Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 1
24 siöur ttttnlrlðMbi 49. árgangur 235. tbl. — Sunnudagur 21. október 1962 Prentsmiðja Mor^nnblaSsins 30 óháö riki vilja stöðvun kjarnorkutilrauna meðon reynt sé oð semja um tilraunabann Sameinuðu þjóðunutm, — i 20. október. — AP. # í gær lögðu óháð ríki fram til- lögu um stöðvun allra kjarnorku tilrauna nú þegar, meðan reynt Mikil ölvun i fyrrinótt 1 FYRRINÓTT var mjög mikið annríki hjá lögreglunni. Fór svo að allir klefar í báðum fanga- geymslum fylltust. Margskonar minniháttar óeirðir geisuðu, en ekki er kunnugt um nein meiðsli. . Nokkrri menn gerðust heldur t.msvifamiklir við Kleppssjúkra húsið, og vildu ráðast til inn- göngu. Er þó algengara, að menn leiti útgöngu þar, en þessir létu mjög dólgslega þar til lögreglan kom á vettvang og skakkaði leik- inn. , Fjórir menn voru teknir fyrir 61vun við akstur og einn leigu- bílstjóri fyrir áfengissölu. sé að ná samningum um aJgert bann. Tillaga þessi er að formi og innihaldi lík þeirri, sem átta óháð ríki lögðu fram á afvopn- unarráðstefnunni í Genf. Brýtur hún í bága við stefnu Vestur- velrtaiina, sem hafa neitað að fall ast á tilraunabann án alþjóðlegs eftirlits. • Fulltrúar Breta og Banda- ríkjanna hafa því lagt fram breyt ingartiUogu þess efnis, að stöðv aðar verði tilraunir í geimnum, gufuhvolfinu og neðansjávar, en tilraunir neðanjarðar verði látn ar liggja milli hluta meðan ekki sé mögulegt að finna aðferðir til öruggrar aðgreiningar þeirra frá jarðskjálftum. Tillaga hinna þrjátíu ríikja var lögð fyrir stjórnmálanefnd Alls- herjarþingsins og hefjast um- ræður um hana á mánudag. Er talið líklegt, að þær taki allt að tveim vikum. • Fulltrúar, sem tekið hafa þátt í umræðunum við samningu til- lögunnar segja að báðir aðilar, Vesturveldin og Rússar hafi lýst sig andvíga tillögunni, en ekki sé gott að greina hvað þeir finni henni til foráttu. ctust í borainni f GÆR grúfði haustið yfir borginni. Útsynningurinn rak skúrirnar hverja á fætur ann arri inn Flóann, göturnar voru hrálblautar, krakkarnir osluðu í pollunum og fullorðna fólkið spennti upp regnhlifarnar eða bretti Upp kápukragana í von lausri vörn gegn vætunni, sem allsstaðar leitaði á. Laufið var að mestu fallið af trjánum og fauk um torg og stræti, í'öln að og gult. Eitt og eitt lauf stritaðist ennþá við að halda sér fast á greinum trjánna, sem berjast við húsveggina. Lítill drengur stendur á götu- horni í miðjum polli og stapp ar niður fótunum, svo gusurn ar ganga yfir hann. Hann er ungur og bjartsýnn þrátt fyr ir haustið og býður útsynning inum byrgin. Hann trúir á nýtt vor, hækkandi sól, Ieik og gleði. „Ég sé það á ölln, að sumarið er á t'örum — Ég sé það á fótataki og andliti mannanna". segir Tómas Guðmundsson skáld í hinu fagra kvæði sínu „Haust í borginni". Hann yrkir um hina „bros- andi veröld á bak við myrkur og regn"! og segir síðan: „Því senn fer að rigna. — Það rignir látlaust í fjörutíu daga og fjörutír nætur, svo árlega man enginn aðra eins rigningu. Hún drýpur af húsþökunum, . rennur niður rúðurnar, og streymir í litlum lækjum eftir götunum, unz hús og menn og himinninn sjálfur endurspeglast á æfingtýra- legan hátt í óhrcinum pollunum". Enn segir Tómas: „Og aldrei er regnið jafn ísmeygilega blautt né andstyggilega hrátt sem á haustin, aldrei jafn hættulegt fyrir brotin í buxum manns né jafn örlagaríkt fyrir afdrif hattanna". Svo kvað borgarskáldið. Enn leggur útsynninginn inn Flóann, skammdegið færist yf ir hægum en öruggum skref- um. En fólkið í borginni mæt ir skúrunum með jafnaðar- geði. „Og skáldið klökknar af innvortis ánægju yfir öllum þessum hörmum, sem svo gott er að yrkja um". ¦ty^wwwwi^wtwww^^wwwywwi Algeirsborg, 20. okt. — AP. • Ahmed Ben Bella, forsætis- ráðherra Alsír, kom heim í dag eftir tveggja vikna ferðalag til New York, Washington og Havana. í stuttu viðtali við f rétta menai á Maison Blanche-flugvell- linum í Algeirsborg kvaðst hann mjög ánægður með ferðina. ^ Hann kvað gagnkvæanan skiln- ing og vinsemd hafa einkennt viðræður sínar við Kennedy Bandaríkjaforseta og rómaði mjög viðtökur þær, sem hann fékk í Havana. Ennfremur sagði hann sendinefnd Alsír bafa verið afar vel tekið meðal fulltrúa á Frh. ; bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.