Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORCT’NTtr 4fí1Ð Fostudagur 12. október 1962 50 þús. gesti þarf til þess að greiða kostnað Kvikmyndin „79 af stöðinni“ frumsýnd í kvold GUÐLAUGUR RÓSINKRAJSTZ, Þjóðleikhússtjóri, forstöðumaður Edda Film, ræ-ddi við blaðamenn í gær og skýrði þeim frá að tvö eintök af kvikmyndinni „79 af stöðinni“ væru nú komin til landsins, og verður hún frum- sýnd samtímis í Háskólabíói og Austurbæjarbíói kl. 9 í kvöld. Gerð myndarinnar hefur tekið mjög skamman tíma, eða aðeins 3 mánuði Kvikmyndatakan hófst 9. júlí síðastliðinn. Hraði þessi er þó ekki að kenna hroðvirkni, sagði þjóðleikhússtjóri, heldur hafa allir lagzt á eitt um að gera hana eins vel úr garði og mögu- legt er og á sem stytztum tíma. Unnið var 14—19 klst. á dag með- an á töku myndarinnar stóð, og var sami háttur hafður á hjá Nordisk Film í Kaupmannahöfn, sem sá um tæknilegu hliðina. Kvikmyndin er af venjulegri lengd, 1 klst, og 40 mín. í svört- um og hvítum lit. Hún er eins og kunnugt er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, en kvikmynda- handritið samdi Guðlaugur Rós- inkranz. Leikendur myndarinnar eru íslenzkir, en leikstjórinn, Erik Balling er frá Nordisk Film. Aðalhlutverkin leika Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Róbert Arnfinnsson. Aðstoðar- leikstjóri var Benedikt Árnason. Aðallag myndarinnar „Vegir liggja til allra átta“ er eftir Sig- fús Halldórsson og sungið af Elly Vilhjálmsdóttur. Jón Sig- urðsson, bassaleikari, samdi alla aðra hljómlist og annaðist út- setningu. Edda Film stendur straum af öllum kostnaði við kvikmyndina, en hann er lauslega áætlaður um 2 milljónir króna. Menntamála- ráð veitti þó styrk að upphæð 100 þús. kr. til myndartökunnar. Vegna óvissu um aðsókn að kvi'kmyndinni erlendis verður að reyna að sýna hana a.m.k. fyrir kostnaði hér á landi, en til þess að það sé mögulegt þarf að selja aðgöngumiða á hærra verði en venja er til þess að greiða upp stofnkostnaðinn. Stjórn Edda Film og kvik- myndaeftirlitið sáu myndina í gær. Að því loknu sagði Frið- finnur Ólafsson, forstjóri Há- skólabíós, einn stjórnarmeðlim- anna: „Myndin er frábær, enda bönnuð innan 12 ára. Fullyrða má, sagði Þjóðleik- hússtjóri, að þetta er mesta land- kynningarmynd, sem hér hefur verið tekin bæði með tilliti til landslags og kynningar á ís- lenzkri leiklist og bókmenntum. I Hafnarfirðí AFGREIOSLA Morgunblaðs- ins I Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50-374. Fastakaupendur Morgun- blaðsins í bænum, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslunni strax við vart. Þá eru kaupendur er flytj ast búferlum beðnir að til- kynna afgreiðslunni að Arnar hrauni 14, um hið nýja heim- ilisfang sitt. í Kópavogi KAUPENDUR Morgunblaðs- ins í Kópavogskaupstað er ekki fá blað sitt með skilura eru beðnir að gera afgreiðslu Morgunblaðsins í bænum, að Hlíðarvegi 35, síma 14-9-47 að- vart. Auk þess er þetta fyrsta alvar- lega tilraunin til þess að fram- leiða alíslenzka kvikmynd með fullkominni tækni. Á frumsýningunni í Háskóla- bíói verða nær eingöngu boðs- gestir, forseti íslands, alþingis- menn sendiherrar erlendra ríkja, leikendur og aðrir starfsmenn, stjórn 4>g hluthafar Edda Film. Hluthafar eru 30 talsins. Gógó og Ragnar (Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson) Guðmundur og Ragnar (Róbert Arnfinnsson og Gunnar) Samningum sagt upp á Akureyri AKUREYRI, il. okt. — Um síð- ustu helgi v?.r efnt til atkvæða- greiðslu í Verkamannafélagi Ak Noregur og Danmörk fái fulla aðild Kaupmannahöfn 11. okt. (NTB) STJÓRN Bandaríkjanna hefur beint þeim ráðleggingum til Per Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, að Danmörk og Noregur gerist ekki aukaaðilar að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Fréttaritari danska útvarpsiins í New York skýrði frá þessu í kvöld og segir hann, að þetta hafi kwmið fram er Hækikerup ræddd við fulltrúa bandaríska utanríkisráðuneytisirLS fyrr í viík unni. Fréttaritarinn segir, að af þessu megi sjá, að Bandarí/kin óski eftir því að Noregur og Dan- mörk fái fulla aðild að EBE. Vísitalan hæktar um 3 stig KAUPLAGSN EFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun októbermánaðar 1962 og reyndist hún vera 125 stig, eða 3 stigum hærri en í september- byrjun 1962. Vísitalan hækkar um tæp 2 stig vegna nýákveðinnar hækkun ar á landbúnaðarvöruverði. Hið nýja verð á saltkjöti, hangikjöti og unnum kjötvörum hafði ekki verið ákveðið í októberbyrjun og er því hækkun vegna þess ókom in fram í vísitölunni. — Að öðru leyti stafað hækkun vísitölunnar af hækkun á verði dagblaða, á verði aðgöngumiða að kvikmynda húsum og á uaxta leigubifreiða. 1 Einnig til ^ ráðherra- stólanna ER Jóhann Hafstein, forsefi neðri deildar, lét hliuta um, í hvaða sætum alþingismerm skylöu sitja þetta þing, spurði Eysteinn Jónsson, hvort ekíki væri unnt að ná samjkomu- lagi um, að sætaskipun héld- ist óbreytt. Ólafur Thors svaraði þá^ um hæl: „Jú, enda gildi það til margra ára og nái einnig, til ráðherrastólanna.“ J Við þessi orð varð almenn i kátína í þinginu. I Orbrómurmn ekki á rökum reistur? ureyrarkaupstaðar. Stóð atkvæða greiðslan yfir í þrjá daga, og stóð um hvort segja skyldi upp samn ingum við vinnuveitendur. Var samþykkt með 68 atkvæðum gegn 6 að segja samningunum upp með mánaðar fyrirvara. Mun því uppsögnin koma til fram- kvæmda um miðjan næsta mán uð. Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, Lefur einnig sagt upp samningum. Jón Ingimarsson, for maður Iðju, segir að samningun- um hafi verið sagt upp vegna þess að félagið telji að kaupgjald í landinu hafi hækkað mjög en kaup verkafóiks og iðnaðarfólks hafi ekki hækkað að sama skapi enda sýni vísitalan að verkafólk hafi borið æ skarðari hlut frá borði. Því hefði verið nauðsyn- legt að segja upp samningunum, og fá réttan hlut iðnaðarfólks. — St. E. Sig. 4 teknir ölvaðir við akstur BEYKJAVTKURLÖGREGLAN tók fjóra mer... ölvaða við akst ur í fyrrinótt. Lögreglan varð vör við 1 ' ölv ðu á eftiriitsferð uau um borgina. Allmikil brögð hafa verið að því - lanförnu að ölvaðir menn hafi ver' v teknir við akst ur. 3 ára drengur fyrir biíreið SLYS VARÐ í gærmorgun kl. rúmlega 10 á Lindargötu gegnt húsi nr. 30. Þar var þriggja ára drengur fyrir bifreið. Meiðsli drengsins eru talin lítil. Drengurinn heitir Snorri Pálmason og á heima að Lindar götu 28. Hatip mun hafa hlaupið í veg fyrir biíreiðina. Brússel 11. okt. (NTB) FRÉTTARITARI NTB í Briissel fékk þær upplýsingar í dag bæði frá ráðamönnunt. Efnahags bandalagsins þar í borg og Norsk um og Dönsikum aðilum, að ekk ert væri talið hæft í beim orð- rómi að Frakkland hyggðist reyna að koma í veg fyrir að önnur tr.irkaðsbandalegs- (EF TA) lönd en Bretland fengju aðild að EBE. Ekkert virtist benda til þess að EBE hafi breytt um stefnu varðandi aðild markaðsbanda- lagslandanna og viðræður Dana og Norðmanna við EBE um aðild munu sennilega hefjast í nóvem ber n.k. eins og áður hafði verið ákveðið. Orðrómurinn um að Frakk- land vildi ekki að önnur markaðs bandalags lönd én Bretland fengju fulLa aðtld að EBE. og að eins yrði gerður við þau við- skiptasamningur, komst á kreik BP hyggst stækka olíu- stöð sína Á FUNDI byggingamefndar í gær var lögð fram umsókn um stækkun olíustöðvar BP i Laugarnesi. Er fyrirhugað að byggja fjóra nýja olíugeyma, og tekur sá stærsti þeirra 14 þúsund rúmmelra. í september sl. Einn af hinutn dönsku miðlimum Evrópuráðsi .3 Hermond Lannung lýsti því /fir á fundi ráðsins í Strasbourg, að Danir gætu aðeins gerzt aðiiar að EBE, eX þeir fengju fulla að ild. Fór hann þ .-ss á leit að fyrr greindur orðrómur yrði borj a til baka. Ef orðrómurinn er á rökum reystur þá brýtur hann, ' að Danmörku og Noreg snertir, i bága við þá stefnu leiðtoga EB3 að lönd, sem langt eru komin á sviði iðnaðar og eru sterk efna hagslega eigi ekki að fá auka- aðild að bandalajginu, heldur fulla aðild. — Jemen Framhald af bls. 1 segir, að fylgismönnum A1 Hass- an fari fjölgandi og þeir sæki einnig til höfuðborganna Sanaa, Taiz og hinnar sögufrægu hafnar borgar Mocha. í Kairo blaðinu „Kairo- pressen“ segir í dag, að menn A1 Hassan og liðstyrkur sá, sem iþeir hafi fengið frá Saudi-Arabíu hafi beðið mikið manntjón og misst töluvert af hergögnum í hendur herja Sallals. Opinberir aðilar í Túnis til— kynntu í dag, að Arabaríkin, sem viðurkennt hafa stjórn Sallais í Jemen ráðgist rtú til um hvaða aðgerða þau skuli grípa henni til stuðnings. Hafa full- trúar ríkjanna, sem eru Egypta- land, Sýrland, Líbía, Alsír og Túnis, rætt þetta á fundi, sem haldinn er í Túnis. ■- * ■■■■+<*£ X X 4 k I NA /5 hnútor [ / SVSOhnútor ¥: Sn/óhomo » Oé/ (7 Skúrir E Þrumur 'Wmi KuUoM ^ HiUtkH H Hm» Um hádegi í gær var rétt- nefnt góðviðri hér á iandi: — hægviðri og 7—9 st. hiti. Há- þrýstisvæði liggur frá íslandi suðaustur til meginlandsins, og er hæðarmiðjan, 1030 milli- bar, um Færeyjar. Hins vegar er víðáttumikil en nærri kyrr stæð lægð yfir hafinu suðvest ur undan, lægðarmiðjan 1000 millibar skammt suður af Grænlandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land, Faxaflói og aiiðm: SA kaldi, skýjað. Bi jló-fjörður, Vestfirðir og miðin: SV gola, skýjað. Norðurland til Austfjarðar og rniðin: Hægviðri, víða létt skýjað. SA-land og miðin: Hæg austanátt skýjað. Veðurhorfur á laugardag. Suðlæg átt, senni'iega nokk ur úrkoma sunnan lands og vestam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.