Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. október 1962. MORGVNBLAÐIÐ 13 Fró Stokkhólmi eftir Jóhann Hjálmarsson Stokkhólmi í september. ÁRIÐ 1919 var ár mikilla at- burða í lífi þýska málarans Kurts Sohwitters (1887-1948). Þá hóf hann að gera myndir sem voru ólíkar flestum öðrum mynd!list- arverkum þessa tímabils. Þær voru ekki málverk í líkingu við fyirstu verk hans sem voru ex- pressjónisk, heldur nýjar mynd- ir samsettar úr tvinina'keflum, Ikerruhjólum, dagblaðaúrklipp- uan, strætisvagnamiðum, mat- seðlum,, skósólum, fjöðrum, kuð ungum, glerbrotum. Þetta var fest á flötinn með lími, vír eða nöglum. Að sjálfsögðu litu marg ir á myndirnar sem verk geð- sjúks manns, aðrir formæltu til- raunum Sohwitters og sumir létu hann kenna á hnefum sínum. Það var erfitt að vera dirfskufullur ungur maður á þessum túnum með hugann fullan af sýnum sem áttu eftir að verða hengd- ar á veggi frægra iistasafna um allan heim sem tákn um fram- þróun listarinnar. Kurt Sohwitters hafði stund- að nám í mörg ár við listahá- skóla. Hann hreifst af kúbisman um. Án efa hafa miyndir Pic- assos og Braques frá 1912, þar sem þeir ýmist máluðu eða límdu inn fyrirsagnir blaða, haft úrslitaáhrif á hann. En hann átti eftir að halda miklu lengra en þeir, og fáir hafa gengið eins langt og hann í gerð mynda sem í fyrstu virðast aðeins framleidd ar í sama tilgangi og dadaism: inn: hneyksla fólk og æsa til andstöðu. En við nánari athuig- un kemur í ljós að þær eru verk rmanns með skírar hugmyndir um listina. Hann var ekki ein- göngu mlálari heldur einnig skáld og hefur I ljóðum sínurn túlkað kenndir sínar með sam'Setningu ýmissa hljóðbrigða. Hann hafði yndi af að lesa upp og samdi fjölda greina um listir, var rit- stjóri tímarita og stofnaði sjálf- ur ri't sem bar náfn þeirrar stefnu sem kennd er við hann: MERZ. Nafnið varð þannig til að í klippmynd einni eftir Schwitters var hluti úr auglýs- ingaspjaldi frá „ComMERZ und Privatbank". Orðið Merz varð síðan heiti liststefnu hans. í Bandaríikjunum er hann til dæm is aldrei kallaður annað en Merz Sohwitters. Þótt Schwitters væri alvöru- miaður og viss um sitt mi'kilivæga hlutverk, átti hann líka til gam- ansemi. Hana má ráða af mynd einni, sem auk brúnna leður- búta er búin til úr ljósmynd af Ætlar að taka bílpróf BREZKU blöðin hafa skrifað mikið undanfarið um kennslu konuna Margaret Hunter, sem er hálfsjötug, og tilraunir faennar til að ná sér í öku- skírteini. Sagan hófst á mánu dag í fyrri viku, eftir fertug asta og fyrsta ökutímann henn ar. >á sat hún alein eftir í- kennslulbifreiðinni, því öku- maðurinn lagði á flótta hróp andi: Þetta er sjálfsmorð. Á miðvikudaginn fékk hún vin konu sína til að segja sér til, en ók þá á vörubifreið, sem var fyrir henni á veginum. En ungfrú Hunter var alls ekki af baki dottin, og á laugar- dag mætti hún hjá yfirvöld unum til að ta'ka ökuprófið. Þetta er í stuttu máli hvernig prófið gekk: Kl. 9,25 ræsir hún vélina, en gekk erfiðlega að finna fyrsta gír. Vélin drap á sér. Kl. 9,33 tókst henni að koma bifreiðinni af stað eftir sex tilraunir. Kl. 9,38 nam hún staðar til að svara spurningum prófdóm arans, Richards Greens. Er hún ók af stað að nýj% lenti hún upp á gangstétt. Kl. 9,40 komst hún af stað og ók yfir vegamót á móti rauðu Ijósi. Kl. 9,48 átti hún að snúa við á götunni. Þegar hún ók áfram vai hún nærri komin á járnhlið við húsagarð, en aftur á bak ók hún svo upp á gangstétt. Kl. 9,55 var hún komin til baka að ökuprófsstöðinni og lagði bifreiðinni bar — í rúm lega metersfjarlægð frá gang stéttarbrún. Að prófinu loknu sagði Ritíhard Green: Eg felldi úng frú Hunter, en það er bann að að segja hvers vegna. Eg hef verið prófdómari hjá 20 þús ökumönnum, en bað var ýmislegt nýstárlegt, sem kom fyrir nú. Og ungfrú Hunter sagði: Herra Green var mjög kurteis. Hann sagði að mjög margir féllu við fyrstu tilraun og ráð lagði mér að koma aftur eft- ir mánuð. Og það ætla ég að gera. Eg veit að ég get náð prófinu. virðul'egum, einkennisklæddum enskum herramanni. Á myndina er letrað: „This was before HRH the late Duke of Clarenoe & Av- ondalie. Now it is a MERZ-pict- ure. Sorry.“ Nánustu samstarfsmenn Schwitters voru þeir Hans Arp, skáldið Tristan Tzara, Rauol Hausmann og Théo van Does- burg. Fyrstu ljóð sín orti Schwitt ers undir áhrifum frá August Stramm. Meðal þeirra manna sem hann efndi til sýninga með voru þeir Paul Klee, Otto Gleieh mainn og myndlhöggvarinn Wil- helm Gross. Þegar Adolf komst til valda með sinn djöflafans voru rif Sehwittens brennd og mynd'ir hans læstar inni. Hann var ekki handtekinn en aðstæðurnar heima fyrir voru það ískyggileg' ar að hann kaus að hverfa úr landi. Hann varð meðal annars að skilja eftir risavaxna Merz- byggingu, sem hann hafði kom ið fyrir í húsi sínu í Hannover f loftárás árið 1943 varð húsið fyrir sprengju og eyðilagðist þar með Merzmiyndin. Sohwitters hélt til Noregs 1936, en því landi hafði hann áður heil'last svo af, að hann dvaldi þar mánaðarlega á hverju sumri með fjölskyldu sinni. Hann dáðist af norskri nátt úrufegurð, og málaði landslagis- myndir frá Noregi. Hann sagði aldrei að failu skilið við gerð landslagsmynda, þrátt ' /*'r nýj- ar tjáningaraðferðir. En í landi trúboðsins var heldur þröngt um menn með skap Kurts Schwitt- ers og þegar hann sótti um að fá að taka þátt í haustsýningu Kristjaníubæjar (Oslóar) var honum vísað á dyr. Hann hafði tæplega lokið við að byggja nýja Merzbyggingu ásamit syni sínum, þegar Adolf teygði sinn brúna arm alla leið til Noregs- dala og flýði þá Schwitters taf- arlaust til Englands með fjöl- skyldu sína. Um borð í ísbrjótn- um „Friðþjófi Nansen“ gekk hann um með bjarkarbút í öðr- um vasanum ag hvíta mús í hin- um. Sína heittelskuðu mús vildi hann ekki skilja eftir, ekki einu sinni hún skildi verða nasism- anum að bráð! Hann tálgaði björkina til með litlu/m hníf og úr henni varð eitt af þeíkktustu verkum hans: Litaður hálfmáni. Englandsdvölin var frjósamt tímabil í listsköpun Kurts Schwitters, hann tileinkaði sér meðal annars súrrealiskan tján- ingarmáta sem áður hafði verið honum víðs fjarri. Nú var hann farinn að kenna illilega á hjarta- sjúkdómnum sem varð bana- mein hans. Hann var sístarfandi eljumaður og þrátt fyrir beiðni vina sinna um að fara sér hægt gegndi hann því engu. „Ég hef svo nauman tíma“, var alltaf svarið. í Stokkhólmi er þessa dagana haldin stærsta sýning sem nokk- urntíma hefur verið haldin á verkum Kurts Schwitters. Son- ur listamannsins, Errnst, hefur séð um sýninguna og skrifað um föður sinn fróðlega grein í sýningareikrána. Enginn sem fylgst hefur með mynddist síðari tima varpar lengur rýrð á starf Kurts Sohwitters. En verk hans eru enn í dag deiluefni manna. Það sem var markmdð braut- ryð[jandans Sohwitters var að sýna það og sanna að olíulitir og strigi eru ekki einu tækin sem myndlistarmanni ber að til- einka sér. Á gönguferðum sin- um átti hann það til að hirða muni sem lágu á götunni. Það sem aðrir álitu gagnlaust rusl var honum mikilvægt efni til listsköpunar. Margir hefðu ef Ein mynda Kurts Schwitters liaust brosað ef þeir vissu í hvaða tilgaogi þessi hávaxni, festulegi maður notaði gamla leppa inn- an úr skóm eða farmiða lestar- innar sem blés reiðilega á leið til Amsterdam. Nýir menn koma fram og halda áfram þar sem hann end- aði. í Stokkhólmi er haldin önn- ur sýning, sem mjög gaman er að skoða eftir að hafa dvalið drjúga stund í félagsskap Kurts Sohwitters. Það er Sænsk- franski listasalurinn sem gengst fyrir þessari sýningu. Nefnist hún „Tendenser í konsten." Mynd eftir Arman (f. 1929) er þannig gerð, að úr rauðum trékassa gapa myndavélar af ó- líklegustu gerðum við áhorf- endum. Önnur mynd eftir Arm- an er innvols úr útvarpstæki. ÍTean Tinguely (f. 1925) sýnir líka útvarpsmynd ásamt tveimur myndum úr vélaúrgangi. Hann er einhver þekktasti maður hinn ar svonefndu hreyfilistar, leyf- ir sér atilt að því er virðist. Tingu ely er alis ekki fjarri því að vera skemmtilegur hugmyndamaður á köflum ei.fiis og fleiri menn þessarar stefnu. Ég hef áður minnst á hreyfiHstina í greinum mínum og þann mann em fyretur kynnti okkur íslendinguim list þessa: Diter Rot. Á sýningu í Ás mundarsal sem hann tók þátt í voru margir furðu lostnir en þeir yrðu ennþá skrítnari á svipinn ef þeir fengju tækifæri til að spásséra um Sænsk- franska Hstsalinn í Stokkhólmi. Auðvitað endurtekur sig alltaf gamla sagan. Það er enginn kjal- vegur frá Sohwitters til Tingu- ely og Diter Rot er skyldur þeim báðum. Sýningunni hér í Stokkhólmi er ætlað að sýna margbreytileg- ar tilihneigingar listarinnar, og þar eru lika verk eftir Hans Hartung og Dubuffet (Báðir löngu viðurkenndir málarar) og skáldið franska Henri Michaux. Miohaux er hvorttveggja, eitt- hvert athyglisverðasta skáld nú- tímaljóðagerðarinnar og einhver sérkennilegasti persónuleiki myndlistar nútímans. Myndir hans eru á sama hátt og myndir Wols (1913-1951) landabréf innri vitundar. Tveir Svíar sýna líka, þeir Öyvind Fahlström (f. 1928) og Carl Frederik Reut- erswárd (f. 1934). Fahlström er súrrealiskur í túlkun sinni en myndir Reuterswárd minna á ljóð hans. Hann hóf feril sinn sem skáld og hefur gefið út bók sem er eins og nafnaskrá, en hef- ur að sögn því hluverki að gegna að vekja sömu áhrif og önnur ljóð. \ Það sem vakti athygli mína & þesisari sýningu var rmeðal ann- ars hversu margar myndanna voru seldar. Hafa Svíar svona mikinn áhuga fyrir nútímalist? Mig grunar að þannig sé. Stokk- hólmur er ein þeirra borga sem hefur mikið að bjóða þeim sem vilja fylgjast með því ferskasba í listinni. Sænsk listagagnrýni er með menningarbrag. Forráða menn virðulegra safna eru ekiki feimnir við að halda sýningar á verkum manna sem tefla á tæpasta vaðið I leit sinni að því sem þeir álíta verðmætt. Ég kom í glæsilega bókaverzl un við Sveavágen. Þar sat lág- vaxinn, gráhærður maður: Elis Eriksson, innanum myndir sem hann hafði gert úr tré. Með því að líma viðinn saman og negla urðu til samisetningar í abstrakt stíl, sem hann síðan rissaði á með bláum eða rauðum blýanti athugasemdir sínar um tilveruna Að lokum: Ég efast ekki um að allir þessir menn sem ég hef minnst á vinni alvarlega að list sinni með því að benda okikur á ótæmandi möguleika listarinnar, hafa þeir miklu hlutverki að gegna. Þeir eru staddir í heimi sem leyfir listamnninum það frjálsræði sem honum er nauðs ynlegt til að vinna að málum sínum. Hvort sem þeim hefur tekist vel eða illa að túlika hug- myndir sínar mun ef til vill sið- ar koma í ljós. Listinni er ek'ki og má ekki verða sett nein tak- mörk. Hún verður aldrei ráðin eða kennd. í Hafnarfirði AFGREIOsLA Morgunblaðs- ins í Haínarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50-374. Fastakanpendur Morgun- blaðsins í dænum, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslunni strax við vart. Þá eru kaupendur er flytj ast búferlum beðnir að til- kynna afgreiðslunni að Arnar hrauni 14, um hið nýja heim ilisfang sitt. í Kópavogi KAUPENDUR Morgunblaðs- ins í Kopavogskaupstað er ekki fá blað sitt með skilum eru beðnir að gera afgreiðslu Morgunbla ðsins í bænum, að Hlíðarvegi 35, síma 14-9-47 að- vart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.