Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 19. október 1962. íumrcr’wnr. AÐIÐ 17 Rætt um ráðherraábyrgöarlög og landsdóm á Alþingi Úruggur gjaldeyris- forði meginforsendan Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra grein fyrir þrem stjórnarfrumvörpum, um landsdóm, um ráðherraábyrgð og um öryggisráðstafanir gegn geislavirkum efnum. Ruddi brautina fyrir eiginlegu þingræði Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra rakti í upphafi máls síns stuttlega hinn sögulega aðdrag- anda ráðherraábyrgðanna. Kunn- ara væri en frá þyrfti að segja, að langan tíma hefði tekið fyrir þjóðþing að ná úrslitavaldi um skipan ríkisstjórna. En í þeirri baráttu og ekki sízt í Bretlandi, þar sem brautin var rudd í þessu efni, höfðu þjóð- þingin þann hátt á að koma fram ábyrgð gegn ráð herrum -m máls höfðun og leiða ráðherrana fyrir sérstakan dóm- stól, sem var öðru vísi skipaður en hinir venju legu dómstólar í landinu. Og þar sem ábyrgð var oft fast fram haldið og einkum til að byrja með, meðan enn voru áhöld um það, hvort þingið ætti að ráða meiru um ráðherraval eða kon- ungur, eru þess dæmi t. d. frá Noregi, að slík málshöfðun hafi beinlínis rutt brautina fyrir eiginlegu þingræði í okkar merk- ingu. Raunin hefði nú orðið víðast hvar orðið sú, að eftir að þing- ræði hlaut fulla viðurkenningu, hafi ákvæðin um sérstök ráð- herraábyrgðarlög og sérstakan dóm, sem ætti að fjalla um mál, sem þjóðþing höfðaði á hendur ráðherra fyrir embættisafbrot þeirra, misst verulegan hluta gildis síns, svo að einungis séu örfá dæmi þess úr stjórnskipun- arsögunni á síðari áratugum að þessum ákvæðum hafi verið beitt. Þingræðisábyrgðin hefur verið látin nægja. Það er einnig eftirtektarvert, að allan þann tíma, sem þingræði hefur staðið hér, nú í rúma hálfa öld, hefur aldrei verið höfðað mál fyrir landsdómi gegn ráð- herra og meira að segja aldrei komið fram tillaga um það á Alþingi. Hefur þetta svo orðið til þess, að sú löggjöf, sem í fyrstu var sett, bæði um lands- dóm og sérstök ráðherraábyrgð- arlög hefur orðið úrelt. Aldrei hefur reynt á framkvc;—d henn- ar og þó það hafi raunar verið ljóst, þegar eftir setningu hennar 1905, að hún var verulega gölluð, hefur aldrei reynzt þörf á því að endurskoða hana, af því að þetta hefur nánast verið dauður bókstafur, það var því eðlilegt að Alþingi skyldi samþykkja fyrir tveim árum tillögu um að skora á ríkisstjórnina að endur- skoða löggjöfina um landsdóm. Flutningsmaður tillögunnar var Ólafur Jóhannesson prófessor og varð úr að honum var falið að hafa endurskoðunina með hönd- um. ^ Skipan dómsins aðalatriðið í löggjöf sem þessari kvað ráð- herrann augljóst, að endalaust mætti deila um einstök atriði, en þó vildi hann lýsa þeirri skoðun sinni, að frumvarpið væri vel og vandlega samið og sú skipan, sem það er Vikudagur i dag Xr . K. 1 * i Aldarspegl Getraunin um PRINZINN. Vetrartízkan (margar myndir). Spennandi saga eftir séra Sigurð Einarsson í Holti. Deyfilyf og örvandi pillur. Smásögur, framhaldssagan o. m. fl. VIK/U upp á væri stungið, vel viðhlít- andi og ætti að tryggja nægilegt réttaröryggi. Aðalvandinn í þess- um efnum væri að sjálfsögðu sá, hvernig skipan landsdóms ætti að vera. Hér væri lagt til, að hann verði skipaður 15 mönnum, þar af 7 löglærðum, öllum hæsta- réttarómurunum fimm, yfirsaka- dómaranum í Reykjavík og deild- arforseta lagadeildar Háskólans og svo 8 mönnum kosnum af sam einuðu þingi með hlutfallskjöri til 6 ára í senn. Þessi skipan ætti að tryggja annars vegar, að ekki sé hætta á því, að pólitískt of- stæki geti ráðið dómfellingu, en hins vegar að nokkuð rýmri sjón- armið geti komið til, heldur en gilda mundu, ef einungis lög- lærðir embættismenn ættu að fjalla um málið. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og alls- herjarnefndar. Ráðherraábyrgðir Þá mælti Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra einnig fyrir frumvarpi um ráðherraábyrgðir. Kvað hann það náskylt frum- varpinu um landsdóm og hefði sér þótt einsýnt, að endurskoðun þeirra laga færi fram samtímis og hefði Ólafur Jóhannesson prófessor einnig haft það með höndum. Þau lög hefðu einnig frá upphafi verið stórlega gölluð og sætt gagnrýni í hópi lögfræð- inga, meir þó af formsástæðum en efnis. Ólafur hefði leyst end- urskoðunina ágætlega af hendi, sem hans hefði verið von og vísa. Þó hefðu nokkrar breytingar verið gerðar á frumvarpinu í sam ráði við höfund þess og þær ekki valdið neinum ágreiningi. Auðvitað mætti um það deila, hvort þörf væri á sérstökum ráð- herraábyrgðarlögum, þar sem einsýnt væri, að þeir eins og aðrir væru undirseldir hinum al- mennu hegningarlögum um sín- ar athafnir. T. d. hefðu þrálátar deilur orðið um það í Danmörku. En þar sem skylt væri samkvæmt stjórnarskránni að hafa sérstök lög um ábyrgðir ráðherra færi að öllu leyti betur að hafa þau vel samin og framkvæmanleg en illa samin og óheppileg. Ekki kvað dómsmálaráðherra um miklar efnisbreytingar að ræða. Þó væri í gildandi lögum gert ráð fyrir, að ráðherra bæri ábyrgð á stjórnarathöfnum ann- ara ráðherra, ef hann hefði ekki gert sérstakar ráðstafanir til að firra sig ábyrgðinni. Ljóst sé, að slík ábyrgð nái lengra en almenn pólitísk ábyrgð nái og lengra en réttarvitund almennings segir til um. í frumvarpÍMu séu þessi ákvæði gerð þrengri. Þar þarf ráðherra beint að hafa stuðlað að athöfninni, til að hann beri slíka ábyrgð. Kvaðst dómsmála- ráðherra hljóta að mæla með þessari breytingu og telja hana í samræmi við almennar ráttar- farshugmyndir og þá pólitísku ábyrgð, sem hlyti að þróast þar sem samsteypustjórnir væru lang varandi eins og hér á landi. Frumvarpinu var vísað til 2. um ræðu og allsherjarnefndar. Öryggisráðstafanir gegn geislavirkum efnum Loks mælti Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra með frum varpi um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirk- um efnum eða geislatækjum. Kvað hann frumvarpið hafa hlot- ið rækilegan undirbúning sér- fræðinga og meðmæli landlækn- is. Fjallaði það eingöngu um nauðsyn þess, að yiðhafðar séu sérstakar öryggisráðstafanir í meðferð geislavirkra efna og ör yggistækja og því ekki fyrir aðra en sérfræðinga að fjalla um það. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar. Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær gerði Eysteinn Jónsson grein fyrir frumvarpi um efna- hagsmál, er allir þingmenn Fram sóknarfokksins í deidinni eru flutninsgmenn að. Kom til hvassra rökræðna milli hans og Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamálaráðherra. Sam- þykkt var að vísa frumvarpinu til>2. umr. og fjárhagsnefndar. Stefnubreyting í lána og vaxtamálum. Eysteinn Jónsson (F) kvað efni frumvarpsins um efnahags- mál vera að færa vextina í það horf, sem þeir voru, áður en efnahagsráð- stafanir ríkis- stjórnarinnar voru gerðar. Og í öðru lagi að hætt verði að draga sparifé landsmanna inn í Seðlabankann út úr sparisjóðunum, innláns- deildum kaupfélaganna og við- skiptabönkunum. Þessi aðferð sé liú notuð til að þrengja að ein- staklingum og atvinnufyrirtækj- um með tilbúnum lánsfjárskorti, sem byggist á því að frysta hluta af sparifjáraukiningunni. En jafn framt því léti ríkisstjórnin Seðla- bankann lána miklu minna en áður út á verðmæti landbúnaðar Og sjávaraurða. Verði frumvarpið samþykkt gerist það m.a., að útlánavextir fara niður í 8% hæst, vextir af afurðavíxlum lækka niður í 5 til 5JÆ% úr % 7—8t4%, vextir og lánstími stofnlánasjóða landibún- aðarins, fiskveiðasjóðs, bygging- arsjóðs fyrir kauptún og kaup- staði, raforkusjóðs og byggingar- sjóðs verkamanna verða eins og áður. Ríkisstjórnin verður að hætta að láta frysta i Seðlabank- anum hluta af sparifjáraukning- unni, og útlánamöguleikar aukast að sama sakpi. Taldi hann að nauðsynlegt væri að ráðstafanir væru gerðar til að styðja einstaklingsfram- tak og félagsframtak hinna mörgu, er vilja bjarga sér og vera efnalega sjálfstæðir, — nota í því skyni hikdaust það fjármagn, sem myndast í landinu. Þá yrði að gera ráðstafanir til að beina eðlilegum hluta af spari fjáraukningunni í landinu til stuðnings þeim framkvæmdum og þeirri uppbyggingu, sem mestu máli skiptir. Vantar grein I frumvarpið. Við'skiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, kvað það undarlegt heita, að frumvarpið skyldi ekki vera betur samið, þegar haft væri í huga, að ellefu manns, hið mesta mannval, stæðu að því. Aðalefni þess væri að lækka út- lánsvextiná og hins vegar að breyta reglum um bindingu spari fjárins í Seðlabankanum. Hins vegar hefði algjörlega vantað grein og tilsvarandi skýringar i greinargerð þess efnis, að til þess hefði verið ætlazt, að inn- lánsvextir lækkuðu hlutfallslega jafn mikið, því ella hefði það leitt til stórkostlegs hallarekst- urs í ollu banka- og sparifjár- kerfinu. Gerði viðskiptamálaráðherra síðan grein fyrir, hvaða þýðingu slik vaxtalækkun mundi hafa fyrir sparifjáreigendur. Athugun hefði farið fram á því, hve miklir vextir hefðu verið greiddir spari- fjáreigendum af bönkum og spari sjóðum frá 20. febr. 1960 til loka síðasta mánaðar, eða með öðrum orðum þann tíma, sem núverandi vaxtakjör hefðu gilt. Nemur sú upphæð alls 476,6 millj. króna, en miðað við vaxtafótinn sem gilti fyrir þann tíma og í frumvarpinu er lagt til að lögleiddur verði á ný, 3>20,6 millj. kr. Nákvæmar tölur eru ekki til um vaxtagreiðslur inn- lánsdeilda kaupfélaganna, en gera megi ráð fyrir að með því að telja þær með heild- armismunur- inn þetta tíma- bil 170 millj. kr. Og það eru þess ar 170 milljón- ir, sem fram- sóknarmenn telja, að sparifjáreigendur hefðu ekki átt að fá og hefðu ekki feng ið, ef Framsóknarflokkurinn heði ráðið stefnunni. En þegar haft er í huga, hvern ig sparifjáreigendur hafa verið leiknir ekki aðeins undanfarin ár heldur áratugi, þarf ekki mörgum orðum um það að fara, hvílíkt geysiréttlætismál var að rétta hag þeirra eins og gert hef- ur verið. Þá upplýsti ráðlherrann, að í lok síðasta mánaðar hefði spari- féð numið 3501 millj. kr. og hefði það aldrei verið meira í sögu íslenzku þjóðarinnar. Gera megi ráð fyrir, að meðalinnstæða verði á næsta ári um 3900 millj. kr. Þannig megi gera ráð fyrir,' að þessi 2% vaxtalækkun. sem í frumvarpinu er lögð til, muni svipta sparifjáreigendur 78 millj. kr. á næsta ári. Taldi ráðherrann rétt, að þetta kæmi skýrt fram, svo að menn gætu kynnt sér, hvað fælist í raun og veru í frum varpinu. Hvers vegna? Enn upplýsti ráðherrann, að í lok síðasta mánaðar hefði inn- borgað sparifé frá bönkum og sparisjóðum, samkvæmt reglum er þar um gilda, numið 489 millj. 108 þús. kr. og skiptist svo: Frá bönkum og sparisjóðum í Reykja vík. 341.961 þús. kr. Frá útibú- um bankanna og sparisjóðum ut- an Reykjavíkur 65.719 þús. kr. og frá innlánsdeildum kaupfé- laganna 6.828 þús. kr. Eðlilegt er, að menn spyrji: „Hvers vegna hafa verið settar reglur um, að hluti sparifjáraukn ingarinnar skuli leggjast inn í Seðlabankann? Er núverandi rík isstjórn tók við völdum, átti þjóð in engan gjaldeyrisvarasjóð, held Ur skuldaði lausaskuldir erlend is. Slíkan gjaldeyrisvarasjóð varð að byggja upp með hluta af sparifjáreign landsmanna. Því á sama hátt og öllum er ljóst, að einstaklingarnir geta ekki eign- ast sparifjárinnstæðu nema með þvi að leggja til hliðar ákveðinn hluta tekna sinna, getur þjóðfé- lagið ekki komið upp slíkurn gjaldeyrisvarasjóði nema með því að leggja til hliðar ákveðinn hluta af sparifjáraukningu lands manna. Hvernig er fjármunum Seðlabankans va»ið? Gjaldeyrissjóðurinn nemur nú 816 millj. kr. Eysteinn Jónsson sagði, að það væri ekki undirrót verðbólgu að lána út allt spariféð. Er það út af fyrir sig rétt, ef ekki þarf að auka gjaldeyrisforðann. En það er ekki hægt hvorttveggja í senn, það er sama og að gera tilraun til að nota sömu peningana tvisvar. * Seðlabankinn hefur yfir að ráða seðlaveltu að upphæð 600 milj. kr. eigið fé um 200 millj. kr. og sparifé mótvirðisfé svo- nefnt 350 millj. kr. og sparifé tæpl. 500 millj. kr. eða samtals um 1650 millj. kr. En hvernig er því varið? Fyrst og fremst til útlána, til kaupa á afurðarvíxlum sjávar- útvegsins og landbúnaðarins og i gjaldeyrisforðann. 15. okt. sl. höfðu verið lánaðar til landbún- aðarins 258 millj. kr. og til sjáv- arútvegsins 563 eða samtals 821 Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.