Morgunblaðið - 20.10.1962, Side 10
10
M OK r.jns BL 4ÐIÐ
1
Tniieardagur 20. október 1962.
Orsök marbfettanna á
síldinni fundin
Síldin merst dauð ■
skipinu af þunganum
Á SIGLUFIRÐI er mrkið talað
um síld. Síldin er margbreytileg
og er mikið vandaverk að meta,
hvaða, síld hæf er til söltunar.
Síldarsaltandinn og allt fólkið,
sem við söltunina vinnur, verð-
ur að taka þátt í gæðaröguninni,
því að oftast er eitthvað og oft
mdkið af óhæfri síld með góðu
söltunarsíldinni í hverjum báts-
farmi, sem tekinn er til söltunar.
Sumar síldar eru ekiki alveg nógu
feitar, sumar heldur smáar, sum
ar of kviðveikiar, sumar eru
blæljótar og svona má lengi telja.
Eitt af veigaminni atriðunum,
sem gefinn er gaumur við gæða-
rögun söltunarsíldarinnar, er það
að á sumum síldum eru mar-
blettir.
Ástæðan til þess, að mikið hef-
ir verið talað um marða sild
í haust er sú, að í %umar barst
að landi óvenjumikið af fyrsta
flokks síld, svokallaðri-demants
síld. Síld þessi var svo til galla-
laus og þess vegna urðu mar-
blettimir meira áberandi og
meira að umtalsefni en fyrr, þó
þeir væru hvorki alvarlegri né
algengari á síldinni í sumar en
undanfarin ár. Reyndar hafa mar
blettirnir verið eftirlætis um-
ræðuefni á Siglufirði og öðrum
síldarbæjum bæði austan lands
og sunnan undanfariii ár vegna
þess, að menn hafa haft marg-
víslegar og mismunandi skoðan-
ir á orsökum þeirra.
í sumar höfðu samvinnu um
að athuga ors’akir marblettanna
með ýmsum tilraunum þeir Einar
Haukur Ásgrímsson, vélaverk-
fræðingur, Þórður Guðjónsson,
ákipstjóri á önnu og Eggert
Gíslason, skipstjóri á Víði II. og
verður hér gerð grein fyrir ár-
angri þeirra. Voru þessar athug-
ajiir og tilraunir gerðar fyrir
áeggjan formanns Síldarútvegs-
nefndar, Erlendar Þorsteinsson-
ar og bar Síldarútvegsnefnd
kostnað af þeim.
Fyrst var athugað, hvort nótin
merði síldina, enda hefir sú skoð
un verið algengust. Ekki var
fráleitt, að ætla, að nótin merði
síldána. Mun það oft koma fyrir,
að næturnar séu þurrkaðar það
mikið, að síldin lyftist talsvert
upp úr sjó, þó sérstaklega í ó-
kyrrum sjó. Og þó átak nótar-
innar á hverja síld, sem vdð hana
liggur, sé ekki mikið, þá eru
bnútarnir harðir og garnið
grannt.
Var fylgzt með því, hvort það
hefði áhrif á marblettina, að
nota nótina og kraftblökkina á
mismunandi vegu. Stundium var
nótin dregin svo variega með
kraftblökíkinni, að nótin þrengdi
aldrei að síldinni, heldur hafði
síldin gott svigrúm til að synda
um í nótinni, meðan háfað var.
Og stundum var nótin hert mun
meira að síldinni en eðlilegt er,
jafnvel svo að yfirborð síldar-
innar í nótinni varð mun hærra
en yfirborð sjávarins. En allt
kom fyrir ekki, síldin var í
báðúm tilfellum álfka mikið
marin, þegar að landi kom.
Næst var önnur algeng sikoðun
athuguð, sú að síldin merðist við
það að vera dregin hratt upp af
miMu dýpi. Síldin þolir mikið
betur örar þrýstingsbreytingar
en þorskurinn og flestir aðrir
nytjafiskar. Er það vegna þess,
að sundmaginn í síldinni er op-
inn um mjóa pípu, sem liggur
fram í kokið, en sundmaginn í
þorskinum og flestum öðrum
nytjafiskum er lokaður. Þegar
þorskurinn er dreginn upp af
miklu dýpi, þenst sundmaginn
út af loftinu, sem í honum er,
og þetta gerist hraðar en svo,
að líffæri fisksins hafi undan að
flytja loftið burt úr sundmag-
ainum, en við að þenjast út verð-
ur fiskurinn eðlisléttari en sjór-
inn og flýtur upp. Fullyrt er, að
þorskurinn þenjist stundum það
mikið að hann merjist.
Þegar nótin knýr síldartorf-
una til að grynnka á sér, streyma
Loftbólurnar upp á yfirborðið, því
í stað þess, að loftþrýstingurinn
í sundmaiganum þenji hann út
eftir því sem ofar dregur og
þrýstingurinn í sjónum minnkar,
þá sleppir síldin lofti út, svo
sundmaginn haldi sinni eðlilegu
stærð, sem er sú stærð, sem
léttir síldina mátulega mikið svo
hún hafi sömu eðlisþyngd og
sjórina.
Athuguð var síld úr torfu,
sem var 30 metra undir yfirborði,
þegar kastað var á hana, og síld
úr vaðandi torfu, en engdnn mun
Ur reyndist vera á þessu tvennu.
Bkki var heldiur áberandi mun
ur á horaðri síld og feitri og ekki
heldur teljandi munur á síld
með magann fullan af rauðátu og
síld með tórnan maga, hvað mar-
blettina snerti.
Vafalítið hafa flest þessi ofan-
greindu atriði einhver áhrif á,
hversu mikið síldin merst, sem
mætti meta með nógu umfangs-
miklum og nákvæmum mœling-
um, en Ijóst er, að þessi atriði
hafa engin afgerandi áhrif.
Nú bárust böndin að háfnum.
Flestir, sem efazt höfðu um, að
síldin merðist í snjónum, töldu
háfinn vera sökudólginn. Háf-
Birgðarstjóri
óskast nú þegar. Þarf að hafa einhverja þekkingu
á rafmagnsvörum. — Laun samkvæmt samkomu-
lagi. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudags-
kvöld, merkt: „Birgðastjóri — 3675“.
Iltboö
Tilboð óskast í að steypa upp húsið Hallveigarstaði
við Garðarstræti hér í borg. Uppdrátta og skilmála
má vitja á teiknistofu undirritaðs að Rauðalæk 33
gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Sigvaldi Thordarson, arkitekt.
HANN er augnlæknir og Ind-
verjar kalla hann: „Bróðir
okkar, sem gefur okkur sjón-
ina“. Fullu nafni heitir hann
Murugappa Chennaveefappa
Modi. Hann lauk námi í lækn
isfræði, með augnlækningar
sem sérgrein, 1943 frá sjúkra-
húsi í Bombay. Hann vissi
hve margir Indverjar voru
blindir og hve mikið var hægt
að gera fyrir þá, en Indverjar
eru líka fátækir og margir
urðu að fórna heimanmundi
dætra sinna eða búpeningi sín
um til að komast í sjúkrahús.
★
Modi ákvað að gerast far-
andlæknir og ferðast um með
tæki sín. Frá því að hann byrj
Modi læknir lýtur eftir sjúklingum sínum.
sem
sjónina
u
i
aði að starfa hefur hann veitt
2 milljónum manna læknis-
hjálp og skorið upp meira en
100 þús. menn. Þar sem hann
kemur, fær hann lánað skóla-
hús, eða aðra hentuga bygg-
ingu og breytir henni í sjúkra
hús. Hann dvelst venjulega
15 daga á hverjum stao. Fyrsta
daginn skoðar hann sjúkling-
ana og bindur trefla um háls
þeim, en treflarnir gefa tíl
kynna hvers sjúklingurinn
þarfnast. Hvort hann þarfr.ast
«%*■
augndropa, gleraugna eða upp
skurðar. Síðan hefst hann
handa um að skera upp þá,
sem þess þarfnast. Hann hefur
nokkra aðstoðarmenn við upp
skurðina og sSmdum tekur
hver aðgerð ekki nema 50 sek
úndur. Komið hefur fyrir að
Modi hafi framkvæmt aðgerð-
ir á 785 sjúklingu. da^Jega.
Þegar uppskurðinum er lok-
ið, lítur Modi eftir sjúklingun
um og veitir þeim læknis-
hjálp.
Modi tekur ekkert fyrir
lækningar sínar og þar sem
hann setw upp sjúkrahús fær
hann húsin lánuð án endur-
gjalds og yfirvöld staðarins
ásamt efnuðum gefa mat
handa sjúklingunum.
Þrjá mánuði ársins, þegar
monsoonvindarnir geisa, ferð-
ast Modi til útlanda til að
kynna sér nýjungar í augn-
lækningum. Er hann viður-
kenr.dur einn af fremstu augn
læknum heims.
arnir, sem notaðir voru, eru svip
aði-r þeim, sem algengastir eru
taka um 10 tunnur og eru um
2 metrar í þvermál.
Reynt var að nota háfinn
mjög varlega. Var háifnum
smeygt liðlega og svo grunnt
niður í torfuna, að ek'ki voru
háfaðar nema svo sem 5 tunnur
í senn. Háfurinn var losaður
þannig, að honum vax slakað
niður á grindina innan við borð-
stokkinn, áður en hann var
opnaður. Síldin, sem svona var
háfuð, reyndist engu minna mar
in, þegar að landi kom, en sú
sem háfuð var á venjulegan hátt.
Einnig voru tekin sýnishorn
af síld í 20 cm djúpa alúminíum
kassa og geyrnd í þeim, þar til
að landi kom. Síldin, sem neðst
var í fullum háfnum, var látin
detta úr 3 metra hæð niður í
kassa, sem stóðu á dekkinu. Þá
var tekin í kassa síld, sem hrunið
hafði úr háfnum í tveggja metra
hæð niður í grindina og síðan
spriklað um á henni nokkra
stund. Síldin í kössunum var
alveg ómarin 12 tímum síðar,
þegar að landi kom, þó að farrn
urinn að öðru leyti væri álíka
marinn og venjulega.
Þar sem gengið hafði verið út
frá því, að síldin hlyti að merj-
ast, áður en hún dræpist og
hjartað hætti að dæla blóðinu,
var nú gerð sú tilraun, að síld-
inni var dreift í þunnt lag úr
háfnum og henni gefin tími bil
að drepast áður en næsta lag var
sett ofan á. En þetta bar ekki
áranigur, síldin var ekkert mdnna
marin en elta.
Var nú orðið augljóst, að mar-
blettirnir kæmu á sílddna dauða
í skipinu.
Nýháfuð síld var sett í tunnur
og þær látnar standa upp á
endann mismunandi marga
klu'kikutíma, þar til síldin í þeim
yar skoðuð. Kom þá í ljós, að
strax að 2 tímum liðnum, frá því
síldin var háfuð, var ekki nema
efsta 65 cm þykka lagið af síld-
inni frítt við marblettina. Eftir
4 tíma voru efstu 55^ cm. ómarðir.
Eftir 6 tíma 45 cm. Eftir 9 tíma
25 cm og eftir 16 tíma voru ekiki
nemia efstu 10 cm af síldinni frí-
ir við marblettina.
Þessi tilraun sýndi svo ekkd
verður um villzt, að síldin merst
dauð í skipinu af þunganum, sem
ofan á henni liggur, og verður
viðkvæmari fyrir, eftir því sem
lengra líður frá því hún kemur
í skipið.
Marblettirnir voru skoðaðir
með því að fletta roðinu af síld-
inni og rista í marða holdið.
Marblettirnir eru blóði litað
hold undir roðinu, eru yfirleitt
rétt í yzba lagi holdsins og ná
ekkí nema um millimeter inn í
hold síldarinnar. Stundum nær
marið lengra allt að 5 millimetra
inn í holdið en mjög sjaldan
dýpra.
Marið kemur ebki á síldina,
þar sem þrýstingur mœðir á
henni, heldur á brúnum þess
svæðds, sem þrýsingur mæðir á.
Þegar til dæmis ein síld liggur
þversum ofan á annarri og farg
þrýstir þeim saman, þá pressast
blóðið úr æðunum, sem eru í
holdinu á svæðinu, þar sem síld-
arnar snertast. Við það eykst
þrýstingurinn í æðunum í hold-
inu umhverfis snertisvæðið og
blóðdð leitar útrásar úr æðunum
úit í holdið. Æðarveggirnir missa
smám saman styrk, eftir því sem
lengra liður frá dauða síldar-
innar. Yzt undir roðinu eru hár
æðarnar grennstar og æðavegg-
irnir þynnstir og veikastir. Á
brúnum snertisvæðisins er roðið
og holdið næsta undir roðinu því
teygt og þar verða háræðarnar
enn veikastar og einmitt þar
þrýstist blóðið út úr æðunum og
í holdið. Marið verður auðvitað
dýpra og ljótara, ef háræðarnar
á umræddum stað hafa skaddazt
af hnjaski, þegar síldin hrurídi úr
háfnum.
Að lokum var gerð sams konar
tilraun með ísaða síld. Var ný-
háfuð síld ísuð í eins meters
djúpa stíu, og sett um 20 kg. a£
skelís í hver 100 kg. af síld. Brá
svo við, að ísaða síldin marðist
ekki. Var ísaða síldin, sem lá
undir eins meters fargi, enn ó-
marin eftir 22 tíma og fullkom-
lega söltunarhæf.
Að vísu var þetta mjög mikil
ísun og þar, sem síldin lá í ríf-
legum skelís, fór um hana eins
og konu á mjúkum púða. En
þar sem ís vantaði í síldina, en
kælingar naut, var síldin einnig
ómarin. Bendir það til þess, að
mun minni ísun muni nægja.
Ekki storknaði blóðið í aðalæð-
um ísuðu síldarinnar, en blóið
þykknaði það mikið, að það hætti
að seytla út úr háræðunum.
Nauðsynlegt er að athuga nónar,
hve lítinn Ls hægt er að komast
af með.
Af framangreindiu eru orsök
og eðli marblettanna ljós orðin.
Þegar farið verður að ísa sölt-
unarsíldina, til þess að halda
henni ferskri á leiðinni í land,
munu marblettirnir hætta að
spilla síldinni.
Einar Haukur Áscrímsson.