Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 24
f RÉTTASÍMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 SUS-síða Sjá bls. 17. 231. tbl. — Miðvikudagur 17. október 1962 Skipstapi við Selvog: Einn íerst nf 3jn mnnnn áhöfn Annar skipsbrofsmanna gekk berfættur til byggða NOKKRIJ fyrir hádegi á mánu dag varð það slys að ungur mað- iur, Valgeir Geirsson, stýrimað- ur, Skúlaskeiði 30, Hafnarfirði, fórst í brimgarðinum við Sel- vog, er hann var að reyna að komast til lands, eftir að m.b. Helga Hjálmarsson hafði rekið upp undir land með bilaða vél. Xveir skipsfélagar hans, Hlöðver Helgason, skipstjóri Urðarstíg 10, Hafnarfirði, og Unnsteinn Jónsson, matsveinn, Sólbergi Sel tjarnarnesi, björguðust úr ólg- andi brimgarðinum þannig að með kraftaverkum hlýtur að teljast. Eftir að hafa komizt á land gengu þeir á fimmta tíma í svarta þoku til Þor- lákshafnar yfir apalhraun og egg^agrjót og var Unnsteinn skó laus. Voru skipsbrotsmennirnir orðnir þjakaðir mjög er þeir náðu byggð í Þorlákshöfn um miðnættið á mánudagskvöldið. (Sjá samtal á bls. 1.) Valgeir Geirsson, stýrimaður, sem fórst í brimgarðinum, var 27 ára gamall. Laetur hann eftir sig konu og tvoggja ára dóttur. Fréttarritari Mbl. í Þorlákshöfn símaði í gærkvöldi eftirfarandi: Um klukkan 11 á mánudags- morguninn lag©i m.b. Helgi Hjálmarsson af stað frá Þoriáks- höf,n og aetlaði til Hafnarfjarð- ar. Þriggja manna áhöfn var á skipinci, Hlöðver Helgason skip- stjóri, Valgeir Geirsson, stýri- maður og Unnsteinn Jónsson, mats einn. Vélin bilar — hjályarköll heyrast ekki Um hádegisbilið, er skipið var statt um 8 mílur undan Bjarnar- vík, sem er skammt frá Selvogs- vita, bilaði vél þess. Vörpuðu skipsmenn þá akkeri, og reyndu síðan að kalla á hjálp í talstöð- ina. Ekki mun þó hafa heyrst til þedrra neins staðar, og má það furðulegt teljast. Rafmagn 230,000 kr. sekt ísafirði 16. okt. t DAG kvað bæjarfógetinn hér upp dóm í máli skipstjór- ans á brezka togaranum Dra- goon frá Fleetwood. Var skip- stjórinn, Roy Retcher, dæmd- ur til þess að greiða 230 þús- und króna sekt til Landhelg- issjóðs og afli og veiðarfæri togarans gerð upptæk. Til vara var skipstjórinn dæmdur í átta mánaða varðhald. — Skipstjórinn neitaði að hafa verið að veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna, þar sem Óðinn kom að honum, en við- urkenndi hins vegar ólöglegan útbúnað veiðarfæra. Réttur- inn taldi hins vegar að um fullt landhelgisbrot væri að ræða. — Valgeir Geirsson, stýrimaður stöðvarinmar var brátt á þrotum og hún þá til einskis gagns leng ur. Álandsvindur var af hásuðri og rak bátinn hægt að landi. Um klukkan hálf sex ákvað skip stjórinn að yfirgefa skipið og freista þess að ná landi í gúmmí bát. Voru skipsbrotsmenn í um 114 tíma að velkjast í gúmma- bátnum í brimgarðinum. í einu ólaginu, sem reið vfir bátinn, köstuðust Hlöðver skipstjóri og Valgeir stýrimaður út úr hon- um. Var Valgeir með bjargbelti en Hlöðver ekki. Unnsteinn varð 'hinsvegar eftir í bátnum. Hlöðver skipstjóri kastaðist 2—3 sdninum utan í bergið í brim inu, en náði síðan taki á berg- nibbu og tókst að vega sig upp. Gat hann síðan klifrað upp klett ana, sem þarna eru all háir. Gúmmíbátinn, sem Unnsteinn var í, rak upp í bjargið og tók loft að leka úr bátnum. Komst Unnsteinn út úr honum, en kast- aðist sjálfur nokkrum sinnum utan í bergið. Tó'kst honum að lokum að ná taki á steini, en í óla'gi losnaði steinninn og valt ofan á fætur háns. Festist annar fótur Unnsteins undir steininum en hann gat losað sig við stíg- vélið og losnað. Nokkru sáðar náði Hlöðver skipstjóri taki á Unnsteini og Hækko sígnr- ettur um 25 uurn pukkunn KOMIÐ hefur fram tillaga um að hver sígarettupakki hækki um 25 aura, en sú hækkun renni síð- an til baráttu gegn krabbameini og reykingum. Frá þessari tillögu var skýrt á fundi Norrænna krabbameins- félagasambandsins af íslenzka fulltrúanum. Hafði þessa þá ver- ið farið á leit við íslenzk stjórn arvöld, og hafði landlæknir mælt með tillögunni. Aðrir fulltrúar á fundinum urðu svo hrifnir af tillögunni, að ákveðið var að efna til fundar aftur þegar í næsta mánuði, þar sem þettg yrði nánar rætt og gerðar samræmdar tillögur fyrir Norðurlöndin öll. tókst þeim að komast í land. Skyggndust þeir um eftir Val- geiri stýrimanni, en sáu hamn hvergi. Er þeir lögðu af stað til byggða var dimmt orðið og svarta þoka. Gengu þeir brátt fram á síma- línu, sem liggur milli Selvogs oig Þorláksbafnar og fylgdu henni. Leiðin var ill yfirferðar, 'hraun og eggjagrjót, en Unn- steinn var skólaus, og gekk von bráðar upp áokka sína í hraun- inu. Til borlákshafnar komu skipbrotsmennirnir mjög þrekað ir um miðnættið og hafði skip- stjórinn orðið að styðja Unn- stein síðasta klukkutímann, enda fvar hann þá orðinn blóðrisa mjög á fótunum. Þegar skipsbrotsmennirnir komu til Þorlákshafnar var þeim tekið með kostum og kynjum. Menn úr slysavarnadeildinni Mannbjörg fóru þegar á slysstað- inn. Höfðu þeir með sér sterka ljóskastara og leituðu í fjörum en fundu Valgeir ekki. Var hann enn ófundinn í gærkvöldi. Bátinn sáu leitarmenn hins vegar í brimgarðinum og var hann heillegur að sjá. Síðari hluta dags í gær var báturinn hinsvegar mölbrotinn. Mb. Helgi Hjálmarsson var 20—30 tonn að stærð og eigandi var Hlöðver Helgason, skipstjóri. Keypti hann bátinn fyrir þrem- ur árum. Kunnugir telja það einstakt kraftaverk að nokkur maður skyldi sleppa lifandi úr þessum háska. Er þess skemmst að minn- ast að fyrir nokkrum árum fórst öll áhöfn mb. Varðar, fimm menn, á svipuðum slóðum í brim- garðinum, án þess að menn í landi, sem til staðar voru, gætu nokkuð aðhafst. Einn árekstranna 23 bílar í árekstrum á 51/2 tíma í gær — mikið annriki hjá lögreglunni LAUST eftir kl. 12 í gær var ekið á eldri konu á Mikla- torgi, og þar með hófst mikið annríki hjá lögreglunni. 15 mín. síðar varð árekstur á horni Rauðarárstígs og Miklu- brautar, steinsnar í burtu, og aftur laust fyrir eitt á horni Rauðarárstígs og Flókagötu. Klukkan eitt varð árekstur milli fólksbíls og strætisvagns á horni Miklubrautar og Grensásvegar, og þrem stund- arfjórðungum síðar í Sætúni. Laust fyrir l.lukkan þrjú urðu tveir árekstrar, þrír bílar lentu saman á Suðurlands- braut og tveir á homi Löngu- hlíðar og Flókagötu. Hafði þar með orðið árekstur á þremur hornum Klambratúns á sömu fjórum tímunum. Laust fyrir klukkan fimm varð svo árekst ur þriggja bíla á horni Bræðraborgarstígs og Vestur götu og á sama tíma í Borg- artúni, gegnt Bifreiðaeftirlit- inu. Á næsta hálftíma urðu síðan árekstrar á horni Tryggvagötu og Kalkofnsveg- ar og í Brautarholti. Ekki þurfti samt að grípa til sjúkrabifreiðar í árekstr- um þessum, en margir bílanna munu hafa skemmzt mikið, en þeir eru 23 talsins. Langt var eðlilega frá því að slysadeild lögreglunnar ann- aði þessu, og vegna þess að ölvun var venju fremur mikil í gær var tæpt á því að lög- regluliðið í heild gæti annað þessu álagi. Læknar svara lögfræði og lögmenn læknisfræði VETRARSTARF Stúdentafélags Reykjavíkur er nú að að hefjast. Félagið gengst fyrir kvöldvöku í Glaumbæ á föstudaginn n. k. Á kvöldvökunni mun Kristinn Hallsson/syngja negralög. Séra Sveinn Víkingur rifjar upp gamlar minningar frá náms- og starfsárunum. Að lokum verður nýstárleg keppni milli lögfræðinga og lækna en lögfræðingar verða spurðir út úr læknisfræði og læknar út úr lögfræði. Þessum þætti stjórnar Friðfinnur Ólafs- son, forstjóri, en dr. Björn Sig- fússon, háskólabókavörður, verð ur prófdómari. Fulltrúar lækna í keppni þess- ari eru Björn L. Jónsson, ólaf- ur Tryggvason og Úlfar Þórðar- son, en lögfræðingarnir eru Páll Árni Thorsteinsson tónslcóld látinn ÁRNI Thorsteinsson tónskáld lést að Landspítalanum í gærkveldi 92ja ára að aldri. Hafði hann ný- lega orðið fyrir slysi er hann hrasaði á götu. Var hann þá lagð ur í sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Árni Thorsteinsson var sonur Árna Thorsteinssonar fógeta og Sofíu Hannesdóttur Johnsen. — Hann varð stúdent árið 1890 og átti því 72 ára stúdentsafmæli á s.l. vori. Var hann elzti stúdent iandsins. Hann lauk heimspeki- prófi frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1891 og las síðan um skeið lög við háskólann. Síðan lærði hann ljósmyndasmíði og stundaði Ijósmyndanir í Reykja- vík í rúmlega 20 ár. Einnig var hann lengi starfsmaður Sjóvá- tryggingafélags íslands og Lands banka íslands. Árni Thorsteinsson var þjóð- kunnur maður fyrir tónsmíðar sínar og var áratugum saman meðal vinsælustu tónskálda þjóð- arinnar. Líndal, Sigurður Baldursson og Sveinn Snorrason. Ekki er að efa, að keppni þessi verður mjög tvísýn og mik il vísindi borin á borð fyrir við- stadda. Síðar í þessum mánuði gengst félagið svo fyrir almennum um- ræðufundi, sem verður nánar sagt frá, er þar að kemur. Félagsvist GARÐAHREPPUR OG NÁGRENNl Hefjum á ný félagsvlstina á fimmtudagskvöld nk. kl. 8,30 að Garðaholti. Sjálfstæðisfélag Garða- og Ressastaðahrepps. Cóð sala Hauks TOGARINN Haukur seldi í Brem erhaven í gær og fyrradag 1®1 tonn fyrir 196.300 mörk. Freyr selur í Þýzkalandi 18. og Hvalfell 22. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.