Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIL Laugardagur 13. október 1961 Flugslys á Spáni Nýr flokkur í Englandi London, 10. okt. — NTB. — í dag var stofnaður nýr stjórn- málaflokkur í Englandi. Heitir hann Sameinaði brezki flokkur- inn og markast stefna hans af harðri andstöðu gegn aðild Breta að Efnahag?sbandalagi Evrópu. Stofnandi hins nýja flokks er 47 ára bifreiðaverkfræðingur, Frank Jordan. Stofnaði hann flokkinn í Teetford, sem er fyrir norðan London. Jordan sagði, að mörg félaga- samtök væm sömu skoðunar og hinn nýji flokkur varðandi aðild Breta að E.B.E., en þau væru að- eins félög, en ekki stjórnmála- flokkar. Samkvæmt fréttum frá Reuter heldur Jordan því fram, að hinn nýi flokkur gæti boðið fram á 33 stöðum, ef þingkosningar yrðu haldnar á næsta hálfa árL Madrid. 12. okt. (AP-NTB). SPÆNSK fíugvél með a. m. k. 22 manns um borð rakst á fjall skammt frá Sevilla í dag. Allir, sem í véliiuni voru, fórust. Ekki ber fréttum saman um tölu farþega, og er hugsanlegt að 28 manns hafi verið með vélinnL Um fimm mínútum áður en vélin átti að lenda í Sevilla hafði flug- stjórinn samband við flugvöllinn þar, og bað um leyfi til að lækka flugið úr 4000 fetum í 3000. Eftir það heyrðist ekkert til vél- arinnar, og mun hún hafa flog- ið á fjall skammt frá þorpinu Camona. Þegar vélin rakst á fjallið kom upp eldur í henni, og þegar björgunarlið kom á vettvang, var þar ekkert að finna annað en rjúkandi bruna- rústir. Flugvélin var af Convair- gerð. ÞRIGGJA-BÍLA skyndi- happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins er happdrætti, sem allir vilja eiga miða í. Þessi mynd sýnir hina heimskunnu, sænsku kvikmyndaleikkonu Mai Zetterling, sem hér dvelst um þessar mundir, velja sér happdrættismiða úr einum af vinningsbílanna í Austur- stræti. Þeim fjölgar stöðugt, sem kaupa sér miða í þessu stórglæsilega happdrætti, enda dregur nú óðum að drætti. Rétt er að minna fólk á, að í fyrra seldist upp. Lát- ið ekki þetta einstæða tæki- færi ganga yður úr greipum. Aldrei fyrr hafa í einu og sama skyndihappdrætti gef- ist þrir möguleikar til að eign ast nýjan bíl — og það fyrir aðeins 100 kr. ,Enn/)d munast alheið kvöld' •Fréttabréf úr Dalasýslu BÚÐARDAL, 10. október. — Haustveðráttan er heldur rysjótt það sem af er. Leiðindaveður í göngum og réttum. Slá.turtíð stendur nú sem hæst hjá Kaup- félagi Hvamimsfjarðar, og er slátrað um 700—800 fjár daglega. Hefur gengið hálf erfiðiega að að fá nægilega marga menn til þeirra starfa, þar sem annir eru miklar um allt héraðið við margs konar störf, sem ljúka þarf fyrir veturinn. Atvinna hefur verið geysimikil allt s.l. vor og surnar og oft skortur á vinnu- afli, enda mikið framkvæimt. BYGGINGAR. í Búðardal eru 3 stórbyigging- air I smíðum. Mjólkurstöðin er nú fokheld og verður unnið á- Reikningsbók handa framhaldsskólum NÝLEGA er komin út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka Reiknings bók handa fram.haldsskólum, II. hefti, eftir Kristin Gíslason, .gagnfræðaskóla'kennara. — Bók þessi, sem er 251 bls., er einkum ætiuð nemendum í II. bekk gagn í Hafnarfirði AFGREIOSLA Morgunblaðs- ins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50-374. Fastakanpendur Morgun- biaðsins í bænum, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslunni strax við vart. Þá eru kaupendur er flytj ast búferlum beðnir að til- kynna afgreiðslunni að Arnar hrauni 14, um hið nýja heim- ilisfang s'tt. Kópavogi KAUPENDUR Morgunblaðs- ins í Kopavogskaupstað er ekki fá blað sitt með skilum eru beðnir að gera afgreiðslu Morgunblaðsins í bænum, að Hliðarvegi 3í>, síma 14-9-47 að- vart. fræðaskóla, enda er efni hennar valið með hliðsjón af fyrirmæl- um námsskrár um námsefni á því aldursstigi. í bókinni er m.a. fjallað um jákvæðar tölur og neikvæðar, jöfnur, þríliðu, vaxta reikning, prósentureikning, flat armál, rúmmál og meðaltalsreikn ing. Síða' kafli bókarinnar er um almenn viðskipti. þar er gerð nokkur grein fyrir einfaldri reikningsfærslu og notkun tékka og víxla. Auk þess eru dæmi um póstávísanir, póstkröf ur og algengar kvittanir. Flest af þessu er nýmæli, sem hafa ekki áður verið tekin til meðferð ar í reikningsbókum fyrir nem endur á skólaskyldualdri. — Til þess er ætlast að allflestir nem endur geti haft full not af bók inni, þrátt fyrir misjafna náms- hæfni. f því skyni eru viðfangs efnin skýrð ýtarlega í byrjun hvers kafla og dæmaforða bókcr innar skipt í flokika, svo að auð- veldara sé að velja viðfangsefni við hæfi hvers nemanda. ,Um 90 skreytingar og skýring armyndir eru í bókinni, teikn- aðar af Halldóri Péturssyni, list málara og Þóri Sigurðssyni teikni kennara. f ráði er að gefa síðar ut sér stakt dæmasafn til notkunar með reikningsbók þessari. Prentun bókarinnar annaðist ísafoldarprentsmiðja h.f. fram við hana í haust og vetur, enda ætlunin, að hún taki til starfa á næsta ári. Verkstæðis- og vörugeymsliuhús K. Hv. hef- ur verið tekið í notkun að nokikru leyti. Félagsheimilinu hefur mið- að noldkuð áfram. — Að Lauguim í Hvamimssveit er unnið að við- bótarbyggingu við heimavistar- barnaskiólann, en sú álma þeirrar byggingar, sem þegar hefur verið tekin í notkun, er orðin allt of lítil miðað við fjölda þeirra barna, sem þangað sætkir nám. RAFMAGN. í jú'límánaðarlok s.l. var straumi hleypt á hina svoköll- uðu Miðdalalínu. Fengu þá 9 býli í Miðdölum rafmagn frá héraðsveitunni í Búðardal og auk þess 2 býli í Laxáröad. VEGAGERÐ. Óvenjumikið hefur veri'ö unn- ið að vegagerð í sýslunni í sum- ar. Er mikffi hugur í mönnum að fá samigöngur bættar, svo að unnt verði að halda uppi dag- legum mjóikurflutningum árið um kring, þegar mjólkurvinnslu stöðin tekur ti'l starfa í Búðar- dal. Aflað hefur verið lúnsfjár til vegaframikvæmda í ríkara mæli en nokkru sinni áður. Helzbu áfangar í samgöngumál- um, sem unnizt hafa á þessu sumri, eru þeir, að fullgerður hefur verið nýr vegur um Holta- hlíð, sunnan Gilsfjarðar, að Ólafs dal. Gamli vegurinn iá með sjón um og gekk sjór yfir hann um stórsraumeflæði. Þá hefur verið tekinn í notkun um 5 km. kafli frá Kjarlakasstaðaá að Fábeinsá á Klofnings- og Skarðsstrandar- vegi. — Tvær brýr hafa verið byggðar í sumar: Á Brunná í Saurbæ og Haukadalsá inni Haukadail. LÉTTARA HJAL. Oft hefur verið vel kveðið í Döium, og stakan lifir enn, sem betiur fer. í gær kom Eyjólfur í Sóllheimium í póstferð til Búðar- dals sem oftar og hitti póstmeist- arann, Hallgrím frá Ljárskógum. Hafði Eyjólfur yfir vísu, er hann hafði gert um litla lind, sem fellur til sjávar hjá gömlu veit- ingaihiúsi, á Borðeyri en þar er hann vel kunnugur frá fornu fari. Það var, liitla lindin mín, llöngum að þér kropið, blandað við þig brennivín, blessað vel, og sopið. — Hailgrímur nam vísuna og bætti annarri við samstundis: Þótt nú sé komin önnur öld með uppþornaðar lindir, ennþá munast alheið kvöld og yndislegar syndir. — Fréttaritari — í NA tS hnúfar 1 / SV 50 hnútar X Snji&oma • OSi \7 Skvrir S Þrumur W/tZ, KuUoM ZS' Hihtk* H Hmi L Lmtt F<J%V kl.12 HÁÞRÝSTISVÆÐIÐ er á hægu undanhaldi frá fslandi og austur á bóginn, en lægð- in við Suður-Grænland (þok- ast hægt norðaustur og veld- ur rigningu á veðurskipinu Alfa. Hér á landi er þurrt og gott veður með 5—8 stiga hita víðast hvar. Bjartviðri er víða norðan lands og aust- an, enda var þar 2—3 stiga næturfrost í innsvpitum að- faranótt föstudags. Suðvestan lands er skýjað, enda frost- laust að næturlagi. Hlauf Tókíóferö HÉR með mynd af ungfrú Stellu Þórðardóttur, en hún vinnur við afgreiðslustörf hjá Loftleiðum á Idlewild-flug- velli í New York. Flugfélagið North West Or- ient Airlines heldur árlega veizlu mikla á Idewild og býð ur til hennar starfsfólki ann- arra flugfélaga þar á flugvell- inum. Eru þetta eins konar töðugjöld, þar sem gott sam- starf er þakkað og stofnað til nýrra góðkynna. I veizlu þessari eru Jafnan nokkrir vinningar, sem dreg- ið er um, en að þessu sinni var hinn stærsti þeirra frítt flugfar fyrir tvo New-York- Tokio-New York og fylgdi ókeypis vikudvöl í Japan. Þennan stóra vinning fékk Stella Þórðardóttir, og hefir hún í hyggju að bjóða systur sinni með í þessa æfintýra- för og er ráðgert að þær leggi af stað í n.k. desembermán- uði. — Jemen Framh. af bls 1 bindingar, er henni fylgja og krefjist sætis Jemens á Alls- herjarþinginu. Daginn eftir, á þriðjudag, kom bréf Islams el-Hassans prins til SÞ. Segir Hassan þar að hann fari með völd í konungsríkinu Jemen, og krefst þess að kon- ungsríkið njóti áfram viðurkenn ingar samtakanna. Báðir aðilar sendu utanríkis- ráðherra sína til New York til að skýra Allsherj arþinginn frá ástandinu í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.