Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 1962 Þriðja tunglskot Banda- ríkjamanna á árinu BANDAHÍSKA geimrannsókna- stofnunín hefur í hyggju að senda gervihnött til tunglsins í þessari viku. Nefnist hann „Kang er V“ og kann að verða skotið á loft í 'dag, ef aðstæður leyfa. Verði að fresta skotinu, mun til- raunin sennilega fara fram ein- hvern næstu daga. Að öðrum kosti verður að bíða fram í miðj an næsta mánuð, þar eð frá nk. föstudégi og fram til þess tíma, verður afstaða jarðar til tungls- ins óheppileg til slíkrar tilraun- ar. Tilgangurinn með sendingu „Ranger V“ til tunglsins, er fyrst og fremst sá, að ná sjón- kjarnorku- vopn á íslandi , í UPPHAFI fundar neðri deildar í gser bar Einar Ol- geirsson (K) fram fyrirspurn bil ríkisstjóirnarinnar varðandi þæir upplýsingar í Morgun- blaðinu, að varnarliðið hefði fengið nýjar þotur, er flutt geti kjarnorkusprengjur, en hins vegar lýsti Alþýðublaðið því yfir, að hér séu ekki og hafi ekki verið nein kjarn- onkuvopn. Á EFTIR TÍMANUM. Guðmundur f. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, kvað það hafa verið orðið Ijóst, að flugvélar varnarliðsins hefðu verið orðnar úreltar og nokkuð á eftir tímanum, þess vegna hefði ekki verið um annað að ræða en leysa þær af hólmi með hinum nýju vélum. En þær kvað ráðherrann geta bor ið oig hagnýtt kjarnorkuvopn. Hins vegar væri það skýrt tekið fram samkvæmt sam- komwlagi íslands og Banda- ríkjanna enda segi svo í regl- um Atlantshafsbandalagsins, að hér megi ekki vera kjarn- orkuvopn, nema ísland leiti eftir því eða samþykki það. En engin slík ósk hafi komið fram um það, að hér verði kj amorkuvopn. varpsmyndum af tunglinu. Þau tæki, sem bezt eru til nú í stjörnurannsóknastöðvum, leyfðu ekki að teknar séu mynd- ir af smærri hlutum tunglsins, en þeim, sem eru um 800 m í þvermál. Tæki þau, sem send verða með gervihnettinum nú, geta hins vegar sent til jarðar myndir af einstökum hlutum tunglsins, sem ekki eru nema 3.6 m í þvermál. Við geimskotið verður notuð Atlas-Agena eldflaug, og mun hún bera „Ranger V“, gervi- hnöttinn er vegur um 340 kg. Fjarlægðin, þ. e. leið sú, sem eldflaugin verður að fara, er um 368.000 km., og alls mun ferðin taka 66—72 klukkustundir. Er gervihnötturinn er um 4000 km. frá tunglinu taka sjónvarps- vélar að senda myndir til jarðar. Er nær kemur, losnar hluti gervihnattarins frá, og er það sérstakt hykli, um 40 kg. þungt, sem útbúið er hemlaeldflaugum og lenda á tunglinu. í því eru margvísleg tæki, er senda munu upplýsingar til jarðar í um mán- 'aðartíma. Sjálfur gervihnöttur- inn mun hins vegar hrapa niður á tunglið og eyðileggjast, enda er hlutverki hans lokið, er hann Barnett sektaður Washington, 15. okt. — (NTB) BANDARÍSKA dómsmála- ráðuneytið fór þess á leit við hæstarétt New Orleans, að hann dæmi Ross Barnett, fylkisstjóra í Mississippi, í 100 þús. dollara (4,3 millj. ísl. króna) sekt, fyrir að fram- fylgfja ekki kröfum réttarins varðandi innritun blökku- mannsins James Meredits í háskólann í Oxford í Missis- sippi. — Þó að Barnett hafi framfylgt kröfunum að nokkru leyti, er hann veiti leyfi til að innrita Meredith í skólann, þá lét hann hjá líða að gefa lögreglu fylkis- ins fyrirskipun um að halda uppi lögum og reglu. f/"NAIShnitor 1SV SOhnútar X Snjókoma 9 ÚSi 7 Skúrir K Þrumur W/Z, KuUoM Hittskit H Hml L Lmu 1 u, IS/ r ^1 TT-Z UM hádegi í gær var lægð yfir sunnanverðu Grænlands- hafi og regnsvæði yfir vestan- verðu íslandi, eins og Jcortið ber með sér. Hins vegar var háþrýstisvæði um Bretlands- eyjar og Mið-Evrópu. Hiti var 8—10 st. hér á landi, en það er mjög hlýtt eftir árstíma, því að meðallagshiti október- mánaðar í Reykjavík er að- eins 4°.3 C. Á hinn bóginn er nú 10—20 st. frost dag hvern á NA-Grænlandi. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða og miðin: Sunnan kaldi eða stinn ingskaldi, rigning með köfl- um. Norðurland og miðin: Sunn an kaldi eða stinningskaldi, skúrir vestan til. NA-land, Austfirðir og mið in: SV gola, skýjað. SA-land og miðin: Sunnan kaldi, rigning og þokuloft. hefur sent sjónvarpsmyndirnar til jarðar. Heppnist tilraunin, munu fást beztu myndir, er fram til þessa hafa verið teknar af fylgihnetti okkar. Þessi tilraun Bandaríkjamanna til að senda gervihnött til tungls- ins, er þriðja á þessu ári. Tvær fyrri tilraunir hafa ekki heppn- ast nema að nokkru leyti. Síðari hluta janúarmánaðar var „Ranger 111“ sendur til tunglsins, en hann fór framhjá því í um 36580 km. fjarlægð. Fór hnötturinn síðan á braut um hverfis sólu. Ekki fengust þær upplýsingar, sem vænzt hafði verið. Svipað fór um síðari tilraun- ina, er framkvæmd var í apríl, en sá gervihnöttur, „Ranger IV“, hrapaði niður á tunglið og eyði- lagðist. Lífláts- dómur fyrir fjárdrátt Blegrad 15. okt. (NTB) BLAÐ búlgarska verkalýðs- félagsins skýrði frá því í dag, að margir menn hefðu verið dæmdir til þungrar hegning- ar og jafnvel til dauða fyrir fjárdrátt og þjófnað. Segir blaðið að maður einn Dimitrov að nafni hafi verið dæmdur til dauða fyrir að^ hafa dregið ser allhaa pen- ingaupphæð. Aðrir fengu allt að 1Z ára fangelsi fyrir um- fangsminni fjárdrátt. Blaðið segir, að enn séu menn I Búlgaríu, sem líti eign ir hins opinbera girndarauga, en slíkt megi ekki viðgang- ast. Þjófarnir tóku til fótanna ÞRÍR menn gerðu tilraun til inn brots í heildsölufyrirtækið G. Þorsteinsson & Johnson í Grjóta- götu sl. laugardagskvöld. Þjófarn ir urðu varir við að til þeirra sást og tóku þeir því til fótanna. Einnig var brotizt inn í íbúðar- hús við Hverfisgötu og stolið þaðan tveim vínflöskum. Leit var gerð að peningúm, en þjóf- arnir fundu ekkert. Ann Schein leikur í kvöld ANN SCHEIN píanóleikari kom hingað í gær frá Bandaríkj- unum. Hún heldur tónleika í Austurbæjarbíói í kvöld og ann- að kvöld fyrir styrktar- Eldur í miðbænum SLÖKKVILIÐIÐ var í gær kvatt að Templarasundi 3. Þar er verzlun í timburhúsi. Kona, sem átti leið þarna um tók eftir því, að eldur var í pappakassa inni í verzluninni. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang höfðu vegfarendur hent kassanum út og slökkt í honum. Þarna mátti litlu muna að ekki brytist út stórbruni, því þarna eru öll hús gömul og úr timbri. Athugasemd frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna AÐ gefnu tilefni vill Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna taka það fram, að þar sem talað er um 220 þús. tunnur af síld í frétta- tilkynningu, sem birtist í dag- blöðunum um helgina, er að sjálf sögðu átt við 220 þús. tunnur af óverkaðri síld upp úr sjó og er þá miðað við að 100 kg. af síld fari í tunnu, það er 10 tunnur í tonnið. Þegar miðað er við flakafrystingu er áætlað að um 2000 kg. af óverkaðri síld fari í að framleiða 1 tonn af síld arflökum. — Frétt frá S. H. félaga Tónlistarfélagsins. — A efnisskránni eru: Sónata op. 81A eftir Beethoven. Wanderer- fantasían eftir Schubert, Sónata eftir Bartók og verk eftir Chop- in. Frá því rar sagt hér í blað- inu að Fanasía Schuberts hefði ekki verið leikin hér opinber- lega, síðan Rudolf Serkin lék hana árið 1946, en þetta er ekki rétt, því að Rögnvaldur SigUr- jónsson lék hana fyrir þrem ár- Hvolfdi á Kefla- víkurveginum TILKYNNT var til Hafnarfjarð- arlögreglunnar um kl. 2,25 að- fararnótt sunnudags, að bifréið væri á hvolfi á Keflavíkurveg- inum á móts við Hvassahraun. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar bifreiðin Ö-771 á hvolfi, en ökumaðurinn hvergi finnan- legur. Ekki sáust þó vegsum- merki, sem bentu til þess að menn hefðu slasazt. Bifreiðin, sem er nýleg a£ Ford-gerð, var töluvert skemmd. ÞAÐ bar til tíðinda eftir knattspyrnuleikinn milli) Akureyrar og KR á Mela vellinum sl. laugardag, að menn gerðust allheitir í skapi. Til handalögmála kom milli vallargesta, sem voru ekki á eitt sáttir um úrslit leiksins. Endaði málið með því, að kalla þurfti á lögreglu (il að skakka leikinn. Annar mað- urinn er þekktur Reykvík- ingur en hinn mua vera að norðan. Það hefur ekkl gerzt í ■ mörg ár, að til handalögmála hafi dregið á íþróttavellinum vegna úrslita í knattspyrnu- leik. . YmZ * ■ ■ • -vr.veX-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.