Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. október 1962. MORGl1SHLAÐ1Ð 3 Landið okkar Þ A Ð var úlfgrár útsynn- ingur er fréttamaður blaðsins brá sér upp á Reynisfjall við Vík í Mýr- dal nú fyrir skömmu í þeim erindagjörðum að taka mynd af staðnum. — Það gekk á með hryðjum og regnskúrum, en á milli skein sólin þótt stutt stæði hún við hverju sinni. — Hægt var því að ná mynd- um af sjálfu kauptúninu en í austri hvarf Hjörleifs- höfðinn í þokumóðu og í vestri grillti aðeins í Reynisdranga. ★ Vík í Mýrdal byggðist upp sem verzlunarstaður laust fyrir síðustu aldamót. Halldór í Suður-Vík stofnar þar fyrstu verzlunina árið 1884 og kom því fyrstur manna til leiðar að flutningaskip lögðust und- an Vík og skipað var vörum úr þeim í land. Það sem ger- ir að Vík er valin sem verzl- unarstaður mun vera að skipa lægi er þarna ofurlítið skárra en annars staðar með ægi- söndum Suðurlandsundirlend isins. útgerð var talsverð Myndin er tekin ofan af Reynisfjalli og sér inn með Bökkunum þar sem meginbyggð Vikur er. Vegurinn austur um sveitir liggur inn með hlíðunum, en í fjarska djarfar fyrir Hjörleifshöfða í þokunni. (Ljósm. vig.) Vlk í Mýrdal fyrr á árum bæði frá Vík, Reynishöfn og Jökulsá á Sól- heimasandi. Sjór var sóttur af miklu kappi, enda var sjó- fang mikinn híuta ársins nær fellt eina lífsbjörgin á þess- um slóðum. ★ Að sjálfsögðu var verzlun í Vík til ómetanlegs hagræð- is fyrir íbúa Suðurlands, þar sem engin verzlun var með allri strandlengjunni allt frá Eyrarbakka að vestan og aust ur að Papósi að austan. Voru verzlunarferðir fyrir Vestur- Skaftfellinga því ærið lang- ar og strangar er við bættist að illfær vötn og óvegur var á öllu þessu svæði. Upp úr aldamótunum tek- ur Vík að byggjast og þar reisir Einar Hjaltason, kunn- ur sjósóknari, fyrsta húsið undir Bökkunum. Brátt tekur verzlunin alla forystu í Vík. Bryde setur þar upp útibú frá Vestmannaeyj- um, fyrst aðeins vorverzlun, en fasta verzlun eftir 1895. Er árin líða tekur að draga úr sjósókn frá Vík og raunar öðrum höfnum við sandana. Árið 1941 er sjósókn orðin fyrst og fremst aukastarf í- búanna í Vík. Hinn 6. marz það ár verður hörmulegt sjó- slys við sandana þar sem 6 menn drukkna en einn kemst af, er bátur ferst í brimlend- ingu. Eftir þann atburð má segja að sjósókn frá Vík legg ist að mestu niður. Nú er þar aðeins einn bátur, sem menn bregða sér á til fiskjar er gott er í sjóinn. ★ Vík heldur áfram að vaxa sem þjónustukauptún. Þar eru nú starfræktar tvær verzl anir, tvö frystihús, tvö slát- urhús, tvö bifreiðaverkstæði, tvö trésmíðaverkstæði, mið- stöð vegagerðarinnar í Vestur Skaftafellssýslu, þar sitja em- bættismenn, sýslumaður, prestur og læknir. Þar er framhaldsskóli eða 2ja vetra miðskóli fyrir unglinga, sem síðar fara svo í Skógaskóla eða önnur menntasetur. Þá er lóranstöðin á Reynisfjalli og af henni hafa allmargar fjöl- skyldur atvinnu sína. Þá er samgöngumiðstöð í Vík, þar sem talsverð . bílaútgerð er bæði til mannflutninga og vöru. Á undanförnum árum hefir talsvert verið byggt í Vík, ekki vegna þess að fólki hafi fjölgað svo mjög, heldur vegna þess að afkoma hefir farið batnandi og fólk hefir getað byggt betur og rýmra yfir sig. íbúar Víkur eru um 300 talsins og eins og nú háttar atvinnu þar á staðnum er ekki um verulega fólksfjölg- un að ræða nema eitthvað nýtt komi til, aukinn iðnaður eða eitthvað þess háttar. Um útgerð og vöxt á því sviði er ekki að ræða vegna hafnleys- is, þótt framundan liggi ein- hver fengsælustu fiskimið landsins. Unglingar, sem alast upp í Vík í Mýrdal verða því velflestir að leita sér at- vinnu út fyrir sína heima- byggð, er þeir komast á starfs aldur. Þótt veðurguðirnir hafi verið úfnir og drúldnir er við sóttum Vík heim nú síðast, eru þeir oft mildir og bros- leitir austur þar, enda er Vík sérkennilega fallegur staður. Nokkrir Eyjabátar byrjaðir á línu Þessi mynd er tekin vestur yflr Víkurkauptún og sjást Reynisdrangar fram undan Reynisfjalli t. v. á myndinni. — Dröngunum er líkt vis tröliskessu, sem er að draga segl- skip að landi. — Vestmannaeyjum, 18. okt. AFLI dragnótabátanna, sem eru nokkuð margir, hefur verið rýr að umdanförnu vegna mikillar ótiðar. Hefur ekki verið hægt að stunda veiðar nema að litlu leyti vegna óveðurs Nú eru 7—8 bátar byrjaðir á línu og hefur afli þeirra verið eftir atvikuim sæmilegur, þegar til'lit er tekið ótíðarinnar. Þeir hafa aflað 3%—4% tonn í róðri. Fiskurinn hefur verið góður, mest megnis ýsa Aflinn er að mestu unninn hér í fiskvinnslustöðvunum, en ennþá er samt flutt út í ís til Bretiands. Margrét hefur að mestu verið í þeim flutningum. í síðustu ferð sinni með isað- ann fisk í kössum seldi hún ágæt lega. Kristbjörg er nú á leið til Bretlands með kassafisk. Áaetlað er, að þessum flutning- um ljúki um mánaðamótin, þeg- ar tími snurvoðarbátanna rennur út. — Bj. Guðm. STMSTEIHIM Leyna þvi, sem máfi skiptlr. Tíminn reynir í gær að bera I bætifláka fyrir rangfærslu sína á ummælum próf. Ólafs Jóhann- essonar í háskólafyrirlestri hans á dögunum viðvíkjandi hugsan- legri breytingu, er gera þyrfti á stjómarskrá lýðveldisins, ef til aðildar okkar að Efnahagsbanda- lagi Evrópu kæmi. Gagnrýndi Morgunblaðið það fyrir nokkr- um dögum, að í frásögn sinni af fyrirlestri prófessorsins hefði Tíminn látið að því iiggja, að að ild landsins að EBE, jafnt fuli aðild sem aukaaðild, krefðist stjómarskrárbreytingar. Hins vegar láðist blaðinu algjörlega að geta þess, að sú skoðun pró- fessors Ólafs, að aðlid að EBE krefðist stjómarskrárbreytingar eða nýrrar stjórnlagaheimildar átti aðeins við um fulla aðild, sem allir munu sammála um, að ekki hentar fslendingum. Auk þess hirti blaðið ekki um að skýra frá skoðunum hans á þeirri hlið málsins, sem raunverulegu máli skiptir, þ.e., hvort aukaaðild að bandalaginu krefjist stjórnar- skrárbreytingar eða nýrrar stjórn lagaheimildar. En um það atriði sagði prófessor Ólafur, að úr- slitum réði auðvitað, hvers efnis aukaaðiidarsamningur yrði. Eins 1 og nú standa sakir er því ekkert hægt um það að segja, hvort þörf verður á stjórnarskrár- breytingu, ef íslendingar gerast aukaaðilar að EBE. Það eru ekki aðrir en „spámenn“ á borð við Tímaritstjórana, sem flaggað geta slíkum fullyrðingum, og það aðeins með því að rangfæra um- mæli annarra manna. Trggja þarf leið gegnum tollmúrinn. Alþýðublaðið birtir í fyrradag forystugrein, þar sem greint er frá efni skýrslu norska fyrirtæk isins Frionor, Norsk Frosenfisk A/L, sem hafa mun svipaða stöðu og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hér á landi. Skýrir blaðið m.a. svo frá: „Þar segir (þ.e. í skýrslunni), að fyrirhugair innflutningstollar sexveldanna (í Efnahagsbanda- lagi Evrópu) á frystum fiski muni gera samkeppnisaðstöðu Norðmanna stórum verri. Síðan segir: „Svo lengi sem helztu keppinautar okkar á Evrópu- markaðinum eru í sömu aðstöðu og Norðmenn — við eigum við England, fsland og Danmörku — mun ástandið ekki verða eins alvarlegt og það yrði, ef ein- hver þessara þjóða eða þær allar fengju einhver tengsl við Efna- hagsbandalagið, en Norðmenn stæðu utan við það“. Þessi afstaða Frionor er ná- kvæmlega sú sama sem íslenzk yfirvöld hafa lýst. Ef Noregur, Danmörk eða England tengjast Efnahagsbandalaginu, en fsland hefur engin tengsl við það, verður samkeppnisaðstaða frysta fisksins, sem er mesta útflutn- ingsvara okkar, mjög erfið og þjóðin verður fyrir miklum skakkaföllum. Þess vegna verða íslendingar, ef Bretar, Danir og Norðmenn tengjast bandalaginu, að tryggja sér einhvers konar leið gegnum tollmúrinn tii að hafa sömu aðstöðu á þessum mikla markaði, sem er ennþá þýðingar- meiri fyrir ísland en Noreg“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.