum var þá mannmargt, en karlmennirnir á minni býlunum, eins og hjá okkur í Guðnabæ, reru á stóru bátunum hjá hinum, oft á því sem kallað var tólfrónir tíæringar. í sambandi við það er orðið ósköp fámennt hér, skráðar 30—40 manneskjur í Vog inum, sem þó eru margar í vinnu annars staðar. Fólkinu fækkar alltaf, allir sækja til Þorlákshafn ar. Sjálf vildi ég líka helzt fara að leggja Jand undir fót, vera minna við bundin og hafa það ró- legt. Hér fæðast orðið fá börn og sængurkontr fara á sjúkrahús, svo ekki er mikil þörf fyrir ljós móður lengur. Þó hefi ég einmitt núna eina sængurkonu, sem var að fæða sitt fimmta barn. Fæðingar ganga betur nú. — Hvað ert. þú búin að vera ljósmóðir hér lengi? Og hvað hef urðu tekið á móti mörgum börn- um? — Hér eru svo fáar fæðingar og ég hefi aldrei talið saman börn in. En ég held að þau hafi næst um öll lifað og ekki orðið neitt að konunum og það er mest um vert. Eg er búin að vera ljósmóð ir hér í 41 ár Ljósmóðirín sem var á undan mér, var orðin gömul og hætti, þá var um ekkert að ræða annað en að fá fullorðna konu, sem tylldi hér. Eg fékk styrk til að fara og læra til þess í Reykjavík. Þar var ég einn vetur, í skólanum í einn klukkutíma á dag og fylgdist svo með ljósmæðrunum út um bæinn. Maður varð að labba allt, það var — Og eftir að þú komst heim, hefurðu sjálfsagt lent í erfiðum ferðum til sængurkvenna. Var um nokkurn iækni að ræða í Sel voginum? — Nei, læknirinn var á Eyrar- bakka og ekki glæsilegt að kom ast yfir. Konurnar kærðu sig held ur ekkert um að vera deyfðar. Það er öðruvísi nú. Nú finnst mér eins og enginn geti eiginlega hugs að sér að eiga barn, þó undir læknishendi sé. Annars ganga fæðingar miklu betur nú. Konurn ar eru ekki eins þreyttar og bet- ur undir þetta búnar. — Þú varst sjálf að eiga börn, þegar þú gerðist ljósmóðir í Sel voginum? — Já, ég átti þau yngstu eftir það, en þá var hjá mér gömul kona, sem stundum var hjá sjúkl- ingum. — Þú misstir manninn frá börn unum? — Já, það eru 27 ár síðan. En börnin voru alltaf svo örtug og hjálpsöm við heimilið. Sum voru orðin uppkomin og fóru að dreif- ast í allar áttir, en hjálpuðu heim ilinu eftir getu. Og þau litlu gátu létt undir. Það var ekki erfitt. Framan af hafði ég svo margt í kringum mig og gat alltaf komizt að heiman tii sængurkvenna. Þó lítil börn væru á heimilinu, þá hjálpuðust allir að. — Hvað voru börnin mörg? — Fimmtán náðu fermingar- aldri Tveir uppkomnir synir fóru í sjóinn, 22 ára og 27 ára gamlir, annar á togara og hinn á vél- báti. Þá kom skarð í hópinn. —Þú hefur búið alla æfí við ★ tó > tó KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * * < h-i k < ö W ★ Það er alltaf hópur af barnabörnum hjá Þórun ni á sumrin. Hér er hún með tvö þeirra. Landið okkar ÞEGAR ekin er Krýsuvíkuirleið austur og komið á Eldlborgina, blasir við á ströndinni handan Herdísarvíkur hvítur depill frammi við sjóinn. Þarna er mesta áheitakirkja landsins, fítrandarkirkja. Og hvítu dílarn- ir sem við eygjum sunnan við hana eru húsin í Selvoginum. Þetta var áður blómleg byggð með mörgum býlum, þaðan sem stundað var útræði, en nú liggur fólksstraumurinn þaðan og til Þorlákshafnar, sem er nokkru austar á ströndinni, þar sem eru hafnarskilyrði og risið upp nú- tíma útgerðarpláss. Þórunn Friðriksdóttir, ljósmóð ir í Selvoginum, hefur orðið vitni Haf narfjarðarhíó: KCSA MÍN OG ÉG FERNANDEL, hinn franska gam- anleikara, sem leikur aðalhlut- verkið í þessari frönsku mynd, er ekki þörf á að kynna bíó- gestum hér því hann er fyrir löagu orðinn góðkunningi okkar allra fyrir frábærah og skemmti legan leik i mörgum gamanmynd- um, sem hér hafa verið sýndar á undanförnum árum. Minnisstæð- astur mun hann þó flestum fyrir leik sinn í hinni bráðsnjöllu mynd „Don Camillo", sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. „Kusa mín og ég“ gerist árið 1943. Fernandel eða Charles Bailly, eins og hann heitir í myndinni, er stríðsfangi á bú- garði í Þýzkalandi og lifir þar góðu lífi ásamt félögum sinum, enda er húsfreyjan, Josepha, fríð kona og vei skapi farin. Engu að síður þráir Charles að komast heim til FraKklands og því tekur hann þá ákvörðun með vitund Josephu, að flýja. Josepha gefur honum kú að skilnaði, sem hann nefnir Marguerite. Hann ieggur nú af stað með Marguerite í bandi og tekst með þeim mikli vinátta, enda þola þau saman margs kon- ar þrautir og erfiðleika á flótt- anum. En Marguerite bætir sér það upp með rnjög innilegu ástar ævintýri er hún og Charles staldra við stutta stund á búgarði á leiðinni. Þau komast við illan leik yfir Dóná og svo til smá- bæjarins Essbngen. Skömmu síð- ar skilja leiðir kusu og Charles fyrir utan Stuttgart. Hann fer sem laumufarþegi í járnbrautar- lest yfir landamærin til Frakk- lands. Hann kemur til frönsku borgarinnar Luneville og lýkur þar flótta bans á mjög óvæntan hátt. Mynd þessi er að ýmsu leyti góð, en verður þó ekki jafnað við beztu myndir Fernandels. Hún er nokkuð kyrrstæð á köfl- um, en iátbragð og svipbrigði Fernandels eru bráðskemmtileg sem endrauær. Víða er góður húmor í myndinni, en beztur þegar sýndir eru tilburðir og gáfnafar þýzkra liðsforingja. viðburður ef bíll kom til að sækja ljósmóðurina. Yfirleitt var ekki læknir þá við fæðingar. Þó var verið að byrja á því að sækja Guðmund Thoroddsen til að deyfa. Aðdróttanir ómerktar I SAKADÓMI Reykjavíkur er nýlega genginn dómur í meið- yrðamáli, sem ákæruvaldið höfð- aði gegn ábyrgðarmanni viku- blaðsins Ný vikutíðindi. Var mál- ið höfðað gegn honum vegna ærumeiðandi ummæla og aðdrótt anna í garð Guðmundar Guð- mundssonar slökkviliðsstjóra á Reykjavíkurflugvelli í sambandi við störf hans. Tilefnig var er braggar brunnu á flugvellinum í febrúarmánuði 1962. Þau urðu úrslit málsins í saka- dómi að ábyrgðarmaður þlað-s- ins var dæmdur í sekt og einnig til greiðslu miskabóta. Ábyrgðarmaðurinn hafði eigi „reynt að renna neinum stoðum undir þessar aðdróttanir sínar“ segir í dó-minum. Þar segir enn- íremur að ekkert hafi komið í sjóinn. Heldurðu ekki að þú mundir sakna hans, ef þú bygg ir þar sem þú sérð ekki sjó. Gaman að horfa á hafið. — Jú, mig mundi -"3nta mikið, ef ég hefði ekki í. Líttu á, nú er hann svo dásamlega slétt- ur. En hann getur orðið verri. Samt er hann tignarlegur þá. Það er alltaf eitthvað seiðandi við haf ið, sama þó hann láti illa. Gam an að horfa á það, en ekki gott að verða fyrir því. — Hafa ekki orðið skipsskaðar hér fyrir framan í þinni tíð? •— Jú, það hafa oft orðið skip skaðar hér, fyrir rúmum 50 árum fórst t.d. enskt skip fyrir fram an kirkjuna, en mannbjörg varð. Skömmu áðu fór þýzkari upp lengra austur frá. Þar fór einnig frönsk skúta og fórust allir. Nú er kominn þar viti, en jafnvel síðan hefur bátur strandað þarna. Vélin bilaði og brimið sogaði hann upp í klettana. Og einu sinni, það mun hafa verið 1896, strandaði norskt timburskip rétt við kirkjuna. Árið eftir voru smíðuð úr viðnum húsin í Vog- um. — Hafið þið, sem hér búið, trú á kirkjunni? — Maður ímyndar sér að mikill verndarmáthir hafi stafað frá kirkjuhni frá upphafi. Og við virðumst hafa verið vel vernduð hér á þessum eyðistað, þó hamfar ir séu oft miklar í veðrinu. Það er svo undarlegt hve lítið tjón verður oft nér, miðað við það sem verður annars staðar. — Ýmsar sögur hafa gengið um reimleika hér á Suðurströnd inni. Hefur þú nokkurn tíma orð ið vör við slíkt? — Það átt.u alls staðar að vera forynjur. En ég hefi "oft verið á ferðinni í myrkri við sjóinn, bæði gangandi og á hesti og aldrei orð ið vör við neitt, Og ég verð að segja það, að hafi ég verið á hesti, hefur aldrei verið beygur í mér. Eg minnist með ánægju margra ferða, þegar ég þurfti að fara ríðandi að Herdísarvík, Stakka- vík eða á aðra bæi og fór ríðandi með sjávarborðinu eftir glerhörð um söndunum Það var yndislegt og það var eina ánægjan manns í þá daga. Varla sjáanlegt grátt hár. Áður en við kvöddum Þórunni Friðriksdóttur, fár hún með okk ur í Strandarkirkju og sýndi okk ur hana, en um hana hefur Árni Óla nýlega skrifað ágæta grein í Lesbók Mbl. Þórunni þykir sýni lega vænt t:m kirkjuna, og við förum um byggðarlagið, alla leið austur að höfuðbólinu Nesi, sem komið er í eyði, en Rafn sonur hennar nýtir túnið. Þórunn er kvik á fæti og snarleg í hreyfing um og varla grátt hár á hennar höfði. Engian ókunnugur mundi trúa því að þarna færi kona á áttræðisaldri, sem á langri ævi hefur haft tleiri börn um að hugsa en flestum nútímakonum þætti viðráðanlegt. — E. Pá. Ijós við sérstaka rannsókn, sem fram fór af eldsvoðanum, er bend ir til þess að aðdróttanirnar hafi við rök að styðjast. Var refsingin ákveðin með hliðsjón af 108 gr. alm. hegn- ingarlaga-meiðyrðalöggjöfinni. — Öll hin átöld-u ummæli voru dæmd da-uð og ómerk með dómi þessum. Var ákærða gert að greiða 3000 kr. sekt til ríkissjóðs og til að greiða Guðmundi Guð- mundssyni slökkviliðss-tjór-a, 8000 krónur í miskabætur, svo og málskostnað. Alls n-emur fjár- hæðin rúmlega 13000 krónum, auk vaxta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.