Morgunblaðið - 12.10.1962, Page 1

Morgunblaðið - 12.10.1962, Page 1
24 sfður its* 49. árgangur 227. tbl. — Föstuaagur 12. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins WMMhMMAMMWlAMkMB jVinnum að einingu kristinna manna sagði Jóhannes pdíi XXIII. í ræðu a kirkjuþingi kaþólsku kirkjunnar, sem hófst í Róm í dag r, I ! ; Vatíkaninu 11. okt. (NTB-AP) KIRKJUÞING kaþólsku kirkjunnar hófst í dag með guðsþjónustu í Péturskirkj- unni í Róm. 1 lok guðsþjón- ustunnar hélt Jóhannes páfi XXIII ræðu. Sagöi pálfinn m.a. að hann liti á það sem skyldu kaþólsku kirkjunnar að vinna að einingu allra kristinna manna í heiminum. Aðaltilgangur kirkjuþingsins sagði páfinn að væri að efla varðveizlu hinna helgu kenn- inga kristindómsins og út- breiða þær. Að efla trú manna á sannleikann og sanna þeim, að þjóðir heims gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Páf inn sagðist vcra á öndverðum meiði við menn, sem alltaf gerðu ráð fyrir hinu versta og byggjust jafnvel við heims endi. Þessir menn sæu ekki annað en hið illa og segðu, að ástandið í heiminum væri nú verra en nokkru sinni fyrr. Páfinn sagði, að það liti út eins og þessir menn hefðu ekki lært neitt af sögunni, sem væri jafnframt lær- dómur lífsins og þeir hegðuðu sér eins og allt hefði leikið í lyndi í heiminum þegar hin fyrri kirkjuþing hefðu verið haldin. Hann sagði, að Kaþólska kirkjan vildi á þingi sínu sanna, að hún elskaði alla menn, að hún væri þoliiunóð og vildi veita þeim, sem utan hennar standa af náð sinni og góðvild. Við mannkynið, sem á nú við örðugleika að etja vil ég segja eins og Pétur postuli: — Gull og silfur á ég ekki, en það sem ég hef það gef ég yður, sagði páfinn að lokum. Páfinn flutti ræðu sína á latínu. Kirkjuþing kaþólsku kirkj- unnar, sem nú er hafið, er það fjölmennasta í sögu kirkjunn- ar. Jóhannes páfi var borinn til Péturskirkjunnar í burðar- stóli í broddi fylkingar 2700 þingfulltrúa. Horfði mikill mannf jöldi á skrúðgönguna og fagnaði ákaft. Það var rign- ing í Róm alla aðfararnótt fimmtudagsins, en þegar full- trúar kirkjuþingsins höfðu tekið sér sæti í Péturskirkj- unni í morgun hellti sólin geislum sínum yfir borgina. Kirkjuþingið kemur næst saman til fundar laugardag- inn 22. október, en fram til þess tíma verður kosið í nein ir. Mörg mál liggja fyrir þing inu og er gert ráð fyrir að því ljúki ekki fyrr en að ári Gagnbylting gerð í Jemen? Fréttir þaðan mjog óljósar Amman, London, 11. okt. gerða þau geti gripið henni Jóhannes páfi XXIII — NTB-AP — BARDÖGUNUM milli hers stjórnar Sallals ofursta í Je- men og fylgismanna Al- Hassan prins hefur haldið á- fram í dag. Fregnir frá AP herma, að enn sé ekki ljóst hvort hægt sé að líta á skæru hernað þennan sem gagn- byltingu. — Fregnir af því hver hefur hetur í bardögun- um eru mjög óljósar. Brezka utanríkisráðuneytið vísaði eindregið á bug í dag þeirri staðhæfingu stjórnar Sallals, að Bretar sendu mönnum Al-Hassans her- gögn frá Aden. Arabaríkin, sem viður- kennt hafa stjórn Sallals, ræða nú um til hvaða að- til stuðnings. Sallal hefur lýst þvi yfir aS menn A1 Hassans fái stuðning frá Saudi-Axabíu og sagðist hann líta svo á að Jemen ætti nú f stríði við Saudi-Araibíu. Er talið, að þetta falli í góðan jarðveg hjá Nasser forseta Egyptalands, því að hann hefði lengi verið andvígur Saud konungi. Egyptar hafa sent herlið til stuðnings stjórn Sallals eins og kunnugt er. Sagt er að skæruliðar, sem fylgja A1 Hassan og fylgismenn Sallals eigist nú við í Norður- og Austunhéruðum Jemen. Út- varpið í Amman skýrir þó svo frá, að fylgismenn A1 Hassans sæki nú fram til hinnar mikil- vægu hafnarborgar Hodeida á vesturströnd Jemen. Útvarpið Framhald á bls. 2. . Ihaldsflokkurinn styður stjórnarinnar varðandi stefnu E.B.E. Llandudno, 11. okt. — NTB-AP LANDSFUNDUR brezka I- haldsflokksins, sem nú stend- ur yfir í Wales lýsti í dag nær einróma stuðningi sín- um við stefnu stjórnar Mac- Frumvarp ríkisstidirnaránnar: Gagnger breyting gerð á skipun landsdóms í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar um landsdóm. I greinargerð er rak- Ið, hvemig þessum málum er varið í allmörgum löndum Vest- ur-Evrópu. „Landsdóms- eða ríkisréttarmál eru mjög fágæt í öllum þessum löndum og fer heldur fækkandi að því er virð- ist, einkum eftir að þingstjórn- arhættir hafa náð öruggri fót- festu". 1 greinargerð segir, að í frumvarpinu sé gerð gagnger Haf ís út af Malarrifi BREZKA rannsókna'rskipið 1 Ernest Holt sendi frá sér til-t kynninjgiu um það í gær, er ^ það var statt um 3 sjómílur út af Mararrifi, að þar hafi sézt hafíshröngl í átt til lands sem væri hættulegit sigling- um. breyting á skipun landsdóms. „Er hún gerð óbrotnari og við- ráðanlegri í framkvæmd. Jafn- framt er reynt að fullnægja ýtr- ustu kröfum um réttaröryggi, án þess þó að sleppt sé því pólitiska ívafi, sem frá upphafi hefur tíðkazt í þvílíkum dómstólum“. En landsdómur fer með og dæmir þau mál, er Alþingi á- kveður að höfða gegn ráðherr- um út af embættisrekstri þeirra. 1 kjölfar þess fylgir frumvarp um ráðherraábyrgð. Er þar auk nokkurra nýmæla gerðar ýmsar breytingar á eldri ákvæðum. — Hefur Ólafur Jóhannesson pró- fessor annazt endurskoðun þess- ara laga beggja. Landsdóm skipa 15 dómendur Eins og fyrr segir er gerð gagnger breyting á skipun lands- dóms í frumvarpinu. Skal hann skipaður 15 dómendum, þar af eru 7 embætUsmenn með laga- þekkingu og dómarareynslu sjálfkjörnir, en 8 kjörnir af sam- einuðu Alþingi. Sjálfkjörnu dómararnir eru hæstaréttardóm- ararnir allir og sé forseti Hæsta- réttar sjálfkjörinn forseti dóms- ins, yfirsakadómarinn 1 Reykja- vík og forseti lagadeildar Há- skólans. Hinir alþingiskjörnu dómendur skulu kosnir með Frh. á bls. 23 millans í viðræðunum við Efnahagsbandalag Evrópu í Briissel. Sagðist fundurinn treysta því að ríkisstjórnin stæði við þá ákvörðun sína að leggja sig fram við að ná hagkvæmum skilmálum fyr- ir samveldislöndin og mark- aðsbandalagslöndin (EFTA). Breytingartillaga, sem tók afstöðu gegn aðild Breta að EBE var felld með miklum meirihluta. Aðeins 12 þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ályktunartillög- unni, en um 50 fulltrúar af 4500 lýstu sig samþykka breytingar- tillögunni. Áður en ályktunartillagan var samþykkt hélt Edward Heath, aðstoðarutanríkisráðherra Breta, sem ræðir við fulltrúa E.B.E. fyrir hönd lands síns, ræðu. Skor aði hann á þingfulltrúa að veita 17 Indverjor og 33 Kínverjor iéllu í londamærnbardögum Nýju Delhi, Hong Kong, 11. okt. — NTB-AP — OPINBER talsmaður í Nýju Delhi tilkynnti í dag, að 17 Indverjar hefðu látið lífið í bardögunum á landamærum Indlands og Tíbets í gær. — Haft er eftir fréttum útvarps ins í Peking, að 33 Kínverjar hefðu fallið í bardögunum. Kínverjar segja að Indverjar hafi tvisvar ráðizt á kínverskar varðstöðvar og í fyrri árásinni hafi 11 Kínverjar fallið, en 22 í þeirri síðari. Kínverjar segjast hafa svarað skothríð Indverja og hefðu þeir dregið sig til baka, þegar þeir sáu, að þeir gátu ekki náð varðstöðvunum á sitt vald. Upplýsingar frá opinberum aðilum í Nýju Delhi hermdu í dag, að Kínverjar væru nú að senda aukinn herstyrk til varð- stöðvanna, sem Indverjar segja, að þeir hafi komið upp innan landamæra Indlands. Sem kunn- ugt er viðurkenna Indverjar og Kínverjar ekki sömu landamæra línuna og hafa sakað hvor ann- an um yfirtroðslur á landamær- unum og að undanförnu hefur nokkrum sinnum slegið í brýnu. í fréttastofufregnum frá Pek- ing segir, að indversk flugvél hafi flogið langt inn fyrir landa- mæri Tíbets í dag í njósnaskyni. stjórninni stuðning til að leiða viðræðumar við bandalagið til lykta á hagkvæman hátt. Heath sagði, að Efnahagsbandalag Evrópu væri enn vaxandi sam- tök. Nauðsynlegt væri fyrir bandalagið að taka ýmsar ákvarð andr nú þegar, ákvarðanir, sem ekki væri hægt að fresta á með- an á viðræðunum við Breta stæði. Ef við eigum að geta haft áhrif á þessar ákvarðanir, sagði Heath, verðum við að stefna að því að ljúka viðræðun- um við bandalagið eins fljótt og mögulegt er. Hin nýja Evrópa er í uppgangi og samstaðan á sviði efnahags- og stjórnmála eykst dag frá degi. Bretland lítur á þessa þróun með ánægju og gleðst yfir því að misklíð milli landanna sé óðum að bverfa. Að lokum sagði Heath, að Evrópa væri ófullkomin án Bretlands og Bretland væri ófullkomið án Evrúpu. Frh. á bls. 23 „I stríð“ við skip sem flytja til Kubu New Yortc 11. okt. (NTB-AP) FLOKKUR flóttamanna frá I Kúbu, sem gengur undii nafn. inu „Alfa 6ó“, lýsti þvi yfir í dag, að eftirleiðis myndi flckk urinn vera í stríði við öll skip sem væru í flutningum til Kúbu. Leiðtogi flokksins sem hefur aðsetur . Puerto Rico er 35 ára og heítir Antonio Veciana. Hamn sagði í dag að á komandi mánuðum rað- _ -'ðu útl-gai -ir fleiri aðg^rð ir gegn Kúbu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.