Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 2
2 r morgvnblaðið Fostudagur 19. október 1962. Nehru forsætisráðherra segir: Vid munum verjast Ný átök á landamærunum í gær Nýju Delhi, 18. okt. (AP-NTB) INDVERSKA ríkisstjómin skýrði frá þvi í dag að Kinverjar hafi í gærkvöldi ráðizt á tvær varð- stöðvar Indverja á norðvestur landamærunum. Segir talsmaður stjórnaricinar að Kínverjar hafi skotið á varðstöðvarnar og Ind- verjar svarað skothríðinni. Ekk- ert mannfall varð að þvi er vitað var. Nehru forsætisráðlherra sagði í dag að Indverjar létu ekki undan ásóknum Kínverja á landamær- unnm, heldur bvert á móti mundu þeir verja land sitt og sjálfstæði hvað sem það kostaði og hvaða afleiðingar, sem það kynni að hafa. Ummæli Nehrus komu fram í ræðu, sem hann hélt í hófi fyrir Gheorghiu-Dej forseta Rúmeníu, en hann er nú í opinberri heim- sókn í Indlandi. Sagði Nehru að þessi stefna þýddi ekki þao að Indverjar hættu við þá grun-d- vallarhugsjón að leita að friðsam legum lausnum á alþjóða vánda- málum. Við erum andvígir hern- aðarbandalögum, sagði Neihru. — Við viljum að allar þjóðir fái að þróast við vélmegun í heimi, sem er laus við vopn og vígbúnað. Talsmaður utanríkisráðuneytis ina indverska skýrði frá árásum Kínverja á landamærunum. Jafn- framt bar hann til baka ásakan- ir Kinverja um að indverskar flugvélar hafi rofið lofthelgi Kína. eins og Kínverjar hafa haldið fram í orðsendingum sín- um undanfarið. Sagði hann að flugvélarnar hafi aðeins flogið yfir þau indversk landsvæði, sem Kínverjar hafa ólöglega lagt und ir sig að undanförnu. ★ I frétt frá Washingtön er skýrt frá því að Indverjar hafi látið í Ijós áhuga á að kaupa bandarisk- ar flutningaflugvélar, en ekki hafi verið farið fram á þetta formlega. Sagði talsmiaður varn- armálaráðuneytisins að Indverj- ar hefðu heldur ekki farið fram á neina hernaðaraðstoð í Banda- ríkjunum. í Pekingútvarpi var einnig Skýrt frá átökum við indversku landamærin í dag. Segja Kínverj ar að Indverjar hafi ráðizt á varðstöðvar Kína megin landa- mæranna, og kínverskir landa- mæraverðir orðið að grípa til vopna í varnarskyni. Verðhœkkun á frystri síld, en brœðslusíld- arverð lœkkar VBRÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið verð á haustsíld- inni. Verð á bræðslusíld lækkar um 3 aura kílóið. í>að stafar af verðlækkun á mjöli og lýsi á heimsmarkaði. Hins vegar hækk- ar verð á frystri síld um 5 aura kílóið. Hér fer á eftir fréttatilkynning Verðlagsráðsins um haustsíldar- verðið: „Verðlagsráð sjávarútvegsins (síldardeild S. og V. lands), ákvað á fundi sínum í fyrradag verð á síld fyrir timabilið 1. okt. 1962 til 28. febrúar 1963, sem hér segir: Síld til heilfrystinigar: a) stórsíld (3—6 stk. pr. kg.) Kr. 1,75 pr. kg. b) smásíld (5—10 stk. pr. kg.) Kr. 1,05 pr. kg. Sáttafundur í kvöld SÁTTASEMJARI hefur boða, deiluaðila til fundar í kvöld kl. 9 til að ræða síldveiðikjörin. Sáttafundur var haldinn síð- astl. föstudag. Samkvæmt lög- um ber sáttasemjara að halda sáttafund a.m.k. hálfsmánaðar- lega. — Tunnuverksmiðja á Akranesi JÓN Árnason hefur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi þess efnis, að ríkisstjórninni sé heimilt aí byggja og starfrækja tvær tunnuverksmiðjur til viðbótar, aðra á Akranesi og hina á Aust- ur- og Norðurlandi, ef hún telji þörf á því. Frumvarp samhljóða þessu var flutt á síðasta þingi Og var samþykkt einróma í efri deild, en fékk ekki endanlega af- greiðslu neðri deildar. Þörfinni ekki fullnægt í greinargerð frumvarpsins segir m. a.: vegum Tunnuverksmiðja ríkisins hafa um allmörg undan- farin ár verið starfræktar tvær tunnuverksmiðjur, önnur á Siglu firði og hin á Akureyri. Hefur framleiðsla þeirra komið að góð- um notum fyrir síldarsöltunina á Norður- og Austurlandi. Enn sem komið er hefur þó allmikið vantað á, að þörfinni hafi verið fullnægt. 'baflóhrá ALÞINGIS DAGSKRÁ neðri deildar' Al- þingis föstudaginn 19. okt. 1962, kl. 1%. 1. Efnahagsmál, frv. — Frh. 1. umr. 2. Ríkisábyrgðir, frv. — 1. umr. 3. Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga, frv. — 1. umr. 4. Lánsfél til húsnæðis- mála .o fl., frv. — 1. umr. Dagskrá efri deildar Alþingis föstudaginn 19 okt. Tunnuverksmiðjur ríkisins, frv. — 1. umr. f gildandi lögum um Tunnu- verksmiðjur ríkisins segir svo um verksvið fyrirtækisins: ,Stefnt skal að því, að allar tunn ur, sem síldarframleiðslan þarfn- ast, séu smíðaðar í Tunnuverk- Dr. Busch að hætta PRÓFESSOR dr. Edward Busch hefur sótt um lausn frá störfum sem yfirlæknir við skurðstofu taugasjúkdómadeildar Ríkis- sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Dr. Busch, sem er 63 ára og hefur starfað að taugalækningum í um 30 ár, er mörgum íslendingum að góðu kunnur, og hefur fjöldi íslenzkra sjúklinga leitað lækn- inga hjá honum í Kaupmanna- höfn. Ástæðan fyrir lausnar- beiðninni er heilsubrestur. smiðjum ríkisins". Auk þess ei ráðgert, að tunnuverksmiðjurnai smíði tunnur fyrir saltkjötsfram- leiðsluna og aðrar framleiðslu- vörur, eftir því sem henta þykir. Svo sem fyrr segir, hefur all- mikið á skort, að tunnuverk- smiðjurnar hafi fullnægt þörf- inni. Framleiðsla þeirra hefur s.l. 5 ár ferið sem næst 130 þús tunnur til jafnaðar á ári Það er því í alla staði eðlilegt, að tunnu- framleiðslan sé aukin og fleiri verksmiðjur stofnsettar. Vegna hins mikla dreifingarkostnaðar innan lands verður að telja eðli- legt, að verksmiðjurnar séu stað- settar þar eða sem næst því, sem aðalframleiðslumagnið er. Með það fyrir augum er lagt til, að tunnuverksmiðja fyrir Suðvest- urland sé staðsett á Akranesi. Þar hafa um langan tíma verið hvað afkastamestar söltunar- stöðvar, en auk þess er verstöðin þannig í sveit sett, að frá henni er nokkurn veginn jafnlangt með flutninga á tunnum til hinna ýmsu söltunarstöðva, hvort heldur er á Snæfellsnesi eða Reykjavík“. Skyndihappdrœttið Gerið skil Síld til flökunar: I súr, frystingu salt eða aðrar verkunaraðferðir. Kr. 1,20 pr. kg. Síld isvariu til útflutnings í skip. Kr. 1,57 pr. kg. Síld til söltunar. Kr. 1,60 pr. kg- Síld til bræðslu. Kr. 0,74 pr. kg. Verð þetta er miðað við síld- ina, komna á flutningstæki við hlið veiðiskipsins Á síld er fer til bræðslu greiðir kaupandi kr. 0,03 pr. kg. í flutningskostnað frá skipshlið og í verksmiðju þró. Verð á síld er fer til heilfryst- ingar, svo og í salt (cutsíld) mið- ast við nýtingu, en á síld til flökunar og ísvarin til útflutn- ings í skip, er verðið miðað við síldina upp til hópa. Xjarnorku- sprengja • Washington, 18. okt. BANDARÍKJAMENN sprcngdu í dag enn eina kjarnorkusprengju yfir Jonston eyju á Kyrrahafi. Var þetta þrítugasta sprenging Bandarikjamamna á þessu svæði frá þvi tilraunir hófust þar 25. apríl s.I. Sprengjan var af millistærð, þ. e. yfir eina megalest að sprengi- orku. Var henni varpað úr flug- vél um kl. 6 f.h. eftir Hawaiitima (kl. 16 ísl. timi). 72 stórgripum slátrað SJÖTÍU og tveim stórgipum hef ur verið slátrað í haust í slát- urhúsi Kaupfélags Borgfirðinga. Rúmur helmingur var naut- peningur. Enn eru nokkur fol- öld eftir, svo er slátrun lokið. Sláturhússtjóri er Jón Magnús son. — Oddur. Malbikað í Vesturbænum MYNDINA tók Sveinn Þor-1 móðsson í gær úr Bændahöll- inni. Unnið «r að malbikuni Nesvegar og Hagamels, en búizt er að verkinu ljúki inn an skamms. Mikið hefur verið' unnið að malbikun i Reykja- vik í sumar þ. á m. hafa nokkrar götur í Vesturbænum verið malbikaðar J Skólastjórá- skipti að Ásgorði VALDASTÖÐUM, 16. okt. — Barna- og unglingaskólinn að Ás garði í Kjós var settur 7. þ.m, með hátíðlegri athöfn, sem hófst með guðsþjónustu, er sr. Krist- ján Bjarnason á Reynivöllum flutti. Formaður skólanefndar, Odd- ur Andrésson, Hálsi, þakkaði Njáli Guðmundssyni, skólastjóra, sem nú lætur af störfum, mikið og óeigingjarnt sarft í þágu skól ans og annarra menningarmála sveitarinnar í um 22 ára skeið og færði honum að gjöf ritsafn Hall dórs Laxness. Njáll Guðmundsson kvaddi hina fyrri nemendur sína með ræðu og árnaði heilla í starfi nýja skólastjóranum, frú Erlu Stefáns dóttur og manni hennar, Konráði Péturssyni, sem einnig mun kenna við skólann. Til áherzlu heillaóskum færði lítil stúlka frú Erlu fagran blómvönd frá Njáli, sem túlkaði orðum betur hugarþel hans til skólans. Skólastjóri gat þess í setning arræðu sinni, að um 50 nemend ur yrðu í skólanum í vetur í* 4 bekkjardeildum. Handavinnu- kennari stúlkna verður sem áður Kristín Jakobsdóttir frá Sogni, en ráðskona mötuneytis er Sig þrúður Jóhannesdóttir. Fjölmenni var á samkomunni. — St. G. NA 15 hnútar / SV 50 hnútor & Snjóhoma ► ÚSi V Siúrir K Þrumur W’z, KuUtaM HiftsM H Hm$ 1 r-iXm kii2 -r i ,vTvr.— rs*. VjJ-12. \ # ' ’’ £ ÍL ~ Uum hádegi í gær var mik- streymir hingað norður frá ið háþrystisvæði fyrir sunnan Atlantshafi og fylgir því ísland en djúp laegð (080 talsverð rigning um suðvestur millibar) yfir vestanverðu vert landið, en norðan tands Grænlandi. Hlýbt og rakt loft er sunnanblíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.