Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAMB Föstudagur 19. október 1962. Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. MARKMIÐ EFNA- HAGSBANDA- LAGSINS t'kkert er eðlilegra en að einstaklinga og þjóðir greini nokkuð á um jafn víð- tæka breytingu í efnahags- og viðskiptamálum og hinn sameiginlegi markaður eða hið svokallaða Efnahags- bandalag Evrópu mun hafa í för með sér. Um hitt verð- ur naumast deilt að markmið þessa bandalags er fyrst og fremst það, að fara nýjar leiðir til þess að tryggja þró- un og umbætur á lífskjörum þjóðanna. í 2. grein Rómarsamnings- ins segir um þetta markmið á þessa leið: „Það skal vera markmið bandalagsins, með stofnun sameiginlegs markaðs og stöðugri viðleitni til samrým- ingar á stefnu aðildarríkj- anna á sviði efnahagsmála, að vinna að jafnari efnahags- legri framþróun hvarvetna í bandalaginu, samfelldum hag vexti samfara jafnvægi, auknum stöðugleika efnahags lífsins, örari bata lífskjara og nánari sambúð aðildarríkj- anna“. Þessu markmiði hyggst bandalagið m.a. ná með brott- námi tolla og beinna við- skiptahafta á innflutningi og útflutningi vara milli aðild- arríkjanna, setningu sameig- inlegs tolls og viðskipta- stefnu gagnvart löndum ut- an bandalagsins, niðurfelling á tálmunum á frjálsum hreyf ingum vinnuafls, þjónustu og fjármagns milli aðildar- ríkjanna, mörkun sameigin- legrar stefnu á fjölmörgum SViðum atvinnulífsins, stofn- im Félagsmálasjóðs Evrópu í því skyni að bæta atvinnu- möguleika verkamanna og lífskjör þeirra, stofnun Fjár- festingarbanka Evrópu í því skyni að auðvelda efnahags- legar framfarir bandalags- þjóðanna með sköpun nýrra auðlinda, tenging bandalags- ins við lönd þess og land- svæði í öðrum heimsálfum í því skyni að^auka viðskipti við þau og keppa í samein- ingu að auknum efnahags- og félagslegum framförum þeirra. Þannig hyggst hið nýja Efnahagsbandalag Evrópu m. a. ná því markmiði sínu að skapa blómlegt efnahagslíf og örari framfarir og kjara- bætur en áður hafa þekkzt í Evrópu. Þet.ta nýja skipulag á efnahagsmálum álfunnar felur í sér stórfellda breyt- ingu. Þjóðimar ákveða að fella niður tollmúrana og gera kjarna Evrópu að efna- hagslegri heild, sem vinnur markvisst að sameiginlegri velferð þjóða hennar. STÖRSTÍGARI FRAMFARIR CJú staðreynd verður ekki ^ sniðgengin að þær sex þjóðir, sem stóðu að Rómar- samningnum fyrir nokkrum árum hafa þegar náð veru- legum árangri af hinni nánu efnahagssamvinnu sinni. — Lífskjör fólksins hafa í þess- um löndum batnað hröðum skrefum. Uppbygging land- anna hefur orðið stórstígari en annarsstaðar og margt bendir til þess að framundan séu miklir uppgangstímar í efnahagslífi þeirra. í júlí 1961 var undirritað- ur samningur um aukaaðild Grikklands að Efnahags- bandalaginu. Nokkru síðar sóttu Austurríki, Sviss og Svíþjóð um aukáaðild. Enn- fremur hefur Tyrkland átt í viðræðum við bandalagið um aukaaðild. Þá hafa Bret- land, Danmörk, Noregur og írland sótt um aðild að Efna- hagsbandalaginu. Má þannig gera ráð fyrir að meginhluti Evrópu muni innan nokkurs tíma hafa sameinazt í þessu nýja viðskipta- og efnahags- bandalagi. Við íslendingar höfum lagt áherzlu á að fylgjast sem bezt með því sem gerzt hefur í þessum efnum. En engin á- kvörðun hefur verið tekin um endanlega afstöðu okkar. Híns vegar gera flestir sér Ijóst að örðugt muni vera fyrir okkur að komast hjá einhverjum tengslum við bandalagið eftir að flestar viðskiptaþjóðir okkar eru orðnar aðilar þess. ★ , Athyglisvert er hverjir eru hörðustu andstæðingar hinn- ar nýju efnahagssamvinnu Evrópu. Það eru kommúnist- ar og ýmis öfl, sem standa lengst til hægri í stjórnmál- um landanna. Þannig er það t. d. í Bretlandi. Þar hafa blöð Beaverbrooks lávarðar yfirleitt lagzt hart gegn Efna hagsbandalaginu og róttæk- ari armur Verkamanna- flokksins hefur tekið í sama streng. Innan Verkamanna- ■ ■■■ ■»■ 1 >— I —■ »' ■ .." IITAN ÚR HEIMI j ÞAí) HEFUR veri® mjö; at- hyglisvert að fylgjast með at- burðunum í Róm bæði fyrir og eftir setningu þings ka- þólsku kirkjunnar í Vatíkan- inu. Kardínálar, erkibiskupar og biskupar frá öllum fimm beimsálfunum eru komnir til borgarinnar eilífu, og íbúam ir, er annars láta sér fátt um finnast þó þeir búi í alþjóða- miðstöð kaþólsku kirkjunnar, bafa opnað augun fyrir þeim óvenjulega viðburði, sem nú er að gerast. Vatíkanið, sem landfræði- lega séð er aðeins hverfi í höfuðborg Ítalíu, birtist þessa dagana í sínu rétta hlutverki sem miðpunktur andlegs ríkis með rúmlega 500 milljónir þegna. Hinn mikli fjöldi klaustra og kirkjustofnana borgarinnar er þéttsetinn af hvítum, brúnum, svörtum og gulum andans fulltrúum, og það varð skyndilega ljóst þeg ar tveggja kílómetra löng skrúðfylkingin gekk inn í Pét urskirkjuna við opnun kirkju þingsins hve fjölbreytilegur hópur er hér saman kominn í einingu trúarinnar. ALLS STAÐAR AÐ. Kirkjuleiðtogar gömlu Ev- Jóhannes páfi XXIII í öndvegi Kirkjuþingið í Róm rópu, frá löndum beggja vegna járntjaldsins gengu við hlið negrabiskupa frá nýju ríkjunum í Afríku, preláta fjarlægra'Austurlanda og bisk upa frá Norður- og Suður- Ameríku. flokksins eru þó sterk öfl, sem telja Bretlandi lífsnauð- synlegt að ganga í bandalag- ið. Svo virðist þó sem Gait- skell, formaður flokksins, hafi nú snúizt á sveif með róttækari öflunum í andstöð- unni gegn aðild að banda- laginu. Þó er auðsætt að flokkurinn reynir að halda dyrum opnum til inngöngu í það ef svo kynni að fara að hann fengi meiri hluta í næstu kosningum. SÍLDARLEITIN MIKILVÆG Cjómönnunum sem stund- ^ uðu síldveiðar fyrir Norð- urlandi í sumar ber saman um það að þakka megi síld- arleitinni mjög verulegan hluta síldaraflans á þessari vertíð. Það er þess vegna mjög þýðingarmikið að hún sé sem skipulögðust og víð- tækust. Síðustu ár hefur síldarleit- in stöðugt verið að eflast. Hefur ríkið haft forustu um hana og ágætir vísindamenn verið fengnir til að stjórna henni. Mun menn áreiðan- lega ekki greina á um það að sjálfsagt sé og nauðsynlegt að halda áfram að efla síld- arleitina og fylgjast sem bezt með síldargöngunum um- hverfis landið, hvort sem síldveiðar standa yfir hjá bátaflotanum eða ekki. En vitanlega ber að leggja mesta áherzlu á hana þegar flotinn er á veiðum eða býr sig und- Eftir því sem leið nær opn un þingsins jókst sú tilfinning að árangur þess væri bundinn því hve vel páfa tekst að ráða þar málum. Að vísu hefur hug ir að hefja veiðar. í þessu sambandi má einn- ig minna á það að undanfar- ið hefur verið unnið að und- irbúningi þess að íslending- ar eignist fullkomið hafrann- sóknarskip. Er það mikið framtíðarmál, sem nauðsyn ber til að framkvæmd verði hraðað á eftir föngum. Fiski- þing hefur hvað eftir annað mynd hans um kirkjuþingið verð mjög vel tekið af þaþól ikkum um heim allan, og hann hefur notið góðrar að- stoðar við undirbúning þings ins. En ekkert annað en kraft ur og bjartsýni páfans sjálfs hefði getað skapað það and- Framhald á bls. 15. beint áskorunum til Alþingis og ríkisstjórnar um bygg- ingu hafrannsóknarskips og útgerðarmenn og sjómenn hafa mikinn áhuga á málinu. Er það nú komið á góðan rek- spöl og sennilega líður ekki á löngu áður en hafizt verður handa um byggingu fullkom- ins hafrannsóltnarskips fyrir íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.