Morgunblaðið - 13.10.1962, Side 1

Morgunblaðið - 13.10.1962, Side 1
I 24 sfður Abdullah As-Sallal hershöfðingi var aðalhvatamaður byltingari nnar *í Jemen, og er nú forsætisráðherra byltingarstjórnarinnar. Sést hann hér á myndinni (hægra megin við miðju, skeggjaður í einkennisklæðum) í hópi fylgismanna sinna fyrir framan Liýöveldishöllina í Sanaa, höfuðborg Jemens. Við hlið Sallals er Abdul Rahman al Baydany, aðstoðarforsætisráðherra (í Ijós- um jakka, dökkri skyrtu). Tvær ríkisstjdrnir í Jemen Krefjast báðar sætís Kaíró, Damaskus og New York, Ber ekki saman 12. okt. — AP-NTB FRÉTTIR frá Jemen eru enn Um tvennt að velja: Frið eða dómsdag, segir Jóhannes páfi XXIII. Vatikaninu, 12. okt. — AP. Jóhannes páfi XXIII. tók í dag á móti sendifulltrúum frá 85 þjóð- um. Á fundi með þeim sagði páf inn að leiðtogar allra ríkja yrðu að einbeita sér að því að viðhalda friði í heiminum, eða standa and spænis dómsdegi að öðrum kosti. Líkti hann þeim dómsdegi við sjálft Víti. Páfi kvaðst á hinn bóginn sjá möguleika á stórstígum framför- um á sviði alþjóða samvinnu og hvatti þjóðarleiðtogana til nýrra átaka til eflingar þeirri sam- vinnu og hika ekki við að færa fórnir, sem nauðsynlegar kunna að reynast. Allir þjóðarleiðtogar, sagði Jó- hannes páfi XXIII., verða að gera sér ljóst að sá dagur kemur þegar þeir verða að gera Skaparanum grein fyrir gjörðum sínum, en hann er hinn æðsti dómari. GLJÚFUR VÍTIS. Páfinn tók á móti sendifulltrú unum í Sixtine kapellunni. Sat hann þar í öndvegi fyrir fram- an gríðarstórt dómsdagsmálverk Michaelangelos. Á mynd þessari sjást hinir glötuðu hrapandi nið ur í gljúfur Vítis, en fyrir ofan sveima englar og frelsaðar sálir í himneskri ró. Þetta er í fyrsta skipti sem kapellan er notuð til að taka á móti erlendum sendi- fulltrúum, og sagði páfi að það væri með vilja gert vegna þess boðskapar, sem málverkið hefði að færa. Um leið og páfi hvatti þjóðar leiðtogana til að koma saman, semja og jafnvel færa fórnir „til að komast að réttlátu og veg- lyndu samkomulagi“ um að koma á varandi friði, sagði hann: „Megi hugsunin um dómsdaginn, sem á eftir að mæta þeim, hvetja þá til að láta einskis ófreistað til að öðlast þá blessun, sem fyrir allt mankyn er meiri blessun en nokk ur önnur. • 11 ILÉTUST 11 menn létu lífiö er tékknesk farþegaflugvél hrapaði til jarðar I dag og 31 maður særðist. Flug- vélin var á leið til Rrag með við- komu í Bron og var flugmaðurinn að búa hana undir lendingu í Bron er slysið varð. London, 12. okt. (AP-NTB). TALSMAÐUR brezka utanríkis- ráðuneytinu sagði í dag að Bret- ar mundu líta alvarlegum augum eérhverja árás flóttamannasam- takanna frá Kúbu, sem nefnast Alpha 66, á brezk skip á leið til Kúbu Skýrði utanríkisráðuneyt- ið jafnframt frá þvi að banda- risku utanrikisráðuneytið hafi verið beðið um aðstoð við að fá skýringar á árás, sem gerð var á brezkt skip í höfn á Norður- Kúbu í síðasta mánuði. Bretar hafa ekki lýst því yfir opinuberlega, en þeir telja að Alpha 66 samtökin hafi aðal- 6töðvar sínar í Bandaríkjunum, og að útbúnaður þeirra, skip og nokkuð óljósar, en vitað er að Arabíska sambandslýð- veldið hefur sent flugvélar, hergögn og herlið til stuðn- ings byltingarstjórnar Al- Sallals hershöfðingja. Hafa báðir deiluaðilar í landinu sent fulltrúa til Sameinuðu þjóðanna í New York. Óska þeir eftir viðurkenningu SÞ á stjórnum sínum, og báðir gera þeir kröfu til sætis Jemen á Allsherjarþinginu. í frétt frá Kaíró segir að Arabíska sambandslýðveldið hafi nú sent nægiiega mikið af flug- vélum, skriðdrekum og her- mönnum til Jemen til að tryggja lokasigur byltingarstjórnarinnar yfir sveitum Hassans prins. — Strax og byltingin var gerð í Jemen hófust vopnaflutningar frá Kaíró til höfuðborgarinnar, Sanaa, og eru nú allir flugvellir landsins í höndum byltingar- manna, segir í Kaírófréttinni. vopn, sé bandarískur. Að því leyti sé Bandaríkjastjórn á viss- an hátt samsek flóttamönnunum í lögbrotum þeirra. Leiðtogi Alpha 66 er Antonio Veciana, sem býr nú í Puerto Rico. Tilkynnti hann í gaer að samtökin segðu öllum þeim skip- um stríð á hendur, Nsem flytja vistir til Castros á Kúbu. Sagði hann jafnframt að fyrr í vikunni hefðu sveitir frá Alpha 66 gert strandhögg á Kúbu. Ef áframháld verður á árásum á brezk skip á leið til Kúbu, má búast við að ríkisstjórnin telji sig tilneydda veita þeim her- skipavernd. I Byltingarstjórn Sallals hefur haldið því fram að hermenn frá Saudi-Arabíu hafi verið sendir konungssinnum til aðstoðar í Jemen. Þessum staðhæfingum er eindregið mótmælt í Mecca, og í útvarpsfréttum þaðan segir að enginn hermaður hafi verið sendur frá Saudi-Arabíu til Jemen. Sagði útvarpið að eini stuðningurinn, sem borizt hefði til Jemen erlendis frá, hafi kom- ið frá Kaíró. Engar hernaðar- flugvélar voru til í Jemen sagði útvarpið, en nú sendir Sallal hershöfðingi orustu- og sprengju- flugvélar til árása á borgara í Jemen. Ekki ber Mecca-útvarp- inu saman við Kaíró-útvarpið að því er varðar gang mála í Jemen. Mecca-útvarpið sagði í dag að hersveitir Hassans prins væru í sókn í áttina til höfuðborgarinn- ar. Hafi konungssinnar unnið nýja sigra gegn sveitum bylt- ingarstjórnarinnar, og víða hafi stórir hópar hermanna Sallals lagt niður vopn og gefizt upp. Vilja viðurkenningu SÞ Bæði Hassan prins og Sallal hjá S.Þ. hershöfðingi hafa skrifað Sam- einuðu þjóðunum, og óskað eft- ir viðurkenningu samtakanna, sem hinn rétti leiðtogi Jemens. Bréf Sallals hershöfðingja barst á mánudag. Segir hann að tekizt hafi með byltingu að koma á lýðveldi í Jemen. Tilkynnti hann sem forsætisráðherra að ríkisstjórnin viðurkenndi stofn- skrá SÞ, taki á sig þær skuld- Nýju Delhi, 12. okt. — AP N E H R U , forsætisráðherra Indlands, skýrði frá því í dag að indverski herinn hefði j Njósnurum vís-1 | að úr landi | Moskvu, 12. Okt. (AP). SOVÉTSTJÓRNIN sakaði í dag bandaríska sendiráðsfulltrúann Kermit S. Midthun um njósnir í Sovétríkjunum, Og vísaði honum úr landi. Midthun er annar bandaríski sendiráðsstarfsmaður- inn, sem vísað er úr landi í Sovétríkjunum í þessari viku. Virðast þessar ráðstafanir Sovét- stjórnarinnar standa í beinu sam- bandi við það að í síðustu viku var tveimur rússneskum fulltrú- um hjá Sameinuðu þjóðunum vís að úr landi í . Bandaríkjunum vegna njósna. fengið fyrirmæli um að hrekja Kínverja út úr landa- mærahéruðunum í norðaust- ur Indlandi. Ekki skýrði ráð- herrann frá því hvenær sókn Indverja á að hefjast. Nehru skýrði frá þessu í ræðu, sem hann flutti á flugvellinum í Nýju Delhi, er hann var að leggja af stað í heimsókn til Ceylon. Hann bætti því við að á' miðvikudag sl. hafi komið til átaka milli Kínverja og Ind- verja við landamærin hjá Bhut- an, og að um 100 Kínverjar hafi fallið í þeirri viðureign. Kín- verjar hafa komið sér vel fyrir á þessu svæði, sagði Nehru, og hafa þar fjölmennan her. Er það undir indversku herstjórninni komið hvenær lagt verður til atlögu gegn Kínverjum. Ekki sagði Nehru að stöðugir bardagar geisuðu við landamær- in, heldur brytust þeir út öðru hverju. En Indverjum stafaði hætta af dvöl Kínverskra her- manna þarna, og meðan stöðug ófriðarhætta ríkti við landa- mærin væri tilgangslaust að setjast að sa ur'iigaborði með Kínverjum. Tvö megatonn móti hverju einu Uppsölu, 12. okt. - Svíþjóð, - AP. Samkvæmt skýrslu, sem jarð sjálftamælingastofnunin við Uppsalaháskóla í Svíþjóð gaf út í dag, eru yfirstandandi kjarnorkutilraunir Rússa á Novaya Zemlya þær mestu, er gerðar hafa verið. Er saman- lögð sprengiorka þeirra 15 sprengna, sem sprengdar hafa verið að þessu sinni, 230 mega tonn, segir í skýrslunni. Dr. Markus Baath, forstöðu maður Uppsalastofnunarinnar, segir í skýrslunni, að í tilraun um sínum haustið 1961 hafi Rússar sprengt alls 18 sprengj ur, sem námu samtals 180 megatonnum, og í tilraunun- um haustið 1958 sprengdu þeir 9 sprengjur samtals 35 mega- tonn. Frá byrjun hafa verið sprengdar kjarnorkusprengj- r, sem nema alls rúmlega 600 megatonnum, og af allri þess ari orku hafa Rússar leyst rúm lega tvo þriðju úr læðingi. Þeir hafa með öðrum orðum sprengt rúmlega tvö mega- tonn á móti hverju megatonni allra annarra þjóða samajilagt. "f* Hlótmæla árásum á hrezk skip Framhald á bls. 2. Nehru boðar sókn gegn Kínverjum n \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.