Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. október 1962. Innanhúsmót hefjast: 500 keppendur í Reykja- víkurmúti í handknattleik Ný skipan dómaramála U M helgina hefst tímahil innanhússíþrótta af fullum krafti. Það byrjar með Keykjavíkurmóti í hand- knattleik í öllum aldursflokk um karla og kvenna. Mótið verður sett á laugardags- kvöld af Baldri Möller, for- manni ÍBR en síðan verða 16 leikdagar unz mótinu lýkur 9. des. með því að Reykja- víkurmeistarar karla og kvenna og sigurvegarar í ýmsum aldursflokkum verða sæmdir titlum og verðlaun- um — ár 7 meistaraliff karla Handknattleikurinn er önn- ur aðalgrein íþrótta í höfuð- staðnum. Ef skólahandknattleik- ur er tekinn með munu fleiri iðka handknattleik en nokkra aðra grein. íslandsmótið ár hvert er fjölmennasta kappmót á landinu og Reykjavíkurmótið slagar hátt upp í það að vera eins stórt. I meistaraflokki karla nú taka þátt 7 lið. Sex þeirra koma fram á laugardaginn er mótið verður sett. Leika fyrst Víkingur og Val ur, síðan Fram gegn Ármanni og loks Þróttur gegn KR. Engu skal spáð um úrslit þessara fyrstu leikja ,en mest forvitni er í kringum Framliðið, sem innan fárra daga heldur til Danmerk- ur til þátttöku í Evrópubikars- keppni og er það í fyrsta sinn sem ísl. lið tekur þátt í slíkri keppni. ÞETTA er í 17. sinn sem Reykja- víkurmótið fer fram í hand- knattleik. Hefur nýkjörin stjórn dómarafélagsins skipað marka- dóimara á hvern leik, en á slíik- um starfskröftum hefur verið_ hörgull og hending hvernig úr rættist. Nú er einnig stjórnar- maður félagsins umsjónardóm- ari hvert kvöld og grípur inn í ef með þarf. Er þetta ánægjuleg nýbreytni og vonandi tekst hún vel. Jtr 500 þátttakendur Alls taka þátt í mótinu 35 karlaflokkar og 13 kvennaflokk- ar. Munu því keppendur vera um eða yfir 500 talsins. — í m.fl. karla eru 7 lið, í 2. flokki karla 9 í tveim flokkum. í 1. fl. karla 6 lið í 3 fl. 13 lið í tveim flokk- í kvennaflokkum er þátttaka lakari, aðeins 3 lið í meistara- flokki. í 2. fl. A er hins vegar 6 flokkar og 3 í 2. fl. B. ★ Á sunnudag Á sunnudagskv'öldið, annan leikdaginn, er dagskráin þannig að í 2. fl. kvenna mætast Vík- ingur — Fram; Ármann — KR; Þróttur — Valur. — í 3. fl. karla keppa þá KR gegn Val og Vík- ingur gegn ÍR. — í 2. fl. karla fara loks fram þrír leikir KR— Fram; ÍR — Valur og Ármann — Víkingur. Steinþór til Aspen að kenna hjá Stein IOÉH WHm MÉHMI STEINÞÓR JAKOBSSON, hinn kunni ísfirski skíðamaður, sem keppt hefur með ÍR síðan hann kom hingað suður, er nú senn á förum til Bandaríkjanna. Mun Steinþór halda utan um mánaðlamótin næstu og förin er farin til að taka við skíðakennslu á frægum skíðastað. Heldur Stein þór til Aspen og kennir við skóla Olympíumeistarans frá 1952, Norðtmannsins Stein Ertksen. Ekiki er afráðið hve lengi Stein þór verður ytra, en það verður að minnsta kostá veturlangt. Unnendur skíðaíþrótta fá því ekiki að sjá Steinþór í keppni í vetur, en Steinþór var sigur- sæll í fyrravetur Oig ávallt í fremstu röð. Frúoleikfimi í Langholtsskólo EINS og áður hefur verið skýrt frá hafa nokkur af íþróttafélög- unum gengizt fyrir frúaleikfimi víðsvegar um bæinn. í kvöld hefst slík starfsemi á vegum f.R. og verður hún í leik- Bikarinn á laugardag ÚRSLIT bikarkeppninnar hafa nú veriff ákveffin á laug- ardaginn kl. 15.30 e.h. og verff ur leikurinn á Melavellinum. Þaff eru Islandsmeistarar Fram og Reykjavíkurmeistar- ar KR sem mætast. KR-ingar verja bikar sinn en þeir hafa tvívegis unniff sigurlaunin, bikar sem Tryggingamiðstöðin gaf. Bikarkeppni í knattspyrnu vekur ætíff spenning enda er útsláttarfyrirkomulagiff til þess að auka á slikt. Hvernig liffin dragast saman, getur haft mikiff aff segja, jafnvel úrslitaáhrif. Liðin sem mætast hafa átt misjafna leiki í sum- ar, en þau hafa unniff sitt hvort stórmótið, KR Rvíkur- mótiff og Fram íslandsmótið. Önnur liff hafa komizt í „gott færi“ viff bikarinn meff mikl- um baráttuvilja og góðum leik, en þaff verffa hinir gömlu keppinautar sem berjast um hann nú. fimisal Langholtsskóla og hefst kl. 8,30. Verður kennt á mánu- dögum kl. 8.20 og fimmtudögum kl. 8.30. Hefur verið mikil aðsókn aS þeim stöðum, sem frúaleikfimi hefur verið tekin upp, og geta k„nur, sem búsettar eru í Lang- holti og Vogahverfi, sótt hress- ingaleikfimi í hverfinu, í Lang- holtsskóla. Etraut gleraugu og bílrúðu í Enska knattspyrnan -> Höskuidur Co&i r tekinn viÖ þjáliun ÍR INN ANHU SSÆFIN G AR frjáls- íþróttadeildar ÍR hófust í ÍR-hús- inu við Túngötu í vikunni. í vet- ur verða sérstakir æfingartímar fyrir stúlkur og drengi 16 ára og yngri. Kennari hefur verið ráð- inn Höskuldur Goði Karlsson, en hann hefur verið einn af beztu spretthlaupurum okkar Æfingatúnar deildarinnar KARLAR: Mánudagar kl. 8,50 til 10,30. Miðvitoudiaga kl. 5,20 til 7,10 sam aefing fyrir karla og drengi 16 ára og yngri. Föstudaga kl. 8. til 9.40. Laugardaga kl. 2.50— 4.25 stötokæfingar karla. Sunnu- daga kl. 3 til 5. STÚLKUR: Mánudaga kl. 8 til 8,50 og fimmtudaga kl. 6,20 til 7,10. DRENGIR: Samæfing með körlum kl. 5,20 til 7,10 á miðvikudöguim og svo er æfirig á föstudögum kl. 5,20 til 6,15. Nýir félagar geta látið innrita sig í æfingatímunum. Skemmti- og fræðslufundir verða haldnir í félagsheimilinu í vetur og þeir verða auglýstir sérstaklega. (Frá ÍR). ÞESSA sýn óttast allir mark- menn og þaff er ekki aff á- stæðulausu. Þeir íslendingar, sem séff hafa Jimmy Grea- ves undrast ekki aff Totten- ham vildi kaupa hann fyrir 100 þúsund pund frá Ítalíu. Hann er nú markhæstur manna í 1. deild í Englandi, þó affrir fylgi fast á eftir. Þessi fræga mynd var tek- in af honum á æfingu rétt fyrir keppnistímabilið í haust Skotið fyrir Ijósmyndarann tókst mjög vel eins og mynd- in sýnir, en ljósmyndarinn varff að gjalda nokkuð dýrt. Greaves skaut af honum gler- augun sem brotnuðu og síff- an hafnaði skotiff í bílrúðu, sem einnig lét undan. MARKHÆSTU leikmennirnir í Eng- landi eru nú þessir: 1. deild. Greaves (Tottenham) ........ 13 mörk Crawford (Ipswch) ........... 12 — Layne (Sheffield W.) ........ 12 — Jones (Tottenham) ............ 9 — Kevan (W.BA.) ................ 9 — 2. deild Clough (Sunderland) ..........14 — Hooper (Cardiff) ............ 11 — Allcock (Norwich) ............ 8 — Charles (Cardiff) ............ 8 — 3. deild 'áit (Halifax) ........... 15 Rowley (Shrewsbury) ........ 14 Ashworth (Northampton) .... 12 4. deild Hunt (New Port) .............. 16 — Chapman (Mansfield) ........... 12 — írska landsliðið, sem mætir því enska í Belfast n.k. laugardag er þannig skipað: Irvine (Linfield), Mag- ill (Arsenal), Elder (Burnley), Blanch flower (Tottenham), Neill (Arsenal) Nicholson (Manchester U.), Humph- ries (Coventry), Barr (Coventry), Mo Millan (Manchester U.), Mcllroy (Burnley) og Bingham (Everton), Staðan í ensku deildarkeppninni er nú þessi: 1. deild 1. Everton ...................20 stig 2. Wolverhampton ........... 19 stig 3. Burnley .................. 19 stig 4. Tottenham ................ 18 stig 2. deild 1. Huddersfield ............. 20 stig 2. Bury ..................... 18 stig 3. Sunderland ............ 17 stig 3. deild 1. Northampton .............. 21 stig 2. Notts County ............ 20 stig 3. Watford .................. 19 stig 4. deild 1. Oldham ................... 24 srtig 2. Manafield ................ 22 stg 3. Crewe ....................... 19 stig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.