Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 11
rimmtudagur 11. október 1962 MORCVISBLAÐIÐ 11 Fyrsta stór- hýsið í Lincoin Center mestur í flutningi franskra tónsmíða. Leinsdorff, sem er n.'ráðinn aðalstjórnandi Ihljómsveitarinnar, þykir Uk- legur til að leiiða hana á alíþjóðlegra sviði. Á v'J5m- lUkunum í Philharmonic Hall þó.li hljómsveitin þegar leika með nýjum blæ, óvenju tært og nákvæmlega. Leinsdorff er fimmtugur að aldri, fæddu. í Vínarbcrg, og drakk þar í sig tónlist, með móðurm.ólkinni eins og tfleipi börn þeirrar borgar. Hann hefur víða dvalizt um æfina, er víðmenntur maður og sagður óvenju næmur á handrit. Hann hefur stjórnað Í ijölda hljómsveita, lengi f verið óperustj Srnandi, meðal anoars í Salzburg og Metro- politan, og getið sér frábæ- an orðstír. Og sem dæmi um næmi hans á handrit tónsmíða er sagt, að viku fyrir hljóm- lei’.ana í Philharmonic Hall ihafði hann en ekki fengið full kon.ið handrit af píanókonsert SamueLs Barbers, þar sem John Browning, ungur pianó- leikari lék einlc .. Og sinfóníu nr. 7 eftir Walter Piston stjórnaði hann í fyrsta sinn eftir minni, höfundinum til mikillar furðu — „ég átti ekki von á því, að nokkur maður þekkti handrit mitt betur en ég sjálfur", sagði Piston furðu lostinn, þegar( banr. hafði hlýtt á æfinguna. Tónlistarunnendur í Boston virðast vissulega öfundsverð- ir af því að eiga von á að Ihlýða á þessa góðu hljóm- sveit undir stjórn Leinsdorff, því að ummæli gagnrýnenda eru á þann veg, að þótt hann hafi áður stjórnað fjölda góðra' listamanna á hljómleikasviði, þá hafi hann nú fyrst fengið hljómsveit, sem svari til hinna fráibæru hæfileika hans. Bernstein — aðal- stjórnandi Philharmoníu- hPómsveitarinnar, sem fær nú fyrst fastan sama stað. Sumarauki Stefán Júlíusson: Sumarauki. Skáldsaga. 173 bls. Almenna bókaféliagið, Beykjavik 1962. „Sumarauki" er fjórða skáld- saiga Stefáns Júliussonar og mun betri en tvær þær fyrstu (þriðju skáldsögu hans hef ég ekki les- ið). Sagan er spennandi aflestr- ar, söguþráðurinn kunnáttusam lega spunninn og stígandi í at- burðarásinni, allt sarnan góðir kostir á skáldverki. Efni söjunnar er orðið dálítið þvælt: miðaldra rithöfundur, sem er að staðna á ritferli sínum, kemur heim frá útlöndum eftir margra ára útivist og flýr til æskustöðvanna í leit að sjálfum sér. Hann hafði flúið dalinn í ástarsorg og æskuástin fylgt 'honujn æ síðan eins og skuggi. í þetta sinn kynnist hann dót’ r unnustunnar gömlu, finnur sjálf an sig í ástarsambandi þeirra, en hverfur burt aftur af því heim ur hans og beimur hennar eru of ólíkir. Inn í þessa ástarsögu fléttast tildrög flóttans forðum og uppgjör við móður stúlkunn- ar. Þó sagan risti hvergi djúpt er sálfræðileg innsýn höfundarins víða allskörp. Viðbrögð per- sónanna eru einatt byggð á senni legum eða rökréttum forsenduml Heimsókn Ála til Reykjavíkur á fund ástíkonu sánnair er til dæmis mjög nærfærnislega lýst og eins síðasta fundi þeirra á skemmtun inni og uppgjörinu á eftir. Sam- band þessara ólíku persóna verð ur fullkomlega cðlilegt, þegar frá eru skilin fyrstu kynnin, sem mér fannst dálítið galgcpaleg, þó höfundur reyni síðar að finna þeim sennilegar og pottíþéttar forsendur. Á bókakápu segir að „Sumar- auki“ sé „nútímasaga um nútíma vandamál“ og má til sanns veg ar færa. Hún bregður upp nokkr um svipmyndum af lífi unga fólksins nú á tímum og leitast jafnvel við að skýra orsakir rót leysisins, en vandamálin sem fjallað er um eru hvorki flókin né mjög áleitin. Sagan er of yfirborðskennd til að verða tek- in mjög alvarlega. Sálarlíf per- sónanna er einfalt og augljóst, næstum formúlukennt, og Jyrir bragðið glæðast þær ekki því lifi sem æskilegt væri. Allar hugsan ir og tilfinningar Ála, sem á að vera þroskaður virtur ritíhöf undur, snúast um einn atíburð fyrir aldarfjórðungi, kvöldið þeg ar hann reyndi að nauðga unn ustu sinni eftir að hún hafði lagt ást á annan mann. Þessi at- burður og flótti Ála verður hreyfiafl sögunnar og gefur henni vissulega einingu, on ég hefi kos ið að kynnast margslungnara sálarlifi í svo fjölfróðum og reyndum manni. Hinsvegar er þessum atburði lýst af glöggum skilningi, ög bún verður á sinn hátt einna minnisstæðust persóna i sögunni, þó ekki fari ýkjamikið fyrir henni. Persónurnar eru yfirleitt helzti flatar, næstum einlitar, og á það einkum við um Magnús og þýzka konu ha.i^, Heiðu. Hún er látin v ra nokkurs konar völva Stefán Júlíusson. eða „véfrétt", sem sér hin leyndu rök lífsins og skilur mannlegt eðli, en það vantar allan lifs- anda í hana. Magnús er dulur og þumbaralegur, virðist eiga fleiri þætti í sál sinni en greið viknina og rausnarskapinn, en það kemur hvergi nægilega skýrt fram. Með örfáum dráttum til viðbótar hefði höfundur get að gert úr honum athyglisverða persónu, því í honum mætast gamli og nýi tíminn. Aukaper- sónur eru sumar skýrari en að- alpersónur, t.d. Gu„gi og Hörður faðir Hildu. Umhverfislýsingar liggja greini lega ekki vel fyrir höfundi. I>ær eru að vísu sárafáar í bókinni en þar sem þeim bregður fyrir verða þær þokukenndar og mærð arfullar. Það sem mest háir þessari annars laglega gerðu sögu er stíllinn. Hann er afleitur, að ekki sé sterkar að orði kveðið. Höfundinum hættir mjög til há- tíðlegs og hjákátlegs orðalags, sem gerir stílinn uppblásinn og þreytandi. Honum er ósýnt um nákvæmni í lýsingum og fram- setningu, það er engu likara en hátíðleikinn beri hann ofurliði og hlaupi með hann í gönur. Margar lýsingar eru ýtarlegar og smásmugulegar, hver hreyf- ing rækilega útlistuð, en það vantar reisn, skáldskap, flug í þessar lýsingar. Þær minna fremur á blaðamennsku en list- sköpun. Samtöl sögunnar eru flaust- ursleg og ósamræmd. Málfar Heiðu er til dæmis með köflum hjárænulegt og allsendis ósenni- legt, höfundi tekst ekki að gefa talsmáta hennar erlendan blæ nema endrum og eins, að jafn- aði talar hún klaufalega tæpi- tungu. Þó er enn verra hve oft hátíðleikinn nær tökum á höf- I. O. G. T. Stúkan Frón nr. 227. Fundur í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg fundar- störf. Kosning embættismanna. Eftir fundinn verður spiluð fé- lagsvist. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Æðstitemplar. undinum, til dæmis í sumum samtölum þeirra Ála og Magnús- ar, sem eru algerlega tilefnis- laus og heldur klunnaleg stæl- ing á fornsagnastíl. Skárst tekst honum upp í ýmsum tilsvörum þeirra Heiðu og Gogga, þegar þau bregða fyrir sig götumáli, en þar vantar líka allt samræmi, alla tilfinningu fyrir sérkenni- legu málfari yngri kynslóðar- innar. Það er vissulega sárt til þess að vita, að bók með þeim kost- um sem hér koma fram í bygg- ingu og frásagnartækni, skuli vera stórskemmd af stílleysum, en það ætti að vera árétting til höfundar og allra skriffinna annarra um brýna nauðsyn þess að leggja meiri alúð við sjálfan stílinn. Tungan er verkfæri, sem útheimtir mikla og linnulausa „ þjálfun, ef hún á að verða rit- listinni til framdráttar. Það eru engar ýkjur, að gott vald á móðurmálinu getur verið jafn- nauðsynlegt og heilladrjúgt eins og sjálf skáldgáfan. Þá lexíu hefur Halldór Laxness kennt okkur .manna bezt. Með galdri áhrifamikils og myndræns tungu taks má gera litla og ómerki- lega hluti stóra og mikilsverða, en klaufaleg tök á móðurmál- inu gera jafnvel háleitustu og merkilegustu hluti lágkúrulega og lítilsverða. Ég hef fjölyrt um þetta hér vegna þess að svo einkennilega vill til, að þær tvær íslenzku skáldsögur sem ég hef síðast lesið leiða þetta áþreifanlega í ljós. Gísli Ástþórsson bjargar langsóttu og smáskrýtnu sögu- efni með sérkennilegum stíl- brögðum í „Brauðið og ástin“, þar sem aftur Stefán Júlíusson stórskemmir með klunnalegum stíl sögu sem hefur marga góða kosti. Frágangur á bókinni er snyrti- legur, prentvillur sá ég engar. Atli Már teiknaði einkar smekk- lega kápu og titilsíðu. Aþenu, 4. október 1962. Sigurður A. Magnússon. Verkamenn óskast Upplýsingar í síma 36177 og 32125. Sigurður Helgason. Þjalir — Raspar ÞVERSKERUÞJALIR — FLATAR ÞJALIR FERKANTAÐAR ÞJALIR — TRÉRASPAR SÍVALAR ÞJALIR — HÁLF-SÍV ALAR ÞJALIR HEILDSALA — SMÁSALA. LUDVIG STORR & CO. símar 1-16-20 og 1-33-33. Vinnuskúr til sölu raflýstur og með rafgeislahitun, vandaður. Hentugur til hvers konar smáiðnaðar. Stærð ca. 40 ferm. Skúrnum er skipt í þrjú herb. Gæti einnig notast til íbúðar. — Uppl. í síma 22777 kl. 7—9 e. h. Hjólsög Óska eftir að taka hjólsög á leigu í ca. 2 mánuði. Upplýsingar í síma 13299. Endurskoðun Ungur maður, sem hefur hug á að læra endurskoðun, getur fengið atvinnu hjá okkur nú þegar. Þarf að hafa lokið prófi frá Verzlunarskóla fslands, með góðri einkunn, eða hafa sambærilegan undirbúning. Björn Steffensen & Ari Ó. Thorlacius, löggiltir endurskoðendur Klapparstíg 26. INIýleg 2ja hcrb. íbuð Til sölu er nýleg 2ja herbergja íbúð við Ljósheima. Teppi á gólfum fylgja. Vönduð innrétting. Laus til afnota um áramót. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. málflutningur — fasteignasala Suðurgötu 4. — Símar: 14314 og 34231. Atvinna Óskum eftir verkamönnum og mönnum vönum járniðnaðarvinnu. Vélsmiðjan Héð/nn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.