Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 16
16 Mon r.rninr 4 nto Föstudagur 19. október 1962. Endur til sölu 3ja mánaða gamlar af Peking andastofni. Upplýsingar í síma 407, Selfossi. Lagerpíáss ásamt herbergi óskast strax (ca. 30—40 ferm.). Tilboð sendist í Box 244. Stúlku óskast Ekki yngri en 20 ára til afgreiðslu í nýrri húsgagna- verzlun. Upplýsingar í síma 18798 milli kl. 4 og 6 í dag. Fyrirliggjandi sekkiartrillur Lögfræðiskifstofa vor er flutt af Laugavegi 19 í Iðnaðarbankahúsið, 4. hæð. Símar 24635 og 16307. TÓMAS ÁRNASON, hdl. VILHJÁLMUR ÁRNASON, hrl. CABOOIM — FYRIRLIGGJA N D I — Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16, 19 og 22 mm. KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugavegi 13. — Sími 13879. Ameriskar kvenmoccasiur KRISTIIMIM JOIMSSOIM Vagna- & Bílasmiðja — Frakkastíg 12 — Rvík. Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Fjólugötu — Kleifarveg — Rauðalæk. Jlfergujilrla&íiíí Sendisveinn óskast NÚ Þ'EGAR. Sölumiðstöð hraðfrysfihúsanna Aðalstræti 6. SK0SALAN Laugavegi 1 Lögfræðistarf innheimtur Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdl. Lögfræðiskrifstofa Fasteignasala Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7. Heima 51245. Nýkomiö V-þýzkar raflilöðu- rakvélar, Tvær gerðir: Oxford, verð kr. 498,- Oslo, verð kr. 549,- Enskar rafmagns hárklippur 1074. — Vesturþýzk n.uddtæki. Maspo. Ron.son hárþurrkur. Ungar raftækin. Chico uppþvottatæki. Flyex skordýraeyðingarperur. Mikið úrval af vasaljósum o-g margs konar luktum. Rafhlöður — vasaijós og radio OSRAM Ijósaperur, alls konar gerðir. Holland Electro ryksugur. Sunbeam og Dormager hræri- vélar. Urval af alls konar lömpum og ljósakrónum. Lítið inn — nýjar vörur með hverri skipsferð. LAMPINN Laugavegi 68. — Sími 18066. Guðm. Ó. Bæringsson fyrrverandi skipstjóri minning BRÁÐKVADDUR var hér í borg þann 23. sept. Guðmundur Ó. Bæringsson fyrrv. skipstjóri. Með honum féll í valinn nýtur þegn og drengur góður Guðmundur var Barðstrendingur að ætt og uppruna, fæddur í Kollsvík í Rauðasandshreppi þann 25. júní 1905. Foreldrar hans voru þau hjón Bæring Bjarnason, bóndi og kennari í Rauðasandshreppi og Jóhanna Guðbjörg Árnadótt- ir frá Kollsvík, og er hún af hinni gróskumiklu og mann- mörgu ætt sem við þá jörð er kennd. Trausti Ólafsson prófessor einn af þeirri ætt hafði nýlokið við að taka saman það niðja- tal og gefa út í bók, þegar hann andaðist. Börn Bærings og Jó- hönnu voru níu að tölu og eru nú 7 eftir á lífi, flest búsett fyrir vestan. Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Kollsvík, en síðan Keflavík, sem er næsti bær við Látrabjarg að sunnan verðu. Seinna fluttist fjölskyld- an að Tungu í örlygshöfn í Pat- reksfirði. Á þessum slóðum stund uðu menn sjó á róðrarbátum á uppvaxtar árum Guðmundar. Ungur vandist hann við árina og fékk snemma krafta í kögla. Um fermingu hafði hann þegar róið frá ýmsum útróðrarstöðum vestra og kynnzt brimi og boð- um. Og 15 ára réðst hann á Skúla frá Patreksfirði og var háseti næstu árin og lærði þá vel með segl að fara. Síðan var hann um skeið á togara og auk þess öðru hverju á vélbátum bæði frá ísafirði og verstöðvum sunnan- lands. Vorið 1929 tók Guðmund ur smáskipapróf í siglingafræði við Stýrimannaskólann hér í Reykjavík og var eftir það ým- ist stýrimaður eða skipstjóri á vélskipum. 1948—49 settist hann Samkomur Kristilegt félag t-júkrumarkvenna heldur fund í húsi K.F.U.M. og K. í kvöld kl. 8.30. Diakonissa Frú Laufey Olsen sýnir skugga- myndir og segir frá starfi sínu. Allar hjúkrunarkonur og hjúkr-- unarnemar velkomnir. Kaup og Saio Frímerkjasafmrar Vil skipta á íslenzkum frí- merkjum fyrir frímerki annarra ianda. ED. PETERSON 1265 N. Harvard Los Angeles 29, Calif., U.S.A. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. \ðalstræti 9. — Sími 1-1875 PÍANÖFLUTNINGAR "" ÞUNGAFLUTNINGAR Hilmar Bjamason Sími 24674. að auglýsing l siærsva og útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. 2$Í0rgi}n&la&id aftur á skólabekk og tók þá stýrimannspróf úr fiskimanns- deild. En þá hafði hann þegar lært sjó býsna nákvæmlega 1 reynslunnar skóla. Má til að mynda geta þessa: Á vertíðinni 1940 var Guðmundur formaður á 15 lesta bát, sem Kristján hét og reri frá Sandgerði. í róðri 19. febrúar urðu þeir fyrir vélabil un. Velktust þeir í hafi í sólar- hringa og voru löngu taldir af, enda lengstan tímann austan rok, hríð og stórsjór. Og er loks brá til vestan áttar tókst Guðmundi að sigla upp að landi á 2 dögum. Alltaf hafði hann farið nærri um hvar þeir voru staddir, þrátt fyr ir ótal vendingar og afdrift mikla. Gegnum brim og boða sigldi hann upp í smávík eina 1 Höfnum, sem Skiptivík nefnist, en það Var einasti staðurinn suð ur þar, sem björgun var hugsan leg. Um þessa sjóferð og hrakn inga eru til á prenti greinagóðar frásagnir, enda annálað afrek i sjómennsku. Frásögnin um það, sagði einhver gáfaðasti blaðamað ur í þann tíma er „frásögn um dæmafáar þrengingar, dæmafáa þrautseigju og úrræðasemi, dæmafáa hetjudáð og karl- mennsku, dæmafáa björgun“. Þessi ummæli hafa og þjóð- kunnir skipstjórnarmenn stað- fest. Lengi stundaði Guðmund- ur sjó eftir þetta og mest á tog ara. Síðustu ár sín vann hann á vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar hér í Reykjavík. Hvervetna sem Guðmundur vann — hvort heldur á sjó eða landi gat hann sér hið bezta orð. Hann var maður hægur og prúður I framgöngu allri, skyldurækinn í störfum og skilamaður í við- skiptum, athugull vel og glögg- skyggn. Hann var ekki hár i loftinu, en svo þrekvaxinn, að hann var sem bjarg að sjá á velli. Þannig var hann og í lund — maður sem í orði og verki mátti treysta og byggja á. Hann var ræktarsamur við skyld- menni sín og mikill vinur vina sinna. Guðmundur var gæfusam ur í heimilislífi. Á aðfangadag jóla 1932 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Ingigerði Danivalsdóttir, sem þá var ekkja. Varð hjónaband þeirra farsælt og traust. Þau eignuðust 2 börn: Jó hann lækni, kvæntan Sigríði Árnadóttur og Svandísi gifta Walter Hjaltested. Sjúpbörnum sínum reyndist hann hinn bezti drengur. Hinzta kallið kom snöggt til Guðmundar. Ekki mun það samt hafa komið að honum óviðbún- um. Þótt hann'væri óvenjulegt þrekmenni og öruggur í mann- raunum. Þá viðurkenndi hann fúslega að það stendur enginn lengur en hann er studdur. Hann vissi hverjum þakka skyldi þeg ar betur fór. en áhorfðist. En hann var líka ævinlega staðráð- inn í því að standa með Guðs hjálp, meðan stætt væri. Og það gerði hann. Hann var einn af þeim, sem eigi er vitað um að hafi veikst nema einu sinni. Hann var líkur stinna og gilda skógartrénu, er um var kveðið: „Bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast“. Þorst. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.