Morgunblaðið - 21.10.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 21.10.1962, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. oktqber 1961 fómaði eiginmaður hennar hond um oig saigði, „Guð almáttugur, Hildegard. I>ú veizt að ég hata stutt hár. Hvernig á óg að halda út að horfa á þig svona? Og þá fór Hildegard og keypti 12 nýjar hárkollur með síðu hári. Hyggst hún nota þær þar til hennar eigið hár hefur vaxið að nýju! , í fréttunum varð hún mjöig glöð við, er hún komst að raun um að breyting- GINA LOLLOBRIGIDA hefur á s.L ari verið nokkuð í skuggan- um en nú hefur hún fengið hlut- verk sem kemur henni áreiðan- lega í háan sess í kvikmynda- heiminum á ný. Er það hkatverk „Hinnar keisaralegu Venusar,1* en þann titil hafði Paolina systir Napoleons Bonaparte. — Lét hann ítalska myndhöggvarann Antonio Canova gera mynda- styttu af systur sinni naktri og lét styttuna vera í höll sinni öll- um til hneykslunar. — Myndin sýnir er Gina Lollobrigida situr fyrir hjá myndhöggvaranum, en tekið er fram að ekki sjáist fratn an á hana í kvikmyndinni! ÞEGAR frú Kennedy kom heim úr Ítalíuferðalaginu fyrir nofckm arnar sem hún lét gera á Hvita húsinu virðist falla fólJki mjög vel í geð. Á hverjum degi koma um 10 þús. ferðamenn til þess að skoða húsið og gefnar hafa verið út eins konar minningarbækur um húsið, sem renna út eins'og heitt brauð. Hafa verið seldar 600 þús. eintök og kostar hvert eintak 1 dal, og gefur því sala þeirra góð- an arð, sem rennur í sérstakan sögulegan sjóð Hvíta hússins. ★ ★ ★ KRÓNPRINSINN í íran, Reza, sem nú er tveggja ára gamall virðist skemmta sér eins vel og hver annar lítil drengur, á ströndinni með móður sinni. Hérna er hann ásamt Föru Dibu á baðströnd við Kaspíahafið, Keisarahjónin fóru þangað í frí með syni sínum en keisarinn varð að fara heim til Teheran fyrr en ætlað var vegna jarð- skjálftanna miklu sem kostuðu þjóðina mörg mannslíf. ★ ★ ★ FÓLK notar mismunandi leiðir til þess að bjarga hjónabandi sínu. Þýzka leikkonan Hildegard Knef reynir að gera það með því að festa kaup á 12 hárkollum! Hún lék nýlega í kvikmynd um fjöldamorðingjann Landru og var hár hennar klippt stutt fyrir upptökuna. Þegar hún kóm heim til sin til Starnberger Seé • Verður rjúpan jóla- maturinn? Okkur datt í hug að leggja eina spurningu fyrir kunnan rjúpnaveiðimann, sem jafn- framt stjórnar kjötverzlun. Og spurningin hljóðar svo: „Eru líkur til að rjúpur verði jóla- maturinn í ár?“ Fréttir berast nú víða að af landinu um að rjúpnaveiði sé góð. Maðurinn, sem við völdum til að svara spurningunni er Egill Ást- björnsson, verzlunarstjóri í Síld og fisk á Bergstaðastræti. Hann svarar henni á þessa leið: — Rjúpur, þessi einkenni- legi fugl, sem enginn veit hvaðan kemur eða hvert fer, er nú umræðuefni manna á meðal þessa dagana. Veiði- mennirnir ræða um hvert helzt skuli fara til að hljóta góða veiði, en niðurstaðan verður þó oftast sú að enginn veit með neinni vissu hvar fengsælast muni á hverjum tíma. Ég hef enn ekki lagt í veiðiför á þessu hausti, en von- ast þó til að geta skroppið að minnsta kosti eina ferð fyrir jólin, þótt ég geri mér ekki háar vonir um mikla veiði. • Sýnd veiði en ekki gefin f>á koma til þeir, sem vilja fá rjúpuna á jólaborðið og hafa beðið eftir henni í mörg ár. Hvort þeim verður að ósk sinni að þessu sinni skal ég ekki segja, en ég tel þó frem- ur litlar líkur til þess að allir, sem vilja fá rjúpur á jólaborð- ið fái hana. Menn hafa jafnan verið bjartsýnir um góða veiði í byrjun rjúpnavertíðarinnar (laxveiðimenn þekkja þetta sama), en reyndin hefur um mörg undanfarin ár orðið sú að lítið hefur aflazt. Ég veit ekki með vissu hvað mikið kom hingað í bæinn af rjúpum fyrir síðustu jól, en mér er nær að halda að það hafi ekki verið yfir 4—5 þúsund stk. En hér á árunum, meðan rjúpan var og hét, man ég eft- ir því að verzlun okkar keypti um 15 þúsund stk. fyrir há- tíðar. • Nóg af öórum jólamat En hvað þýðir að vera að syrgja rjúpuna, þegar nóg er til af öðrum góðum hátíðamat, svo sem öndum, kjúklingum og jafnvel gæsum o. fl. að ó- gleymdu svínakjötinu, sem er orðið langvinsælasti hátíða- maturinn, síðan farið var að rækta hér svín af kunnáttu- mönnum. Ekki megum við gleyma blessuðu hangikjötinu, enda mundi íslendingum finn- ast lítið um jólin, ef það væri ekki á borðum. Hitt er svo annað að með tímanum hefur neyzla þess breytzt og er það nú meira notað sem uppbótar- réttur í stað aðalmáltíðar áður. Þá má telja það til nýbreytni að farið er að léttreykja kjöt og þykir það herramannsmat- ur. Þessu kjöti hefur verið gefið nafnið „London-lamb“ hjá okkur, sem fyrst og fremst stafar af því að hugsað er til útflutnings á því, enda hefur það verið kynnt erlendis og líkað vel. • Breytt aðstaða húsmæðra Fari svo að rjúpurnar verði nú að þessu sinni í rík- ara mæli jólamatúr en verið hefur má getá þess að mikill munur er fyrir húsmæður að matbúa þær en áður var. Kjöt- verzlanir hafa að vísu ekki haft mikið af þessari vöru á Egill Asbjörnsson. boðstólunum að undanförnu. Menn hafa nú síðustu árin keypt rjúpurnar óverkaðar um leið og þær hafa komið í verzlanirnar og sett þær í frystihús og geymt til jólanna. Það hefur því ekki nema að litlu leyti komið í hlut verzl- ananna að hamfletta þær og spekka, sem þó var orðinn al- gengur siður fyrir nokkrum árum meðan eittavað var til af rjúpu.. Verði hins vegar mikið um rjúpur í vetur þurfa húsmæður ekki að hugsa um að kaupa þær fyrr en rétt fyr- ir jólin og þá tilreiddar í ofn- inn. • Heldur vondaufur En segja má á þessu stigi, að tómt mál sé að tala um rjúpuna sem jólamat, því eins og ég sagði í upphafi, er ég fremur vantrúaður á að allir þeir sem óska fái rjúpu á jóla- borðið. Þykir mér því líklegt að menn verði að hugsa sér fyrir öðrum kræsingum til jól- anna. Ég er því hræddur um að ég verði að svara spurning- unni neitandi, sem í upphafi var fyrir mig lögð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.