Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 11. október 1962 MORGXJTSBLAÐIÐ 23 MMMkMMMaAMMlMtMl Fá Bretar einir aðiid að E.B.E.? StoMdhólmi 10. okt. (NTB) EFNAHAGISMÁLAFRÖTTA - RITARI ssenska útvarpsins í Paris skýrSi frá því í frétt um útvarpsins í gær, aS Frakkland, sem hafi til þessa gert ýmislegt til aS hefta fram gáng viSræSna Breta viS Efna hagsbandalag Evrópu um aS- ild aS bandalaginu muni, ef Bretar fái aSild. beita sér íyr ir því, aS hindra aS önnur lönd, sem sótt hafa um aSild fái hana. Segir fréttaritarinn, aS orSrómur um þetta sé nú á kreiki í flestum höfuSborg um Evrópu og séu rikisítjórn ir landa, sem sótt hafi um aS ild aS bandalaginu uggandi vegna hans. Sérstaklega hef- ur óróleika gætt innan dönsku stjórnarinnar. Landsfundur brezka íhaldsflokksins hafinn Llandudno, Wales, 10. okt. _ NTB — liANDSFUNDUR brezka lhalds- flokksins var settur í dag í Llan- dudno í Wales. Hófst fundurinn með umræðum um efnahagsmál og stefnu stjórnarinnar í þeim málum. Lýstu fundarmenn, 4500 að tölu, nær allir stuðningi sín- um við efnahagsmálastefnu Stjórnarinnar. Einnig samþykkti fundurinn nær einróma ályktun þess efnis, að stefna stjórnar- innar í launamálum væri mjög stór liður í baráttunni gegn verð bólgu. Meðal þeirra, sem ræður fluttu um efnahagsmál á fundinum, var Reginald Maudling, fjár- málaráðherra. Á morgun ræðir fundurinn stefnu stjórnarinnar varðandi aðild Breta að Efna- hagsbandalagi Evrópu. — Aðal- ræðumaður af hálfu stjórnar- innar verður Edward Heath, að- stoðarutanríkisráðherra, en hann fer með málefni Breta varðandi EBE. í gærkvöldi og í dag hefur Heath rætt óformlega við fund- armenn og svarað frirspurnum þeirra um EBE. Nomsstyikir til Bandaríkjanna EIN S og mörg undanfarin ár hefur íslenzk-ameríska félagið milligöngu um útvegun náms- styrkja til Bandaríkjanna. Er hér um tvennskonar styrki að ræða: Annars vegar eru styrkir fyr- ir íslenzka framhaldsskólanem- endur til eins árs náms við bandaríska menntaskóla á skóla- árinu 1963—64 á vegum Amer- can Field Service. Styrkir þess- ir nema skólagjöldum, húsnæði, fæði, sjúkrakostnaði og ferða- lögum innan Bandaríkjanna, en remendur búa hjá bandarískum fjölskyldum í námunda við við- komandi skóla. Ætlazt er til, að þeir, er styrkina hljóta, greiði sjálfir ferðakostnað frá íslandi til New York og heim aftur. — Ennfremur þurfa þeir að sjá sér fyrir einhverjum vasapening um. Umsækjendur um þessa Styrki skulu vera framhalds- skólanemendur á aldrinum 16 Fulltrúar á ASÍ EFTIRTALDIR fulltrúar hafa verið kjörnir á Alþýðusam- bandsþing: Verkamannafél. Fram, Sauð árkróki; Friðrik Sigurðsson og Valdimar Pétursson. Verkakvennafél. Aldan, Sauð árkróki: Hólmfríður Jónsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Verkalýðsfél. Arnarnes- hrepps: Karl Sigurðsson. Bifreiðastj.fél. Neisti, Hafnar firði: Jón Gestsson. Verkalýðsfél. Valur, Búðar- dal: Jósef Jóhannesson og Har- aldur Árnason. Verkalýðsfél. Hólmavíkur: Loftur H. Biarnason. Verkalýðsfél. Kaldrananeshr. Drangsnesi: Magnús B. Andrés- son. Verkalýðsfél. A-Húnvetninga Blönduósi: Ragnar Þórarinsson. V erkalýðsf élag Haf narhr.: Jón Borgarsson, til 18 ára, jafnt piltar sem stúlk- ur. Þeir þurfa að hafa góða námshæfileika, prúða fram- komu, vera vel hraustir og hafa nokkurt vald á enskri tungu. Á þessu hausti fóru 17 námsmenn til Bandaríkjanna til eins árs dvalar, en frá því er styrkir þessir voru fyrst veittir fyrir sex árum, hefur alls 71 íslenzk- ur framhaldsskólanemandi hlot- ið styrkina til náms við banda- ríska menntaskóla á vegum fé- lagsins. Hins vegar eru námsstyrkir fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla, en fs- lenzk-ameríska félagið hefur um mörg undanfarin ár haft sam- band við stofnun þá í Banda- ríkjunum, Institute of Inter- national Education, er annast fyrirgreiðslu um útvegun náms- styrkja fyrir erlenda stúdenta, er hyggja á háskólanám vestan hafs. Styrkir þessir eru veittir af ýmsum háskólum í Banda- ríkjunum, og eru mismunandi, nema skólagjöldin og/eða hús- næði og fæði o. s. frv. Styrkirn- ir eru eingöngu ætlaðir náms- mönnum, er ekki hafa lokið há- skólaprófi. Þess skal getið, að nemendum, er Ijúka stúdents- prófi á vori komanda og hyggj- ast hefja háskólanám næsta haust, er heimilt að sækja um þessa styrki, en hámarksaldur umsækjenda er 22 ár. Allar nánari upplýsingar um þessa námsstyrki > verða veittar í skriístofu íslenzk-ameríska fé- lagsins, Hafnarstræti 19, 2. hæð, á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 5—7 e. h. Umsóknir skulu sendar skrifstofu félagsins, Hafn arstræti 19, fyrir 3. nóv. nk. (Frá fslenzk-ameríska félaginu) Rússagildið RÚSSAGILDI verður haldið í Glaumbæ í kvöld klukkan hálfátta. Magister bibendi verð ur að þessu sinni dr. Gunnar Schram. Það er um margt að spjalla, er menn hittast að nýju á þingi. — Alþingí Frh. af bls. 24. þingi allra heilla í störfum, „að það megi verða landi og þjóð til trausts og halds, til gæfu og geng is.“ Bað 'hann alþingismenn að rísa úr sætum og minnast fóstur jorðarinnar. Þingmenn stóðu á fætur, og forsætisráðherra, Ólafur Thors, mælti: „Heill forseta íslands og fósturjörð. ísland lifi.“ Var þá hrópað ferfalt húrra. Hér á myndinni sjást þeir Ragnar Guöleifsson úr Keflavík og Björn Þórarinsson frá Kílakoti ræðast við, en þeir hafa ekki áður átt sæti á Alþingi. Landi og lýð til blessunar Eins og þingsköp mæla fyrir tók aldursforseti, sem í þetta sinn var Gísli Jónsson 1. þm. Vest'fiiCingiB, við fundarstjórn. Bauð hann ríkisstjórn og allþing ismenn velkomna til starfa á hinu nýbyrjaða þingi, svo og starfsfólk Alþingis. „Þetta þing sem nú er að hefja störf sín, verður, svo sem venja er til, að leysa margan vanda. Er það ósk mán og bæn, að við störf þess öU megi ríkja víðsýni og rétt- læti, svo að samlþykktir allar megi verða landi og lýð til bless unar.“ Því næst minntist hann tveggja Játinna þingmanna, Erl ings Friðjónssonar og Jóns Kjart anssonar, og er þess nánar getið á öðrum stað í blaðinu. Vottuðu alþingismenn hinum látnu virð ingu sína með því að rísa úr sæt um. Þrír varamenn á Þingi. Er hér var komið voru þeir Ólafur Björnsson og Skúli Guð mundsson settir þingskrifarar til bráðabirgða. Síðan var þíngmönn um skipt í kjördeildir til að rann saka kjörbréf þeirra Sigurðar Bjarnasonar ritstjóra,. er tekur sæti Alfreðs Gíslasonar, Björns Þórarinssonar frá Kílakoti, en tekur sæti Jónasar Rafnars, og Ragnars Guðleifssonar, er tekur sæti Emils Jónssonar en hvor- ugur þeirra síðast nefndu hefur áður ótt sæti á Alþingi, Var síð an fundi slitið, meðan kjörnefnd ir voru að störfum. Er fundur kom saman að nýju, samþykkti hann einróma að taka kjörbréf gild, eftir að framsögumenn nefndanna, frú Auður Auðuns, Alfreð Gíslason og Ágúst Þor- valdsson, 'höfðu lýst því, að þær sæju ekkert athugavert. Síðaa undirrituðu Björn Þóra4nsson og Ragnar Guðleifsson eiðstaf, þar sem þeir hafa ekki áður átt sæti á Alþingi. Síðan var fundi frestað og verður honum fram haldið í dag og þá m.a. kosnir forsetar sameinaðs þings og þing deilda. Mótmæla handtöku Raymond Smiths Moskva 10 okt. (NTB) BANDARÍKIN mótmæltu í dag harðlega við Sovétríkin hand- töku flotamálafulltrúa Banda- ríska sendiráðið í Moskvu Ray- mond Smiths. Segir í mótmælaorðsendingu, sem utanríkisráðuneyti Sovét- ríkjanna var afhent í dag, að Bandaríkin vísi algerlega á bug þeirri staðhæfingu Sovétstjórn- arinnar að Smith hafi stundað njósnir. Ennfremur lýsa Bandaríkin ó ánægju sinni yfir þvi, að ó- breyttir sovétskir borgarar hefðu ráðist á Smith og rænt eigum hans og síðan hefði lögreglan Árekstur á Hafnar fjarðarvegi LAUST eftir klukkan átta í kvöld varð árekstur á Hafnar- fjarðarvegi við gatnamót Kárs- nesbrautar. Bifreið ók eftir HaXn- arfjarðarveginum og ætlaði að beygja inn Kársnesibraut, hafði sett á stefnuljós og var stönzuð til að bíða vegna umferðar. Var þá ekið aftan á hana og skemmd- ust báðir bílarnir talsvert. haft ’hann í ’haldi í fjóra og h’alfa klukkustund. Bryti það í bága við rétt þann, er strfsmenn sendiráða njóta. í orðsending- unni er utanríkisráðuneyti Sovét ríkjanna beðið að sjá um að slík ir atburðir endurtaki sig ekki. Raymond Smith hefur nú verið sendur 'heim til Bandaríkjanna samkvæmt tilmælum Sovétstjórn arinnar. Kórea skipar liér sendiherra RÍKISSTJÓRN Kóreu hefur á- kveðið að skipa sendiherra á næstunni fyrir ísland með bú- setu í London, en af íslands hálfu er ekki gert ráð fyrir því að skipa ambassador hjá Kóreu- stjórn. (Frá utanríkisráðuneytinu). Askur losaði í gær TOGARINN Askur losaði í gær 170 lestir af karfa í Reykjavík. Hann fer á veiðar aftur um há- degi í dag. Bæjarráð Akur- eyrar vill loka kvöldsölum Akurejrri 10. okt. Á FUNDI sínum sl. þriðju- dag samiþykkti bæjarróð Akur- eyrar ð leggja til við bæjarstjórn „að svokallaðar kvöldisölur og sjoppur hlíti sama lokunartíma og aðrar verzlanir á Akureyri en leyfilegt sé að selja gegnum göt blöð og tímarit. Ennfremur sé leyfilegt að selja benzin og olíur eftiir klukkan sex. Bæjar- ráð leggur til að þessar reglur taki gildi 1. janúar næstkom- andi og gildi framvegis á tíma- bilinu 1. október til 1. júní, en þ.e.a.s. þann tíma, sem skólarn- ir á Akureyri starfa. Þessi til- laga bæjarráðs mun koma fyrir fund næsfikomandi þriðjudag. — St. E. Sig. Talsverð ölvun í fyrrinótt TALSVERT mikið var um ölvun í fyrrinótt, og hafði lögreglan nóg að starfa; þó ekki kæmi til stórra átaka. I gær var allt aftur á móti með rólegasta móti bæði í Reykjavík og Hafnarfirði Eng- inn árekstur varð á þessu svæði og er það nýlunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.