Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 17
MiSvikudagur 17. október 1962. MORGVNBLAÐIÐ !7 ÆSmM 1ÍTGEFANDI: samband ungrá sjálfstæðismanna L/JJ , <' í V ^ -rV MmA JlnfiHBL - M RITSTJÓRAH: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON bændur sjálía taka þátt í upp- byggingu sjóðanna. Sjóðirnir munu aukast og sjást þess t. d. þegar merki, því að nú er byrj- að að veita lán til vélakaupa, en það hefur mikið háð bændum, að ekki hafa fengizt lán til véla- kaupa. Ég tel peningum bænda miklu betur varið til að byggja upp eigin sjóði en til að byggja hótel 1 Reykjavík og verð að segja, að fyrr mátti reisa mynd- arlega undir starfsemi bænda- samtakanna en nú hefur verið gert. Búin þurfa að stækka — Hvað um bústærðina? — Búin á íslandi eru almennt of lítil. Það er ekki nema eitt og eítt bú, sem eru nógu stór, A Ð U R en ekið er austur yfir Lagarfljótsbrú verður fyrir manni á hægri hönd býlið Helgafell. Þarna á bökkum Lag arfljóts býr nú 22 ára gamall bóndi, Gísli Helgason, og þegar tíðindamaður síðunnar var þar á ferðinni í byrjun september- mánaðar hitti hann Gísla að máli og átti við hann stutt við- tal. — — Ég hef frétt að þú hafir kornrækt, Gísli? hef áður sagt frá samvinnu okk ar fimm-menninganna um rækt- un byggs, en við höfum líka sam vinnu um fleira, t. d. kartöflu- rækt og það hefur gefið góða raun. W"" •> ' \'T' ^ v v telja sig afar hUðholla bænd- um, þegar þeir eru utan stjórn- ar, en þegar þeir eru í stjórn virðist dofna yfir stóru loforð- unum. Nei, þeirra verk eru vissulega ekki slík, að þeir hafi Gísli Helgason Kornræktin á framtíð fyrir sér Rætt við Gísla Helgason, 22 ára gamían bónda í N.Múlasyslu — Ja, ég hef hér 8 til 9 hekt- ara kornakur ásamt fjórum öðrum ungum bændum. Við sáðum fyrst byggi í fyrravor og síðan aftur nú í vor. í fyrra fengum við um 20 tunnur af hverjum hektara, en því miður eru ekki eins góðar uppskeru- horfur nú vegna þess hve lítið sólar hefur notið. Kornræktin á framtíð fyrir sér — Notið þið kornið einungis sjálfir? — Já og eins og er borgar sig ekki að rækta bygg til annars en heimanota. Innflutta kornið er niðurgreitt og íslenzka byggið verður ekki samkeppnisfært við það, enda þótt það sé mjög gott fóður. — Hvað um framtíð korn- ræktar á íslandi? — Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hér á landi, t. d. hér í nágrenninu, sýna, að byggrækt á framtíð fyrir sér. Bændur ættu nú að geta hafið bygg- rækt til heimanota nær undir- búningslaust, ef stuðzt er við þær tilraunir, sem þegar hafa verið gerðar. Það er okkar reynsla a.m.k. Bændur byggí upp sjóði sina — Ef við snúum okkur nú að málefnum bænda almennt, hvað vilt þú segja um nýlegar að- gerðir varðandi stofnlánasjóði landbúnaðarins? — Mér finnst hafa verið stig- ið rétt spor með því að láta Fulltrúar á kjördæmisþingi Suðurlands Myndin sýnlr fulltrúa á kjör- dæmisþingi ungra Sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi, sem haldið var í Vestmannaeyj- um fyrir skemmstu. Þingstörf voru rakin hér á síðunni síð- ast. Myndin er tekin við hið nýja félagsheimili ungra Sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, en það stendur á fögrum stað ofan við kaup- staðinn. (Ljósm. Þórir H. óskarsson) að mínu viti. Stækkun búanna hefur hingað til strandað á láns fjárskorti, en nú er von til að úr rætist. Ég er sannfærður um, að miða eigi að því að stækka íslenzk bú svo, að það borgi sig fyrir bóndann að hafa launað starfsfólk sér til aðstoðar, en með núverandi bústærð, er það ekki mögulegt kostnaðarins vegna. — Hvernig vilt þú haga véla- kaupum bænda? — Ég tel ails ekki nógu gott skipulag á þeim málum nú. Nú er sérhver bóndi að kaupa sér tæki, sem hann notar aðeins nokkra daga á ári hverju og er það mjög óskynsamleg fjárfest- ing og ekki sízt þegar tekið er til lit til þess að nútíma landbúnað- ur krefst stöðugt nýrra og dýrari tækja. Það er einnig staðreynd að tækin endast skemur með því að láta þau standa ónotuð heldur en ef þau eru í hæfilegri notkun. Slík samvinna bænda á reyndar við á fleiri sviðum. Ég Tvískinnungsháttur Framsóknar — Hvað vilt þú segja um verð lagsgrundvöll landbúnaðaraf- urða? . — Mér finnst ekki rétt að miða grundvöllinn við kaup Dagsbrúnarverkamanna. Bænd- ur þurfa að leggja í mikla fjár- festingu, þeir þurfa að byggja bæði íbúðarhús og útihús, þeir þurfa að rækta, kaupa bústofn og vélar o.s.frv. Bóndinn leggur því mikið undir og þessari miklu fjárfestingu er samfara mikil áhætta, en til þess er ekkert til- lit tekið £ verðlagsgrundvellin- um. Það finnst mér ekki rétt- látt. — Ert þú sammála þeim á- róðri, • sem Framsóknarmenn halda nú uppi í landbúnaðar- málum? — Nei, síður en svo og má segja, að skjótt skipast veður í lofti hjá þeim herrum. Þeir af miklu að státa. Við þökkum nú Gísla fyrir viðtalið og kveðjum þennan unga en einarða bónda með von um, að honum farnist búskap- urinn vel um ókomna tíð. B. 1. G. Abaifundur HeimdaSlar AÐALFUNDUR Heimdallar, FUS, verður haldinn annað kvöld. Fundurinn verður í Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 20.30. — Tillögur uppstillinganefnd- ar, er kjörin var á fulltrúa- ráðsfundi fyrir skömmu, hafa Iegið frammi á skrifstofu fé- lagsins. Frestur til aö skila öðrum tillögum rann út í gær kvöldi kl. 20.30. Æskulýðsmót í Schleswig Holstein Tveir þdtttakendur héðan á vegum Æ skulýðssambands Islands Æskulýðssambandið í Schles- wig-Holstein, sem ÆSÍ hefur átt góð samskipti við undanfarin ár, efnir til móts fyrir norræna oig þýzika æskulýðsleiðtoga dagana 8.—19. október n.k. Þar fara m.a. frarn umræður um æsku lýðsstarfsemina í viðkomandi löndum, auk þess, sem aðkomu- mönnum verður sérstaklega kynnt daglegt líf í Schleswig- Holistein og æskulýðsstarfsemi þar. Mun síðari hluti mótsins fara fram á eyjunni Helgoland. Meðan á mótinu stendur, verður farið í 2;ja daga ferð til Berlínar. Æskulýssambandið í Sehles- wig-Holstein hefur af velvild sinni í garð ÆSÍ, og vegna þeirra erfiðleika, sem fjarlægðin skap- ar okkur íslendingum, boðizt tii að greiða að hálfu, ferðastyhki fyrir tvo þátttakendur auk uppi- halds og ferðakostnaðar meðan á mótinu stendur. Gert er ráð fyrir, að æskulýðs- starfsemi á íslandi verði kynnt í tveimur stuttum erindum. Fulilitrúar ÆSÍ, eru þau Áslaug Ottesen og Páll H. Jónsson. Skyndihappdrœftið UNGIR Sjálfstæðismenn ern vinsamlega beðnir um að gera sem allra fyrst skil fyrir happ- drættismiða í hinu glæsilega skyndihappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. — Dregið verður eftir tæpa 10 daga. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.