Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. október 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Móðir hans lagði fram tryggingarféð Walker fer nú' í geðrannsokn EDWIN Walker, hershöfð inginn fyrrverandi, _ sem tekinn var höndum í Mississippi nýlega, sakað- ur um að hafa staðið að fjöldauppþoti, er James Meredith sótti um aðgang að skólanum þar, hefur ver ið látinn laus. Þó er tilskil ið, að hann gangist undir geðrannsókn í heimafylki sínu, Texas. Walker var látin laus gegn 50.000 dala tryggingu. Áður hafi verið ákveðið að greiða þyrfti 100.000 dali í tryggingu en ' uppihæð var síðar lækk uð um helming. I>að hefur vak ið nokkra atihygli í hessu sam bandi, að enginn af stuðnings mönnuim Wallkers í féla'gsskap þeim, er nefnir sig „John BirCh Society", fékkst til að leggja fram fé til lausnar hon um. Var það að síðustu móð ir Walkers, er kom með feð. Mun hún hafa fei.gið stóran hluta þess að láni hjó vinum og venzlafólki. Eins og áður hefur verið sagt frá, þá var Walker fyrr sæmdur heiðursmerkjum f;_r ir framgön0a sína í síðari hein.sstyrjöldinni og Kóreu styrjöldinni. Síðar sagði hann af sér 1 'irfum fyrir banda- ríska herinn, er i ljós kom að hann hafði rekið áróður með al undirmanna sinna, þegar hann gengdi störfum í V- Þýzkal-ndi. Fyrr á þessu ári var Wal'k- e,r látinn gera grein fyrir. skoðunum sínum fyrir rann- sóknarnefnd bandarís'ka þi"gs ins, en hann hafði þá áður lýst því yfir, að allir helztu ráðamenn Bandaríkjanna væru landráðamenn. Taldi hann það stefnu þeirra a svíkja Bandaríkin í hendur kommúnistum. Síðan hefur Walker rekið áróður öfgamanna, og þykir öll framkoma hans á undan förnum árum benda ti! þess að hann kunni e.t v. ekki að vera með réttu ráði. Á þessu ári reyndi Walker að fá sig kjörinn til fram- boðs til fylkisstjóra í Texas. Þar fékk hann fsest atkvæði þeirra sex, er til greina komu. Gammflyðra Akranesi, 9. okt. TVEIR valinkunnir trillliubáita- menn fengu að láni trillu Bensa eftir að hún kom úr róðri í gær og skutust út að vitja um 50 skötulóðaröngla, sem þeir áttu í sjó. Fengu þeir á lóðirnar eina flennistóra gammflyðru, sem vó 310 pund, hvorki meira né minna. — Oddur Peningalán Útvega hagkvæm peningalán til þriggja eða sex mánaða gegn öruggum fasteignaveðs- tryggingum. — Uppl. kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. — Sími 15385 Setnin^ barnaskólans Sandgerði 9. okt BAR.NA- og unglingaskólinn hér var settur 2. okt sl. Nemendur í skólanum verða 203 í vetur þar af 164 í barnadeild. Fastir kenn arar verða 5 og þá vantar fim- lei'ka'kennara og kennara í handa vinnu drengja. Nýlega voru 4 nýjar kennslustofnuf teknar f notkun í skólanum oa eru þær þegar fullsetnar. Er því brátt þörf á auknu húsnæði fyrir skólann. Ennfremur þarf að ’byggja fimleikahús. — Fáll. SKYIMDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ★ Dregið 26. október. Aldrei fyrr... hefur verið dregið um þrjá bflai í sama skyndihappdrættinu. ★ Verðmæti vinninganna er 360 þús. kr. ★ Miðarnir kosta aðeins 100 krénur. Akranesskólar settir BARNASKÓLINN var settur hér í kirkjunni 3, október af skólastjóranum, Njáli Guðmunds syni. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, voru einkunnarorð ræðu hans. Skólinn starfar í 22 deild- um, og eru börnin 600. Kennarar eru 19 með skólastjóra og stunda kennara. Tveir kennarar hafa bætzt í hópinn, Benedikt Hall- dórsson og Kristrún Ásgrímis- dóttir. Þau gleðitíðindi hafði skólastjóri að flytja að viðbygg- ing við barnaskólann væri þegar hafin. Gagnfræðaskólinn var settur í kirkjunni 2. októiber af skóla- stjóranum, Ólafi Hauki Árna- syni. Einkunnarorð ræðu hans voru „Dropm holar steininn“. Hið nýja, glæsilega gag.nfræða- skólahús stendur í reitnum, sem Brekkubraut, Vogabraut og Vall- holt mynda. Bekkir eru fjórir, 1. bekkux fjórskiptur, 2. bekkur þrísfciptur og 3. og 4. bekkur tvískiptur. 260-270 nemendur eru í skólanum og kennarar 12 þar af 3 að hálfu. Iðnskólinn var settur 1. októ- ber af skólastjóranum Sverri Sverrissyni í bamaskólanum. Fjórir bekkir eru í skólanum nemendur 80 og kennarar 10. Tónlistairskólinn var settur 2. október af Skólastjóranum, Hauki Guðlaugssyi. Auk þesis töl uðu sr. Jón. M. Guðjánsson ag Jón Sigmundsson. Kennarar við skólann eru frú Anna Maignús- dóttir, Jónas Dagbjartsson og Sigurður Markússon. Skólinn stendur í 7 mánuði og kennt er á píanó, fiðlu, orgel og blokk- flautu. Um 50 nemendur eru i skólanum, sem kostaður er af ríki og bæ. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.