Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. október 1962 Frestun er ekki slœm fyrir Fram — en jbe/V fá ekkert oð vita um hana enn Framarar bakka MEISTARAFLOKjtjR Fram hef ur beðið blaðið að koma á fram- færi kærum þökkum til félaga og einstaklinga, sem sendu ein- stökum leikmönnum Fram og félaginu heillaóskir eftir sigur í Islandsmótinu. Beið bana af völdum fótbolta I LIMOGES í Frakklandi skeði það i gær að 75 ára gömul kona beio bana af völd um knattspyrnu. Það var verið að keppa á velli borgarinnar og einn leik- mannanna spyrnti út af svo hraustlega, að knötturinn sveif yfir irðinguna umhverfis ag/ lent i í frú Francois Des- granges, sem var á hjóli á göt unni fyrir utan. Gamla konan fékk taugaáfall og féll í göt- una. Hún lézt í sjúkrahúsi stuttu siðar af völdum höfuðhöggs- ins, sem hafði brotið höfuð- kúpu hennar. — Við höfum ekkert heyrt enn þá um að fresta eigi leik Fram og Skovbakken í Evrópubikar- keppninnd i handknattleik, sagði Karl Benediktsson þjálfari Fram í gær. Við vorum búnir að sam- þykkja 4. nóv. vegna þess að Skovbakken taldi það „bezta“ leikdaginn. Skrif danskra blaða n«ú um frestun til 18. nóv. koma flatt upp á okkur. En að sumu leyti er frestunin ekki slæm. Tveir okkar manna Hilmar Ólafsson og Ágúst Krist- jánsson hafa verið lítilsháttar meiddir og verða þá» að fullu komnir í þjálfun á ný. — Er þetta dýr för fyrir Fram? — Danir borga sem svarar ferðakostnaði á 2. farrými á skipi. En við fljúgum og strák- arnir borga sjálfir mismuninn, sagði Karl. En svo getur málið orðið enn dýrara, sérstaklega ef vel gengur, bætti hann við. — Nú, því það? Glímuæfingar hafnar hjá Ármanni GLÍMUÆFINGAR Glímudeild- ar Ármanns eru nú hafnar í iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Æfingar verða í vetur á miðvikudögum kl. 7—8 og á laugardögum kl. 7—9. — Þjálfari og kennari glímudeild- arinnar verður, eins og undan- farin ár, Kjartan Bergmann Guðjónsson. Drengjum, sem hug hefðu á að læra glímu, skal bent á að koma til viðtals á ofannefndum æfingatímum í íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. — Þeir drengir, er Verið hafa á námskeiðum deildarinnar eða æft hjá henni áður og vilja auka við getu sína og færni eiga einn- ig að mæta á sömu tímum. — Þá kemur ný för til Noregs, aukinn kostnaður — en líka auk- in frægð og aukin ánægja. saasmmmr- — .... rað nema í verið — Það er ekki tíma sé tekið — gæti vígorð islenzka unglingalands- . ' > > liðsins í handknattleik. í febr- Karl Benediktsson, þjálfari liðsins — sem sjáifur er núverandi íslandsmeistari úar eða marz verður norræn unum til. Og vel er tekið eftir. Borga 50 kr. á viku til aö komast á æfingu segir pilt- unglingakeppni í handknatt- leik og ísl. piltarnir eru þegar farnir að æfa. Á mánudaginn var þeirra 14. æfing — og vet- urinn aðeins að byrja. Það er sannarlega lofsverður áhugi — auk þess sem hver maður borgar 25 kr. fyrir hverja æf- ingu. — Það hefur verið eins vel mætt og við þorðum að vona, sagði Karl G.S. Benediktsson þjálfari liðsins er við ræddum við hann í gær. HSÍ boðaði 25—30 pilta til æfinga en það hafa mætt svona 10—16 enn sem komið er. Og í þeim hópi er kjarni liðsins. Aðrir hafa átt erfitt með að mæta enn, vinna úti á landi eða langt fram á kvöld. — Er þetta ekki dýrt fyrir strákana? — Allar æfingar okkar til Landsliðsnefndin fylgist með öllu og mætir yfirleitt vel. Þeir skrifa niður allar villur, sem strákarnir gera i leik — og einnig það sem vel er gert. Þetta eru Hjörleifur, Víking, Jón í Val og Karl í KR. Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson. 3 enskir nýliðar þessa hafa verið í íþróttahús- inu á KeflavíkurVelli. Strák- arnir hafa borgað 25 kr. í ferðakostnað á hverja æfingu en HSÍ afganginn. Er hlutur HSÍ stærri nú meðan svo fá- ir taka þátt, en þegar við tökum annað lið með til að leika á móti veASur hlutfallið hagstæðara fyrir HSÍ. —* Og verður þetta svo hjá þeim áfram? — Úr þessu verður aðeins ein æfing syðra og þá alltaf farið með lið með til að leika gegn. Verður þá æfingu hagað þannig að leikið verður í klukkustund en % tími notað- ur til að æfa hröð upphlaup, skot úr hornum og fleira sem ekki er hægt að æfa nema á stórum velli eins og syðra. Síðan er ákveðin ein þrekæf- ing í viku hjá Benedikt Jak- obssyni sem verður sameigin- leg með landsliði meistarar flokks. Vonandi fæst svo ein æfing til hér í bænum þar sem æfa mætti leikaðferðir sem síðar yrðu æfðar betur á stóra vellinum syðra í „kappleik". En hvort þessi síðast talda æf- ing fæst er alveg óvíst. HSÍ fær ekki húsnæði og þetta er allt á ringulreið. HSÍ þarf að hugsa um landsliðið líka og Hermann Gunnarsson — sem einnig er góður knattspyrnu- maður, m. a. fyrirliði fslands- meistara Vals í 3. flokki. ekkert húsnæði laust. — Eru þetta margir sömu piltarnir og kepptu á Norður- landamótinu sl. vetur? — Nei, þeir eru allir orðnir of gamlir unglingarnir þeir að einum undanskildum, Sig. Haukssyni. Þetta er því nýtt lið og tiltölulega mjög ungir leikmenn, sumir jafnvel úr þriðja aldursflokki. Lengra varð ekki samtalið við Karl. En það gefur glögga innsýn í aðstöðu ísl. íþrótta- pilta. Þeir eru fúsir til að leggja á sig æfingar 2—3 í viku í 7—8 mánuði til að mæta fyrir íslands hönd á er- lendri grund. Þar gerum við miklar kröfur til þeirra, en æfingaaðstaðan hér heima er þannig að þeir þurfa 50 kr. í viku til að komast suður á Keflavíkurvöll og fá jafnvel ekki húsnæði til æfinga hér í bænum, af því það er ekki fyrir hendi. Þetta er sannar- lega erfið aðstaða. — A.St. BNSKA landsliðið, sem keppa á við það írska í Belfast 20. okt. n.k. hefur verið valið og er þann ig skipað: Springett (Sheffield W.) Arm- field (Blackpool), Wilson (Hud- dersfield), Moore (Westham), Labone (Everton), .Flowers (Wolverhampton), Hellawell (Birmingham), Hill (Bolton), Peacock (Middlesbrough), Grea ves (Tottenham), og O’G'rady (Huddersfield). í liðinu eru þrír nýliðar, þeir Hill, Labone og O’Grady, sem koma í stað Crowe, Charnley og Hin n frá síðasta leik. Landslið Wales, sem leika á við skoska landsliðið í Cardiff 20. október n.k. hefur einnig ver- ið valið og er þannig skipað: Millington (W.B.A.), Williams (Southampton), Hopkins (Tott- enham), Hennessy (Birmingham) Charles (Leeds), Lucas (Leyton Orient), Jones (Swansea), All- churah (Cardiff), Char.-s (Cardiff), Vernon (Everton) og Jones (Tottenha-.;. John Charles, sem nú leikur sem miðvörður var valinn sem fyrirliði. Billy Wright, framkvæmdar- stjóri Arsenal hefur lýst því yfir að hann vilji ekki selja Eastham muni verða fastur maður á aðal liðinu framvegis. vegna landsleikjanna. Félögin eru Totteniham, Everton, Birm- ingham, Huddersfield og Cardiff Aston Villa hefur keypt Fraser 5 félög hafa óskað að fá að i frá Dunfermline fyrir 25 þús. fresta leikjum þann 20. okt., I pund. Fyrsta innanhúsmófið á sunnudag 11 og landsliðsmenn 2 bandarisk lið NÆSxKOMANDI sunnu- dagskvöld, hinn 14. október, fer fram fyrsta körfuknatt- leiksmótið á þessu hausti. Það verður háð að Hálogalandi og hefst kl. 20,15. Körfuknatt- leiksfélag Reykjavíkur efnir til þessa móts í tilefni 10 ára afmælis síns, sem var á sl. vetri. ★ HRAÐKEPPNI I Mótið verður hraðkeppni í meistaraflokki karla. Leiktími 2x10 mín. og engin leikhlé. Það lið, sem tapar, er úr leik. Þetta fyrirkomulag hefur nokkrum sinnum verið haft og notið vin- sælda. Fimm lið taka þátt í mótinu: Ármann, ÍR, KFR og tvö banda- rísk úrvalslið. Fyrstu leikirnir verða: KFR — A-lið Bandaríkja- manna, ÍR — B-lið Bandaríkja- manna. ★ í GÓÐRI ÞJÁLUN Ekki er að efa, að keppn- in verði spennandi. Hér gefst einnig færi á að sjá 11 af 12 landsliðsmönnum í körfu- knattleik, sem halda utan í lok október. Auk þess hafa flestir Ieikmannanna æft í allt sumar, þar af í 3 mánuði undir handleiðslu hins ágæta bandaríska þjálfara, Wood. Leikmenn eru því í ágætri þjálfun og hafa margir tekið stórstígum framförum í sum- ar og eru líklcgir til að velgja bandarísku leikmönn- unum undir uggum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.