Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 1962 Landið okkar ÞAÐ VAB íyrir hádegi dag einn í byrjun september sl. sem við lögðum af stað frá Blönduósi og ferðinni var heit ið til Skagastrandar, kauptúns ins á veturströnd Skagans, er skilur milli Húnaflóa og Skaga fjarðar. Kauptúnið er ýmist kallað Skagaströnd eftir strandlengjunni, sem það stendur á eða Höfðakaupstað ur eftir Höfðanum, norðan við byggðina. Þarna voru upp- haflega tvö kauptún Höfða- kaupstaður og Hólanes, sem nú hafa verið sameinuð. Við fengum fremur leiðin- legt ferðaveður það var rign ingarsuddi og þoka í miðjar hlíðar. I>ó leiðin sé ekki löng var hætt að rigna þegar við komum til Skagastrandar. Við ókum niður að höfninni og á leiðinni sáum við nokkur í- búðarhús í smíðum. Fannst okkur það benda til þess, að Skagaströnd vaeri vaxandi bær. Eininig sáum við stórhýsi sem verið var að steypa. Vakti það forvitni :kar og síðan fregnuðum við, að þarna er félagsheimili að rísa. Guðmundur Lárusson byggingameistari Er við komum niður að höfn inni sáum við að mest var um að vera við frystihús Kaup- félags Skagstrendinga. Um morguninn hafði bátur landað ufsa á Skagaströnd og var nú verið að verka hann og pakka Veðrið var nú óðum að batna Hér skortir alltaf hráefni Sagði Þorfinnur Bjarnason oddviti a Skagastrond Skagaströnd vLjósm: Þórður Jónsson) alltaf sást meira og meira af fjöllum og skýin voru á und amhaldi. Eftir hádegi fórum við í smákynnisferð um kauptúnið. Sólir. skein nú á Skagaströnd og tindar allra fjallanna nema Spákonufells voru nú komn ir í ljós. L.' 5 ský lónaði enn yfir Spákonufellsborginni. Við gengum upp höfðann og það- an höfðum við gott útsýni yf- ir Skagaströnd. í norðri grillti í Kálfshamarsvíkurvita og í vestri blöstu fjöll Stranda- sýslu við. Þegar niður af Höfðanum kom, gengum við á fund odd vita Höfðahrepps, Þorfinns Bjarnasonar og spurðum hann frétta úr byggðarlaginu. Þorfinnúr sagði okkur, að atvinna hefði verið næg á Skagaströnd í sumar, en alltaf væri skortur á hráefni fyrir síldarverksmiðjuna og frysti húsin, sem væru tvö: Frysti- hús kaupfélagsins og Hóla- ness h.f. Lítil sem engin síld hefði komið á land á Skaga- strönd .al. 16 ár. Þorfinnur sagðif^ að það sem þyrfti til að tryggja atvinnuna á staðn um væri einhver iðnaður í sambandi við sjávarútveginn t.d. niðurlagningarverksmiðja Annarskonar iðnaður kæmi vart til greina, því að Skag- strendingar vl’ iu helzt vinna við j-iskinn, þegQr hann bær- Þorfinnur Bjarnason, oddviti H öfðahrepps. ist á land. Frystihúsin á staðn um sagði Þorfinnur að væri orðin og gömul og vinnuhag- ræðing væri ekki nægileg. 7 bátar 12—75 tonna reru frá Skagaströnd og væru þeir gerðir út af ýmsum aðilum á staðnum. Venjulega væri fengsælt á haustvertíðinni og næg atvinna fram eftir vetri, en upp .úr áramótum kæmi afturkippur í atvinnulífið. Sl. vetur fóru stærstu bátarnir suður á vetrarvertíð og gera það sennilega aftur í vetur. í sumar stunduðu tveir bátar frá Skagaströnd síldveiðar og öfluðu sæmilega. Félagsheimilið, sem nú er að rísa á Skagaströnd. Spákonufellsborg í bal.sýn. Við spurðum Þorfinn um landbúnað í kauptúninu og sagði hann, að búskapur væri aðeins ígripavinna þeirra sem hana stunduðu. Um 90 fjölskyldur hefðu smánytjar af sauðfé og ættu íbúar kaup túnsins um 2500 fjár. 40 kýr væru á fóðrum í þorpinu, en margir keyptu mjólk frá nær liggjandi sveitabæjum. Þorfinnur sagði, að um þess ar mundir væri talsverð bygg ingarvinna á Skagaströnd. í smíðum væru sjö íbúðarhús og félagsheimili. Nýtt skóla- hús var byggt árið 1958 og sagði Þorfinnuir að sl. vetur hefðu um 160 böm og ungl- ingar stundað nám við skól- ann. Starfaði hann í níu bekkj ardeildum frá 7 ára bekk til landsprófsdeildar, en hún var starfrækt í fyrsta skipti sl. vetur. Þorfinnur sagði, að nú lægi fyrir að koma betra lagi á vatnsveituna en verið hefði en notazt væri að nolkkru leyti við yfirborðsvatn. Borað hefur verið fyrir vatni á ein um stað og er nú í athugun að bora á fleiri stöðum. Þorfinnur sagði okkur að lok um, að hafnarframkvæmdir hefðu verið nokkrar í sumar og ákváðum við að ræða nán ar um þær við formann hafn arnefndar. Kvöddum við Þor- finn og þökkuðum honum fyr ir upplýsingarnar. Frá skrif- stofu Þorfinns héldum við nið ur höfninni og á leiðinni komum við í verzlun Kaup- félags Skagstrendinga, sem er stærsta verzlun staðarins. Að alverzlunarhúsið er milli v"fð ans og hafnarinnar en einnig hefur kauptúnið útibú á Hóla nesi. Frystihús er rekið á veg um kaupfélagsins eins og áð ur er drepið á. Við lituðumst um í verzlun kaupfélagsins, sem er á tveimur hæðum. Að því loknu var haldið áfram niður að höfn. ★ Á viðgerðarverkstæði síldar verksmiðjunnar hittum við Ásmund Magnússon verk- stóra, formann hafnarnefnd- ar, og spurðum hann um hafn arframkvæmdirnar. — í sumar hefur verið starf að við grjótvinnslu til upp- fyllingar fyrir utan hafnar- garðinn og verður því haldið áfram ' am eftir september. 12 menn hafa unnið að þess um framkvæmdum og hafa þær kostað % milljón króna, en 750 þús. hefur þurft að vera fyrir hendi sagði Ásmund ur. — Á sl. ári var lokið við rFamhald á bls. 15. Asmundur Magnússon verksmiðjustjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.