Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORGl' NBLAÐItí Fimmtudagur 18. októb'er 1962. Aðild Dana að EBE rædd eftir mánuð BRtíSSEL, 17. okt. (NTB). FRÁ því var skýrt í Brussel í dag að umsókn Danmerkur um aðild að Efnahagrsbandalagi Ev- rópu verði tekin til umræðu hjá ráðherranefnd bardalagsins 15. eða 16. nóvember n.k. Ósenni legt er að unnt verði að halda nema bennan, eina ráðherrafund um aðild Danmerkur á hessu ári. Tilkynnt hefur verið að Per Hækkerup utanríkisráðherra Dana muni sitja fundinn af þeirra hálfu. Áður en fundurinn hefst með fulltrúum Danmerkur, verða nýj- ar samningaviðræður I Brussel um aðild Breta að bandalaginu. Hefjast þær um 25. þ.m. eftir að Edward Heath aðstoðarutanrík- Noregur • • / Orygg- /srdð/ð 8AMEINUÐU þjóðiraar, New York, 17. okt. (AP). Allsherjar- þing SÞ kaus í dag fjóra nýja fulltrúa í Öryggisráð SÞ, en í ráðinu eiga sæti fulltrúar 11' þjóða. Allsherjarþingið átti nú •C kjósa fjóra fulltrúa, en skil- yrði fyrir kosningu er að fram- fcjóðandi hljóti tvo þriðju greiddra atkvæða. Ekki náðist samkomulag um fjórða fulltrú- ann. Kosnir voru fulltrúar Noregs, Brasilíu, Filipseyja til að taka við sætum þeim, er írland, Chile og Rúmenía skipuðu á siðasta þingi. En þegar kjósa átti í sæti, sem Arabíska sambandslýðveldið skipaði síðasta ár, voru í fram- fcoði fulltrúar Marokkó og Nig- eríu, og náði hvorugur tilskild- um meirihluta. Var atkvæða- greiðslu haldið áfram þar til 73 riki greiddu fulltrúa Marokkó atkvæði en 35 Nigeríu. Sjálfstæðis- kvennafélag stofn að á Akranesi Akranesi, 17. okótber. ÞRIÐJUDAGINN 9. október sl. var stofnáð Sjálfstæðiskvenna- félag Akraness. Stofnendur voru á annað hundrað. Félagið hlaut nafnið Bára. í stjórn voru kosnar: frú Sig- ríður Auðuns, formaður, frú Ragnheiður Þórðardóttir, ungfrú Anna Finnsdóttir, og ungfrú Erna Guðmundsdóttir. í varastjórn eru frú Stefanía Sigurðardóttir og ungfrú Svava Ingólfsdóttir. — Oddur. alþincis sam. Alþingis fimmtud. 18. okt. kl. 1% miðdegis. Fyrirspurn: Mismunur gjald- eyrisandvirðis. — Hvort leyfð skuli. — Dagskrá efri deildar Alþingis að loknum fundi í sam. þingi. 1. Landsdómur, frv. — 1. umr. 2. Ráðherraábyrgð, frv. 1. umr. 3. Öryggisráðstafanir gegn geisla virkum efnum, frv. — 1. umr. Dagskrá neðri deildar Alþingis að loknum fundi í sam. þingi. 1. Efnahagsmál, frv. — 1. umr. 2. Ríkisábyrgðir, frv. — 1. umr. isráðherra hefur setið ráðstefnu Fríverzlunarsvæðisríkjanna sex, sem hefst í Osló á sunnudag. Á fundinum í nóvember munu full- trúar Danmerkur leggja áherzlu á að samningum verði hraðað, þannig að Danir geti sem frekast fylgtBretum.Einnig munu dönsku fulltrúamir í eitt skipti fyrir öll reyna að kveða niður orðróm um að þeir fái aukaaðild að Efna- hagsbandalaginu. Stefna Dana er óbreytt, og hafa þeir fengið stað festingu á því frá öllum banda- lagslöndunum um að á þá sé lit- ið sem umsækjendur um fulla og óskerta aðild. Dönsk aukamynd um fiskisöfnun í STJÖRNUBÍÓI er um þessar myndir sýnd dönsk aukamynd frá fiskisafninu í Charlottenlund. Getur þar að líta ýmsar fiskteg- undir, sem sjaldgæfar eru í fiski- söfnum. Ættu allir þeir sem áhuga hafa á fiskisöfnun að sjá mynd þessa, því hún er í senn fróðleg og skemmtileg. Hans Hólm sem búsettur er hér í Reykjavík fékk kvikmyndina að láni frá formanni fiskisafnara- félagsins í Kaupmannahöfn. Sýningin á málverkum Kristínar Jónsdóttur í Bogasalnum hefur vakið mikla athygli. — A sýningunni eru 19 olíumálverk, sem listakonan málaði á síðustu árum ævi sinnar. Sýningin er dagiega opin frá kl. 2—10 e. h. — Myndin hér að ofan er af einu málverka hennar: Ur Almannagjá. — Dáist oð uppgangi ís- lenzks efnahagslífs íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kanada — Rœtt við kanadiska sendiherrann HÉR á landi er nú staddur sendi- herra Kanada á íslandi hr. Louis E. Couillard og frú, en sendiherr- an hefur aðsetur í Osló. Hr. Couillard kom hingað sl. mánu- dag og mun dveljast hér í viku. Eitt helzta erindi hans hingað var að ganga frá samningi milli íslands og Kanada um að fella niður vegabréfsáritunarskyldu milU landanna, og var sá samning ur undirritaður í gær. Þurfa þá íslenrzkir ferðamenn ekki lengur að fá vegabréfsáritun til Kanada, né Kanadamenn hingað frá og með 1. nóvember að telja. Fréttamaður Mbl. hitti Coulli- ard sendiherra að máli að Hótel Sögu í gær. Sendiherrann er miðaldra maður, og býður af sér óvenju góðan þokka. Hr. Couillard sagði m.a. að umræddur samningur Kanada og íslands væri þess eðlis að íslenzk ir ferðamenn gætu farið til Kanada og dvalizt þar í þrjá mánuði án þess að fá vegabréfs- áritun, eins og áður hefði verið. Að þessum þremur mánuðum liðnum væri síðan hægt að sækja um framlengingu dvalar til kanadiska útlendingaeftirlitsins. Kanadamenn myndu njóta sömu réttinda hér. ísland eitt fárra landa. Sendiherrann sagði að unnið hefði verið að samningi þessum um nokkurt skeið og væri ísland eitt fárra landa, sem Kanada- menn hefðu átt slíkar samninga- viðræður við. Þetta er í annað sinn, sem sendiherrann kemur til íslands, en hann afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt í febrúar sl. Hr. Couillard sagði að hann dáðist mest að hinum mikla upp- gangi í efnahagslífi landsmanna. Hinn nýi sendiherra ítalíu, herra Silvio Danco, afhenti í gær forseta Islands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. — Myndin var tekin við að tækifæri. Allstaðar gæti að Iíta fram- kvæmdir Og lífskjörin hér væru sambærileg við það sera bezt gerðist í Skandinavíu. Loks lauk sendiherrann miklu lofsorði á starf Hallgríms Hall- grímssonar, aðalræðismanns Kanada á fslandi. Sendiherrahjónin ráðgera að ferðast um Spðurland um helgina og fara m.a. á Þingvöll, að Gull- fossi og Geysi og e.t.v. til Víkur í Mýrdal. Heimleiðis halda þau á mánudag eða þriðjudag. Rafmagnslína að Heydölum Breiðdalsvík, 17. okt. BYRJAÐ var í dag á lagningu rafmagnslínu frá Breiðdalsvík að Heydölum. Þegar verkinu er lok- ið fær barnaskólinn, kirkjan og félagsheimilið rafmagn, auk nokk urra sveitabýla. — Fréttaritari. Louis E. Couillard, sendiherra Síldarleitin Á FUNDI sameinaðs þings í gær gerði Jón Skaftason grein fyrir tillögu til þingsályktunar þess efnis, að gerðar verði ráðstaf- anir til þt--, að síldarleit eigi sér stað allan ársins hring allt umhverfis landið. Meðflutnings- menn tillögunnar eru Eystemn Jónsson og Ólafur Jóhannesson. Eysteinn Jónsson (F) lagði þá fyrirspurn fyrir ríkisstjórnina, hvort ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að síld...leitin hæf ist og hvenær það yrði. Tók hann í sama streng og Jón Skaftason um mikilvægi þess, að henni yrði haldið uppi allt árið ui. kring. Þá kvað hann ríkisstjórnina eiga að ganga á milli í síldardeii- unni og ef ekki vildi betur til, greiða sérstaka tækjcuppbót til að jafna metin, svo að endarnir næðu saman. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- rááherra skýrði frá því, að sjáv- arútveg'.málaráðuneytið hefði undirbúið síldarleitina. Hefði það á hendi 250 tonna skip, búið full- komnustu leitartækjum. Því mið- xr gæti Jakob Jakobsson ekki haft yfirumsjón með leitinni, þar eð nauðsynlegt væri að hann ynni að því að vinna úr þeim gögnum, sem hann hefði safnað að sér á s.l. sumri. En hins vegar . undi Jón Einarsson skipstjóri hafa leitina á hendi, en hann værl annar hæfsti maðurinn til þess. Af hálfu sjávarútvegsins væri því ekkert til fyrirstöðu, að leitin hæfist strax, aðeins væri beðið eftir því að vimiudeilan l.ystsL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.