Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORGL /V BLAÐIÐ Miðvikudagur 17. október 1962- Eriendar fréttir í stuttu máli • Asakar STÓRVELiDIN. New York 16. okt. (NTB). Utanríkisráðherra Nígeríu, Jaja Wachuku, sem situr tundi allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, bar í gær fram ásakanir á hendur stórveld- unum um að þau gerðu sitt ítrasta til að hindra það, að Berlínarmálið yrði rætt á alls herjarþinginu. Enn fremur sagðist Wachuku telja, að lítill áhugi ríkti á því að komast að samkomulagi á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf. • SKOTIN NIÐTJR. Saigon 16. okt. (NTB) Skæruliðar kommúnista skutu niður bandaríska her- flugvél af gerðinni t-28 um 430 km norðaustur af Saigon í dag. Flugmaðurinn komst ' lífs af. • BANDARÍKIN HÓTMÆLA. Washington 16. okt. (NTB). Bandarískur ríkiaborgari Robert Ray Budwayher, hefur verið handtekinn í Tékkósló- vakíu, sakaður um njósnir. — Bandaríkin hafa mótmælt handtöku mannsins harðlega við stjórn Tékkóslóvakíu. • FAGNAD A KÝPUR. Nikosia 16. okt. (AP) ÍRENA Grikklandsprinsessa hefur verið á ferðalagi um Kýpur undanfarna viku og hef ur henni verið ákaft fagnað. Þegar prinsessan hélt heim- leiðis í dag, var mikill mann- fjöldi saman kominn á flug- vellinum. Fagnaði hann prins- essunni svo ákaft, að brottför hennar tafðist um klukku- stund vegna fagnaðarláta. Sagt upp Akranesi r a Á fundi í Verkalýðisféilagi Akraness síðastliðinn laugardag var samþykkt irneð ölluan greidd um atkvæðum að segja upp samningiuim um kaup og kjör fró 16. nóvember n.k. — Ocklur. Flugsýn fær nýja tveggja hreyfla vél FLUGSÝN, félagið, Norseman-flugvélina sem missti norður á Olafur IMoregskonungur heimsækir Skotland t Edinburgh, 16. ókt. — (NTB) ÓLAFUR Noregskonungur kom í dag í opinbera heim- sókn til Skotlands og er það í fyrsta skipti um aldaraðir, að erlcndur þjóðhöfðingi heimsækir landið. Ólafur konunngur kom til hafnar í Leith á konungsskipinu „Norge“, en þar beið hans og fylgdarliðs hans sérstök járn- brautarlest, sem flutti gestina til Edinborgar til móts við Elísa- betu II Englandsdrottningu, Filippus prins, Elísabetu ekkju- drottningu, Margréti prinsessu og aðra meðlimi brezku kon- ungsfj ölskyldunnar. Eftir að drottningin og kon- ungsfjölskyldan hafði heilsað ólafi konungi, var ekið til Holy- rood kastala, en þar mun Ólaf- ur konungur búa á meðan hann dvelst í Skotlandi. Skrum kommúnista í húsnæöismálastjdrn ÞJÓÐVII.JINN birtir í gær á baksíðu alilangan pistil, sem er glöggur vottur þess ábyrgð arleysis, sem kommúnistar sýna í húsnæðismálunum, svo mikilvæg sem þau eru. En þar er því lýst, hvemig þeir bera hrein yfirboð fyrir sig í húsnæðismálastjórn og nota þau síðan til lýðskrums í Þjóð viljanum. Fyrir húsnæðismálastjórn hefur legið að afgreiða lán til útrýmingar heitsuspillandi íbúðum út á bæjaríbúðirnar við Álftamýri 16—30. í borg- arstjórn hafði verið samþykkt að leggja fram í þessu skyni 120 þús. kr. út á þriggja her- bergja íbúðir gegn jafnháu framlagi að hálfu húsnæðis- málastjórnar, og var sam- þykkt í húsnæðismálastjórn að verða við því. Aldrei fyrr hefur verið Ián- að eins mikið út á þessar íbúðir og má glöggt marka af því skrum kommúnista núna. 1 upphafi bæjarfram- kvæmdanna voru veittar 70 þús. kr. til raðhúsanna frá húsnæðismálastjórn. En er vinstri stjórnin kom til skjal- anna lækkuðu lánveitingarn- ar niður í 50 þúsund krónur út á Gnoðavogsíbúðimar. En þegar áhrifa vinstri stjórnar- innar hætti að gæta, hækkuðu lánin hins vegar óðar á ný eða upp í 100 þúsund kr. út á íbúðirnar við Skálagerði eða um 100%. Og svo loks nú eru þau komin upp í 120 þúsund út á húsin við Álftamýri 16—30. En þegar allt er reiknað, bæði framlag húsnæðismála- stjómar og Reykjavíkurborg- ar til útrýmingar heilsuspill- andi íbúðum að viðbættum A og B lánum, sem húsnæðis- málastjórn veitir út á þessar íbúðir, lítur dæmið þannig út : Á vinstri stjómar tímabil- inu, þegar Hannibal Valdi- marssonar var félagsmálaráð- herra og Sigurður Sigmunds- son formaður húsnæðismála- stjórnar þá voru samtals veitt- ar 170 þúsund króna lánveit- ingar til bæjaribúðanna. (50 þús. frá bæ og 50 þús. frá húsnæðismálastjóra til útrým ingar heilsuspillandi íbúðum, en 70 þús. í A og B lánum húsnæð ismálastjómar). Núna eru hins vegar veittar 390 þúsund krónur til hverrar íbúðar (120 frá bæ og 120 frá húsnæðismálastjóm til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum og 150 þús. í A og B lánum húsnæðismálastjórn- ar). Eða með öðrum orðum: Heildarlánveitingar húsnæðis málastjórnar og bæjarstjórnar hafa hækkað um 129% frá því lokið var við byggingu Gnoða vogshúsanna í tíð vinstri stjómarinnar á sama tíma og vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 33%. Það er ekki að furða, þótt lágt sé risið á kommúnistum og þeir grípi til örþrifaráða til að reyna að fegra málstað sinn. Ströndum í haust, athugar nú möguleika á að kaupa tveggja hreyfla flugvél frá Bandaríkjun- um til notkunar í innanlands- flugi næsta sumar. Mbl. átti í gær tal við Magnús Stefánsson hjá Flugsýn og tjáði hann blaðinu, að flugið hefði gengið mjög þolanlega í sumar þegar sleppt er flugvélarmiss- inum. Flugsýn hélt uppi flug- ferðum til allmargra staða á Vestfjörðum og Snæfellsnesi þar sem smáflugvellir hafa verið gerðir. Sáttasemjari 1 GiÆ/RKVOLDŒ kluildkan 8,30 hélt sáttasemjari fund með Sjó- mannjafélagi Reykjavílcur, Ejó- mannafélagi Hafnarfjarðar og M:' . einafélaginu annars vegiar og ÚtvegsmannaR'Iagi Reykja- víkur og Hafnarfjarðar hins veg ar. Samningurinn, sem þessi deila er urn, fjallar un» launagreiðslur til sjómanna á fiskiskipum frá þessum stöðum, þegar þau eru í flutninguim. Saimningar þessir hafia staðið opnir síðan í marz í vor, en hef- ur ekkert verið unnið að þeim þar til nú, vegna þess hversu sjaldan reynir á þá. Ekki hafði fundurinn bonið árangur, þegar síðast fréttist til. Ekki hiafði í gærkvöldi verið boðaður fundur í deilunni um síldveiðikjördn. EINS og skýrt var frá í blað- . inu í gær, sló í brýnu milli Flæmingja og Vallóna í Brússel s.L sunnudag. Fóra Flæmingjar kröfugöngu um borgina. Kröfðust þeir þess, að mál þcirra yrði jafnrétt- háftt frönskunni og mótmæltu frönskum áhrifum, sem þeir sögðu að gætti alltaf meir og meir í Brússel. Vallónar höfðu safnazt saman við göt- ur þær, sem Flæmingjar fóra um og varð lögreglan að sker- ast í leikinn, er til óeirða kom. Á myndinni t.v. sézt flæmsk- ur kröfugöngumaður búa sig undir að slá Vallóna, sem standa á gangstéttinni. Til hægri sjást Vallónar hrópa að kröf ugöng umönnum. Reynt að stela NOKKRU fyrir miðnætti á mánu dagskvöld var hringt til iög- reglunnar, og tilkynnt að maður væri að fara inn í bíla á bíla- stæði við Steindórsprent. Lög- reglan fór á staðinn og tók mann inn í sína vörzlu en hann hefur áður gerzt sekur um bílþjófnaði. Var maðurinn drukkinn. ifjft 2'^aeýitirá' ALÞINCIS Dagtskrá sameinaðs Alþingis miðvikudaginn 17. október 1962. 1) Jarahitarannsóknir í Borg- arfjarðarhéraði, þáitill. Hvernig ræða skuli. 2) Raforkumál, þáltill. _ Hvernig ræða skuli. 3) Innlend kornframleiðslta, 4) Sildarleit þáltill. — Fyrri umr. E NA /5 hnútor SV 50 hnútor ¥; Sn/Homo • Úii V Skúrir K Þrumur V.orali KuUotkii Hitoohii ~H Hm» 1 var vestanlands í gær. Var veðurhæðin þar víðast 6—8 nærri heiðskírt og hlýtt, hit- vindstig. Austanlands var inn 10 til 14 stig um hádegið, hæstur á Dalatanga. á nýja lægð. Hún mun slá sér í áttina að Islandi og verða ráðandi um veður á morgun, sennilega valda þá landsynn- ingi með vætu sunnanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.