Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 1
7T 24 siður maMtitoifo 49. árgangur 231. tbL — Miðvikudagur 17. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vopnahíé samið í Norður-Katanga Elisábethville, Sam. þjóðunum, 16. okt. — (NTB-AP) — í D A G var undirritaður í Elisabethville vopnahlés- samningur milli Katanga og Kongóstjórnar. Frá aðalstöðv um Sameinuðu þjóðanna berast þær fregnir, að þar riki almenn ánægja yfir þessu skrefi, sem stigið hef- ur verið í áttina til samein- ingar Kongó, en þó er óttazt að samkomulag um samein- íngu landsins náist ekki á næstunni. • Vopnahléssamningurinn var undirritaður kl. 12 á hádegi í dag eftir staðartíma, ai fulltrú- um Sameinuðu þjóðanna, Kohgó stjórnar og Katangastjórnar. — Gekk hann samstundis í gildi og áttu herlið Kongóstjórnar og Katangastjórnar, sem eldað hafa grátt silfur í Norður-ÍCat- anga að undanförnu, þegar að leggja niður vopn. í samningn- Byrgi tíl varnar í kjornorku- styrjöld Bern 16. okt. (NTB). SVISSNESKA stjórnin skýrði frá því í dag, að gerð hefði verið áætlun um að byggja byrgi til varnar íbúum landsins í kjarn- ©rkustyrjöld. Verða byggð byrgi, sem rúma alla íbúa landsins, 4 milljónir manna Er áætlað að þessum framkvæmdum ljúki á 12 árum og á að byggja byrgi fyr ir 200 þús. manns árlega. Mun kosnaður nema cinum og hálfum milljarði ísl. krónei á áxi. Nú eru í Sviss byrgi fyrir V/a milljón manna. um var einnig kveðið svo á að allir liðsflutningar í Norður- Katanga hefur verið sameinaður her Kongóstjórnar. Allir vegar- tálmar í Norður-Katanga verða rifnir og báðir aðilar eiga að senda heim fanga þá, sem þeir hafa tekíð. Allar matarbirgðir, lyf og annað, sem hermönnum verður sent, verður undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna. Eftir- litsnefndum, sem eiga að sjá um að vopnahléssamningurinn verði haldinn, verður komið á fót. — í nefndunum verða fulltrúar SÞ, Kongó og Katanga. •**r**^"»<' imr»»^^n»i«»<w x^»w%j-»v Búinn að gefa upp alla von, en skipaði skipstjór- anum að fara burt Æfintýraleg bjÖrgun úr brimgarð- inum — rætt v/ð skipsbrotsmenn FRÉTTAMABUR Mbl. hitti í gær að mál Hlöðver Helga- son og Unnsteinn Jónsson, skipbrotsmennina tvo, sem með naumindum björguðust úr brimgarðinum við Selvog. Voru þeir þá nýkomnir heim til Hlöðvers, og farnir að ná sér töluyert. Unnsteinn var þó enn haltur eftir gönguna til Þorlákshafnar kvöldið áð- ur, og bundið var um meiðsli á höfði, sem hann hlaut við að berjast utan í klettana. Frásögn þeirra félaga, sem hér fer á eftir, segir það eitt, að björgun þeirra úr háskan- um hlýtur að teljast með meiri kraftaverkum, sem gerzt hafa við strendur ís- lands, og er þá nokkuð sagt. Sjá ennfremur frétt á bls. 24. — Við vorum ucm það bil háMa mílru frá landd þegar við álkváðuim að fara í gúmimí bátinn, sagði Hlöðver skip- skipstjóri. — Vindur var þá orðinn lítiil eii haugabrim við ströndina. Við vildum reyna að komast í ltand í björtu, og vissuim að skipið miundi slita akkerisfestarnar í briminu, endia varð sú raunin á rétt á eftir að við lögðum frá því. Óttuðust að verða á milli skips og lands. — Eftir að við vorum koimn ir í gúirimiíbátinn og skipið hafðd slitnað upp, rak okkur sitt á hvað. Vorum við stund- um fyrir innan skipið en stundum fyrir utan og vor- um um tíma hræddir um að við mynduim lenda á mildi skipsins og klettanna. Loks fleyigði brot okfcur frá en skipið hélt áfram upp í klett- ana. — Enigar árar voru í gúmimí bátnum, sagði Hlöðver, — en þær þyrftu nauðsyntega að vera þar því að ailtaf er hægt að ráðia ferð sinni eittihvað. — Við horfðum á skipið reka upp í klettana un eða upp úr klukkan sex. Svarta þoka var yfir, svo dimm að við sá'Umi ekki Selvogsvitann, sem þarna er þó ekki langt undan. Köstuðust úr gúmmibátnum. — Um kluikkan hálf átta. lentum við uppi undir klett- unum. Riðu þá mörg brot yfir bátinn, og ég fór út í fyrsta brotinu. ViíS hölduim að þá hafi Valgeir Kka tekið út, en ekki vitum við það mieð vissu. Ég varð aldrei var Þannig lá mb. Helgi Hjálm- arsson mölbrotinn í fjörunni við Selvoginn síðdegis í gær. Báturinn var heill er leitar- menn sáu hann í fyrrinótt en brimið um nóttina braut hann í spón. (Ljósm. Magnús Bjarnason). við hann eftir að ég var kom inn út úr bátnum, sagði HJöð ver. — Á þriðja broti fór ég upp í klettana og veiktist þar ' til og frá, hélt hann áfram. — Éig nóði loks í nibbu neðar- lega í klettunuim, gat vegið mig upp og klifið síðan 4—5 metra hátt þverhnýpt bjarg. Kallaði en fékk ekki svar. Váteur nú sögunni til Unn- steins, sem var einn orðinn eftir í gúmmíbátnum, og seg- ir hann svo frá: — Ég mun sennilega ekki hafa losnað úr bátnum fyrr en um það leyti að skipstjór- inn komst upp. Ég sá ekki þegar þeir fóru út vegna þess að í þeim svifum steyptist bát urinn yfir sig nvarga hringi í briimrótinu og engin leið var að fylgjast með neinu. Báturinn hafnaði loks á hvolfi og kallaði ég þá að við skyld- um reyna að snúa honum við með því að fara allir út í hliðina, en þá svaraði mér enginn. Sá ég þá að félagar mínir voru báðir horfnir. Framh. á bls. 3 »"»ww»»iw^«ww^i^^^^w^iim* nwnniwnni iici^iiiwi w»>^n wmmtmti 1 < íen Bella fagnað á Kúbu Havana, 16. okt. (NTB). BEN Bella forsætisráðherra Alsír kom til Kúbu í dag. Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu tók á móti honum á flugvellinum í Havana. Sagði hann m. a. i ræðu, sem hann hélt á flugvellinum, að nú væri það Alsírbúar, sem yrðu að vera vel á verði, nú þegar Bandarískir heimsvalda- sinnar hótuðu innrás á Kúbn. Mikill mannfjöldi fagnaði Ben Bella og frá því að Yuri Gagarin gehnfari Sovétríkjanna tók þátt í 1. mai hátiðahöldunum á Kúbu frl. ár, hefur ekki verið eins mikið um að vera í Havana og í dag. Ben Bella kom til Kúbu, með flugvél, sem send var þaðan til New York til þess að sækja hann. Forseti Kúbu Osvaldo Dorticos var á flugvellinum til að taka á móti honum ásamt Castro. Castro flutti stutt ávarp og Ben Bella svaraði á spænsku. Hann sagðist vera hrifinn af hin um athyglisverða framgangi bylt ingarinnar á Kúbu og lagði áherzlu á að vinátta hefði allt ríkt milli Alsír og Kúbu. Hann sagði, að það gleddi sig mjög að vera staddur á Kúbu og minnti viðstadda á það, að þjóðfrelsis- hreyfingin í Alsír hefði aðeins veitt einum manni heiðursmerki úr gulli og sá maður væri Fidel Castro. Alsír stendur með Kúbu og mun gera það í framtíðinni, sagði Ben Bella. Sagan hefur lát- ið þjóðirnar mætast á leiðinni til frelsis. Frá flugvellinum ók Ben Bella í opinni bifreið ásamt Castro og Dorticos. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á götum þeim er þeir óku um og frí var gefið á vinnustöðum til þess að sem flestir gætu fagnað Ben Bella. öll blöð á Kúbu birtu myndir af Ben Bella og kvöttu fólk til að veita honum góðar viðtökur. Tilraun með háLofta- sprengju mistókst Honolulu 16. okóber (AP). í MORGUN ætluðu Bandaríkja- menn að sprengja kjarnorku- sprengju í háloftunum yfir til- raunasvæðinu við Johnstoneyju á Kyrrahafi. Tilraunin mistókst og sprengjan og eldflaugin, sem flutti hana voru eyðilagðar skömmu eftir að eldflauginni var skotið á loft. Engin spreng ing varð og eldflaugarpartarnir féllu í hafið og hlutust engin slys af þeim. Þetta er fimmta tilraunin, sem Bandaríkjamenn gera til að sprengja kjarnorkusprengju í í háloftunum yfir Johnstoneyju, en aðeins ein þeirna hefur heppn azt. Eldflaugin, sem var af gerð'- inni Thor, átti að flytja sprengj- una í um 66 km. hæð, en þar átti hún að springa. Sex mín- útum eftir að eldflauginni var skotið upp, eyðilagði einn af yfirmönnum tilraunastöðvarinn- ar hana, vegna galla, sem í ijós höfðu komið. Hefur ekki verið skýrt frá hverjir þeir voru. Um þriggja mánaða hlé hefur verið á tilraunum Bandaríkiaimanna. með háloftasprengjur yfir John- stoneyju vegna þess að eld- flaugastöðin á eyjunni skemimd- ist töluvert 25. júlí s.l., en þá var eldflaug eyðiiögð er hún tókst á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.