Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVTSBLÁÐIÐ Miðvikudagur 17. október 1962. Reynir Karlsson um Akureyringa: Hef aldrei kynnst viðkvæm- ara liði en iMm En það má- merkilegt kalltst ef liðið nær ekki á efsta tind — MEÐ betri vetrar- og vor- æfingum og áframhaldandi samheldni geta liðsmenn Ak- ureyrar án efa átt mikla framtíð, þeir geta hæglega náð uppgangstímabili á líkan hátt og Akranes fór hraðbyri upp á efsta tind ísl. knatt- spyrnu og varð þar ríkjandi veldi. í Akureyrarliðinu eru margir mjög efnilegir og góð ir knattspyrnumenn — og það má eiginlega merkilegra kallast, ef ekki kemur eitt- hvað mjög gott út úr þessu iiði — k Nálægt bikarnum Eitthvað á þessa leið fórust Reyni Karlssyni þjálfara Akur- eyringa orð, er við hittum hann í gærdag. Reynir, sem er lands- frægur knattspyrnumaður, á m. a. 3 landsleiki að baki og ótal- in störf fyrir Fram auk kennara- starfa, hefur þjálfað Akureyrar- liðið í sumar og sannarlega séð árangur þar sem aðeins herzlu- Reynir að æfingum með nemendum sínum ■Ma Litli fing- ur brotn- aði — Eg hef tekið 20—30 svona aukaspyrnur og náð þeim örugglega sagði Geir^ Kristjánsson er við ræddum' ’ við hann um markið á sunnu-, I daginn, er Keflavík náði for- i ystu í leiknum. En ein-' hvern veginn missti ég aff henni og Högni fékk hana á höfuðið og vissi hvað hann l átti að gera. I Við ætluðum að spyrja Geir um meiðsli þau er urðu til ' þess að hann hvarf af velli í leikhléi, en hann varð 1 fyrri til að tala og talaði um markið. — Meiðslin. Já puttinn er! i brotinn, kubbaður sundur samkvæmt myndinni. — Hvaða fingur? — Litli fingur hægri hand- ar. Eg veit ekki hvernig það ' skeði. Við lentum tvívegis sam an við Jón Jóhannsson. í ann- að skiptið skeði það. — Og þú verður þá ekki með á sunnudaginn? — Helzt vil ég það. Axlar- , meiðslin voru að batna þegar þetta kom. Það er sárt að vera ekki með. Sé það hægt þá mæti ég. muninn vantar á að liðið sé í bar áttu um bikarinn. — Ég var ráðinn hjá Þór 15. maí — 1. sept., þjálfaði þar alla flokka en var síðan með meist- araflokka beggja félaga sameigin lega þ. e. lið ÍBA, sagði Reynir. Þegar ég kom norður hafði liðið aðeins haft 2 æfingar. Aðstaðan er mjög erfið, enginn völlurinn og grasvöllurinn korp svo illa undan vetri, að við fengum þar aðeins nokkrar æfingar í júní og júlí og aldrei fleiri en eina í viku fyrr en síðast á sumrinu. í þessu liggja meginvand- ræði norðanmanna. Þá vantar æfingavöll. Nú hyllir undir að úr rætist með það, því í vetur og vor verður gerður malar- völlur úti við Glerá, sem er þó svo nærri hinum, að böð má nota fyrir báða og hlaupa á milli. Mun þetta án efa ger- breyta liðinu. Hitt er svo annað mál, að liðsmenn hefðu vel getað æft meira en þeir gerðu án vallar. Þeim er ekk- ert vandara um en okkur hér syðra að fara út i snjó eða jafn vel for til að æfa á vorin. ★ Góðir liðsmenn Með voræfingum tel ég að liðið muni styrkjasf"mjög. Liðið var ekki komið í æfineu fyrr en eftir nitt sumar. Það hafði haft 3—4 æfingar úti er ég kom norður 15. maí en átti að keppa fyrst 26. maí. Slíkt er fáheyrt. Ég tók það ráð, hélt Reynir áfram, að æfa á hverjum degi fram að fyrstu leikjum. Liðs- menn tóku því vel og hafa alltaf farið mjög vel eftir skipunum mínum. Siðar urðu æfingar 3 í viku. Hefur samstarfið að öllu reyrar leyti verið hið ánægjulegasta. — Þarna eru geysileg efni og árangurinn er góður þegar tillit er tekið til að við misstum 5 varnarleikmenn útaf í vor vegna meiðsla í fyrstu leikjunum. Þetta hafði varanleg áhrif á liðið og velgengni þess. Viðkvæmt lið En ég hef aldrei kynnst svo viðkvæmu liði sem Akureyrar liðið er, hélt Reynir áfram. Það má ekkert út af bera, svo að vélin fari alls ekki í gang. En þetta getur lagast án efa með meiri leikjareynslu. Þegar illa gengur í byrjun eða eitthvað óhapp skeður í upphafi leiks er eins og það Iami aUan leik piltanna. Við höfum I mörgum leikjum í ár fengið mark á fyrstu 3 mín. leiksins. Þá er eins og allt brotni og ekkert tekst. En þegar strákunum tekst að ná frumkvæðinu án óhappa þá geta þeir allt. Þannig var það í leiknum við Akraness. í næsta leik — gegn KR — voru þeir skjálfandi tauga- óstyrkir, því fólkið á Akur- eyri var búið að krýna þá meistara. Þeir vissu þó vel sjálfir, að erfiðir þröskuldar voru enn á leiðinni til bikars- ins, eins og á daginn kom. En svona viðkvæmni lagast með meiri reynslu. Þá reynslu fær liðið með meiri æfingum og fleiri leikjum. ★ Framtiðarmenn — Þetta eru allt ungir piltar? — Já, strákarnir í aðalliðinu keppa margir ekki í 2. flokki eins og þeir þó hafa aldur til. Má þar telja Kára, Skúla, Magn- ús Jónatanssön og Guðna fram- vörð. Allt eru 2. flokks strákar og verða allir áfram nema Skúli. Þetta er því lið framtíðarinnar. Og ef þeim tekst að leggja aðal- áherzlu á hraðann áfram, og að ná upp góðri taktík samfara hon- um, þá held ég að það verði erfitt fyrir beztu lið landsins í dag að standast þeim snúning. Það verða erfiðleikar áfram hjá þeim næsta vor t. d. verður Kári til júníloka á Laugarvatni og Jakob úti í Þýzkalandi fram Framhald á bls. 23 3 leikir á Akranesi Akranesi, 15. október. NÝTT tímabil er að hefjast í knattspyrnusögu Akraness. Þrir fenattspyrnuleikir voru háðir hér á sunnudagirwi á malarvell- inum. Tvö knatitspyrnulið eru í bær num, Knattspyrnufélag Akranes og Kári. Meistraflokar þessara féliaata íiepptu og sigrað-i KA með 6 mörkum gegn 4. Félögin kepptu einnig í 3. ald- urflofeki og þar sigraði Kári með 3 mörkum gegn 0. Lcks .var feeppt í 5. aldurs- flokki og varð jafntefli, engin mörk gerð. Þá yngstu virðist vanta skotmenn, en þeir eiga 4— 5 vel þjálfaða markmenn. — Oddur. mmmijí Ungur piltur Hallkell Þor- kelsson hljóp í skarðið á sunnudaginn er Geir mark- vörður Fram meiddist. Stóð þá 0—1 fyrir Fram. En hinn óreyndi Hallkell stóðst raun ina vel, varði oft mjög lag- lega við erfiðar aðstæður. Hér sést hann verja fasta aukaspymu Högna. Hallkell á án efa mikla framtíð. Æfingar ung- lingalandsliðsins í handknattleik ÆFINGAR unglingalandsliðsins í handknattleik falla niður þessa viku, að því er landsliðsnefndin bað blaðið að geta um. N. k. mánudag hefjast þrekæfingar hjá Benedikt Jakobssyni í há- skólanum. Verður landsliðið og unglingalandsliðið samtímis hjá honum kl. 7.30 á mánudaginn. A þriðjudaginn verður svo æf- ing hjá unglingalandsliðinu suð- ur á Keflavíkurvelli á sama tíma og áður — og síðan úr því annan hvern þriðjudag. Heimsmeisf- arakeppni 2. hvert ár ALÞJÓÐAþing handknattleiks- manna rak Kúbu úr samtökum sínum fyrir vanskil. Þingið var haldið í Madrid 14. og 15. sept. og í því eru nú 34 lönd en mikill fjöldi Afríkuríkja er að sækja um aðild að sambandinu. Ákveðið var á þinginu að heimsmeistarakeppni skyldi hald in hér eftir 2. hvert ár í stað 4. hvers árs eins og verið hefur. Urðu um þetta miklar umræður, áður en ofangreind tillaga var samþykkt. Næsta keppni fer fram í Tékkóslóvakíu. Drætti frestað í happdrætti KKI Körfuknattleikssambandið hef- ur ákveðið að fresta drætti í happdrætti sínu til 23. desember n.k. Dráttur átti upphaflega að fara fram 15. október. Körfuknattleikssambandið hef- ur unnið að umfangsmikilli dreif ingu miða um land allt, en skil hafa ekki borizt og fresta varð því drætti. Vinningur KKI er Volkswagen eða Landrover bif- reið að eigin vali vinnanda. Ströng viðurlög sett við tímatöf í handknattleifc Breytingar á keppnisreglum gerðar A NÝAFSTÖÐNU alþjóðaþingi handknattleikssambanda komu fram ýmsar tillögur um breyt- ingu á keppnisreglum. Var þeim öllum vísað til tækninefndar sem afgreiddi nokkrar breytinigar til þingsins m.a. eftirfarandi. A) Ákveðið er að þegar stigaútreikningur gildir og kepp- endur verða jafnir að stigum, þá skuli ráða betra hlutfall milli fenginna marka og settra. B) Tækninefndin mælir ein- dregið með því, að tímavörður noti bjöllu til að tilkynna um lok hálfleikja og verður dómari þá að sjálfsögðu að flauta hálfleik- ina af. C) Skorað er á dómara að reyna að tefja ekki leikinn, nema þegar brýna nauðsyn ber til. Hef ir tækninefndin farið fram á það við Handknattleikssamband Sviss — að í vétur verði reynd sú nýbreytni, að flauta aðeins einu sinni við fríkast, þ.e. þegar brot- ið er framið, en ekki þegar auka- kast er tekið. Er álitið, að þetta muni auka hraða í leikjum og gera leikinn skemmtilegri. Mun tilkynnt, hvaða árangur tilraun þessi ber. D) Samþykktar voru reglur fyrir dómara varðandi leiktafir. Er hér að sjálfsögðu fyrst og fremst átt við leiki í alþjóðlegum keppnum. Er dómara við 1. brot skylt að dæma fríkast og veita áminningu. Við II. brot skal dæma fríkast og vísa þeím, er stjórnar leiktöfinni af leikvangi í 2 mínútur. Við trekað brot skal dæma fríkast og vísa af leikvelli í 5 mínútur. Ekki skal heimilt að víkja af leikvelli af þessum sökum lengur en 5 mínútur hverju sinni. E) Samþykkt var að lengja leiktíma fyrir unglinga (ekkert sérstakt aldurstakmark) úr 2ix20 í 2x25 mínútur. Samþykktar voru þær reglur vatðandi A-þýzkaland og V-þýzkaland, að framvegis skuli þeim heimilt að keppa hvoru 1 sínu lagi i'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.