Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. október 1962 XJ tgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. SJALFSTÆÐISFLOKK- URINN OG HINN NÝI TÍMI Finnsk byggingarlist á sýningu í Danmörku DÖNSKU konungshjónin voru sl. laugardag við- stödd opnun sýningar í Kaupmannahöfn, sem nefn ist Finnland byggir. Þar eru til sýnis Ijósmyndir, teikningar og líkön af nýj- ustu listaverkum finnskra arkitekta, og rakin saga byggingarlistar í Finn- landi. Sýningin hefur vakið mikla athygli, enda Finnar annál- aðir arkitektar. Nöfn eins og Alvar Aalto og Saarinen éru þekkt, ekkd aðeins meðal sér- fræðinga á sviði byggingar- listar, heldur einnig af áhuga- mönnum um heim allan. Finnska sýningin er í ráð- húsi Kaupmannahafnar, og segja dönsku blöðin að finnski arkitektinn Martti Jaatinen hafi snilldarlega leyst þá þraut a ð koma henni smekklega fyrir í ráðhúsinu. ÞRJÚ VERK Einna mesta eftirtekt vekja ný verk þriggja finnskra arkitekta, þ. e. kirkja í Tammarfors eftir Reima Pie- tila, sem er mjög frumleg og byggð upp úr steyptum skál- um, menningarmiðstöð í Volkswagenborginni Wolfs- burg í Vestur-Þýzkalandi eft- ir Alvar Aalto og líkan af ráðhúsi eftir Viljo Revell, sem fyrirhugað er að smíða í Toronto, Kanada. MERKUR ARKITEKTÚR Blöðin eru sammála um að Líkan af ráðhúsinu i Toronto eftir Viljo Revell. sýningin kynni fyrir áhorf- Menningarmiðstöð í Wolfsburg MM1 eftir Alvar Aalto. endum byggingarlist, sem stendur mun framar en al- mennt gefst kostur á að sjá, og að þar séu verk, sem muni um ókomna tíma standa í fremstu röð á alþjóðamæli- kvarða. En það er fleira en einstök hús, sem staldra verð ur við á sýningunni. Þarna kemur ljóst fram hvernig Finnar hafa falið fremstu arkitektum sínum að skipu- leggja frá grunni breytingar á gömlum borgarhlutum og teikna upp ný þorp, bæi og borgarhluta. ★ Um 50 finnskir arkitektar mættu við opnun sýningar- innar á laugardag, þeirra á meðal Alvar Aalto. Allt frá því að Sjálfstæðis- ■*■• flokkurinn var stofnaður fyrir rúmum 30 árum hefur það verið höfuðtakmark hans að skapa íslenzku þjóðinni sem bezt afkomuskilyrði í baráttu hennar frá fátækt til bjargálna. Sem betur fer hef ur Sjálfstæðismönnum orðið mikið ágengt í þessari bar- áttu. Á árunum 1930—1940 hafði flokkurinn að vísu lítil áhrif á stjórn landsins og átti erfitt með að koma áhuga- málum sínum fram. Á þessu tímabili átti þjóðin einnig við mikla erfiðleika að etja, atvinnuleysi og bágindi. — Framsóknarmenn fóru þá lengstum með stjórnarfor- ustu. En sl. tvo áratugi hafa Sjálfstæðismenn lengstum átt aðild að stjórn landsins og oft haft um hana forustu. Á þessu tímabili hafa þeir beitt sér fyrir stórfelldri uppbyggingu á öllum svið- um þjóðlífsins. Þeir höfðu forustu um það í lok síðari heimsstyrjaldarinnar að gjaldeyrissjóðir styrjaldarár- anna voru notaðir til mestu atvinnulífsuppbyggingar, sem um getur í þessu landi. Með henni hófst nýr tími í íslenzku þjóðlífi. Tæknin var tekin í þjónustu atvinnu veganna. Hin nýju atvinnu- tæki juku arðinn af starfi fólksins og lífskjörin bötnuðu hröðum skrefum. Það er vegna hinnar stórfelldu at- vinnulífsuppbyggingar, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir . í stríðslokin og síðan hefur verið haldið áfram und ir forustu þeirra, sem ís- lenzka þjóðin nýtur í dag betri lífskjara en flestar aðrar þjóðir. ★ Sjálfstæðismenn hafa jafn- an lagt áherzlu á það, að þjóðin yrði að gæta þess að tryggja heilbrigðan rekstrar- grundvöll framleiðslutækja sinna. Það væri ekki nóg að eiga dýr og fullkomin at- vinnutæki. Það yrði að vera hægt að reka þau og láta þau skila arði, í senn í þágu eig- enda þeirra og fólksins, sem við þau vinnur. Þessum aðvörunarorðum Sjálfstæðismanna hefur því miður ekki verið nægilega vel sinnt. Þess vegna hefur verðbólga og dýrtíð hvað eft- ir annað haft í för með sér gengisfellingar og margvís- leg vandkvæði fyrir þjóðina. Það kom í hlut núverandi ríkisstjórnar að afstýra hruni af völdum verðbólgu, sem vinstri stjórnin sáluga hafði á hálfu körtímabili leitt yfir íslendinga. En þetta viðreisn arstarf núverandi stjórnar hefur tekizt svo vel að í dag er unnt að nota öll fram- leiðslutæki landsmanna til mikillar og vaxandi fram- leiðslu. Þess vegna ríkir hér góðæri og meiri velmegun en þjóðin hefur áður þekkt. HVER FÆR OF MIKIÐ ? IT'ramsóknarmenn staglast " stöðugt á þvi að það sé höfuð áhugamál viðreisnar- stjórnarinnar að koma á sem mestri „misskiptingu þjóðar- teknanna“. Af þessu tilefni mætti spyrja Framsóknar- menn, hverjir það séu í hinu íslenzka þjóðfélagi í dag, sem fái of mikið í sinn hlut? Eru það framleiðslustétt- imar, eða launafólkið? Er það verzlun eða iðnaður? Hefur elcki Tíminn hvað eftir annað haldið því fram að hlut kaupfélaganna sé þröngvað svo mjög að rekst- ur þeirra berjist í bökkum? Getur það þá verið að „mis- skipting þjóðarteknanna“ fel ist í því að verzluninni sé í- vilnað á annarra kostnað? Sannleikurinn er sá að all- ’ar stéttir hins íslenzka þjóð- félags hafa hagnazt á því að viðreisnarstjórninni tókst að koma í veg fyrir það hrun, sem við blasti þegar vinstri stjórnin fór frá. Allar stéttir hafa einnig hagnazt á því að viðreisnarstefnan hefur haft í för með sér stóraukna fram- leiðslu, auknar. þjóðartekjur og bætt lífskjör alls almenn- ings í landinu. Sjálfstæðismenn fagna þessu. Þeir munu halda á- fram baráttunni fyrir bætt- um efnahag íslenzku þjóðar- innar, atvinnuöryggi og aukn um þjóðartekjum, þannig að hlutur hvers einstaklings verði sem stærstur. EYSTEINN OG EYMDIN í fjórða áratug aldarinnar ■^* var það haft að orðtaki að tvennt væu óaðskiljan- legt á íslandi. Það væri Ey- steinn og eymdin! Eysteinn Jónsson, núver- andi formaður Framsóknar- flokksins, var fjármálaráð- herra hinnar fyrstu vinstri stjórnar í þessu landi. Ferill hans hófst á því að stórhækka skatta og tolla. í kjölfar fjár- málastefnu hans sigldi at- vinnuleysi, samdráttur og kyrrstaða í íslenzku atvinnu- lífi. Þúsundir manna gengu atvinnulausir í kaupstöðum og sjávarþorpum og stórfelld ur fólksflótti hófst úr sveit- um landsins. Þetta urðu fyrstu afleið- ingar íjármálasceínu núver- andi formanns Framsóknar- flokksins. En hann hefur allt af verið stefnu sinni trúr. — Eysteinn og skattránið hafa verið óaðskiljanlegir fylgi- fiskar. ★ Enginn íslendingur hefur þess vegna átt ríkari þátt í að hindra eðlilega þróun í ís- lenzkum efnahagsmálum en Eysteinn Jónsson. Hann hef- ur aldrei eygt annað úrræði en að leggja nýjar drápsklyfj ar tolla og skatta á þjóðina. Heilbrigð og eðlileg viðleitni einstaklinganna til þess að byggja upp hag sinn hefur verið eitur í beinum hans. Nú hefur þessi maður og flokkur hans svarizt í fóst- bræðralag, þjóðfylkingu, með kommúnistum um það að rífa niður þá viðreisnar- stefnu, sem framkvæmd hef- ur verið sl. 3 ár. Takmark hans er stjórnarmyndun með kommúnistum á næsta kjör- tímabili. íslendingar þurfa ekki að fara í neinar graf- götur um það, hver yrði af- leiðing slíkrar stjómarmynd- unar. Hún yrði fyrst og fremst ný verðbólgualda og nýtt skattrán. Þetta þurfa menn að hafa í huga þegar menn gera upp dæmið við næstu kosningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.