Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. október 1962 MOR.GVNBLAÐIÐ 13 __ Er það rétt, að Álasund sé mesti útflutningsbær fiskafurða í Noregi? spyr ég. — Jú, í rauninni er hægt að segja það, en þó skal ég, þó að ég verði ekki sakaður um of mikla átthagarækni, láta þess getið að Bergen þykist kannski eiga metið. Þaðan kemur 21.2% af heildarútflutningi fiskafurða frá Noregi, en þess verður að gæta, að mikið af því magni kemur til Bergen frá Norður- Noregi. Fiskafurðaútflutningur- inn frá Álasundi nemur hins vegar 21% af heildarútflutn- ingnum, en þetta er allt vara, sem framleidd er í Álasundi og grennd. Þessar tölur eru byggð- ar á hagskýrslum tollmálastjórn arinnar. — Hve stór er fiskiflotinn í Álasundi? Hve stór eru skipin að meðaltali? Og í hvaða átt er stefnt með stærð skipanna? — Fiskiskipin fara sistækk- andi. Þau þurfa að vera stór og sterk til þess að hægt sé að senda þau á þorskveiðar norður í Barentshaf og Bjarnarey, á ís- landsmið og til Grænlands, eða á selveiðar vestur undir Ný- fundnaland. Helzt yfir 250 lestir og með 500—700 hestafla vél. Ég get ekki sagt um hve mörg skip héðan stunda úthafsveið- ar, en þau munu vera kringum 160, sem stunda veiðar á fjar- lægum miðum. Og þar við bæt- ast svo mörg hundruð skip, sem veiða í hafinu milli íslands og Noregs. Þetta eru 70—80 feta skip. Tími gefst ekki til að spyrja Larsen konsúl um álit hans á togaraútgerð í Noregi. En fyrir skemmstu las ég í blöðunum, að hér í Álasundi væri verið að smíða fyrsta skut-togarann, sem smíðaður væri í Noregi. Það væri gaman að sjá þetta skip, og ég spyr konsúlinn hvað smíða stöðin heiti og hvar hún sé. Stöðin heitir A. M. Liaaen Skipsverft og Mek. Versted og er hérna skammt frá. Þér, sem ísendingur frá togarabænum Reykjavík, hafið vafalaust gam- an af að sjá þetta skip. Þið haf- ið ekki skut-togara á íslandi ennþá. Konsúllinn hringir til for- stjórans og spyr hvort ég megi koma til hans, og fylgir mér siðan út Neðri Strandgötu og sýnir mér hvar stöðin er. — Þeir eru tveir bræðurnir, sem reka þetta fyrirtæki. Annar er framkvæmdastjóri, en vill helzt láta kalla sig skrifstofustjóra, en hinn er skipaverkfræðingur og tæknilegur forstjóri, segir Lar- sen mér um leið og við kveðj- umst og ég þakka honum fyr'ir góða hjálp. Er þetta framtíðar-togarlnn? Liaaen framkvæmdastjóri fer með mig um borð í þetta for- vitnilega skip. Ennþá er efri brúin ekki komin á það, en skrokkurinn hefur þegar verið málaður grænn og nafnið „Long va“ er komið á stefnið. Það er Álasundsútgerðin Longvatrál A/S — Johan Longva — sem lætur smíða skipið. Þetta er eins konar „jubil- Skip“ hjá Liaaen, því að smíða- númerið er 100 og stöðin á hundrað ára afmæli í ár. Áður hefur hún aðallega smíðað línu- veiðara og selveiðiskip. „Long- va“ er stærsta skipið sem Liaa- en hefur smíðað og fyrsti skut- togarinn sem smíðaður er í Nor- egi. Verksmiðju-togari, 850 brúttólestir með 1500 hestafla aðalvél (dieselmótor), búinn öll- um hugsanlegum tæknitækjum, með klefum fyrir kringum 50 manna áhöfn: 9 eins manns, 5 tveggja manna og 8 fjögra manna. Sjúkraklefi er þarna líka. Af „elektróniskum“ útbún- aði þarna um borð — auk loft- skeytastððvar — má nefna mið- unartæki, bergmálsdýptarmæli, Skipasmíöastöð A. M. Liaaen í Álasundi. Neðst á myndinni flotkví fyrir stórskip. — bær skipasmíðanna Eftir Skúla Skúlason fisksjá og asdic — tvær ratsjár, lorantæki og gyrokompás. „Longva“, sem á að geta siglt með 14 hnúta hraða, virðist munu verða fullkomið nýtízku veiðiskip. En það er verksmiðja um leið, og það er sú hlið máls- ins, sem athygli mín beinist sér- staklega að. Ég geng fyrst aftur á efri þilfar skipsins, sem er í sömu hæð og efri brún „tog- slippsins“ í skutnum. Inn á þetta þilfar er botnvarpan dregin og þegar veiðinni er sleppt úr pok- anum dettur hún gegnum lúku niður á aðalþilfarið. Og hér hefst „verksmiðjuvinnan.“ Nú taka vélarnar við — hausunar-, flatningar- og roðflettingarvél- ar breyta á svipstundu þorskin- um, sem fyrir örstuttri stundu spriklaði í sjónum, í beinlausan og roðlausan matfisk, sem sett- ur er í umbúðir og hraðfrystur og látinn ofan í lestirnar, en þar er 30 stiga kuldi, ef með þarf. Lestirnar í „Longva" geta nefni lega haldið því kuldastigi. Hr. Liaaen sýnir mér nýja tegund af freyðiplasti, sem notað er til einangrunar í lestunum. Þetta efni, sem er blendingur tveggja vökva, kvað vera mesta þing og „sparar bæði pláss og pen- inga.“ f framlestinni er rúm fyrir 600 rúmmetra af frystum fiski og í afturlestinni fyrir 95, svo að Teikning af skuttogaranum kosta kringum 40 milljón skipið rúmar 700 rúmmetra af frystu fiskmeti. Ég bið hr. Liaaen um að segja mér sitt af hverju um „Longva" — hvað hafi ráðið því, að skip- ið sé svona en ekki öðru vísi. Og hann svarar: — Við höfum reynt að fylgj- ast með í því, sem útvegsmenn í öðrum löndum gera. Vitanlega getum við lært margt, í Þýzka- landi og Bretlandi til dæmis, en alltaf verður það þó svo, að ekki er hægt að skapa algildar reglur fyrir því, hvernig fiskiskip eigi að vera. Með „Longva“ erum við að gera tilraun til að smíða fiskiskip, sem hæfi vel norskum staðháttum. Við vitum ekki hvort við höfum hitt á það rétta, en við vonum það. Reynslan sker úr. En við höfum reynt að byggja skipið þannig ,að það geti skilað sem verðmætastri og mestri veiði, og jafnframt þannig, að það geti sótt á sem fjarlægust mið — jafnvel alla leið suður í hitabelti, ef ekki borgar sig að fiska á nálægari stöðum. Þess Síðari hluti vegna höfum við t. d. „air condition" í skipshafnarklefun- um. —• — Getur það borgað sig að leita svo langt? Hve lengi get- ur „Longva" verið á fiski án þess að leita hafnar og losna við aflann? — Skipsins vegna er ofur auð- velt að vera úti 4—5 mánuði og skila þó af sér I. flokks vöru. En við gerum ráð fyrir, að und- ir venjulegum kringumstæðum „Longva“, sem verður full- íslenzkar krónur. — geri „Longva" 4—5 túra á ári, þ.e.a.s. tæplega þriggja mánaða túra. Mér finnst það ótrúlega lang- ur tími og spyr enn: — Getur það borgað sig? — Jú, lítið þér nú á, svarar forstjórinn. — Allar fiskveiði- þjóðir við norðanvert Atl^ants- haf vita af reynslu, að veiðar á gömlu miðunum bregðast. Þess vegna verður að leita á nýja staði. Og allir vita, að nú er það ekki framar aðalatriðið að fá sem mestan afla, talið í tonn- um. Nú varðar það mestu að fá sem verðmestan afla. Ég hef trú á því, að eigendur „Longva" geti verið vissir um að geta selt afla skipsins fyrir ekki minna en 3 n. kr. af skipsfjöl, og þurfi aldrei að eiga á hættu að koma í höfn með fisk, sem ekki er fyrsta flokks. Það er ekki magnið, sem mest er undir kom- ið, heldur gæðin. Larsen ræðismaður hafði sagt mér, að þarna hjá Liaaen hefðu þeir lengi smíðað skrúfur með hreyfanlegum blöðum, sem tæki fram öllum öðrum. Ég nota tæki færið til að spyrja hr. Liaaen um þetta. Og hann fer með mér inn í vélasalinn, þar sem þessar skrúfur verða til. Það yrði of langt mál að reyna að lýsa öll- um þeim tæknilegu tilfæringum, sem þarna er að sjá, enda þyrfti faglærðan mann til þess að gera það svo vel færi — skrúfublöð sem slípast sjálfkrafa, eftir áð- ur gerðri „model“, sylindra og öxla með sjálfvirkum tilfæring- um og olíuþrýstitækjum, svo að ekki þarf annað en að drepa fingri á hnapp uppi á stjórnpall- inum til þess að skrúfublöðin gegni kallinu — og allt er þetta gljáandi eins og nýfægt silfur, þó að það sé „aðeins“ ryðfrítt stál. Þetta verður manni star- sýnast á, þarna inni í vélasaln- um. Og ég spyr í einfeldni minni: smíðaður í haust. Hann mun — En ekki voruð það víst þið, sem smíðuðuð fyrstu hreyfi- blaðaskrúfuna? — Nei, það er öðru nær. Hún var fundin upp kringum alda- mótin og er smíðuð í mörgum löndum. — En ég hef heyrt að verk- smiðjur í Ameríku, Þýzkalandi, ítalíu og Spáni smíði svona skrúfur, með ,(licens“ frá ykk- ur? — Jú, það er alveg rétt. En þar er um að ræða sérstakar „finessur", sem við höfum einka leyfi á. Þegar við vorum að smíða skrúfur handa íshafsskip- unum okkar urðum við að gera þær sérlega sterkar og meðfæri- legar, og þess vegna máttum við til að gera ýmsar umbætur á þeim. Og það tókst. Þess vegna höfum við fengið einkaleyfi, sem við höfum leigt öðrum þjóðum. Loks göngum við upp á efri hæð skrifstofuhússins. Og öll þessi hæð er svo að segja ein stór teiknistofa. Teikniborð við teikniborð — 22 samtals. Þarna vinna skipaverkfræðingar og vélaverkfræðingar firmans að nýjum og nýjum viðfangsefn- um. — Að lokum spyr ég hr. Li'aaen hvort hann hafi nokkurn tíma komið til íslands. — Jú, það hef ég. Það var árið 1935 og þá kynntist ég mörgum íslendingum, sérstak- lega útvegsmönnum, skiljið þér. Ég bið að heilsa þeim. Það var gaman að koma til íslands. Og svo, kveð ég hr. Liaaen. Skipið á að fara eftir 12 mínút- ur og ég er orðinn órór og biS um að ná í leigubíl handa mér. — Nei, ég ek yður niður á bryggju, segir Liaaen. Og þakka yður fyrir heimsóknina. Námskeið fyrir handav.kennara AÐ TILHLUTAN náms.vtjór* verknáms og Félags smiðakenn- ara, í samráði við fræðslumála- stjórnina var haldið námskeið í Reykjavík fyrir handavinnu- kennara pilta. Námskeiðið stóð yfir dagana 24. sept. til 29. sept. og sóttu það 31 kennari víðs vegar að af landinu. Kennt var yfirborðsmeðferð, samsetningar ýmiss konar og leðurvinna. Á námskeiðinu fluttu erindi Páll Aðalsteinsson, nám- stjóri og Kurt Zier, skólastjóri Handíða- og myndlistaskólans, en erindi hans fjallaði um verk- námsdeild í menntaskóla í Þýzka landi. Námskeiðinu stjórnuðu Páll Aðalsteinsson, námstjóri og Sig- urjón Hilaríusson, formaður Fé- lags smíðakennara, en kennarar voru Þorsteinn Kristinsson, Sig- urður Úlfarsson og Marteinn Si- vertsen. Síðasta dag námskeiðsins var haldinn umræðufundur um handavinnukennslu í skólum og hvernig bæta mætti aðstöðu til verknáms í skólum landsins. Það var sameiginlegit álit þiátttak- enda að mikið hefði áunnizt i þeim efnum, en stórt átak þyrfti enn að gera í byggingu og út- búnaði handavinnustofa, til þess að hægt væri að kenna sam- kvæmt námsskrá. Mikill áhugi kom fram hjá þátttakendum í þessu námskeiði, að slík námskeið yrðu haldin eins oft og kostur væri, til kynn- ingar á nýjungum og til upprifj- unar. 1 lokin ávarpaði Sigurjón Hil- aríusson kennarana og þakkaði vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Allir þátttakendur námskeiðs- ins fengu í lokin viðurkenningar- vottorð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.