Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 1
24 síður 49. árgangur 226. tbl. — Fimmtudagur 11. október 1962 Prentsmiðja Morgtmblaðsins Fjárlagafrumvarpið lagf fram á Alþingi: kíiitnr og tollar hækka ekki Áfram haldið til aukinnar hagkvæmni í ríkisrekstrinum FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1963 var fyrsta málið, sem lagt var fyrir Alþingi að þessu sinni, og var því útbýtt ó fundi Sameinaðs þings í gær. Þrátt fyrir það að rekstrar- úígjöld muni samkvæmt frumvarpi þessu hækka um 347,5 millj. kr. en því valda m. a. launahækkanirnar, mun ekki þurfa að grípa til skatta- eða tollahækkana. Stafar það að nokkru af vaxandi innflutningi til landsins vegna aukinnar framleiðslu og frjálsari viðskipta. Enn fremur af aukinni veltu innan lands og hækkandi tekjum landsmanna. Unnið \erður áfram að því að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum og hefur talsvert áunnizt í því efni. — Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, mun flytja fjárlagaræðu sína væntan- lega í næstu viku. Á sjóðsyfirliti fjárlagafrum- varpsins eru niðurstöðutölur að þessu sinni 2.126.175 þús. króna, en á yfirstandandi fjárlögum eru þær 1752 millj. kr. Niðurstöðu- tölur á rekstraryfirliti eru hins vegar 2.123.075 þús. kr., en á gildandi fjárlögum 1749 millj. kr. Rekstrarafgangur er áætlað- ur 137.795.496 kr. og greiðsluaf- gangur áætlaður 12.778.189 kr. Helztu tekju- og gjaldaliðir fjárlaga Helztu tekjuliðir ríkissjóðs eru sem fyrr skattar og tollar, sem nú er áætlað að muni nema 1785,6 millj. kr., en tekjur af rekstri ríkisstofnana 315,4 millj. kr. Stærsti útgjaldaliður fjárlaga er til félagsmála, 504,4 millj. kr., Framh. á bls. 8. arizt í Jemen Fylgismenn Al Hassan og byltingar- stjómarinnar eigast við Aden, Amman, 10. okt. — NTB Í DAG sló í bardaga í Jemen milli hirðingja, sem fylgja Al Hassan prins og manna, sem hollir eru byltingarstjórn Sallals. — Utvarp byltingar- stjórnarinnar í Sanaa skýrði frá þessu í dag og er þetta í fyrsta skipti, sem byltingar- stjórnin viðurkennir að hún njóti ekki fylgis allrar þjóð- arinnar. 18 hermenn byltingar- stjórnarinnar og 12 hirðingj- ar eru sagðir hafa fallið í bardögunum. Byltingarstiórnin í Jemen hef- ur svipt bandarískt olíufélag, sem starfrækt hefur verið í landinu, réttindum sínum. Er talið að það hafi verið gert vegna þess að Bandaríkjastjórn hefur enn ekki viðurkennt hina nýju stjórn. Það var við virkið Maarab í N-Jemen, sem í brýnu sló milli hirðingja, sem hollir eru Hassan prins og manna stjórnarinnar. Tóku hirðingjarnir virkið, en stjórnin sendi hermenn sína til Framhald á bls. 2. Eisenhower gagnrýnir Kennecly EISENHOWER fyrrv. Banda- ríkjaforseti hefur ráðizt harð lega á Kennedy núverandi for seta og stjórn hans, í ræðum, sem hann hefur haldið í sam- bandi við kosningafoaráttuna, er nú stendiur sem hæst í B andarík j unum. Segir Eisenhower, að ungir og óreyndir menn sitji við stjórnvölinn og það, sem hafi verið að gerast í Washington undanfarna 20 mánuði beri vitni um reynsluleysi í stjórn- málum og eigingjarna valda- baráttu. Einnig einkennast framikvæmdir stjómarinnar af trú hennar á óskeikulleik hennar sjálfrar en ekki af vilja til að treysta á skyn- semi þjóðarinnar. # GJALDEYRISSVIK Moskvu 10. okt. (NTB) BlaðiS Pravda Ukralnu hefur skýrt frá þvi, aS 15 menn hafi ver- iS teknir til fanga í V.-Ukrainu, sakaðir um gjaldeyrissvik. Birti blaðið nöfn allra mannanna og sagSi, aS þeir hefSu samtals svik iS sér upphæS, sem næmi fleiri þúsundum rúbla. , J^anB m 1 i M '^h|| 13^4 j W' Epr" 1 r^" t^ ¦íS^ w 1 I ¦ 1 %f "lWl m 1 HHÉÉS ÍsͧíilÍí» ¦ ¦ ':^ ^^^B íjs.¦'¦'¦¦: ...^fc. ^** aB fT •¦¦¦" w' ; «s:- fj, *Jb ¦..«*?*¦ m '^9^ ^ ~^ljpÉiBB^WMtaBK^»B^ -l íuBT Myndin sýnir Bjarna Benediktsson, dómsmálaráðherra, og Baldur Möller, ráðuneytisstjóra, við setningu fundarins í Rómaborg. — (AP) Sívaxandi þörí aukinnar réttareiningar lýðræðisþjóöa Frá fundi dömsmálaráðherra ríkja Evrópuráðsins í Rórrr BJARNI Benediktsson, dóms-1 hafa setið fund dómsmálaráð- . dómsmálaráðherra frétta- málaráðherra, og Baldur herra aðildarríkja Evrópu-1 auka í Ríkisútvarpinu, þar Möller, ráðuneytisstj., komu ráðsins í Róm dagana 5.—7. heim í fyrrakvöld eftir að l október. t gærkvöldi flutti Fá íslenzk sjónarmiö að komast að á fiskveiðiráðstefnu E.B.E.? Brussel 10. okt. (NTB). FUNDI landbúnaðarmálaráðherra landa Efnahagsbandalags Evrópu lauk í Briissel í dag. Var til- kynnt í lok fundarins, að Dan- mörk, Noregnr og Bretland, sem beðið hafa um að fá aS láta í Ijós álit sitt varðandi stefnu E.B.E. í málum, sem snerta fisk- veiðar, verði veitt leyfi til þess í sambandi við fiskveiðiráð- etefnu, sem aðildarríki E.B.E. hyggjast halda í Briissel. Sagði í fréttum frá NTB, að betta myndi einnig gilda um fsland og ír- land. Landlbúnaðarmálaráðherrarnir Bamþykktu á fundi sínum, að o«índ E.B.E. j Brussel skyldi leggja fram tillögur um fiskveiða ráðstefnuna og verða þær lagðar fyrir ráðherranefnd Bandalags- ins, þegar hún kemur saman í byrjun næsta mánaðar. Nefndin, sem gerir tillögur um fiskveiðiráðstefnuna lítur þannijg á, að löndin þrjú, sem óskað hafa eftir að láta skoðanir sínar í ljós á ráðstefnunni, geti ekki fengið að hafa fulltrúa á henni og ekki heldur áheyrnarfulltrúa. Nefndin leggur til að löndin fái að leggja greinargerðir fyrir ráðstefnuna Og þau fái upplýsingar um fram- gang mála þar. Muni þetta einnig gilda um ísland Og írland. Ekki er ákveðið hvenær fisk- veiðiráðstefnan verður haldin en gert er ráð fyrir, að það verði ekki fyrr en á næsta ári. • Morgunblaðið bar frétt þessa í gærkvöldi undir Jónas Haralz, forstjóra Efniahagsstofnunarinn- ar. Sagði hann, að ekki hefði formlega verið farið fram á, að við fengjum að fylgjast með um- ræðunum á hinni væntanlegu fiskveiðiráðstefnu. Hins vegar hefði það borið á góma í við- ræðum viðskiptamálaráðherra er- lendis i sumar, hvort niokkr- ir möguleikar væru á að við gætum komið sjónarmiðum okkar að. Var þá talið að ekkert lainl uíau Efnahagsbandalagsrikj anna myndi fá fulltrúa á ráð- stefnunnd, eins og nú er líka kom ið á daginn. Góð orð voru höfð um það, að athugaðir yrðu möguleikar á því að við fengjum að fylgjast me þróun mála og láta sjónar- mið okkar i ljós. Það er framúrskarandi þýðing- armikið, sagði Jónas Haralz, að við fáum að fylgjast með, þegar verið er að leggja drögin að stefniunni - sjávarútvegsmálum, sem allar helztu fiskveiði- og fiskneyzluþjóðir V-Evrópu munu væntanlega eiga aðlid a3. Stefnan í þessum málum hlýtur augljóslega að hafa mikil áhrif á okkar aðstöðu á mörkuðunum. sem hann gerði grein fyrir fundi þessum, og fara orð hans hér á eftir: „Fyrir skemmstu, það er dag- ana 5. til 7. október, var suður í Róm haldinn fundur dóms- málaráðherra aðildarríkja Ev- rópuráðsins að viðbættum dóms- málaráðherra Svisslands, og komum við Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri, heim í gærkvöldi frá því að sækja fund þennan. Fundurinn var haldinn að boði ítölsku ríkisstjórnarinnar og er hinn annar í röðinni sinnar teg- undar, sá fyrsti var haldinn í París í júní í fyrra að boði frönsku ríkisstjórnarinnar. Rómarfundurinn bar mjög merki sívaxandi þarfar aukinnar réttareiningar meðal lýðræðis- þjóða Evrópu. Það var gerð grein fyrir því, sem þegar hefur áunnizt í þessum efnum, því aff á tólf ára starfsferli Evrópuráðs- ins hafa verið gerðir 30 samn- ingar margvíslegs efnis í þessu skyni milli aðildarrikjanna. Is- land er ekki aðili nema sumra þessara samninga, enda fjalla Eraimhald á bls. Z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.