Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 3
Laueardagur 13. október 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 3 r.-.- . :••< x-:- i RANNSÓKN kartöflumálsins svonefnda hélt áfranr. fyrir verzlunardómi Reykjavíkur í gær, og- mun rannsókninni nú langt komið. Síðdegis í gær mætti fyrir réttinum Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetis verzlunar landbúnaðarins, og svaraði spurningum dómarans. Jóhann hefur verið forstjóri Grænmetisverzlunarinnar í nær sex ár. Sa.gði hann að byrjað hefði verið að pakka kartöflum í 5 kg. poka seint á árinu 1959. Fyrst í stað eft- ir að pökkunin hófst hafi kairt öflurnar verið látnar renna í Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, í gær. Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytendas amtakanna, er til Grænmetisverzlunin ber allan kostnað af eftirlitsmanninum — og ekki gert ráð fyrir honum í álagn- ingu, segir forstjórinn fyrir rétti vigtina eftir rennu og hafi þú sá maðuir, sem opnaði pokana haft fyrirmæli um að fylgjast með kartöflunum og fjarlægja það, sem gallað væri og ökemmt. Síðar hafi verið tek ið í notkun sérstakt færiband að viktinni ðg sérstafcur mað ur hafi þá verið settur við færibandið til þass að tína úr skemmdar kartöflur. Jóhann sagði að Grænmetisverzlunin teldi sér alls ekki skylt að hafa slifcan eftirlitsmann sök um þess að hún keypti kart- •öflurnar flokkaðar af mats- manni ríkisins og seldi þær í þeim flokki, sem hann á- kvæði. Verzlunin kostar eftirlitið Jóhann sagði að hinsvegar hefði komið í ljós þrátt fyrir rnatið að kvartanir hefðu bor izt vegna slæmra kartaflna og hafi því Grænmetisverzlun in viljað koma í veg fyrir að slíkar kartöflur færu út. Hefði hún því sett sérstakan mann til þess að fylgjast með kartöflunum. Tók Jóhann það fram að Grænmetisverzlunin bæri sjálf allan kostnað af starfi manns þessa, og væri hann ekki tekinn með í á- gningu á t ’i-.Vr kartöfl ur. Verzlunin bæri einnig all an hallarm af því sem úr gengi af kar+"<’1um vegna starfo eft- irlitsmannsins* Vlai.o I n'gu strangt Jóhann sagði að aðalmats- maður fcartaflana hafi að sjálf sögðu haft tækifseri til þess að fylgjast með pökkun þeirra og sagði að sér væri kunnugt um að hann hafi iðulega kom ið á pökkunarstaðinn, en ekki hefði þó beinlínis verið um samstarf að ræða. Jóhann sagði að sér væri ekki kunn- ugt um hvort til þess hafi kcmið að pökkun kartaflna hefði-jrerið stöðvuð vegna þess að vafi þætti leika á um flokkunina og matsmaður breytt fyrra mati. Jóhann sagði að fyrir hefði 1~ >mið að hann hefði rætt um það við aðalmatsman:- að hon um þætti matið ekki nógu strangt. ICvað Jóhann ekki - 'nnast . .3*» að sé* 1 " nat ið nofekru sinni of strangt en tók fram að sér virtist gæta nokkurs ósamræmis í matinu. Sagðist Jóhann ekki minnast þess að aðalmatsmaður sem þá var, Kári Sigurbjörnsson, . 'hafi nr ' ' - li á þeim tíma sem matið 'hófst í haust minnzt á það við sig að hann teldi kartöflurnar ekki flokkunar h:;'..- þá hafa verið í sumarleyfi. J.'hann sagði að hann hefði ekki borið fram formlega kvörtun við land'búnaðarmála ráðuneytið útaf kartöflumat- inu en bætti því við að vera r. etti að þc^ . einhvern tíma borizt í tal við landt .'.n- aðaiii.ál— a. Lakara mat þýðir meiri útgjöld. ... . sagðist ekki minnast þess að hafa séð pakkaðar kartöflur, sem hann gæt: ‘að hæft að ekki hefðu staðist matið. Svo sem áður væri fram komið hafi sér oft virzt matið á 1. rrtöflunum of slappt og sagði Jóhann að hann hefði þá látir það ' ljós við matsmanninn, en hinsvegar kvaðst Jóhann ekki hafa neitt vald til þes- að segja 'uonum fyrir verkum um matið, en eft ir því, sem það væri lakara, yxu utgj jid fyrirtækisins. Selt í góðri trú. Jöhann tók það fram að Grænmetisverzlun landbún- aðarins seldi kartöflur í þeirri góðu trú að þær væru rétt metnar og til frekara örygg- is hefði verið settur sérstak- ur maður af hálfu hennar til þess að hafa eftirlit með kart "flunum áður -n þær væru pakkaðar. Jóhann sagði að verzlunin skipti á kartöflum við þá sem kvarta yfir skemmdum í þeim, ef þær vc-. a -J nilegar en " ir egar væri það ekki gert gagnvart vei.’.unum ef ekkert sjái á kartöflunum og kv’-' -'unin snúizt um braigð- gæði, ^étt’ ka cöa slíkt. Sagði Jóhann að slíkar kvart anir væru þó J.fnan teknar til greina ef einstaklingar kæmu með kartöflupoka i Grænmetisveizlunina og væri það gert með tilliti til þess hve viðko..iandi hefði mikið fyrir því að fá kartöflunum skipt. í verzlunardómi Reykjavíkur vinstri á myndinni. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) Bílstjórinn fékk ekki sýnishorn. Lesin var því næst fyrir Jóhann hluti af framburði Ás geirs Ásgeirssonar, verzlunar stjóna' MeLabúðarinnar, sem )—1 það fyrir réttinum að Grænr ti-verzlunin hefði al- gjörlega neitðað að skipta á einni slæmi sendingu af kart öflum nú í haust. Jóhann kvaðst vilja taka það fram að sending sú, sem hér um ræðir, rnuni verða af ómetnum kartöflum. Ef .r að verzlunarstjórinn hefði kvart að við fullt ia, sem var til staðar á skrifstofu Grænmetis verziunarinnar, hafi fullt. ú- inn gefið bílstjóra, sem" send ur var með pöntun í um- rædda verzlun, fyrirmæli um að koma með til baka ,'nis- horn af umræddri sendingu. Jóhann sagði að þe0ar bíl- stjórin- hafi ætlað að taka með sér poka úr umræddri sendingu hafi verzlunarstjór- inn bannað honum það og láti " þess getið að hann mundi sýna forstöðumanni neytenda sam'akanna sýnishorn af þessari sendingu. Pokarnir eru ekki loftþéttir Sérstaklega aðspurður sagði Jóhann að hann teldi fráleitt að pappírspokamir, sem kartöflunum er pafekað í, séu loftþéttir, eins og gengið sé frá opi þeirra af hendi Græn metisverzlunarinnar. Tók hann þar fram að loftræsting í gegnum pokana væri að sjálf sögðu ekfci mikil þar sem loft ið gæti aðeins farið út og inn um opið. Sýndi Jóhann þessu næst dómnum pappírspoka undan bartöflunum frá ýms- um löndum, og sagði fyrir- myndina að lokuninni á pok- unum vera fengna frá Noregi. Rannsókn málsins mun halda áfram í dag. Mikilvægir fundir Evrópuráðsins RÁÐGJAFARÞING Evrópuráðs- ins sat á fundum í Strasbourg síðari hluta september. Af fs- lands hálfu sótti þingið að þessu sinni Þorvaldur Garðar Kristjánis son, og er hann nýkominn heim aftur. Þingstörfin mótuðust mjög af umræðum um stjórnmálaþróun- ina í Vestur-Evrópu og efna- hagssamvinnu Evrópuríkjanna. Umræðurnar hófust á sameigin- legum fundum ráðgjafarþingsins og Evrópuþingsins svonefnda, en f á því eiga sæti þingmenn frá þeim sex ríkjum, sem aðild eiga að Efnahagsbandalaginu. Meðal þeirra, sem þátt tóku í þessum umræðum, voru Hallstein, for- seti framkvæmdastjórnar Efna- hagsbandalagsins, og Malvestiti, forseti stjórnar Kola- og stál- samsteypunnar — svo og einn af framkvæmdastjórum Atómstofn- unar Evrópu. Umræður um þessi efni voru síðar aftur upp teknar á ráðgjafarþinginu. Framsögu- menn af hálfu nefnda þingisins voru Pflimlin, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakka, og hol- lenzki þingmaðuinn Vos. Schröd- er, utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, og J.R. Marshall, að- stoðarforsætisráðherra Nýj a-Sj á- lands, voru meðal þeirra, sem þátt tóku í umræðunum. Meðal annarra mála, sem voru á dagskrá ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins að þessu sinni, má nefna ástandið í Albaníu, sveitarstjórn- armál, lögfræðilega og menning- arlega starfsemi Evrópuráðsins, mál flóttafólks efnahagssam- vinnu við ríkin í Norður-Amer- íku og samgöngur í Evrópu. — Meðal þeirra, sem til máls tóku, voru Thorkil Kristensen, fram- kvæmdastjóri Efnahags- og fram farastofnunarinnar, og ráðherr- arnir Hilary (írlandi), Kranzlma- ver (Austurríki), Broda (Austur- ríki), Beerman (Hollandi), Bratt- eli (Noregi), Palewski (Frakk- landi) og Gundersen (Noregi). í Evrópuráðinu er talið, að fundir ráðgjafanþingsins nú haust séu hinir mikilvægust sem það hefur haldið um árabi og hafi komið í ljós, að Evrópi ráðið hafi, eins og nú stendur miklu hlutverki að gegna vari andi efnahagssamvinnu í álfunr Sömu skoðanir hafa komið fra: í ummælum blaða um þingstör in að þessu sinni. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 12. okt. 1962 Afli Akranesbáta Akranesi 12. okt. ALLAR línutrillur voru á sj í dag. Þilfarsbáturinn Ingvi fisl aði 2,5 torin, Bensi 1 tn. oig Sa ljónið 700 kg. — Hér er Arr arfeilið og losar 3000 tómar síl arbunnur. Dragnótabátarnir rer héðan um m.iðjan dag. Sunna og suðvestan vindbelgingur hei ur verið hér tvo síðastiðna dag; — Oddur SlAKSTtlWIS Óábyrg tækifærisstefna Stólræða sr. Emils Björnssonar við setningu Alþingis var hin skörulegasta og hefur vakið at- hygli. i henni komst hann m. a. að orði á þessa leið: „íslenzk stjórnmálabarátta hef ur um of verið háð því hvað lík- legt er talið eða ólíklegt til kjör- fylgis á hverjum tíma, hefur með öðrum orðum hætt til að elta ólar við líklcgar sveiflur á áliti almennings, hvort sem þær sveifl ur eru skynsamlegar eða van- hugsaðar. Slíkt er ekki lýðræðis legt heldur óábyrg tækifæris- stefna. Það er ekki heldur að sjálfsögðu lýðræðislegt að drottna með harðri hendi, stjórna gegn vilja fóiksins og hagsmun- um. En það verður þó stundum að stjórna gegn skammsýnum vilja fólks eða hópa manna, þeg- ar þingræðisleg stjómarforysta er sannfærð um að andlegir og efna- iegir hagsmunir alþjóðar séu í húfi. Til þess eru stjómmálaleið- togar kjörnir að setja lög og stjórna eftir beztu samvizku og sannfæringu og engu öðru, að þvi vinna alþingismenn sinn embætt- iseið. Þeir eru kjörnir til að vera leiðtogar tiltckið árabil, en ekki til þess að láta sjálfir íeiðast að hverjum goluþyt í þjóðlífinu, allra sízt ef þeir eru sannfærðir um að sá þytur horfi til óheilla fyrir þjóðina“, Til þess þarf stjórn- málaþroska og kjarlr Sr. Emil heldur áfram: „Það er beinlínis frumskylda ráðamanna lýðræðis ríkis að standa eða falia með þeim stjóra arathöfnum, sem þeir eru sann- færðir um, eftir að hafa ráðfært sig við hina beztu og reyndustu menn, að séu sem flestum fyrir beztu —, og það eigi síður fyrir það þótt þær athafnir séu ekki líklegastar til kjörfylgis í svip- inn. Til þess þarf stjórnmála- þroska og kjark hverju sinni, en önnur afstaða er ekki samboðin fulltrúum þjóðarinnar og mun heldur ekki leiða til viðurkenn- ingar tii frambúðar, því fólk hef ur yfirleitt þá dómgreid til að bera, að það veit að það er ekki ávallt hyggilegast að treysta þeim, sem snúa undan brekk- unni. Það hefnir sín ávallt þótt síðar verði“. Þessi umtnæli sr. Emils Björns- sonar eiga vissulega erindi, í senn tii alþingismanna og ann- arra þegna þjóðfélagsins. Verðbólgupostular tala um verðbólgu Tíminn læzt vera undrandi á því í forystugrein sinni í gær að fjárlagafrumvarpið sem nú hefur verið lagt fyrír Alþingi er nokk- uð hærra en fjárlög yfirstand- andi árs. Framsóknarmenn vita áreiðanlega, hvernig á þessu stendur. Ein af ástæðunum er sú að allt kaupgjald í landinu hef- ur hækkað vtrulega á þessu ári. Framsóknarmenn hafa lagt sig fram um það að stuðla að þessum kauphækkunum. Þeir hafa átt þá ósk heitasta að koma á nýju kapp hlaupi milli kaupgjalds og verð- lags. Þeir ættu sízt af öllum að látast vera undrandi á því þótt útgjöld hækki á fjárlögum ríkis ins. En aðrar eðlilegar ástæður liggja einnig til þess að fjárlög hafa hækkað. Þjóðarframleiðslan eykst, fólkinu fjölgar og almenn velmegun og góðæri hafa í fór með sér aukna peningaveltu. Sú staðreynd hiytur einnig að hafa áhrif á fjárlög. Af hálfu fjánnálaráðherra hef- ur hins vegar verið lögV áherzla á að gera rekstur rikisins og stofn ana þess hagkvsemari og koma í veg fyrir frekari útþenslu rik- isbáknsins. í þeirri viðleitni hefur þegar orðið vcrulegur árangur. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.