Morgunblaðið - 14.10.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 14.10.1962, Síða 1
! i* Y i - i. i i Sölusamningur um20þús.tonn af f rystri síld SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna hefur nýlega gengið frá sölusamningum á um 20 þús. tonnum af hraðfrystri síld eða sem svarar um 220 þús. tunnum af síld. Er um að ræða sölur á stór síld og smásíld, auk verulegs magns af hraðfrystum síldar- flökum. Til Austur-Evrópu hafa verið seld 8.700 tonn og Vest- ur-Evrópu 9.600 tonn, auk 1.900 tonna af hraðfrystum síldarflökum. í samningunum er gert ráð fyrir, að mikill hluti umsam- ins magns sé afgreitt fyrir áramót, og er afar áríðandi, að unnt sé að fullnægja þess- um samningsákvæðum, þar sem hér er um að ræða stór- auknar síldarsölur á mark- aði, sem þýðingarmikið er, að íslendingar haldi. Af hálfu S. H. er unnið á- fram að frekari sölum á frystri síld, og eru allgóðar horfur á, að takast megi að selja enn meira magn. Tunglskot í vikunni Við opnun kirkjuþings ins í Vatikaninu í Róm. Kosningum frest- að hjá kaþdlskum Léleg síld-j arvertíð Rússar bola Fær- eyingum af heimamiðum Tórshavn, Færeyjum, 13. okt. Einkaskeyti til Mbl. SÍLDVEIÐUM færeysku skip- anna er nú lokið í ár og nem ur aflinn alls 75 þúsund tunn um, en var á sama tíma í fyrra 120 þúsund tunnur. Lítil síld hefur verið á mið- unum og veðrið óhagstætt. En auk þess hefur stór floti af rússneskum fiskiskipum boi- að færeysku skipunum burt af miðunum. Eitt rússnesku síld arskipanna strandaði í nótt á Svinoy, en rússneskar drátt- arbátur náði skipinu aftur á flot í dag. Mikill leki hefur komið að skipinu, og verður það að komast í slipp tii við- gerða. Miimingarathöfn um Jón Kjartans- son á morgun MINNINGARATHÖFN um Jón Kjartansson sýslumann og fyrr- um ritstjóra fer fram í Kapell- unni j Fossvogi n.k. mánuda og befst kl. 10.30 f,h. Útför Jóns Kjartanssonar verð ur gerð frá Vikurkirkju i Mýrdal og hefst kL 1.30 síðdegis á þriðju- daginn, Vatikaninu, 13. okt. (AP). ÞING rómversk kaþólsku kirkj- unnar kom saman í St. Péturs- kirkjunni í Vatikaninu í dag, og áttu störf þess að hefjast með kosningu 160 fulltrúa í 10 þing- nefndir. En fundurinn stóð að- eins í eina klukkustund, og var nefndarkosningum frestað til næsta fundar, sem verður á þriðjudag. Þingið ’sitja rúmlega 2.700 kardínálar, patríarkar, erki- biskupar og biskupar frá flest- um löndum heims. Við brottför af fundinum í dag sagði einn biskupanna að fulltrúarnir þyrftu lengri tíma til að kynnast áður en unnt væri að ganga til kosninga. Nefndarkosningar á kirkjuþinginu eru venjulega að- eins formsatriði, að því er segir í Ap frétt frá Vatikaninu. Undir búningsnefnd leggur fram lista með tillögum um nefndarskip- anir, sem samþykktir eru. í hverri nefnd eiga sæti 24 full- trúar, og skipar páfi átta en þingið kýs 16. Þegar listarnir höfðu verið lagðir fram í dag lagði Achille kardínáli Lien- art biskup í Lille, Frakk- landi, til að kosningunni yrði frestað, og naut hann stuðn- ings ýmissa kardínála og erki- biskupa í Evrópu. Studdi Lienart kardínáli mál sitt með því að margir af fulltrúum þeim, sem voru á listum undirbúnings- nefndarinnar, væru lítt þekktir. London, 13. okt. (AP). VIÐ setningu 17. Allsherjarþings SÞ í síðasta mánuði. baðst sir Hugh Foot lausnar frá embætti sínu sem sérstakur fulltrúi Breta í nýlendumálum hjá Sameinuðu þjóðunum. Hefur brezka stjórruin tekið lausnarbeiðnina til greina, og lætur sir Hugh af embætti á mánudag. Ástæðan fyrir lausnarbeiðni sir Hugh Foot er sú, að hann er ekki samþykkur stefnu brezku stjórn- arinnar varðandi mál Suður Rhodesíu. Bretar halda því fram að Suður Rhodesía sé sjálfstjórn arnýlenda, en Allsherjarþing SÞ vill ekki fallast á þá skilgrein- ingu. Segir þingið að hinié inn- fæddu hafi of lítil völd að því ex varðar stjórn landsins. LOKAÁKVÖRÐUN Sir Hugh Foot hefur um nokk- Washington, 13. okt. (NTB). BANDARÍSKA geimrannsókna- stofnunin (NASA) skýrði í dag frá því að einhverntíma á tíma- bilinu 16.—19. þ. m. yrði gerð til- raun til að senda gerfihnött til tunglsins og að láta hnött með mælitækjum lenda á yfirborði tunglsins. Gerfihnöttinn, sem skjóta á til tunglsins, nefna Bandaríkjamenn Ranger V. Tilraun, sem þessa, 'verður að gera á þeim tíma þegar afstaða tunglsins gagnvart Canaveral- höfða er sem hagstæðust, og ef skilyrði verða ekki fyrir hendi ofangreinda daga, verður skot- inu frestað þar til um miðjan næsta mánuð. Bandaríkjamenn gerðu tilraun urt skeið verið ósammála brezku stjórninni í málum Suður Rho- desíu, en lokaákvörðun sína tók hann eftir að Rhodesíustjórn bannaði starfsemi Zam'babwe flokksins þar í landi í síðasta mánuði. Flokkur þessi berst fyr- ir sjálfstæði Suður Rhodesíu, og er leiðtogi hans, Joshua Nkomo, í varðhaldi. Bann þetta var tekið fyrir á fundi Allsherjanþings SÞ á föstudag, og samþykkti þingið með 84 atkv. gegn 2 að skora á Breta að stuðla að því að bann- inu yrði aflétt. Á ÓHEPPILEGUM TÍMA. Brezku blöðin skrifa mikið um lausnarbeiðni sir Hughs í dag, og spá því að hún muni valda Lret- um auknum erfiðleikum í Afríku. The London Times segir að hver maður haf' rétt til að fá lausn Framh. á bls. 23 til þess að skjóta gerfihnettinum Ranger III. til tunglsins í janúar s.l., en tilraunin mistókst og fór hnötturinn framhjá tunglinu I 36.500 km fjarlægð. í apríl gerðu þeir aðra tilraun með hnöttinn Ranger IV., sem lenti á tunglinu með of miklum hraða og sendi hvorki myndir né upplýsingar þaðan. Áætlað er að Ranger V. verði 66—72 klukkustundir á leið til tunglsins. Þegar hnötturinn er í rúmlega 4.000 km. fjarlægð frá tunglinu, fara sjónvarpsvélar, sem í honum eru, af stað og senda myndir til jarðar með 13 sekúndu millibili. í 24 kílómetra hæð verður smáhnetti með mæli tækjum Skotið frá Ranger V. Þessi smáhnöttur er hlaðinn mæli og senditækjum og búinn hemlaeldflaug til að draga úr hraða hans. Á hann að lenda á tunglinu með 240 kílómetra hraða og síðan senda upplýsing- ar þaðan til jarðar. Hún lifir í vöninni New York, 13. okt. (AP). — Ég er ekki lengur ung, ég er alein. Ég yrði afar glöð ef ég fengi að koma heim með son minn“, sagði frú Ruth Redmond við fréttamenn um leið og hún gekk um borð í flugvél á Alþjóðaflugveilin- um í New York í dag. Hún var að leggja af stað til Kína, þar sem hún ætlar að heimsækja Hugh sqn sinn. Hann hefur setið í 11 ár í fangelsi, og á að sitja áfram til æviloka vegna njósna. Aðspurð hvort hún héldi að draumur hennar um að fá aðl taka son sinn með þegar hún kemur heim, svaraði frú Red mond aðeins: Ég er alltaf bjartsýn. I Lausnarbeiðni eykur erfiðleika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.