Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. október 1962, MORGlWBLAÐIÐ 3 pTr.'""-""vv ' • v .....*,ir»T'-,wiv Iimn^ MMMMta Framhald af bls. 1. — Síðan tóku bátinn tvö önnur ólög og soguðu hann fram af neðri klettunum. Hélt ég fullri meðvitund þennan tíma og saup ekkert því ég náði a'lltaf annað slagið í loft. Lagði höfuðið þétt að grjótinu. — Það nsesta sem ég vissi var að ég var kominn upp í stórgrýtt skarð á milli klett- anna og báturinn var loft- laus við hliðina á mér. Síðan skall hvert brotið á fætur öðru á mér þarna í skarðinu. Ég fleygðist út og inn, en náði annað slagið í handfestu Hlöðver Helgason, skipstjóri (t. h.) og Unnsteinn Jónsson á heimili hins fyrrnefnda í gærdag. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). - Björgun úr brimgarði ;.'.v.vMv.:.y.v.;.:^.r<j.<Kjn Þannig leit fjaran við Selvog út skammt frá slysstaðnum í gær. Brimið hefur gengið nið- ur, en sjá má að talsvert brimar enn við ströndina. (Ljósm. Magnús Bjarnason) á grjótnibbum. Um þetta leyti sá ég til Hlöðvers uppi á bjarginu og kallaði í hann. — Ég heyrði alltaf hvin- inn, þegar ólögin voru að skella yfir mig, og tók þá það til bragðs að leggja höfuð ið fast upp að bjarginu til þess að’það slægist ekki mik ið til, hélt Unnsteinn áfram. — Þá losnaði þessi stóri steinn sem ég hékk í, og ég festist með annan fótinn milli steinanna. Stígvélið festist þar þannig að mér tókst að smeygj a mér úr því, en stíg- vélin voru mér til mikils traf- ala. Síðan skolaði mér langt út. Skipaði Hlöðver burtu. — Þá hugsaði ég að mér væri orðið alveg sama hvernig mér reiddi af úr þessu. Ég var búinn að súpa og kasta upp, og hafði gefið upp aiila von. — En svo skall ég upp að benginu aftur, einmitt á svip- uðum stað og ég hafði áður komið á. >á var Hlöðver kom inn á næsta klettastall fyrir oifan mdg. Ég skipaði honum að fara burtu því að óg var hræddlur um að næsta ólag mundi skola honum út aftur, sagði Unnsteinn. Er hér var komið sögu hafði Hlöðver góða handfestu með annarri hendinnd, en með hinni náði hann í Unn- stein. Héldust þeir þannig í hendur er næsta ólag skall yfir. Fór Unnsteinn þá á bóla kaf en skipstjóri upp undir hendur í brotsjónum. Ekki misstu þeir hvor af öðrum, né Hlöðver handfestuna, enda hefði þá ugglaust verið úti um þá. Gat Hlöðver dregið Unnstein upp eftir ólagið, og klöngruðust þeir síðan upp á bjargbrúnina. Týndu símalínunni vegna þoku. 'En ek'ki var hrakningasögu þeirra féliaga þar með lokið. Fyrir höndum var ganga yfir hraun og stórgrýti á fimmtu kluikkustund í þoku og nátt- myrkri, báðir marðir mjög og þjakaðir og Unnsteinn á sokkunum einum. — Eftir að við komum upp á brúnina varð okkur fyrst fyrir að svipast urn eftir Val- geiri, saigði Hlöðver. ■— Hvor u-gur okkar sá til þegar hann tók út úr gúmmíbátnum né heldur eftir það. Við fund um hann ekkd, enda erfitt um vik. — Eftir að við sáum að frekari leit var árangurslaus lögðum við af stað til byggða. Eftir 10 mínútna gang eða svo ráfcumst við á símalínu og fylgdium henni. Þokan var svo svört að við sáum ekki á milli staura enda týndum við línunni einu sinni, en fundum hana þó aftur von bráðar. — Unnsteinn gekk á sokk- unum fyrst en þeir voru úr sögunni eiginlega strax. Fékk hann þá sokkana mína, en gekk þá sömuleiðis í sundur strax, enda yfir eggjagrjót að fara. Sjálfur var ég í lágum stígvélum. Við vorum víst 4—4% tíma að ganga þetta, og vorum orðnir aðþrengdir er á leið- arenda kom, og Unnsteinn mjög sárfættur. Ekki vildu þeir félagar segja neitt um þessa undur- samlegu björgun sína annað en að „maður yrði ekki hræddur við að fara á gúmmí báti í brimi upp í sandfjöru eftir að hafa lent í svona“, eins og Unnsteinn komst að orði við fréttamanninn. Báðu þeir félagar að lokum fyrir þakklætiskveðjur til allra þeirra, sem greiddu götu þeirra í Þorlákshöfn, en mót- tökur þar sögðu þeir engu hafa verið líkar. Loks má geta þess að Hlöð- ver skipstjóri er kvæntur og sex barna faðir, en Unnsteinn er ókvæntur. Hér getur að líta skarðið í bjargið þar sem Unnsteinn og Hlöðver börðust fyrir lífi sínu í fyrrakvöld. (Ljósm. Magnús Bjarnason) STAKSTEIEIAR Tíminn falsar ummæli varaformannsins Fréttafölsunariðja málgagns Framsóknarflokksins er löngu orðin landskunn, enda hafa fals anir og rangfærslur verið helzta baráttuaðferð blaðsins um langt skeið, einkanlega þó siðan nú- verandi ríkisstjórn kom til valda. Er það orðið svo alvanalegt, að ummæli pólitískra andstæðinga framsóknarmanna séu þar stór- lega rangfærð og fölsuð, að menn eru nánast hættir að kippa sér upp við það til nr.una, Virðist þessi iðja nú vera orðin þeim Tímamönnum svo töm, að jafn- vel orð og ummæli forystu- manna Frámsóknarflokksins kom ist ekki lengur órangfærð inn í blaðið. Verður ekki öðru trú- að en varaformanni Framsóknar flokksins, Ólafi Jóhannessyni, ,r ImzAI , h i •aaawda* Innqanqa i EBE krefst stiörnarskrárbrevtinoar hafi brugð' í brún, þegar hann leit á forsíðu Tímans i gærmorg un og við honum blasti aðai- fyrirsögn blaðsins: „Prófessor Ólafur Jóhannesson sagði í há- skólafyrirlestri á sunnudag: Inn gnnga í EBE krefst stjórnar- skrárbreytingar“. Verður ekki annað ráðið af þessari fyrirsögn og frásögn blaðsins en að prófessorinn hefði lýst því yfir, að hvers konar aðild íslands að Efnahagsbanda lagi Evrópu krefðist sitjórnar- skrárbreytingar. Því fór þó fjarri, að svo væri, enda voru það fremur skoðanir fræðimanns ins -n stjórnmálamannsins, sem fram komu í fyrirlestrinum. Prófessor Ólafur Jóhannesson Iýsti að vísu þeirri skoðun sinni, sem almennt er fallizt á, að naumast gæti farið á milli mála, að full aðild íslands að EBE krefðist stjórnarskrárbreytingar eða sérstakrar stjórnlagaheimild ar. Hins vegar lagði hann á það álierzlu, að gerðist ísland auka- aðili að bandalaginu, hlyti það að fara eftir áhvæðum þess samn ings, sem við bandalagið yrði gerður, hvort stjórnarskrárbreyt ingar eða sérstakrar stjórnlaga heimildar gerðist þörf. Hagkvæmnissfónarmið munu ráða úrslitum Hér skal auðvitað ekkert um það sagt, hvort stjómarsíkrár- breytingar eða sérstakrar stjórn lagaheimildar kunni að verða þörf, ef ísland gerist á einhvern hátt aðili .ð EBE. Til þess er ekki aðstaða á þessu stigi, þar sem enn liggur ekkert fyrir um það, með hvaða kjörum og skil- yrðunt. íslendingnr gætu gerzt aðilar að bandalaginu. Væri held ur í sjálfu sér ekkert athugavert við það, enda hafa bæði Norð- menn og Danir gert slíkar breyt ingar á grundvallarlögum sínum með tilliti til væntanlegrar að- ildar sinnar að EBE. En þessar þjóðir gera að vísu ráð fyrir fullri aðild. Afstaða manna til aðildar íslands að E E mun sjálf sagt heldur ekki markast af þessu atriði, enda ekkert óeðli- legt við það, þótt nýir og breytt ir tín.ar krefjist nýrra eða breyttra stjórnarskrárákvæða. Enn eðlilegra c þetta, þegar þess er gætt, að í heild þarfnast stjórnarskrá lýðveldisins gagn- gerrar endurskoðunar. Það at- riði, sem úrslitum mui ráða um það, hvort ísland gerist aðili að EBE, verður hins vegar það eitt, hvort slík aðild verði talin þjóð- inni hagkvæm og heppileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.