Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. október 1962. MORGV1SBLAÐ1Ð Útsýní yfir síldve'iðiflotann. Sigiutrén eins og skógur að vetrarlagi. Beðið yfir síidarflotan- um í Reykjavíkurhöfn ARAGRÚI síldarbáta liggur nú við landfestar, enda þótt vetrarsíldveiðin ætti fyrir löngu að vera hafin. Samning- ar um kaup og kjör sjómanna virðast ganga hægrt, en mark- aður hins vegar geysi mikill fyrir væntanlegan afla. í Reykjavíkurhöfn er fjöldi báta við bryggju. Svipur at- hafnaleysis og deyfðar ríkir yfir flotanum, en fáeinir sjó- menn sjást þó á stjái. Sumir eru eitthvað að dytta að bát- unum, en margir standa aðeins með hendur í vösum og ræða saman um landsins gagn og nauðsynjar. Fréttamaður Mtol. brá sér út á Grandagarð, stökk um borð í aflaskipið fræga, Höfr- ung II. frá Akranesi og hitti þar að máli 2. vélstjóra, Hall- grím Ólafsson, sem var eini skipverjinn um borð. „Hvað segir þú í fréttum? Hallgrímur." „Það er nú heldur lítið.“ „Eitthvað hlýtur þú nú að geta sagt mér um hljóðið í þér og félögum þínum, vegna þessara tafa“. „Ekkert nema það, að við erum flestir mjög óánægðir með gerðardóminn í sumar". „Jæja, hver var hásetahlut- urinn hjá ykkur á sumarsíld- veiðinni?'1 „141 þúsund krónur." „Ég vona að úr rætist og þið komizt bráðum á sjóinn aftur.“ ★ Næst urðu á vegi Mbl. 3 menn, er stóðu á bryggjunni í dynjandi rigningu, sem ný- lega var skollin á. Menn þess- ir voru: Kjartan Ingimundar- son. stýrimaður og Gísli Odd- sveinsson, kokkur báðir á mib. Sólrúnu, sem er eign Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík, og Guðmundur Jóhannsson, starfsmaður Einars, sem er hér fyrir sunnan. „Er ykkur ekki farið að leiðast aðgerðarleysið?" „Jú, mér finnst fríið orðið (Ljósm. Sv. Þorm.) nógu langt", sagði Kjartan „Það er víst áreiðanlega satt", samsinnti Gísli. „Það þýðir ekki að bíða eft- ir þessu," sagði Guðmundur, „ætli við sendum ekki skipið bara til útlanda". „Til útlanda?" i „Já, til Noregs að sækja Kolkrabba, „það er óskaplegt kolkrabbaleysi á Vestfjörðum. Einhverju verður að beita á vertíðinni". „Var ekki fryst nóg síld?" „Jú, en það verður að hafa smokkfiskinn með.“ „Ekki fer báturinn tómur út, er það?“ „Nei, við förum sennilega með refafóður, en við skulum samt vona, að samið verði áður en til þess kemur, að við förum að standa í vöruflutn- ingum." „Það vona ég líka.“ ★ STAKSTEIHAR „bi^ííhp* Moskvumálgagninu tókst vel til við fyrirsagnarvalið á forystu- grein sinni í gær. Verður ekki efni greinarinnar betur lýst en með nafngift höfundarins sjálfs: „Blekkingar". Heldur hann þar fram þeim helberu ósamnindum, að „Morgunblaðið, málgagn for- sætisráðherrans, (hafi) skýrt svo frá, að bæði eldflaugar og kjarn- orkusprengjur hefðu fylgt flug- vélunum til íslands", (!), þ.e. hin um nýju orustubotum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. — Eims og allir þeir vita, sem fylgzt hafa með umræðunum um þessi mál undanfarna daga, og jafnvel Einar Olgeirsson vitnaði rétt í við umræður á Alþingi fyrir skömmu, sagði í grein þeirri, sem birtist hér í blaðinu, um hinar nýju orustuþotur, að m.a. væri HÆGT að búa þær litlum flugskeytum gegn öðrum flugvél- um — og þessi skeyti er HÆGT að hlaða kjarnorku". Virðist mönnum ekki full ástæða til að koma þvi á fram- færi við Sameinuðu þjóðirnar, hvort ekki sé rétt að láta bar- áttu þeirra gegn ólæsi í heimin- um ná til fleiri en hinna van- þróuðu þjóða? Kjartan, Guðmundur og Gísli í þungum þönkum. Skipverji á Guðmundi Þórð- arsyni (Ljósm. S. Þorm.) — Skotnar niður Framhald af bls. 1. yfir kínverskt land. Hinsvegar hafi kínverskar flugvélar aldrei brotið lofthelgi Indlands. Bæði Indverjar og Kínverjar skýra frá árekstrum á landa- mærunum í gærkvöldi, og saka hvorir aðra um að eiga upptökin. í Nýju Delhi var tilkynnt að kínverskir hermenn hafi skotið á indverska hermenn, sem neydd ust til að svara skot'hríði.nni. Enginn Indverji féll í þessum átökum, segir í fréttinni. Fréttastofan Nýja Kína segir hinsvegar að indverskir her- menn hafi ráðizt á kínverska varðstöð á landamærunum hjá Chedong. Skutu Indverjar á varð stöðina úr rifflum og vélþyssum, en skotthriðinni var ekki svarað, segir fréttastofan. (Ljósm. Sv. Þorm.) Skyndihappdrœftið Gerið skil merfts Sennilega hafa íá félagssam- tök, sem stofnuð hafa verið hér á landi á síðari árum, vakið meiri athygli og umtal á sínn fyrsta aldursári en Varðberg, félag ungra áhugamaruna um vest ræna samvinnu, sem stofnað var fyrir 1 ári af ungum mönnum úr öllum lýðræðisflokkum þjóðar- innar. Á fyrsta aðalfundi félags- ins, sem haldinn var fyrir nokkr- um dögum, kom líka fram, að til þessa hefur vel verið starfað og mikið áunnizt i þvi að kynna hugsjónir vestrænn.ar samvinnu meðal íslenzku þjóðarinnar. Með fundum sínum víða um land hef- ur félagið stóreflt skilning lands- manna á nauðsyn íslendinga til samvinnu við aðrar lýðræðis- þjóðir um öryggismál sín. Af þessum sökum hafa umboðsmenn hinnar kommúnisku heimsvalda- stefnu hér á landi lagt svo skefja laust hatur á samtökin, að slíks munu fá dæmi, enda eiga þeir vissulega um sárt að binda af þeirra völdum. En þetta hatur og hræðsla blýtur aðeins að verða félaginu hvatnin- í starfi þess i framtíðinni, því að það sýnár, svo ekki verður um villzt, að starf þess hefur borið tilætlaðan ár- angur. Þýðingarmiliið verketni framuntkm En þó að svo vel hafi tekizt í starfi Varðbergs til þessa og segja megi, að draugur hinna svoköll- uðu „hernámsandstæðinga" hafi verið kveðinm niður, bíða þó mörg verkefni þeirra manna, sem vinna vilja að aukinni þátt- töku íslendinga í vestrænná sam- vinnu. Eitt mikilvægasta verk- efni félagsins í náinni framtíð hlýtur að verða það að beita sér ásamt öðrum aðilum fyrir hlut- lausri fræðslu um hina þýðingar- miklu samvinnu Vestur-Evrópu- þjóðanna á sviði efnahagsmáia. Þessi samvinna mun vissulega hafa mikla öýðingu fyrir íslend- inga sem aðrar þjóðir heimsins um ófyrirsjáanlega framtí?. Er þess því brýn þörf, að sem gleggstar upplýsingar fáist um allar hliðar hennar og þætti. Og í þessu efni hefur Varðberg ýð- ingarmiklu hlutverki að gegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.