Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. október 1962 MOKGTlTUtt AÐIÐ 23 Það er þjóðarnauðsyn að byggðin eyðist ekki í sveitum landsins Scnntal við BjÖm Þórarinsson í Kílakoti BJÖRN Þórarinsson, bóndi í Kílakoti, leit inn í skrifstofu Morgunblaðsins í gær, en hann mætir nú á Alþingi í stað Jónas- ar G. Rafnar, sem nú situr á þingi Sameinuðu þjóðanna. — Blaðið ræddi við Björn nokkra stund og fer samtalið hér á eftir. Heyfengur í rýrara lagi — Hvað er helzt að frétta úr þínu byggðarlagi, Björn? — Síðastliðið vor var fremur kalt og gróðri fór seint fram, tún voru víða stórlega kalin og spruttu bæði seint og illa. Þar við bættist að sumarið var bæði kalt og óþurrkasamt, og varð heyfengur bænda í rýrara lagi, og það svo að sums staðar munu bændur þurfa að fækka sauðfé vegna fóðurskorts, en í Norður- Þingeyjarsýslu stunda bændur einkum sauðfjárbúskap. Siátrun sauðfjár hjá sláturhúsi KNÞ á Kópaskeri er að verða lokið og reynast dilkar í rýrara lagi, og í sumum sveitum, t. d. í Keldu- hverfi óvenjulélegir til frálags. Afkoma bænda hlýtur því að verða slæm á þessu ári. öðru máli gegnir um sjávarplássin. Þar er afkoma fólks óvenju góð, sjávarafli mikill og atvinna í landi aldrei verið meiri. Það er staðreynd að ungir sveitamenn, sem farið hafa til verstöðvanna í atvinnuleit í nokkrar vikur eða mánuði, hafa borið eins mikið eða meira úr býtum, en margur bóndinn, sem vinnur að búi sínu allt árið um kring. Aukin mjólkurframleiðsla — Og það er síður en svo hvatning fyrir unga menn að hefja sauðfjárbúskap? — Nei, því fer fjarri, þar sem meiri möguleiki til tekjuöflunar bjóðast við önnur störf. Hins vegar virðist afkoma mjólkur- framleiðenda snöggum betri, enda hafa bændur að minnsta kosti vestan Axarfjarðarheiðar hug á því að fjölga kúm, og yrði þá mjólkin til að byrja með flutt til Mjólkurstöðvarinnar á Húsa- vík. En til þess að svo megi verða verður að endurbætá veg- ina svo að hægt sé að halda þeim opnum allan veturinn, en mikið vantar á að svo sé nú. Stundum lokast vegurinn til Húsavíkur í fyrstu snjóum og ber mest á því á vestanverðu Tjörnesi, en þar liggur vegurinn um nokkur þröng gil, sem eru snjóþung. Lausn rafmagnsmálsins aðkallandi — Hvað er að frétta af raf- magnsmálunum? —• Þótt rafmagn hafi verið víða leitt um sveitir landsins, þá er þar allt ógert í Norður-Þing- eyjarsýslu. Að vísu hafa margir bændur komið sér upp smá- dieselstöðvum, en þær reynast misjafnlega og eru dýrar í rekstri, og eru síður en svo nokkur framtíðarlausn. Mjög er því aðkallandi að leysa raf- magnsþörf héraðsbúa. í athugun mun vera að leiða rafmagn frá stórum dieselstöðvum frá Þórs- höfn og Raufarhöfn um nær- hggjandi sveitir. Þá mun fyrir- hugað að Tjörnesingar fái raf- magn frá Laxárvirkjuhinni á næsta sumri, og virðist það eðli- legt að framlengja þá línu aust- ur eftir Kelduhverfi og jafnvel austur yfir Jökulsá. Nýbýli reist — Hvað um byggingar og aðr ar framkvæmdir? . — Þótt verðlag sé hátt á bygg- ingarvörum og erfitt um allar framkvæmdir, hafa bændur þó ekki kippt að sér hendinni í þeim efnum, t. d. eru nú í smíð- um í Kelduhverfi tvö vönduð þrístæð fjárhús og eitt stórt íbúðarhús. Það má geta þess að í sömu sveit hafa verið reist þrjú ný býli á allra síðustu árum, og síðustu 30—40 árin hafa verið stofnsett 15 nýbýli í Keldu- hverfi, en aðeins tvær afskekkt- ar jarðir farið í eyði. Svipaða sögu mætti segja úr öðrum sveit Björn Þórarinsson. um sýslunnar, en ég hefi ekki tölur handbærar. Félagslíf — Hvað geturðu frætt okkur um félagslífið í þínu byggðar- lagi? Um þessar mundir er fremur dauft yfir félags- og skemmtana- lífi. Veturinn er sá tími sem bezt er fallinn til félagsstarfsemi í sveitum, en þá fer flest ungt fólk að heiman ýmist til náms eða í atvinnuleit. Gerist þá fámennt í sveitinni, fólk hlaðið önnum og lítill tími til félagslegra starfa. Þó eru haldin hjónaböll í flestum sveitum einu sinni á vetri og þá gjarnan boðið kunningjafólki úr næstu sveitum. Eru þessar sam komur oft fjölmennar Og þar glatt á hjalla. Mikill fengur er að þVí, að á sumrin koma oft skemmtikraftar frá Rvík eða ná lægari stöðum og sýna sjónleiki eða halda söngskemmtanir, bæði í Skúlagarði og félagsheimilinu á Þórshöfn og jafnvel víðar. Er það að vonum vel þegið. Þá má geta þess, að árlega halda Sjálfstæð- ismenn héraðsmót í Skúlagarði. Eru þau mót mjög vinsæl og jafn an húsfyllir, enda hefir verið vandað mjög til skemmtiatriða. Sniðgengu ekki bændur. — Þykir það ekki tíðindi að þeir tveir bændur, sem nú sitja á Alþingi fyrir Norðurlandskjör- dæmi eystra, skuli báðir vera Sjálfstæðismenn. Og sýnir það ekki vaxandi fylgi §veitafólks við stefnu Sjálfstæðisflokksins? — Ekkert vil ég fullyrða um það, en hitt liggur í augum uppi, að ekki- hafa fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra sniðgengið bændur, þegar ákvörðun var tekin um lista flokksins við síðustu kosn- ingar. Flýja ekki sveit sína. — Hvað hefurðu svo fleira að segja? — Aðeins þetta: þótt við marg háttaða erfiðleika sé nú að etja í sambandi við sveitabúskap og hann standi höllum fæti saman- borið við aðrar atvinnugreinar, munu ungir menn í minni byggð yfirleitt ekki hafa í hyggju að hverfa að öðrum störfum. Bónda- staðan er að ýmsu leyti heillandi og hraustir ungir menn hafa á- nægju af því að glíma við erfið- leika og sigrast á þeim. Það er þj óðarnauðsyn að byggðin eyðist ekki í sveitum landsins. Þar kom ast menn í nánasta snertingu við móður náttúru Þar eru uppeldis skilyrðin bezt. Þar er börnum og unglingum holt að dvelja og kynnast töfrum landsins og eiga samskipti við falslaus húsdýrin og læra að þekkja fugla loftsins. Það er skylda þjóðarinnar að búa svo að þessum atvinnuvegi að ungir bændasynir finni sig ekki nauðbeygða til að yfirgefa sína heimabyggð heldur sjái sér fært að vinna að uppbyggingu sveit- anna, geti unað glaðir við'sitt og hafi möguleika til að yrkja þá jörð, sem geymir spor feðra þeirra. ÞÓRÓLFUR BECK var meðal farþega með Flugfélaginu í fyrrakvöld. Sveinn Þormóðs- son var við landganginn er Þórólfur haltraði í sínu göngu gipsi niður stigann. Þórólfur meiddist í knattspyrnuleik fyrir rúmri viku og sagði hann Sveini, að mótherjinn sem slysinu olli hefði þrívegis vað- ið að sér og árangurinn varð meiðsli sem Þórólfur mun eiga í 4—6 vikur alls. Þórólfur kaus að dveljast heima meðan hann er ófær til æfinga og keppni. Jón Hannesson —100 ára ártíð— 100 ÁRA ártíð Jóns Hannessonar er í dag. Hann var fæddur á Guð- rúnarstöðum í Vatnsdal 14. okt. 1862, sonur hjónanna Hannesar bónda Þorvarðssonar prests Jóns sonar og Hólmfríðar Jónsdóttur hins stjörnufróða Bjarnasonar bónda í Þórormstungu Steindórs- sonar, en Bjarni í Þórormstungu var bróðir Þorsteins föður Jóns landlæknis. Jón Hannesson var búfræðingur frá Hólum 1885. Hann var kennari skólans 1885— ’86 og 1887—’89, bústjóri var hann og á Hólum 1887—’88, en fluttist heim til átthaga sinna í Vatnsdal. Hann hóf búskap í Forsæludal, þar sem hann hafði alizt upp með foreldrum sínum, og bjó þar í eitt ár 1890—’91. Þá fluttist hann að Þórormstungu og bjó þar, ásamt konu sinni Ástu M f. 12/6. 1864 Bjarnadóttur bónda í Þórorms- tungu Snæbjarnarsonar bónda Snæbjarnarsonar prests í Gríms- tungu Halldórssonar biskups Brynjólfssonar. Kona Snæbjarn- ar Snæbjarnarsonar var Kol- finna Bjarnadóttir systir Jóns hins stjörnufróða. Voru hjónin því þremenningar. Jón og Ásta bjuggu í Þórormstungu 1891— 1907 en fluttust þá að Undirfelli og bjuggu þar 1907—’26 en flutt- ust þá aftur að Þórormstungu og bjuggu þar tiL 1943. Um Jón segir svo í ritinu Hóla- staður: Jón gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hann var einn af stofnend um Kaupfélags Húnvetninga og endurskoðandi þess um mörg ár. Hann var lengi oddviti sveitar- stjórnar. Hann var meðal fremstu manna um nýbreytni ýmsa og framtak í búnaði, varð meðal ann ars víða kunnur fyrir gæði kar- töflutegunda þeirra, er hann hafði valið og ræktað lengi. Hann var kjörinn heiðursfélagi Kaupfélags Húnvetninga, og var einn af þrem ur mönnum er hlotið hafa þann vegsauka". Jón lézt 2 8. júlí 1949 og kona hans 2Vz ári síðar eða 22. jan. 1952. Þau hjón voru bæði vinsæl í sveit sinni og var hlutur hennar þar engu minni, enda var hún góð kona og göfug og svo glæsi- leg að af bar. Á áttræðisafmæli Jóns var stofnaður minningarsjóð ur Þórormstungu hjónanna. Er til þess ætlast að sjóðurinn efli ýmis konar framkvæmdir í sveitinni. Sjóðurinn er nú orðinn kr. 50.000.— og er vonandi að Vatns- dælingum takist að auka hann svo að hann geti orðið í framtíð- inni veruleg lyftistöng í framfara málum hinnar undurfögru sveit- ar. Gamall Vatnsdælingur. — Lausnarbeiðni Framh. af bls 1 frá því embætti, sem gerir hon- um að vinna gegn samvizku sinni. En blaðið segir að lausnar- beiðnin hafi komið á óheppileg- um tíma fyrir brezku stjórnina. Birtist lausnarbeiðnin á sama tíma og brezki íhaldsflokkurinn heldur ársþing sitt, áður en stjórnin hefur myndað stefnu sína varðandi Rhodesíu og Ny- assaland, og á sama tíma sem fulltrúar Zambabwe flokksins í Suður Rhodesíu flytja mál sitt á Allsherjarþinginu Allt þetta sameinist um að beina athyglinni að ákvörðun sir Hughs, sem njóti mikillar virðingar hjá SÞ og sé þekktur fyrir frjálslyndisstefnu sína. Enska knattspyrnan 13. umferð ENSKU deildarkeppn- innar fór fram í gær og urðu árslit þessi: 1. deild: Arsenal — West Ham 1—1 Birmingham — Manchester City 2—2 Burnley — Sheffield U. 5—1 Everton — Aston Villa 1—1 Fulham — Ipswich 1—1 Leichester — Liverpool 3—0 Leyton Orient — Blackpool 0—2 Manchester U. — Blackburn 0—3 SJheffield W. — N. Forest 2—2 W.B.A. — Tottenham 1—2 2. deild: Cardiff — Ludon 1—0 Derby — Leeds 0—0 Grimsby — Rotherham 1—2 Huddersfield — Chelsea 1—0 Middlesbrough — Swansea 2—2 Newcastle — Sunderland 1—l Norwich — Charlton 1—4 Plymouth — Bury 0—0 Portsmouth — Southampton 1—1 Preston — Scunthorpe 3—1 Walsall — Stoke 0—0 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee U. — St. Mirren 1—1 Kilmarnock — Hearts 2—2 Rangers — Airdrie 5—2 í fyrsta skipti í mörg ár voru flest- ir áhorfendur að leik í II. deild á laugardegi. 62 þús. áhorfendur sáu leikinn milli Newoastle og Sunder- land.---Bobby Charlton lék með Manchester United í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili. — Hudders- field er nú eina liðið, sem ekki hefur tapað leik. Ánægjuleg ferð með „Útsýn“ Vegna blaðaskrifa í Morgun- blaðinu 6. þ.m. um óánægju ferða langa með ónafngreindri ferða- skrifstofu, viljum við undirrit- uð leggja áherzlu á að misjöfn virðist vera fyrirgreiðsla þeirra- aðilja er reka ferðaþjónustu. í september s.l. fórum við í 26 manna 'hóp, allt íslendrngar, á vegum ferðaskrifstofunnar „Út- sýn“ til Spánar. Öll fyrirgreiðslá, hótel, matur og annað var með átgætum, getum víð því fært „Útsýn“ þakkir fyrir vel heppn- aða og ánægjulega ferð. Borgarnesi 7. ökt. 1962. Sesselja Fjeldsted V. Sigurður Guðbrandsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.