Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 3
« Fimmtudagur 11. október 1962 MORGllSBLAÐIÐ EFTXR helgina brugðum við oikikur vestur á Granda- garð tál að svipast uim. Báita- höfnin var full af bátuim, sem biðu eftir að komast á síld VeriS var að vinna í Hrað- frystietöðinni og í Ba&jarút- gerðinni, og þegar komið var mm út fyrir Slysavarnarfélags- húsdð sást hvar verið var að ganga fré uppfyllingu og bryggju. Verið var að ganga frá röralögn í bryggjuna fyr- ir vatn og olíu og að steypa kant meðtfram uppfyliiniguna. ? í vesturhöfninni lágu miili 75 og 80 bátar, sem flestir ^ biðu eftir að byrja síidveið- Þrjár happafleytur Haraldar Böðvarssonar bíða eftir að vetna rsíldveiðarnar hefjist. Beðíð eftir síldveiðisamn- ingum í Vesturhöfninni Lokið við að steypa kantinn á vesturbakka. ar, enda var þegar byrjað að gg nota nýju bryggjuna. Þar Lágu hver utan á öðrum, þrír ■ happabátar frá Haraldi Böðv- arssyni, Höfrungur II, Skírn- ir og Haraldur. Bátamir vom nýkomnir úr slipp, og tiiibúnir til að hefja vetrarsóidsveið- arnar. Til gamans hringdum við í Harald Böðvarsson, og innt- um hann frétta af bátunum. Hann sagði að bátairnir væru allir nýkomnir úr slipp, mein ingin væri að þeir fæm á síld ef einhverntíma yrði skip að í samninganefndlina. Væm þeir altilbúnir, og efckert eft- ir nema að taka nótina um borð. %%%%%%%%%%%% SÍÐAR í þessum mánuði er vænt- anleg til landsins brigdesveit frá Hollandi, sem mun spila nokkra leiki m.a. verður bæjakeppni milli Reykjavíkur og Amsterdam. Sveitin er skipuð góðum spilur- um, en kunnastur þeirra er H. Filarski, sem einnig er þekk- ur fyrir skrif um bridge. Ákveðið er að 64 spil verði spiluð í bæjakeppninni og verð- ur fyrri heimingurinn spilaður í Klúbbnum fimmtudaginn 25. október, en síðari helmingurinn mánudaginn þar á eftir. Sveit Reykjavíkur verður þannig skip- uð: Agnar Jörgensson, Róbert Sigmundsson, Jóhann Jónsson, Stefán J. Guðjohnsen, Hjalti Elíasson og Asmundur Pálsson. Laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október taka hollenzku spixararnir þátt í tví- menningskeppni og þriðjudag- inn 30. október munu þeir spila við Bikarmeistarana og íslands- meistarana kvöldið eftir. Heimsókn þessi er í tilefni af 15 ára afmæli Bridgefélags Reykjvaíkur og verður án efa spennandi og skemmtileg. Stjórn Bridgefélags Reykja- víkur er þannig skipuð: Stefán J. Guðjohnsen, formaður, Ragnar Halldórsson, ívar Andersen, Brandur Brynjólfsson og Guð- mundur Kr. Sigurðsson. — Dómsmálaráðh. Framhaid af bls. 1 ýmsir þeirra um efni, sem okkur varðar lítt eða ekki, en athuga þarf nánar um þátttöku okkar í öðrum. Á Parísarfundinum í fyrra var einkum fjallað um nauðsyn nán- ari samvinnu til hindrunar af- brotum og einfaldari aðferðar til að koma fram viðurlögum, t. d. fyrir brot á umferðarregl- um. Nú lá fyrir frumvarp að samningi um framkvæmd skil- orðsbundinna dóma, sem upp eru kveðnir í einhverju aðildar- ríkjanna, og eftirlit með fram- kvæmd þeirra í hinum. Þessar reglur fara í sömu átt, en Norðurlöndin hafa þegar samið um sín á milli, og var mælt með staðfestingu frumvarpsins í meginefnum. Þá var gerð grein fyrir rann- sókn, sem framkvæmd er á veg- um Evrópuráðsins á áhrifum út- varps, sjónvarps, blaða og ann- arra slíkra tækja, sem ná til al- mennings, á afbrot unglinga og hvernig koma megi í veg fyrir, að þessi tæki, sem miklu góðu geta áorkað, snúist til ills. Mælt var með ráðstöfunum, sem auðvelda eiga, að aðildar- ríki fylgist með tillögum, sem bornar eru fram í einhverju þeirra um nýjungar í löggjöf. Enda voru allir sammála um, að herða þyrfti róðurinn fyrir því, að réttarþróunin yrði ekki á eftir framvindu tímanna, sem stöðugt knýr fram samvinnu og einingu til lausnar viðfangsefn- anna. Þess vegna var ákveðið að setja á stofn nefnd sérfræð- inga, sem skyldi starfa um sinn og gera áætlun um nánara sam- starf í fleiri greinum réttarins og þá einkum í borgararéttin- um svokallaða, en enn hefur átt sér stað. Þegar á þessum fundi var rætt um frumvarp að sameiginlegum reglum um gerð- ardóma, er undirbúið hafði ver- ið af sérfræðingum. Svo sem þessi hvergi nærri tæmandi upptalning sýnir skorti ekki umræðuefni. Að hinu var fremur fundið, að þau væri helzt til mörg og að mönnum hefði ekki gefizt færi á að átta sig áð- ur á þeim svo sem skyldi. Að- staða þátttakenda er þó að þessu i—n—tr~n-rr»n leyti harla ólík. Flest hin að- ildarríkin hafa sérfræðinga, sum marga, sem unnið hafa lengi að hverju viðfangsefni um sig og tekið hafa þátt í undirbún- ingi, sem stundum hefur varað árum saman. Við fslendingar eigum af auðskildum ástæðum þessa engan kost. Hlutverk okk- ar á slíkum fundum hlýtur því nánast að verða áhorfandans, sem fylgist með til þess að verða ekki með öllu aftur úr. En ein- mitt þess vegna er okkur einkar brýn þörf á því að sækja þær samkomur, þar sem heildaryfir- lit er gefið og meginatriði rædd, svo að við getum áttað okkur í hverju við þurfum að vera með og hvað við getum látið af- skiptalaust. Náið samstarf við hin Norðurlöndin greiðir götuna í þessu, og var það með ágætum að þessu sinni. Allir voru þátttakendur sam mála um, að fundurinn hefði . heijd tekizt vel, og var mælt með því, að slíkir fundir skyldu héðan af haldnir öðru hverju og þegið boð írsku stjórnarinnar um, að næsti fundur skyldi hald inn í Dublin að einu eða tveim um árum liðnum“. STAKSTEIEVAB Samningar við sjómenn á síldveiðum Enda þótt sumarsíldveiðar hafi gengið vei og hagur útvegs- manna og sjómanna sé með bezta móti, afsakar það ekki seinagang inn, sem orðið hefur á tilraun- um til samninga um síldveiði- kjör á haust- og vetrarvertíð. Sú afsökun Hannibals Valdimars- sonar, forseta Alþýðusambands íslands, að póstsamgöngur séu svo slæmar á Islandi, að ekki sé hægt að afla umboða til samn inga nema á löngum tíma, er harla léttvæg, því að auðvitað er hægt að fá slík umboð sím- send. Því ber hins vegar að fagna að fyrir forgöngu Sjó- mannasambandsins eru nú hafn- ir funidir, svo að þá- verð- ur ekki frekari dráttur á því, að samninganefnd sjómanna hefji viðræður við útvegsmenn. Þar með er þó auðvitað ekki sagt, að samningar takist þegar í stað. En þó ætti nú, frekar en oftast áður, að vera hægt um vik að ná samkomulagi, því að hag- ur beggja aðila er betri en á uppbótatímanum og þess vegna ættu þeir að geta náð saman. Hagsmunir sjómanna Það er líka rétt að undirstrika það rækilega, að það versta, sem fyrir sjómenn gæti komið í kjaramálum, er, að aftur yrði horfið inn á braut þeirrar svika- myllu, sem uppbótakerfið var. Framsóknarmenn eru teknir að boða það, að samningana núna eigi að leysa með nýjum upp- bótum, sem þeir nefna „tækja uppbót“. Þetta lítur e. t. v. sak- leysislega út, en er þó í ná- kvæmu samræmi við upphaf þess versta kerfis fyrir sjómenn, sem hér hefur þekkzt. Þá var samningsréttur sjómanna í raun réttri afnuminn, því að ríkis- valdið og útvegsmenn sömdu um uppbætur til útgerðarinnar einnar, en sjómenn fengu afla- hlut sinn greiddan af tilbúnu verði, nokkurs konar Lúðvíks- verði. Enginn efi er á því, að hagkvæmara er fyrir sjómenn að gera samninga beint við út- vegsmenn og halda óskertum samningsrétti, jafnvel þótt hundr aðshlutinn yrði eitthvað lægri en þeir helzt æsktu. A sama hátt var uppbótakerfið til tjóns fyrir útveginn og þjóðarheildina, því að það knúði ekki til þeirra framfara og hagnýtingar afla, sem rétt verðskráning gerir. — Þess vegna eru það sameiginleg- ir hagsmunir útgerðar og sjó- manna að semja beint og forðast rikisafskiptin. Heiðraður í Moskvumálgagninu - ’ - r Utsvar á Hornaf. Höfn, Hornaf. 9. október. NÝLEGA hefur verið lögð fram skrá um útsvör og að- stöðugjöld í Hafnarhreppi. Á- lögð útsvör eru 1.235 þúsund og aðstöðugjald 517 þúsund. Jöfn- unarsjóðsgjald er áætlað 350 þúsund og tekjurnar því alls 2 milljónir 100 þúsund. Helztu gjaldaliðir eru til menntamiala 450 þúsund, félags- heimilis 350 þúsund, vegaimála og götulýsinga 350 þúsund, til almannatrygginga og sýslusjóðs 360 þús., sjúfcrasamlagis 75 þús- und, brunavarna 60 þúsund og til stjórnar kauptúnsimis 75 þús- und. Gjaldiendur eru 230. Til frádráttar eru bætur al- mannatrygiginiga og hálfur sjó- monnafrádráttur, auk þess, sem lögboðið er. Sleppt er útsvari á þá, sem eru eldri en 70 ára. Dregið er 45% frá útsvarsstiga. — Gunnar l*tá i {tmwtH Eining um stjðrn 8SRB und- ir forystu vinstri manna Myndin, sem hér gefur að Iíta, er úr .íinu löggilta málgagni heimskommúnismans á Islandi. Er þar ákaft fagnað yfir því, að Kristján Thorlacius, einn af frammámönnum Framsóknar- flokksins; skuli hafa verið kjör- inn formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, og finnst kommúnistum hag þeirra sam- taka vel borgið „undir forystu vinstri manna“. Raunar talar Tíminn líka um þessa vinstri forystu og finnst það mest um vert að kommúnistar skuli enn vera í stjórn samtakanna. MbL efar ekki að frétt „Þjóðviljans“ hafi glatt Thorlacius, en spurning er um gleði þeirra Framsóknar- manna, sem andvígir eru komm- únistadekri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.