Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. október 1962 MORCIJISBL 4Ð1Ð 13 'N Y VH) HITTUM þá fyrir framan Hótel Borg. f>eir eru báðir stór- ir og miklir á velli. Þeir eru líka stórskornir og stórkallalegir. Hatta hafa þeir sérkennilega. Hattur annars, sem er templari er nokkuð tekinn að snjást og brotið á honum var kallað brenni vínsbrot þegar ég var strákur. Hattur hins, sem er ekki templ- axi, iíkist einna (helzt illa útroðn um heypoka og ,börðin slúta nið- ur allt í kring. —Þetta er gení og þetta er vinur minn, heimsfrægur sund- garpur og björgunarmaður, en þú verður að fara vel með þenn an mikla kraft, sagði sá með hey- pokahattinn og lagði höndina ,með þróttmiklu taki á öxl mína. Þetta var Jóhannes Kjarval list málari sem mælti þessi al- vöruþrungnu orð. Og vinur hans templarinn, sem hjá okkur stóð var Árni J. Johnsen í Vestmanna eyjum. Það höfðu tekizt samning ar með okkur þessum þremur að ég skyldi hafa stutt samtal við Árna í tilefni díötugsafmælis hans, sem er í dag. Glettnin skein úr svip þeirra félaganna er ég spurði þá hvort þeir hefðu lengi þekkzt og þá kannski brallað eitthvað saman hér í gamla daga. — Brallað, o, já og já, sagði Árni. Við gerðum allt mögulegt sem ungir menn þá gerðu. Skemmtum okkur á veraldar- vísu og eltum stelpur. -— Já, steipur, sagði Kjarval og ýtti vini sínum inn í bílinn og skipaði bilstjóranum að aka af stað. það ómetanlegur styrkur að hafa notið aðhlynningar kvenna, fyrst ágætrar móður, síðan ástríkrar eiginkonu og loks Olgu, er halla tekur undan fæti. Hafa þau átt 2 syni og alið upp 5 fósturbörn, sem eru öll komin til manns utan eitt, sem fórst af slysförum. — Og hvað kom til að þú hófst ræktunarstörfV spyr ég Árna. — Ég geri ráð fyrir að konan hafi ráðið mestu um það. — Hvað voru gróðurhúsin stór og hverning voru þau hituð upp? — Þetta voru tvö hús, 5x30 m að stærð hvort um sig. Húsin voru ekki hituð upp enda rækt uðum við þar fyrst og fremst rós ir og blómlauka. Svo höfðum við kýr og kindur. Segja má að gróðurhúsin væru fremur til ánægjuauka og tómstundagamans en til raunverulegs lífsviðurvær is. í sambandi við þau rákum við þó blómabúð í Vestmanna- eyjum, sem ' daglegu tali er köll uð Happó. Dregur nafn sitt af því að við höfðum afgreiðslu happdrættis Háskóla fslands. Auk happdrættisíns hafði ég á hendi fréttaþjónustu fyrir útvarpið. En ég var rekinn frá því starfi þegar farið var að borga fyrir það. Jón as Þorbergsson vildi ekki hafa mig af því að ég var Sjálfstæðis maður. Söng með kór. — Og þú fórst snemma að taka þátt í félags- og skemmtanalífi í Eyjum, Árni? — Já, ég hef nú t.d. verið við söng í 58 ár, byrjaði 12 ára gam @11 og ég nef sungið á 50 þjóð- löðrið gekk yfir okkur. En iw tók ég þá ákvörðun að sleppa ekki frænaa mínu^n, heldur sökkva með honum. Þegar ég hafði ákveðið þetta féll yfir mig slík ró að því verður ekki lýst og raunar fnnn ég til innri vel- líðanar. Ég var að hugsa um það eitt að ég vonaðist til að mér tækizt að lifa það að við sykkj um til botns þannig að ég gæti lagt okkur til á kristilegan hátt. En einmitt þá kom björgunin. Menn voru ekki að óþörfu að flana út á dekk á skipum sem lágu á höfninni í þvílíku ofsa- veðri og kuida. En einhver ann arlegur máttur hafði rekið einn skipsmann á hinu danska skipi út á þilfarið og hann leit út fyr ir lunninguna og sá okkur þar bröltandi í sjónum. Þetta varð okkur til lífs Þegar við komum upp í skipið var mér fengið eitt hvert vínsu’.l að drekka og svolgr aði ég það og náði mér fljótt. Mér datt e.kki annað í hug en að félaga mínum yrði gefið eitt hvert brenn.ivínstár til þess að koma lífi í liann því hann var orðinn kaldur og stirður og með lítilli meðvitund. Ég sá þá hella einhverju ofan í hann og spurði hvað þetta væri. „Det er torske tran“ (þorskalýsi). Mér lá við að rjúka upp í vonzku, hélt það hafa lítið að segja að hella þorskalýsi ofan í hálfdauðan manninn. En það mun nú einmitt hafa verið lýsið sem bjargaði honum og varð honum hitagjafi í skrokkinn eftir volkið í sjón- um. ætti mig við uð deyja með félaga mínum — segir Árni J. Johnsen sjötugur — En farðu varlega með þenn- an mikla kraft, þrumaði Jó- (hannas Kjarval um leið og 79 af stöðinni, (það er raunar einn slíkur á BSR) brunaði suður Pósthússtræti. Nokkru síðar hittumst við Árni tveir emir, hann nýkominn úr ferðalagi um Suðurlandsundir lendi þar sem hann hafði setið veizlur og fagnaði Sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi, en ég af hrossaþingi norðan úr Húnavatnssýs iu. Við leiðinlegir. Okkur kom saman um að byrja á því að vera leiðinlegir og rekja í stórum dráttum lífsferilssögu Árna J. Johnsen. Hann er fædd ur og uppalinn í Vestmannaeyj- um og hefur lengstum alið þar aldur sinn. Árni er af þekktri ætt verzlunannanna og því eðli- legt, er hann hafði lokið barna- skólalærdómi að hann héldi til náms í verzlunarfræðum. Fyrst gekk hann í Verzlunarskólann í Reykjavík en síðan hélt hann ut an til Kaupmannahafnar og lauk þaðan verzlunarskólaprófi eftir að hafa stundað þar tveggja ára nám. Eftir heimkomuna frá Höfn tók Árni til starfa við verzlun foreldra sinna sem Gísli bróðir hans veitti þá forstöðu. Árni kvæntist Margréti Jónsdóttur úr Suðurgarði og hófu þau hjón bú skap á landsvísu sem annars var fremur lítill í Eyjum. Þau reistu fyrstu gróðurhúsin þar og eru þau rekin enn þann dag í dag af börnum Árna og Margrétar. Konu sína mlssti Árni Árið 1948. Hann eignaðist 6 börn í hjóna- bandi og eru þau öll á lífi. Ein dóttir þeirra er nú hjúkrunar- kona í Afríku. Eftir lát konu sinnar tók Árni að búa með Olgu Karlsdóttur en hún var ekkja Guðfinns Gvðmundssonar skip- stjóra. Tók Árni fram sér- staklega hve honum hafi verið hátíðum, nú seinast í siimar og oftast hef ég þá verið einsöngv- ari með kór. — Og fleiri félagsmál? ■— Ég hef unnið allmikið acf bindindismálum um 30 ára skeið. — Er það þá svo Árni að þú hafir aldrei bragðað vín um æv- ina eða ert þú einn þeirra, sem lært hefur af reynzlunni? — Ég er einn af reynslumönn unum. Það má segja um mig eins og ChurchiU að ég var two bottle man á tímabiii. — Og nú hefur þú ekki smakk að vín í 30 ár? — Jú, það féll ofurlítill tími úr. Það mun hafa verið á stríðs- árunum síðarí. — Og hver voru tildrög þess? — Ég var hér staddur í Reykja vík að skemmta mér með nokkr um góðkunningjum að lokinni fermingarveizlu. Fólkið var kom ið í gott skap, orðið vel hýrt af víni, en þar kom að birgðirnar þraut og var mér þá einum treyst til þess að fara og kaupa brenni vín um nótlina þar sem ég var bláedrú. Ég keypti einar 5 eða 6 flöskur l)já konu sem stund- aði þá iðju að hjálpa mönnum í vandræðum sem þessum. Kona þessi var kölluð amma. Eftir að ég kom með birgðirnar tók ég að dreypa á þeim með félögum mínum, hélt ég hefði í öllu tré við helvitis brennivínið eftir margra ára bindindi. En sá glaðn ingur kostaði mig samt þrjú ár. Ég rak fiskverzlun hér í Reykjavik og ætlaði raunar að flytja hingað en konan vildi vera kyrr í Vestmannaeyjum og ég gat ekki hugsað mér að búa hér og eiga fjölskyldu mína þar úti. — En svo við komum að kunn asta þættinum í lífi þínu, Árni, björgunarstarfinu, hvar lærðir þú sund? — Ég lærði byrjunaratriðin hjá Gísla bróðir mínur, en síðan hjá Brynjólfi Ólafssyni lækni. Björg unarsund lærði ég svo úti í Dan mörku. — Og hver var þín fyrsta björg un? Strákurinn er eun sprækur. —Hún var 1913. Ég bjargaði þá strákpatta, Páli Scheving. Hann er núna formaður Sjálf- stæðisfélagsins í Vestmannaeyj- um og hann er enn við góða heilsu, strákurinn. Þetta var raunar einkcnnilegt atvik. Ég var þá nýkominn heim frá Kaup- mannahöfn og var tekinn til starfa við verzlunina hjá Gísla bróður. Þetta kvöld átti að vera ball hjá kvenfélaginu Líkn. Þessi böll voru kölluð líknarböll, sagði Árni og brosti glettnislega í kamp inn. Ég var boðinn á þetta ball, auðvitað sem forframaður kaval er og dansherra frá Kaupmanna- höfn og hlakkaði ég heil ósköp til fararinnar. Þegar leið að lok un skrifstofunnar bað Gísli mig að fara upp á bæjarfógetakontór og afrita dóm. Ég hafði nú raun ar hugsað mér að fara heim og klæðast mínu fínasta pússi fyrir ballið. En ég hafði vanizt því að hlýða yfirboðurum mínum, jafnvel þótt bróðir minn væri og því fór ég af stað til þess að afrita dóminn. En það gerði ég þó sárgramur og bölvandi. Er ég var kominn skammt á leið var eins og mér væri skipað að snúa við. Ástæðan til' þess var engin það ég veit. Og ég stefndi niður á bryggju. Mér lá á að afrita dóminn til þess að geta sem fyrst komizt heim og búizt á ballið sem ég hlakkáði svo mikið til. En við þetta gat ég ekki ráðið. Þegar ég kom niður á bryggj- una var kallað að einhver hefði fallið í sjóinn. Ég hljóp til og spurði hvar hann hefði fallið og var bent á staðinn. Ég snaraðist umsvifalaust út í þótt austan rok væri og kolaniyrkur. Þá voru eng ir hafnargarðar í Vestmannaeyj um en mikið sog og sjógangur inn í höfnma. Og það var eins og lánið léki við mig, því um leið og mér skaut upp úr kafinu eftir stökkið kom drengurinn upp á milli handa minna. Hann var þá kominn að því að sökkva í þriðja sinn og hefði svo farið hefði hann ekki átt afturkvæmt til lífsins. — Og þú hefur hlotið af- rekslaun fyrir björgunarstörf Árni? — Já, rétt er það. Ég á hérna einhvers staðar silfurhlunka sem mér hafa varið veittir fyrir björg unarafrek. Pá fékk ég einu sinni 500 kr. danskar fyrir björgun úr hetjusjóði Carnegies. — Hvað teiurðu erfiðasta sund þitt Árni? Sætti mig við dauöann. — Það r.iuB hafa verið ein- hverntíma á árunum skömmu eftir fyrra stríð. Þá var ég raun ar búinn að gefa upp alla von. Ég var þá 4 sundi með félaga minn í hartnær klukkustund og þá var óhemju norðan gaddur. Þetta var i Vestmannaeyjahöfn. Við vorum á leið út í skip, tveir saman á báti. Maður var ungur þá og helvíti hraustur og þoldi flest en þá hvolfdi undir okkur bátnum. Ég tók þennan félaga minn, á björgunarsund og ætlaði minn á björgunarsund og ætlaði að ná út í skip sem lá í höfninni. Og hófst nú baráttan, sem stóð í nær klukkustund. Þegar ég lærði björgunarsuntíið úti í Danmörku var okkur kennt að losa okkur við menn sem við værum með á sundi, ef svo illa færi að við sæum fram á að ella myndu báð- ir drukkna. Takið sem notað er til þess að losa sig er heldur óhugþekkt og var ég að hugsa um það eftir að mér fannst ég að þrotum komiiin hvað ég ætti að gera. Ég var órólegur og nokk uð kvíðinn. Við vorum komnir út að skipinu en gátum ómögu lega komizt um borð af sjálf- dáðum. Eins og ég sagði var grenjandi norðan gaddur og sæ- Björgun við Eldey. — En þú stóðst fyrir allmörg um björgunarleiðöngrum og leit arleiðöngrum að bátum sem var saknað. Hverja telur þú hættu- mestu för þína þannig? — Ætli það hafi ekki verið 1939. Þá voru 7 menn tepptir úti í Eldey. Þeir voru þar til súlna. Við fórum 12 saman í þann leið- angur og ég hafði fararstjórn á hendi. Við v.jrum 5 með tvo báta undir eyjunni og tókum á móti súlunni eftir að þeir sem upp í eyjuna fóru létu hana detta fram af berginu og í sjóinn. Þá skall skyndilega á austan ofsaveður og taldist mér þá svo til að félagar okkar, sem voru uppi í eyjunni mundu þurfa hálfa klukkustund til þess að komast niður á svo- kallaðan Steðja, þar sem venja var að leggia að og taka menn um borð. V.ið vorum 5 í litla ára bátnum og mótorbát nokkuð stór um. Ég gaf nú þeim sem uppi voru merki um að koma niður. En það sem venjulega tók hálfa klukkustund tók nú 2% klst. Þá hafði veðrið enn versnað og leizt nú flestum svo að gjörsamlega væri ólendandi við Steðjann, sem er áveðurs. Það var því allt út- lit fyrir að þessir sjö menn, sem voru í eyjunni myndu þar allir farast, því þijr voru orðnir Kund blautir, skjól ekkert að hafa og vart nema einn eða tveir þeir allra hraustustu sem mundu hafa haft sig upp á eyjuna aftur. Út - litið var því ekki gott og nánast óðs manns æði að reyna að lenda við Steðjann. Ég ákvað þó að gera þetta og bað um menn mér til liðs. En sagði þeijn að klæðast öllum björgunarvestum áður en farið væri niður í litla bátinn. Á þann hátt gætu þeir bjargast með því að láti sig reka út með eyj unni en þar mundi mótoristinn á mótorbátnum vera fyrir og týna þá upp ef ílla færi. Sjálfur fór ég ekki í björgunarvesti, enda var ég ákveðinn í því, ef þessi tilraun mistækist þá ætlaði ég mér ekki að koma lífs úr þeirri för, þvi satt að segja gerði ég ekki ráð fyrir að neinn myndi bjargast ef báturinn sykki und- an okkur og mennirnir næðust ekki úr eyjunni. Mig langaði ekki til að koma heim og hafa drepið af mér 11 menn. En þetta tókst til allrar blessunar giftusamlega. Við rerum upp að Steðjanum og þá var eins og máttarvöldin gæfu okkur nokkurra mínútna hlé svo mönnunum tókst að stökkva um borð og okkur að ýta frá, en síðan rauk veðrið upp með sama ofs- anum og áður. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.