Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 23
Laugardagur 13. október 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 23 — Sætti mig v/ð Framhald af. bls. 13. Forlagatrúar. — Stundaðir þú sjósókn að ráði Árni? — Ekki var það nú mikið. Ég sigldi þó á stríðsárunum enda var þá varla i.ægt að manna skip til siglinga. Ég var kokkur í einni ferð, já hofmeistari, eigum við ekki að kalla það það. — Og vars'.u ekki hræddur um að farast? —Nei, ég hef raunar aldrei yerið hæddur um líf mitt bein- línis. Ég hef að sjálfsögðu skynj að hættuna, en ég er forlagatrú ar og hef alltaf verið og því tel ég enga ástæðu til að vera með neina rekistefnu út af því sem fyrir kann að koma. Ég trúi því að ég farist þegar það á að ske, annars ekki. — Segðu mér Árni, dróst þú úr skemmtunum þínum og gleð skap eftir að þú gerðist bindind ismaður? — Nei, alls ekki. í>að var síður en svo að ég skemmti mér minna eftir það, en allar mínar skemmt anir urðu þá eðlilegri og náttúru legri. Raunar var ég aldrei áður neinn ofsa maður. Ég tók því létt og reiddist ekkert þó mér væri gefið o kjaftinn. Ég þoldi það líka val í þá daga. — Vildir þú ekki Árni segja okkur að lokum eitthvað frá leit að bátum sem saknað var við Eyjar áður en björgunarfélagið og björgunartæki komu til? — Það var oft vond vinna og erfið að fara út í togara, sem lágu í vari við Eyjar í ofsaveðr um, en það var einasta leiðin að fá þá til lsitar þegar saknað var báta að he’man. Þar sem ég kunni ögn ryrir mér í erlendum tungum kom það gjarnan í minn hlut að fara út í togarana. Það gekk yfirleit.t vel að fá Englend ingana til þtss að fara að leita Ný þjófategund LOFTUR Jónsson forstjóri og Samband Islenzkra Samvinnufé- laga hafa undanfarið flutt inn hátt á annað þúsund álagildr- ur, og dreift þeim um landið og haft samvinnu við þá menn, sem búa við ár, vötn og síki. Þetta er hin virðingarverðasta fram- kvaemd, að nýta þau hlunnindi, sem hér á landi hafa legið ónýtt alla tíð, og skapa úr þeim verð- mæti, bæði fyrir innanlands- markað og útflutning,- Ála- gildrurnar eru búnar til úr hring um, sem nælonnet er riðið í kringum, og eru þær eins og trekt í laginu, sém állinn skriður inn I, en þaðan kemst hann ekki aftur út. Gildrur þessar eru all- dýrar, kosta upp undir eitt þús- und krónur hver. En einn erfiðleiki virðist ætla að koma í ljós við þessar veiðar, sem fáir eða engir hafa reiknað með, en það eru álagildruþjófar. Rannsókn þeirra móla hlýtur að verða erfið, sökum iþess, að mörg hundruð þessara veiðitækja eru af einni og sömu tegund, og öll eru þau ómerkt. Nýlega kom það fyrir, að vitja átti um 3 gildrur í vatni, ekki langt frá Reykjavík, en búið var að stela þeim öllum. Þær höfðu verið örugglega festar, svo þær gátu ekki horfið nema af manna- völdum. nema veður væri svo slæmt og dimmviðri svo mikið að tilgangs laust væri að halda af stað. Stundum oáru þessar leitir árang ur og var ekki svo fáum manns lífum bjargað á þennan hátt. Ég man eftir r nu dæmi, sem var dálítið sérkennilegt, en fékk raunalegan endi í öllum tilvik- um Ég hafði farið út í enskan tog ara, þar setn eldri maður var skipstjóri og bað hann um að leita að báti sem saknað var að heiman. Við leituðum samfleytt í tvo sólarhringa en án alls ár- angurs. Gamii maðurinn gerði þó sitt bezta og vissulega vorum við honum þakkiátir fyrir það. Hann heldur síðan áfram veiðum og fer út til Bretlands og kemur aftur í nýja veiðiför, en þá var hann svo óheppinn að vera tekinn í land helgi. Hann hafði framkvæmt leitina algjörlega endurgjalds- laust utan hvað honum var gef- inn einn vindlakassi í þakklætis skyni. En n t var þessi gamli og góði skipsi.jóri tekinn til réttar og skyldi dæ ns hann fyrir land helgisbrot. Við reyndum að fá þessu brey .t og bárum við hjálp fýsi skipstjórans. Þetta hafði þó því miður engin eða sáralítii áhrif. þó hafðist upp úr krafsinu að þá fék'tst í fyrsta skipti und anþága til þess að meta veiðar færin og af'ann til verðs og leyfa skipstjóra eða útgerð að greiða andvirði þeirra, en halda þeim um borð. Áður hafði það verið ófrávíkjanleg venja að taka bæði veiðarfæri og afla í land og varð því sá sem afbrotið framdi að sigla slippur og snauður til sins heima. Ég hef frá þessum tima haft á hendi matsgerð á veiðar færum og af*a skipa, sem tekin hafa verið í 'andhelgi og flutt til Vestmannaayja. Þýzka togaratakan. Ég var eiiui í hinni frægu þýzku togaratöku árið 1914, þar sem við vorum 12 tíma að berj ast við skipshöfnina. Við vorum svo heppnir strax og við komum um borð að ná brúnni á okkar vald og skÍDstjóranum sem þar var. Héldu ■> við honum sem gísl n skipshöfmn gerði þrjár heift úðugar árásir á brúna og stóðu þá blóðugir bardagar enda hver rúða í brúnni brotin og það laus legt sem á henni var. Það var Sigurður Sigurfinnsson hrepp- stjóri í Vestmannaeyjum, faðir Einars Sigurðssonar útgerðar- manns sem aðför þessari stjórn aði. Svo fór að lokum að hinir þýzku gáfunt upp. Við strákarn ir vildum taka franskan togara, sem einnig var í landhelgi skammt frá okkur, en það hefði áreiðanlega kostað að við hefð um tapað þeim þýzka eða jafn- vel báðum ef skipt hefði verið liði. En Sigiivður réði því að ekki var frekar aðgert enda mun það hafa revnzt farsælast. Á eft ir vorum við Vestmannaeyingar kall'aðir ótíndir sjóræningjar í erlendu pressunni. Skipstjórinn fékk 1500 marka sekt fyrir af- brot sitt og þá stóð markið í 90 aurum en Jsienzka krónan var króna. Með þessu látum við lokið sam talinu við Árna J. Johnsen og kveðjum þessa herðabreiðu kempu, tökum í hans hlýju og sterku hönd, sem svo farsællega hefur borgið mörgum mannslíf- — vig. ÞEIM fjulgar nú óðum, sem verða sér úti um miða í hinu stórglæsilega skyndihapp- drætti Sjálfstæðisílokksins, þar sem vinningarnir eru 3 fagurbláar Volkswagen-bif- reiðir af árgerðinni 1963. Er nú mjög tekinn að styttast tíminn þar til dregið verður. en það er hinn 26. þ. m. Þeir, sem fengið hafa miða senda, eru vinsamlegast beðnir um ftð gera skil hið allra fyrsta. Skrifstofa happdrættisins j Sjálfstæðishúsinu er opin alla iaga frá kl. 9 f. h. til 7 e. h. og aftur á kvöldin milli kl. 8 og 10. Þetta er happdrættið, sem allL' vilja eiga miða í. Hermenn úr uppreisnarhernum í Jemen við hásætið í höll Imams Ahmeds, sem réði ríkjum í Jemen í 14 ár, þar til hann lézt í síðasta mánuði. Meðan Imam Ahmed var við völd var það dauðasök að koma við hásæti hans og sökudólgurinn fyrirvaralaust hálshöggvinn. Ann Schein heldur tónleika hér AMERÍSKI píanóleikarinn ANN SCHEIN heldur tónleika fyrir styrkarfélaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói nk. þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 7. Ann Schein er tónlistarunnend um hér að góðu kunn. Hún hef- ur komið hingað tvisvar áður og haldið tónleika, í seinna skiptið fyrir hálfu þriðja ári. Þá lék hún með Sinfóníuhljómsveitinni, b-moll píanókonsert eftir Tsohaik ovski og hélt tvenna tónleika fyr- ir Tónlistarfélagið. Má fullyrða að fáir píanóleikarar hafi fengið innilegri viðtökur áheyrenda en Ann Sohein fékk á þessum tón- leikum. Ann Schein er ung að árum en hefur þó þegar hlotið mikla frægð. Hún dvaldi síðastliðinn vetur í París undir handleiðslu Antons Rubinsteins. Síðastliðið vor hélt hún tónleika i Carnegie Hall í New York og hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda. Á efnisskránni á tónleikunum hér eru þessi verk: Sónata í Es-dúr op. 81 a (Les Adieux) eftir Beethoven, Wanderer-fanta- sían eftir Schubert. Þessi gull- fallega fantasía mun ekki hafa verið leikin hér opinberlega, síð- an Rudolf Serkin lék hana árið 1946. Þá kemur Sónata eftir Bartok (samin 1926) og loks nokk ur verk eftir Chopin. -Sautjánda brúðan Framhald af bls. 14 og sannfærandi leik, hversu erfitt skapmiklum og metnaðar- gjörnum mönnum er að sætta sig við, jafnvel smávægilegustu ósigra. Brynja Benediktsdóttir leikur unga stúlku, nágranna Oliviu. Fer hún að sumu leyti dável með hlutverkið, en minn- ir nokkuð á ungu stúlkuna, sem hún lék í „Frænkunni“. Fram- sögn hennar er skýr en ekki sem eðlilegust. Gunnar Eyjólfs- son fer með lítið hlutverk, en gerir því góð skil. Og svo er það, síðast en ekki sízt, Nína Sveinsdóttir í hlutverki Emmu, móður Oliviu. Hlutverkið er skemmtilegt frá höfundarins hendi og naut sín til fulls í á- gætri túlkun Nínu, enda vakti hún mikinn hlátur áhorfenda. Leiktjöldin hefur Gunnar Bjarnason gert. Eru þau hin prýðilegustu og falla vel við leikinn. Ragnar Jóhannesson hefur þýtt leikinn á létt og lifandi mál. Leikrit þetta er allskemmti- legt á köflum, en fremur er það efnislítið og rislágt. Sýningunni var þó mjög vel tekið og má mikið þakka það öruggri leik- stjórn og jöfnum og góðum leik. Sigurður Grímsson. Að baki í járntjalds- 46 ms Moskvu, 10. okt. — NTB Málgagn Sovétstjórnarinnar Izvestija birti í dag frétta skeyti frá New York, Aþenu, Höfðaborg, og V-Þýzkalandi undir fyrirsögninni: „Að baki járntjaldsins“. Tengdasonur Krúsjeffs for sætisráðherra Sovétríkjanna Alexey Adsjubei er ritstjóri Izvestija. SKYNOIHAPPINIjCTTI SJÁLISTÆBISFLOKKSINS Aldrei fyrr... Breytingar á Sanitashúsinu í FYRRAHAUST seldi Sanítas Dagsbrún og Sjómannafélagi Reykjavíkur hús sitt við Lindar- götu. Húsið er þrjár hæðir auk ris og kjallara og hálfs neðri kjallara. Húsið var by.ggt 1924, en vair stækkað og byggt ofan á það 1943 og hefur Sanítas alltaf verið þar til húsa þangað til hún flutti inn í Laugarnes. Teikningar af breytingum hafa nú að nokkru leyti verið gerðar og samþykktar. Á húsinu munu verða gerðar miklar breytingar, en húsið er óskipt sameign fé- laganna. Auk skrifstofuhúsnæðis fyrir félögin mun þar verða fund arhúsnæði. Er búizt við að vinna hefjist áður enn langt um líður. Sakaður um fjöldamorð Moskvu 10. okt. (NTB). RÉTTARHÖLD eru nú hafin í Litauen yfir 10 mönnum, sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í því á vegum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni að myrða um 50 þús. menn í Rúss- landi. Tass fréttastofan skýrði frá þessu í dag og segir, að níu af hinum ákærðu séu viðstaddir rettarhöldin, en sá tíundi Anastas Impuljavishus, sem sagður er hafa verið forsprakki mannanna, sé nú búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt fregnum Taiss eiga ninir ákærðu að hafa tekið þátt í minnst 15 fjöldamorðum við Minsk í október og nóvemiber 1941. Bczt að auglýsa í Morgunblaðinu Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MOKGU.NBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Fjótugötu — Bergstaðastræti — I.augavegi HI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.