Morgunblaðið - 19.10.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.10.1962, Qupperneq 1
24 siður 49. árgangur 233. tbl. — Föstudagur 19. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Aldrei meira sparifé Heillavænleg áhrif viðreisnarstefnunnar Öflugur gjaldeyrisvarasjóður höfuðnauðsyn VIÐ umræður á Alþingi í gær um efnahagsmálafrum- varp ellefu þingmanna Fram sóknarflokksins upplýsti við- skiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, að í lok september- mánaðar hefði sparifé lands- manna numið 3501 millj. kr. og hefði það aldrei verið meira í sögu íslenzku þjóðar- innar. — Gerði viðskiptamálaráðherra Hreinan meirihluta eða ég hætti — segir de Gaulle síðan grrein fyrir, hvaða þýðingu vaxtalækkun sú, sem i frumvarp inu er gert ráð fyrir, mundi hafa fyrir sparifjáreigendur. Athugun hefði leitt í ljós, að bankar og sparisjóðir hefðu greitt 476.6 millj. kr. í vexti þann tíma, sem núverandi vaxtakjör hafa gilt. En miðað við vaxtafótinn sem gilti fyrir þann tima 320,6 millj. kr. Ekki væru til nákvæmar tölur um greiðslur innlánsdeilda kaup- félaganna, en gera mætti ráð fyrir að heildarmismunurinn eftir því hvor vaxtafóturinn gild- ir, næmi 170 millj. kr. Er það því sú upphæð, sem framsóknar- menn telja, að sparifjáreigendur hefðu ekki átt að fá og spari- fjáreigendur hefðu ekki fengið, ef Framsóknarflokkurinn hefði mátt ráða. Gert er ráð fyrir, að meðal- sparifjárinnstæða nemi á næsta ári um 3900 millj. kr. En það jafngildir því, að sparifjáreigend- ur verða sviptir 78 millj. kr., ef tillögur framsóknarmanna verða að lögum. Þá upplýsti ráðherrann, að inn- borgað sparifé í Seðlabankann næmi 489.108 þús. kr. (þ.e. í lok septemiber. Eðlilegt væri, að menn spyrðu, hvers vegna hluti sparifjáraukningarinnar legðist inn í Seðlabankann. Er núver- andi ríkisstjórn tók við völdum, átti þjóðin engan gjaldeyris-vara sjóð. Varð að byggja hann upp með hluta af sparifjáireigm lands- manna og næmi hann nú 816 millj. kr. Ólafur í Edinborg ÓLAFUR Noregskonungur kom sl. þriðjudag í opinbera heimsókn til Edinborgar, og er það í fyrsta opinbera þjóð- höfðingjaheimsóknin til Skot lands í 150 ár. Elisabet II Bretadrottning tók á móti kon ungi á járnbrautarstöðinni, og óku þau síðan í opnum vagni til Edinborgarkastala. Sekkjapípuhljómsveit lék áj járnbrautarstöðinni, er Ólaf- ur konungur sté út úr járn- brautarvagninum, en vart heyrðist til hennar vegna fagnaðarláta þúsunda Skota, sem þar voru mættir til að heilsa Ólafi. Myndin er tekin er þjóðhöfðingjarnir óku um götur Edinborgar á leiðinni til kastalans. Sitja þau hlið við hlið Elísabet og ólafur, en gegnt þeim hertoginn af Ed- inborg, eiginmaður Elísabet- París, 18. okt. (NTB). DE GAXJL.LE forseti flutti í dag ávarp til frönsku þjóðarinnar, og var ávarpinu útvarpað og sjón varpað um allt Frakklanid. Sagði forsetinn að ef tillögur hans um forsetakosningar í Frakklandi yrðu ekki samþykktar með hrein um meirihluta við þjóðaratkvæða greiðsluna, sem fram á að fara 28. þ.m., segði hann af sér em- bætti og kæmi ekki framar ná- lægt stjómmálum. Forsetinn kvaðst byggja á lUMta 100 millj. í skaða- bætur New York, 18. oikt. (AP) HJÓN ein í Bandaríkjunum, sem eiga átján mánaða gamla vanskapaða tvíbura, segja að vansköpunin stafi af neyzlu thalidomide lyfs, og krefja framleiðendur lyfsins um 2,2 milljónir dollara (kr. 94,6 miUjónir). Mál þetta kom fram í dag þegar hjónin Tuck Harvey, 26 ára arkitekt og kona hans Heidi, sem fædd er í Þýzkalandi fóru þess á leit við hæstarétt í New York að löghald yrði lagt á eignir félagsins Chemie Grunenthal í Stolberg, Þýzkalandi. En fé- lag þetta býr tii iyfið „Cón- tregan", sem inniheldur thali domide. Tvíburamir, drengur og stúlka, fæddust 18. maí 1961. Er drengurinn með mjög vanskapaða handleggi, en stúlkan með innvortis van- sköpun. rétti þeim, sem stjórnarskráin veitir honum, þegar hann laetur þjóðina um að taka ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag forseta- kosningainna. Ef þið segið nei við þessum tillögum, sagði de Gaulle, eins og gömlu flokkarnir óska svo þeir geti aftur komið á sinni óhappastjórn, eða ef meirihlutinn er lítill og óviss, liggur í augum uppi að mínu verkiefni er lokið. og það fyxir fullt og allt. Því hvað gæti ég gert seinna án ein- lægs trausts þjóðarinnar? Ég er viss um að þið munuð enn einu sinni vera mér sammála, og það með miklum meirihluta, og þá mun ég hafa fengið staðfestingu á verkefni mínu. Þá verður Frakkland komið á sína réttu Frh. á bls. 23 Þrír vísindamenn hljóta IVobelslaun í læknisfræði Stokkhólmi, 18. okt. (NTB-AP) ÞRÍR vísindamenn, tveir Bretar og einn Bandaríkja- maður, hljóta í ár Nobels- verðlaunin í læknisfræði fyr- ir rannsóknir, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir erfða fræði. Nobelsverðlaunin nema í ár 257.219,64 sænskum krónum (ísl. kr. 2.150.000,—), og skipta vísindamennirnir þeim á milli sín. Vísindamennimir þrir eru Bretarnir Maurice Hugh Fred erick Wilkins, 45 ára, og Francis Harry Comton Crick, 46 ára, og Bandaríkjanraður- inn James Dewey Watson, 34 ára. Fá þeir verðlaunin fyr- ir að finna efnafræðilegan formáia fyrir samsetningu svoneíndrar nukleinsýru, eða 1 kjamasýru sameindanna. Hef ur uppgötgvun þeirra þeirra hina mestu þýðingu fyrir líf- eðlis og læknisfræði, sérstak- lega að því er varðar lækn- ingu á arfgengum sjúkdóm- um. Bandáríikjamaðuriinn dr. James Watson er prófessor við Har- vard háskóla í Bandaríikjunum. Hann stundaði nám við Indiana háskóla í Bandaríkj unum og framlhaldsnám í Kaupmannaihöfn og við háskólann í Cambridge. RAIMGER V. A LBIÐ TIL TUNCLSINS Caaveral'höfða, 18. okt. (AP-NTB) BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft geimhnettinum, Rang- er V. og á hann að lenda á tungl inu á sunnudag. Ef allt gengur að óskum verður Ranger V. 70 klukkustundir til tunglsins, en þangað eru nú um 372.500 km. Ranger V. var skotið á loft með Atlas Agena B eldflaug, Framh. á bls. 23 Að námi loknu starfaði hann fyrst við tækniháskóla *Kali- forniíu þar til hann varð ráð- inn prófessor við Harvard 1961. Dr. Maurice Wilíkins stund- aði nám við Cambridge háskóla, en starfaði að ifcmi lokinu í Bandaríkjunum við tilraunir með klofningu kjarnans. Árið 1955 var hann ráðinn sem að- stoðarforstjóri við lífeðlisfræði- stofnun Kings College í London. Dr. Francis Crick stundaði nám við háskólana í London og Cambridge og hefur starfað sem prófessor við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum. Hann vinnur nú að rannsóknum hjá Cavendish stofnuninni í Camibridge. Fyrr í þessum mánuði hlaut dr. Crick 25.000 dollara verðlaun Gairdn er stofnunarinnar fvrir rannsókn ir sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.