Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 10. október 1962 MORGVNBLAÐIÐ 23 MMi í I MIKIf) hefur verið rætt um ríkið Jemen á suðvísturhorni Arabíuskaga í fréttum að und anförnu. Kom þar fyrst til dauði komungs landsins, Imam Ahmad bin Yahya Muhammad Hamid Ud Din, og valdataka sonar hans Imam Mohammed Al-badr. Imam Mohammed hafði ekki ríkt nema í nokkra daga, þegar stjórnarbylting var gerð undir forystu Sallal ofursta í her landsins. Herma fregmir, en þær hafa verið ó- ljósar, að Imam Mohammed og aðrir meðlimir konungs- fjölskyldunnar hafi verið drepnir. Föðurbróðir Imams- ins Sail Al-Islam AI Hassan prins, sem búsettur hefur ver- ið í Bandaríkjunum og verið formaður sendimefndar Jemen hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt þegar áleiðis til Jemen, er hann fregnaði um bylting- una og hefur verið að safna liði til að koma byltingar- stjórn Sallals á kné og taka völdin í sínar hendur. ★ Konungsríkið Jemen var stofnað með byltingu gegn veldi Tyrkja 1904, undir for- ystu Imams Yahya iibn Mo- 'hammed ibn Yahya Hamed Ud Din. Ríkið fékk þó ekki fullt sjálfstæði fyrr en 1918. 1934 tók Saudi-Arabía eitt af norðurhéruðum landsins, Asír, og er landið nú um 195 þús. ferkílómetrar að flatar- máli. Iamaminn var algerlega einvaldur, en >ó hafði hann ráðgjafanefnd sr við hlið, og átti hluti framkvæmdavaldis að vera í höndum hennar. Im- aminn var æðsti dómari lands- ins og þeir, sem ekki voru ánægðir með úrskurð dóm- stólanna gátu áfrýjað málum sínum til hans. íbúar Jemen, um 4,5 milljón ir, eru Múhammeðstrú'ar. Má skipta þeim í fjóra flokka, þ. e. afkomendur spámanns- ins, sem mynda yfirstéttina, menn af s-arabískum upp- runa, sem eru lang flestir, þá, sem stunda verzlun, og bland- aðan flokk manna, sem flest- ir eru af afrískum uppruna. 50 þús. Gyðingar fluttust frá Jemen til ísrael 1949. Ibúarnir lifa aðallega á land búnaði og verzlun, og fyrr á tímum var Taiz, önnur höfuð- borg landsins, mikil verzlunar borg og þar mættust margar verzlunarleiðir. í Taiz, sem stendur á frjósömu landsvæði, var aðseturssaður Imamsins. Hin höfuðborgin er Sanaa. Eina hafnarborg landsins er Hodeida við Rauða-Haf og 1961 veittu Sovétríkin Jemen fjárhagsaðstoð til að byggja þar nýja höfn. Byltingarráðið, sem nú er með völdin í Jemen. Jemen er frjósamasti hluti Arabiuskagans. Loftslag er temprað og úrkoma töluverð, þó er nokkur hluti landsins óræktuð eyðimörk. Helztu útflutningsafurðir landsins eru kaffi, rúsínur, döðlur og önnur matvara, húð ir og skinn. Mest er flutt út til annarra ALrabaríkja, en einnig er kaffi flutt til Evrópu um Aden. Olia hefur fundizt í Jemen og 1955 gierði Imam Aihmad samning við banda- rískt einkafyrirtæiki um hag- nýtingu hennar. Al-IIassan prins af Jemen. Myndin var tekin á hergagnasýn- ingu í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Iðnaður í landinu er lítill enn sem komið er, en til- raunir hafa verið gerðar til að framleiða vefnaðarvöru. Mikið er því flutt inn af vefn- aðarvöru en aðrar helztu inn- flutningsvörur eru sykur og gler. Menntun hefur aukizt á undanfömum árum og stjórn- in hefur veitt efnilegum náms mönnum styrki til framhalds- náms erlendis. Lét myrða bræður sína. Imam Ahmad, faðir Imams Mohammed, sem sagt er að byltingarmenn Sallals hafi ráð ið af dögum, kom til valda 1948, tæpum mánuði eftír að faðir hans var myrtur af bylt ingarmönnum. Imam Ahmad tókst að sigrast á byltingar- mönnunum, sem vildu brjóta á bak aftur vald Imamanna, er einokað höfðu stjórnarstöð- ur og nærri öll viðskipti lands ins um árabil. f»á bældi Imam Ahmád með harðri hendi niður aðra byltingu, sem bræður hans tveir höfðu undirbúið, en báð- ir voru þeir háttsettir í stjórn hans. Lét Imaminn taka bræð ur sína af lífi. Eftir þessa byltingartilraun ákvað Imam- inn, að hefja nokkur sam- skipti við erlend ríki, en fram til þess tíma hafði Jemen ver- ið lokað land. Síðar hefur enn verið reynt að ráða Imam Ahmed af dög- um, og er álitið að byltingar- mennimir undir forystu Sall- als hefðu frernur kosið, að hann sæti enn við völd, þegar byltingin heppnaðist, því að henni var fyrst og fremst beint gegn einræðisstjórn hans. Reynt var að ráða Imam Ahmed af dögum í marz 1961, er hann var að skoða sjúkra- hús í Hodeida ásamt fylgdar- liði. Tveir menn skutu á hann og féfck hann kúlu í öxlina, en sárið var ekki stórt. Aftur á móti urðu tveir af lífvörð- um hans fyrir skotum og biðu bana og tveir frændur hans særðust hættulega. Fjórir menn voru dæmdir til dauða fyrir þátttöku i til- ræðinu, en í opinberri til- kynningu frá Jemen sagði. að foringi þeirra hefði framið sjálfsmorð. ★ Enn er talið óvíst hvort hinni nýmynduðu byltingar- stjóm í Jemen tekst að halda völdum, en eins og áður er sagt, stefnir al Hassan frændi Imamsins nú að því að steypa henni af stóli. Símasamband og vegasamband í Jemen er sagt í mesta ólestri og því virðist erfitt að fá upplýsing- ar um hve mikils fylgis Sallal á raunvemlega að fagna með al þjóðarinnar, þó að fregnir frá Sanaa hermi, að hann hafi mikinn meirihluta hennar að baki sér. A1 Hassan prins og nánustu fylgismenn hans hafa að undanförnu dvalizt í Saudi-Arabíu, þar sem hann hefur myndað útlagastjóm. Herma fregnir frá aðseturs- stað prinsins, að hann hafi fylgi allra Jemenbúa utan íbúa þriggja borga, Sanaa, Hodeida og Taiz. — Kennedy Framhaid af bls. 1 Hugmyndina scgði hann brjóta í fclga við stefnu ráð^manna í Washingbon vegna þess, að Stcína þeirra hefði æ.ið verið sú að réttur þríveldanna í V-Berl- ín byggðist á réttinum til her- setu þar. AP-fréttastofan ;gir frá þ í, að fylgismenn þessarar hugmynd ar l ari því fyrir sig, að Rússar hafi svo oft brotið Postdam- samninginn, að enginn ástæða sé fyrir Vesturveldin að telja sig lengur bundinn honum. Sérfræðingar um þetta mál halda því hins vegar fram, að Vesturveldin myndu alls ek.ri hagnast á því að gefa frá sér réttinn til hersetu í landin •, heldur þvert á móti tapa, >vi að þá hefðu Rússar fengið ástæðu til þess að mótmæla dvöl her manna þrí-eldanma í löorginni. ÍÞá var White spurður að þvi, hvort ráðamenn í Bonn hefði’ fallizt á þá tillögu, sem komið hefur fram í Bandaríkjunum, að sett verði alþjóðlegt eftirlit 13 landa með Berlín. Sagði tals maðurinn, að hann hefði ekki leyfi til að segja neitt um það mál. Hins vegar kvað hann það hafa verið rætt af ráðamönnum Vesturveldanna. — Kartöflurnar Framhald af bls. 3. unina til þess að athuga um meðferð og geymslu þar. Hins vegar sagði Ásgeir að í haust hefði hann óskað eftir því að matsmaður kæmi í verzlunina, þegar kvartanirnar voru hvað mestar, o,| hafi þá komið þang að Kári Sigurbjörnsson. Sagði Ásgeir að Kári hefði skoðað kartöflurnar í verzluninni <\ kvaðst hafa heyrt hann viður kenna að þetta væri ekki mannamaíur. Sagði Ásgeir að hann hefði borið upp hina ár- angurslausu kvörtun sína við Grænmetisverzlunina áður en matsmaðurinn kom, en hefði hinsvegar ekki gert það síðan Viðstaddir réttarrannsókn- ina voru Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytendasamtak- anna, sem kært hafa kartöflu- málið, og Birgir Ásgeirsson, lögfræðingur samtakanna. Síð ar í gær átti að leggja sömu spurningar fyrir tvo aðra verzl unarstjóra í Reykjavík og fer þá réttarr^nnsókninni senn að ljúka, og málið veður sent sak sóknar ríkisins til umsagnar. — Njósnaði Framh. á bls. 23 Segir Vassall forsögu málsins vera þá, að er hann hafi unnið í brezka sendiráðinu í Moskvu árið 1956, hafi nokkrir Rússar boðið honum til drykkju. Hafi þeir haldið til krár einnar, þar sem hann hafi drukkið frá sér allt vit. Síðan hafa Rússarnir tekið af honum ljósmyndir í mjög óheppilegum stellingum, og hafi þeir hótað að birta mynd- irnar ef hann féllist ekki á að stunda njósnir um 6 ára bil. Kveðst Vassall ekki hafa átt annars úrkosti. Hafi hann bæði stundað njósnir í Moskvu og síð- ar í London, er hann hafði tekið til starfa við flotamálaráðuneyt- íð. Vassall var handtékinn 13. sép. él. Við nákvæma leit á heim- $1 hans fundust tvær litlar mynda véiar,- Æem ætlaðar eru, til «.að táka myndir af skjölum. "Jafn- framt fundust filmur, er þegar hafði verið tekið á, og á þeim voru myndir af leyniskjölum úr ráðuneytinu. Vassall er nú ákærður fyrir að hafa afhent leyndarskjöl í hendur erlendu ríki, og má hann búast við allt að 28 ára fangelsi, ef hann játar allar sakargiftir, eða ef tekst að sanna þær á hann. — Sildveiði . . . Frh. af bls. 24. eyjum, Sjómannafélagi Akur- eyrar og verkalýðsfélaginu í Ólafsvík og spurði hvort þau væru ekki reiðubúin að hefja samninga og að á þeim væri byrjað sem fyrst. Um það var enginn ágreiningur að öll þessi félög hefðu lausa samninga, nema e. t. v. einhver félaganna á Vestfjörðum. Næst skeður það að Líú skrif- ar Alþýðusambandinu bréf og óskar eftir samningaviðræðum. Alþýðusambandið skrifar, eða sendir skeyti, fyrrgreindum fé- lögum að undanteknum þeim, sem eru í Sjómannasambandinu, enda var A.S.Í. kunnugt um af- stöðu þeirra áður. Nú hefir verið boðaður fund- ur sem hefst í dag með fulltrúum frá þeim félögum, sem samnings aðild eiga að væntanlegum samn- ingi, til þess að ræða nýja samn- inga. Jón Sigurðsson gerir ráð fyrir að sá fundur komi sér saman um samninganefnd, fyrir þau félög, sem hér um ræðir. Samningar, sem sú nefnd gæti fallizt á, geta ekki tekið gildi fyrr en atkvæðagreiðsla um þá hefir farið fram 1 viðkomandi félögum. Samband var haft við L.Í.Ú., og taldi það sig bíða eftir því hvenær viðræður gætu hafizt. 3 herb. íhúð vantar okkur strax fyrir þjálfara. Upplýsingar hjá form. félags- ins Sigurjóni Þórðarsyni í síma 1 8 3 5 0. » 9 • ■ ■ , J 9.. • 5 1 . <■..» Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: FJÓLUGÖTU BERGSTAÐASTRÆTI NESVEG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.