Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. október 1962. MORGVNBLAÐIÐ 15 if KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Gamla Bíó: Butterfield 8 í ÞESSARI amerísku mynd, sem tekin er í Cinemaseope og litum leika þau Elizabeth Taylor og Laurenee Harvey aðalhiutverk in. Gloria Wandrous er þekkt feg urðardís og fyrirsæta í New York, og því eftirsótt af karl- mönnum, sem allir vilja njóta blíðu l.ennar. Hún er sumum þeirra ærið eftirlát og er meðal þeirra Weston Ligett, kvæntur maður ungur og gjörfilegur. Hún hefur hitt hann kvöld eitt og morguninn eftir vaknar hún í í'búð hans, enda dvaldist kona haús um þessar mundir á sveita setri móður sinnar. Weston er allur á bak og burt er Gloría vaknar, en hefur skilið eftir handa henni 250 dali. Hún verð ur æfareið Weston fyrir þetta tiltæki hans, skilur peningana eftir þegar hún fer og heimilis- fang sitt. Kjóll hennar var allur rifinn og því tekur Gloria trausta taki pels frúarinnar og heldur til vinar síns, Steve, sem hún leitar oft til þegar að henni amar og þar skilur hún pelsimn eftir. Hún og Weston hittast oftar og fer svo að þeim fer að þykja vænt hvoru um annað. Kona Westons kemur nú heim rg saknar pelsins. Ætlar hún að gera lögreglunni viðvart um stuldinn, en Weston kemur í veg fyrir það. Við þetta breytist álit hans á Gloríu og þegar þau hitt ast næst er hann drukkinn og eys yfir hana svivirðingum. Hann sér þó eftir öllu saman og segir konu sinni að hann elski Gloriu og vilji fá skilnað. Gloría er nú lögð af stað til Boston, þar sem hún ætlar að setjast að en West on eltir hana í bifreið sinni og nær henni á hóteli fyrir utan New York. En meðan bann fer inn í hótelið hleypur Gloría í bíl sinn og ekur í loftinu af stað. Skiljast þar með vegir þeirra á hinn vofeiflegaSta hátt. Mynd þessi er all efnismikil og vel. gerð og býsna vel leikin. Einkum er góður leikur þeirra Harveys, er leikur Weston og Elizabeth Taylor, sem leikur Gloríu, sérstaklega þó leikur hennar, enda hlaut hún Oscars- verðlaunin fyrir leik sinn í þess aii mynd. Nýja Bíó: Læknir af lífi og sál. ÞESSI þýzka mynd er byggð á skáldsögu eftir Karl Unselt, en sagan birtist á sínum tíma sem framhaldssaga í Familie Journ- alen undir titlinum „Dr. Ruge’s Privatlink.“ Ungur læknir, Wolfgang Frie- berg, hefur sýnt frábæra hæfi- ieika í starfi sínu og er orðinn aðal samstarfsmaður Ruge's prófessors á einkaspítala hans. Er Wolfganig langt kominn að finna upp lyf við æðastíflu og vinnur eð þvi í öllum frístundum sín- um. En hinn ungi læknir býr yfir leyndarmáli, sem hann hefur vandlegia gætt. Hann hefur, sem sagt hlotið læknaréttindi með ó löglegum hætti. Hann er ekki stúdent, en hafði keypt stúdenta skirteinið af ungum manni, Felix Fridbreg að nafni, er hætt hafði læknanámi í miðjum kliðum og farið af landi brott. Yfirhjúkr unarkona spítalans, Hilda er ást fangin af Wolfgang, en hann ger ir henni ljóst að hann ber ekki sarna hug til hennar. Ást henn- ar breytist í hatur og þegar hún verður þess áskynja að samdrátt ur er með Wolfgang og Elísabet Massmann ungri stúlku, sem er sjúklingur á spítalanum, verður afbrýðisemi hennar takmarka- laus. En nú gerist það, að Felix Frieberg kemur aftur heim. Hann er í fjárhagsörðugleikum og tekur þegar að beita Wolfgang fjárkúgun. Yfirhjúkrunarlkonan heyrir hvað þeim Wolfgang og Felix fer á milli og hún kallar Felix inn til sin til að fá hjá honum nánari upplýsingar um fortíð Wolfgangs. Meðan hún bregður sér frá andartak. stelur Felir reseptabók, sem hann ætlar að nota til þess að komast yfir' eitulyf til að selja. Skötuhjú tvö sem eru í vitorði með Felix myrða hann, ^g við rannsókn málsins, kernst allt upp um fortíð Wolfgangs. Er ekki annað sýnna en að hann verði dæmdur fyrir svik og missi læknisréttindi síin en vegna vísindaafreks hans og afskipta dr. Ruge’s og Perschke hæstaréttarlögmanns af málinu. fer allt betur en á horfðist. Þetta er að vísu engin önd- vegismynd, en bó ekki óskemmti leg og hún er allvel leikin, enda fara þekktir þýzkir leikarar með aðalhlutverkin. svo sem Adrian Hoven, Willy Birgel, Klausjurg en Wussow, Ellen Schwiers og Antje Geerk o.fl. Stjörnubíó: ..öfraheimur undirdjúpanna. MYND ÞESSI, sem er þýzk- amerísk og tekin í litum, gerist að mestu í Karabíska hafinu og við Galapagoseyjar. Er hér um visindaleiðangur að ræða aúk myndatökumanna og hinnar fríðu konu fararstjórans, frú Lottu Hass. Er hún vissulega ekki eftirbátur karlmanna í þess um leiðangri, um dirfsku við köfunarstörfin. Er ekki ofsögum sagt, að mynd þessi eh stórfróð leg og sýnir á heillandi hátt hið morandi og litríka líf, bæði dýra og jurta, í undirdjúpunum og einnig á hinum sólriku eyjum þar sem hinir innfæddu fagna komumönmum og bjóða beim til kaups varning sinn. Of langt mál yrði að telja hér upp (enda ógerlegt), allan þann fjölda fisk tegunda og annarra dýrateg- unda, ;.em í sjó lifa og þarna blasa /ið augum áhorfandans og skarta öllum regnbogans litum, Og þó er landslagið og gróðurinn á hafsbotni ef til vill einna feg urst og furðulegast af öllu því sem fyrir augum ber. Eirm leiðangursmanna, mynda tökumaðurinn Jimmy Hodge, lét lífið í þessari ferð og er myndin helguð minningu hans. /4Í / — " y / •// ' /7 rm Mœlt órió 1962 223 Áður mœld svœði Faxaflói djúpmældur I HAUST hafa farið fram ná- kvæmar og all víðtækar mæl- ingar á Faxaflóa og standa vonir til að niiðurstöður þeirrar mæl- ingar komist á sjókort þegar næsta vor. í vOr barst íslenzkum stjórnar- völdum beiðni frá bandarísku sjómælingastofnuninni um beiðni til að framkvæma sjómælingar í Faxaflóa Var leyfið veitt með því skilyrði að íslenzkir sjómæl- ingamenn fengu að fylgjast með mælingunum og jafnvel taka siálfir þátt í þeim. Varð úr að « .c tækju þátt í mæling- unum með Bandaríkjamönnum, en Bandaríkjamenn legðu til tæki. Upprunalega var ætlunin að mælingarnar hæfust um mánaða mótin júní-júlí, en dráttur varð á því, og loks kom aðeins annað skip af tveimur, sem Bandaríkja- menn ætluðu að senda. Bandaríska skipið sem kom, var mælingaskipið Requisite. en mælingunum stjórnaði command er McKee. Mælingar þessar eru fram- kvæmdar eftir svonefndu Lorac staðsetningum, og mælingarnar síðan gerðar með dýptarmæli — Voru síðan settar upp þrjár mið- unarstöðvar, ein hjá Malarrifi, önnur hjá Arnarstapa og sú þriðja á Hraunsnesi, skammt fyr- ir sunnan Hafnarfjörð. Stöðvar þessar senda út radíómerki, sem miðað er eftir, og verður stað- setningarskekkjan mjög lítil. Vinnuskipting var höfð þann- ig, að bandaríska skipið mældi svæði norður af Reykjanesi, ut- an á svæði, sem nokkuð nýlega hefur verið mælt af íslendingum, en íslendingar á varðskipinu Þór mældu svæðið frá Reykjanesi út að Eldeyjarboða. .Verður var afar hagstætt á þessum tíma, og gengu mælingar því framar öll- um vonum, stóðu aðeins í sextán daga og er lokið fyrir viku. Mælinganar, sem Þór gerði eru sérlega mikilvægar vegna þess, hve svæði þetta er mikið notað til veiða á vertíðinni. — Kom einnig í ljós að fyrri mæl- ingar hafa alls ekki verið nógu nákvæmar, því eftir þessar mæl- ingar mun staðsetning Eldeyjar- boða færast til á sjókortinu um eina sjómílu til vesturs. / --------------------- • 13 flýja Berlín 15. október (AP). Á SUNNUDAGINN tókst 13 mönnuim að flýja frá A.-Berlín til V.-Berlínar með því að synda yfir síki á borgarmörkunum. 10 þeirra syntu í hóp og voru það fjórar konur og sex karlar á aldr inum 17 til 32 ára. Bridge ENGLAND og Þýzkaland hafa 1 nokkur ár háð landsleiki fyrir spilara yngri en 35 ára. Hafa landsleikir þessir vakið mikla athygli og nokkur önnur lönd hafa ákveðið að koma á svipuð- um keppnum. Spilið, sem hér fer á eftir er frá leik milli Eng- lands og Þýzkalands, sem fram fór í Göttingen sl. ár. Þar sem ensku spilararnir sátu norður og suður gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestui U IV 1 ♦ pass 3 V pass 3 V pass 3 A pass 4 ♦ pass 4 A pass pass pass ★ Á K G V 4 *♦ K G 10 4 ♦ Á K G 10 7 ♦ 7 2 ♦ 8 5 4 V G 8 3 V K D 10 ♦ D 9 7 5 7 5 2 * D 6 5 2 ♦ 8 ♦ 3 2 ♦ D 10 9 6 3 V Á 6 ♦ Á 6 3 + 9 8 4 Sjókortin, sem nú eru notuð af miðunum í kringum landið, munu flest vera síðan um alda- mót, en þá gerði danska sjómæl- ingastofnunin hér mælingar með handvoðum og sekstantstaðsetn. ingum, sem eru mjög ónákvæm- ar. Er hér því tvímælalaust ferðinni mikið hagsmunamál fyr ir sjófarendur hér við land. Sjómælingamennirnir, sem unnu að þessu á Þór eru Gunnar Bergsteinsson, Árni Valdimars- son Og Róbert Jensson. Varð- skipið sigldi um 3500 sjómílur í þessari mælingaferð og gerði um 6000 mælingar. Verður nú unnið úr þessum mælingum í vetur á Vitamálaskrifstofunni, og standa vonir til að upplýsingar þær, sem hafa fengizt, bæði á íslenzka og bandaríska skipinu, geti kcmizt inn á sjókort, þegar á næsta vori. Samvinnan við bandaríska starfsliðið var með ágætum, og verkið var algerlega framkvæmt af borgaralegu starfsliði, en ekki hermönnum, af hendi Bandaríkj- anna. Að sjálfsögðu vannst sögfihn hjá suður. — Á hinu borðinu, þar sem þýzku spilararnir sátu í norður og suður gengu sagnir þannig: 1 * 3 V 3 A pass 4 gr. pass 5 V pass 7 A pass pass pass Alslemman er alls ekki eins slæm og virðist í fyrstu. Vestur lét út hjarta, sem sagnhafi drap með ásnum og því næst tromp- aði -hann hjarta í borði með spaða ás. Nú tók hann kóng í spaða og síðan gosann ,sem hann dr»p heima með drottn- ingu og lét næst út spaða 10 og lét laufa 10 í úr borði. Nú tók hann tigulkong, laufaás og tigul ás og þar tiguldrottningin féll ekki í, þá svínaði hann laufi. Hann lét fyrst út laufa 9 og gat gefið í borði, þar sem hann hafði fyrr í spilinu kastað laufa 10, en haldið laufa 7. — Til gamans skal þess getið, að Þýzkaland græddi á spilinu 19 stig, en það nægði ekki til sigurs í lands- leiknum sem England vann með 11 stigum. THAMES TRADER THAMES TRADER vöru- bifreiðirnar eru fáanlegar í stærðunum 1%—7 tonn, með diesel- eða benzín- vélum. ÓDYR — KRAFTMIKILL — SPARNEYTINN Sýnigarbílar á staðnum (5 og 7 tonna). Kynnið yður greiðsluskilmála vora.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.