Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 17
Þríðjudagur 16. október 1962 MORCTJISBLAÐIÐ 17 — Jón Kjartansson Framhald af bls. 13. Þetta allt gjörþekkti sýslu- maðurinn og alþi..„: ..-r.aðurinn, Jón Kjartansson. Með festu og prúðmannlegri rökfærslu auðn- aðist honum að vinna áhugamál- um sínum fylgi og þoka þeim fram á leið. Á fáum árum gjörbreyttust samgöngumál Vestur-Skaftfell- inga til hins betra. Brýr voru byggðar, nýir vagir lagðir og hinir eldri endurbættir að miklum mun. Sjúkraflugvell- ir voru merktir og lagfærðir og athuganir gerðar ú möguleikum til hafnarframkvæmda við Dyr- fhólaey. Engum, sem til þekkir blandast hugur um það, að Jón Kjartansson vann mikið afrek í samgöngumálum Vestur- Skaft fellinga. í>að viðurkenna allir, andstæðingar jafnt sem sam- herjar. Jón Kjartansson var hógvær maður og prúður. Þótt hann stæði í eldi stjórnmálabaráttunn ar, herti hann aldrei vopn t'i í eitri. Málflutningur hans var drengilegur og laus við rsetni og hefnigirni. Hann kunni vel að bíða ósigur og sá honum eng in bregða, þótt orustan tapaðist. Sigrinum tók hann með sömu Iháttprýðinni og hógværðinni, sem einkenndi allt dagfar hans. Sem yfirvald var Jór. Kjartans son vinsæll og virtur, alls staðar velkominn og allir velkomnir á heirr.ili hans. Hann gerði sér ekki mannamun, en var við alla jafn, æðri sem lægri. í dag drjúpir Skaftárþing höfði og syrgir góðan og trúan son. • Jón Kjartansson gleymdi ekki uppruna sínum, þrátt fyrir ára- tuga burtveru og störf í fjarlægð, en kom aftur heim til þess að vinna ættarbyg_ð sinni, og skil aði h .nni að lokum miklum og verðmættum arfi. Góður maður er genginn — Merku lífsstarfi ’ kið. — „Alfaðir ræður". „Ef endistu að plægja, þú akur land færð, ef uppgefstu nafn- lausa gröf“. Jón Kjartansson, sýslumaður, hlýtur ekki nafnlausa gröf. Hann plægði þá jörð, sem hon um var trúað fyrir, vel og drengi lega, til síðustu stundar. Verk hans eru honum góður og verðugur minnisvarði. Starfi jóns Kjartanssonar lauk þá fyrst, er kraftarnir voru gjör samlega þrotnir og lífssól hans gengin til viðar. Skaftárþing allt var hans akurland. Ragnar Jónsson. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. Alþjóðadómstóllinn hefur úr- skurðað að öllum aðildarríkjum SÞ beri að taka þátt í kostnaði vegna aðgerðanna í Kongó og gæzluliðsins fyrir botni Miðjarð- arhafs. ★ f tilefni af degi SÞ 24. októ- ber hafa samtökin gefið út landakort ætlað skólum. Sam- kvæmt því eru stærstu aðildar- ríkin: Sovétríkin 22.4 millj. fer- kílómetra, Kanada 9,9, Kína 9,5, Bandaríkin 9,3, Brasilía 8,5 og Ástralía 7,7 milljónir ferkíló- metra. Danmörk, Noregur og Svíþjóð leggja einna mest af mörkum til tæknihjálpar EÞ Á yfirstandandi ári er það olíuríkið Kuwait sem leggur mest af mörkum til tæknihjálp- ar SÞ miðað við fólksfjölda, en áður var Danmörk í efsta sæti. íbúar Kuwait eru 200.000 og þeir hafa hækkað framlag sitt úr 50.000 í 125.000 dollara. Skýrsla um framlög til tæknihjálpar SÞ 1962 hefur nýiega verið birt, er miðað við framlag í sentum á hvern íbúa: XVUWcIH Danmörk . . OO.U .. 37,9 Noregur .. 21,5 Svíþjóð .. 20,1 Sviss .. 15,2 Holland .. 13,0 Kanada .. 12,0 Nýja-Sjáland . .. 11,8 Bandaríkin ... .. 10,8 Ástralía 7,3 Bretland .. 5,7 Venezúela .. 5,2 Framlag Danmerkur nemur alls 1,7 milljónum dollara, Sví- þjóðar 1,5 og Noregs 700.000 doll urum. Finnland gefur 100.000 dollara og Island 4000. Hæstu framlögin eru frá Bandaríkjun- um, 18,9 milljónir dollara, Bret- landi 3, Sambandslýðveldinu Þýzkalandi 2,6, Kanada 2,1 og Sovétríkjunum 2 milljónir doll- ara. — SKIPAUTGCR0 RIKISINS Ms. ESJA fer austur um land í hringferð 20. þ. m. Vörumóttaka í dag og morgun til Fáskrúðsfjarðar, • Reyðarfjarðar, Eskifjarðar Norð fjaðar, Seyðisfjarðar, Raufar hafnar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á föstudag. M.s. HERJÖLFUR fer til Vestmannaeyja og H rna- fjarðar 17. þ. m. Vörumóttaka til Hornafjarðar í dag. Farseðlar seldir á miðvikudag. Nýjar sendingar SAMKVÆMISSKOR gullleður - silki (30 litir) - lakk - rúskinn - brocade * J AEGER PEYSUR -K J AEGER PILS -K. JAEGER KJÓLAR -K ENSKAR KAPUR * HOLLENZKAR KÁPUR -x MARKAÐURINN Laugaveg 89 Allt ó samo stað CHAMPIOÍII KAAFTKERTIN fáanleg í alla bíla. Það er sama hvaða tegund bifreiðar þér eigið, það borgar sig að nota það bezta — CHAMPION — KRAFTKERTIN # Skiptið reglulega um kerti. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118. — Sími 22240. Yður til ónægju ^ ............. n MI JUCGD. ~ svó fallegt §1 svo endingargott svo hreinlegt 'ÉÉÍ 'SVG Þæ9ile9‘ Leitið upplýsinga hjá G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — Sími 24250. Karlmenn og kvenfólk óskast strax til starfa í frystihúsi voru. Hraðfrýstihúsið FROST H.F. Hafnarfirði — Simi 50165. Vantar íbúð strax Komin heim frá Ameríku og vantar 4—6 herb, íbúð strax eða fyrir 20. nóvember. Upplýsingar í síma 16762 eða 35626 í kvöld. Sigurður Jónsson. . JOHNSON & KAABER V i t a mi n kjötkrcftur SÆTÚNI 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.