Morgunblaðið - 21.10.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 21.10.1962, Síða 10
 ÍO MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. október 1962 SELFOSS SELFOSS er nú stærsti kauptúnahreppur landsins. Hann telur rösklega 1800 íbúa. Við bregðum okkur austur fyrir fjall og hitt- um á Selfossi tvo hrepps- nefndarmenn, þá Óla Þor- björn Guðbjartsson og Benedikt Bogason, verk- fræðing. Landið okkar Við byrjum á því að spyrja þá Óla og Benedikt hvernig stand'i á því að jafn stórt kaup tún og Selfoss er skuli enn ekki hafa sótt um kaupstaðar- réttindi. Þeir svara því til að ekki hafi verið talin ástæða til kaupstaðarstofnunar á Sel- fossi, einkum vegna þess hve staðurinn er nátengdur sveit- unum á Suðurlandisundirlendi og að hann er raunar fyr»t og fremst þjónustustaður við þær. Bkki þarf annað en að líta á þær stotfnanir landbún- aðarins, sem þar eru stað- settar, svo sem Mjólkurbú Flóamanna, langstærsta mjólk ursamllag landisins, sláturhús Sláturfélags Suðurl'ands, eitt- hvert það stærsta þess félags og tilraunabúið að Laugardæl um, sem Búnaðarsamband Suðurlands rekur. Byggist kringum brúna Selfoss byiggðist upphaflega út frá hinni voldugu brú á Ölfusá. Þar er Tryggvaskáli reistur, einhver fyrsti greiða- sölustaður sem byggður er við þjóðveg án þess nokkur byiggð sé í kring. Síðar verð- ur Selfoss svo verzlunarstað- ur, sem kunnugt er. Og nú er svo komið að Selfoss er stærsta samtfellda byggðin á öllu Súðurlandisundirlendi. Þar eru ýms menningarfélög og menningarstofnanir svo sem Iðnskóli, miðskóli auk barnaskóla. Þar er sundhöll, byggðasafn og bókasafn og félagslíf stendur þar með blóma á veturna. Þar starfa leikfélag, bridgefélag, ung- mennafélag, en sá er aðeins galli á gjöf Njarðar að á staðn um vantar tiltfinnanlega fé- lagsheimili. Forystumenn Og þeir Óli og Benedikt haldia átfram að segja okkur frá þróun og uppbyiggingu staðarins. — Verulegan fjörkipp tek- ur Selfossstaður þegar Mjólk- þjdnustustaðurSuðurlands Staðurinn verður að eignast ný|:?r atvinnugreinar urbúið er byggt árið 1929. Þá færizt aðalbyggð Suðurlands- undírlendisins frá Eyrabakka og upp að ölfusárbrú. Segja má að mest eða öll aukning Selfoss byggist á framþróun í landbúnaðarmálum Á frum býlisárum Selfosskauptúns átti það því láni að fagna að eiga góða og ötula forystu- menn. Einhver hinn fyrsti þeirrá var Eiríkur heitinn Einarsson alþingismaður Ár- nesinga og bankastjóri banka-' útibúsins hér sem stofnsett er 1919. Han átti sinn mikla þátt í uppbyiggingu staðarins með sínu ötula forustuhlutverki að stofnun og byggingu Flóa- búsins. En því miður lifði þrirnýir bileigendur 26. OKTOBER 1962 Með því að kaupa miða í hinu stórglæsilega , SKTNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆDISFLOKKSINS — getið'þér orðið einn í þeim hamingjusama hópi. Tir.'.lnn styttist óðum Eiríkur ekki að sjá alla drauma sína um Selfoss ræt- ast. Aðrir ötuíir forustumenn tóku svo við hlutverki hans og má þar nefna fremstan Egil Thorarensen, kaupfélags- stjóra. — Selfosshreppur er ekki stofnaður fyrr en' á áramót- um 1946. Þá er hann tekinn út' úr Sandvíkurhreppi. Þá eru íbúar á Selfossi 770 tals- ins og á sl. 16 árum fjölgar íbúum hér um 1000. Lang- mestur hluti þessa fólks er influttur. Fyrir tveimur árum Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.