Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. október 1962 MORGVNBLABIB 15 L I Á MÁNUDAGINN næstkomandi kl. 7,15 heldur Guðmundur Guð- jónsson óperusöngvari söng- skemmtun í Gamla bíói við undir leik Atla Heimis Sveinssonar, en þeir eru báðir nýkomnir heim frá námi í Köln í Þýzkalandi. Guðmundur fór til söngnáms í nóvember 1961, er honum bauðst styrkur til farinnar frá þýzka utanríkisráðuneytinu. Kennari hans þar var prófessor Clemens Glettenberg, yfirkennari söng- deildar tónlistarháskólans í Köln. Áður hafði Guðmundur þegar skipað sér traustan sess meðal íslenzkra söngvara, hann er að góðu kunnur fyrir söng sinn í óperunum „Rakarinn frá Sevilla" eftir Rossini, „Don Pasquale" og „Ritu" eftir Donnizetti og óper- ettunum „Betlistúdentinum" og „Sígaunabaróninum". Auk þess hefur Guðmundur verið einsöngv ari með Karlakór Reykjavíkur um árabil og m. a. farið söngför með kórnum til Bandaríkjanna. Þegar Guðmundur var í Köln bauðst honum að syngja annað aðalhlutverkið — Alfredó, í óper unni La Traviata eftir Verdi, á fimmtán ára afmælishátíð óper- unnar í Árósum. Voru ellefu sýn- ingur á óperunni og ávallt fullt hús. Dómar gagnrýnenda um Guðmundur Guðjónsson og ítalska songkonan Maria Manni Jottini, sem sungu í Árósum aðalhlutverkin í óperunni La Tra viata eftir Verdi. að honum buðust til frama í Þýzkalandi. Hann kvaðst hafa kynnzt og gert sér ljósa _ þá óhemju samkeppni, sem væri 'um frama á sviði söngsins, góðir söngvarar væru á hverju strái og það tæki Iangan tíma að skapa sér nafn og verulega góð laun. Hann kvaðst sjálfur hafa yfir- stigið byrjunarerfiðleika einu sinni í lífinu í sinni atvinnugrein sem trésmiður. Hann væri nú kvæntur maður með hálf upp- komin börn í skóla og teldi það of mikið og áhættusamt rask að flytjast utan og brjóta sér þar braut sem söngvari. — Ég veit ekki, hvað ég myndi gera ef ég væri enn kornungur, sagði Guð- mundur, þetta er ekki nema fyrir unga menn, sem hafa tímann fyrir sér og hafa ekki um aðra að hugsa en sjálfa sig. Hann tók sem dæmi um hina miklu samkeppni, að af 80 nem- endum í söngdeild skólans í Köln, -væri yfirleitt gert ráð fyrir að 3—4 yrðu söngvarar, sem eitt- hvað kvæði að. • • • Frá því hefur áður verið sikýrt hér í blaðinu, að Guðmundur var ásamt tveim öðrum söngvurum valinn til að syngja á hljómleik- um er haldnir voru í lok kennslu tímabilsins. Voru þeir valdir úr hópi 22 söngvara er valdir voru til þátttöku í svonefndri „Meister kurs". Annar söngvaranna, sem á hljómleikunum sungu, var banda rískur bariton söngvari William Pearsson, sem stundað hefur Guðmundur Guðjónsson heldur söngskemmtun framhaldsnám í Þýzkalandi i sex ár og getið sér gott orð m. a. fyrir flutning nútímahljómlistar. Hann hélt til ítalíu í hljómleika- f«rð að kennslu lokinni í 'haust. Guðmundi var, boðið að syngja fyrir forráðamenn óperunnar í Mainz og hafði verið óskað eft- ir. að hann kæmi þangað öðru sinni, en Guðmundur ákvað að fara heldur heim og taka til aftur við i^ngrein sína, trésmíð- ina. Guð. Xr^ iur kvaðst óska eftir að láta í ijós þakklæti sitt til þeirra aðila, sem styrktu hann til utanferðarinnar. Sér hefði verið mikið gagn og ánægja að förinni, bæði kennslunni sjálfri og þeim fjölmörgu óperusýning- um, sem hann sá. Hljómleikarnir á mánudaginn hefjast kl. 7,15 eins og fyrr segir og verða aðgöngumiðar seldir í bókaverzl. Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar og um helgina í blaðsöluturni Sigf. Ey mundssonar. Við píanóið er að þessu sinni ungur listamaður Atli Heimir Sveinssori, sem fæddur er í Reykjavík 1938. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistar- skólann hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni og lauk þaðan prófi 1957. Árið 1959 fór hann til Köln og hefur þar lagt stund á tónsmíðar, píanóleik og hljómsveitarstjórn við tónlistarháskólann þar. f sumar brautskráðist hann þaðan með tónsmíðar sem aðalfag. sðng Guðmundar voru mjög lof- samlegir. - • Guðmundur Guðjónsson er fæddur í Reykjavík árið 1922. Söngnám hóf hann hjá Guð- mundi Jónssyni 1951 og hefur einnig numið hjá Kristni Halls- syni og Vinzenzo M. Demetz. • Fjöldi góðra söngvara og mikil samkeppni Nokkrir vinir Guðmundar boðuðu fréttamenn á sinn fund í gær og skýrðu frá fyrirhuguð- um hljómleikum. Á efnisskránni eru óperuaríur eftir Handel, Gluck, Mozart, Verdi og Puccini, Iög eftir Jón Leifs, Árna Björns- son og Sigvalda Kaldalóns og ís- lenzk þjóðlög í útsetningu Dr. Róberts A. Ottóssonar og Karls Ó. Runólfssonar. Guðmundur er maður afar hæverskur og kom það fram í viðtali hans við fréttamenn, að hann vildi sem minnst gera úr þeim möguleikum, sem vitað er, Samkomur Fílatlelfía Brotning brauðsins kl. 4. Almenn samkoma kl. 8.30. Karl Erik Moberg talar og syngur. Allir velkomnir! Atli Heimir Sveínsson Hjálpræðislierinn Kl. 11: Helgunarsamkoma Kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. Majór .Svava Gísladóttir og majór Ingjbjörg Jónsdóttir stjórna. Heiiniliasambandsstjóm irnar taka þátt í samkomum. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1.30. Almenu samkoma kl. 8.30. Allir velkomnir. VECUR ALLT Sjálfvirkar iðnaððrvogir í öllum stærðum. AÐALUMBOÖ: Olaffur Gíslason & Co hff. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370. VOGIR! VOGIR! GETUM VIO VEITT YDUR FYRIRGREIÐSLU? Við bjóðum nú íslenzkum verzlunar- og iðnfyrirtækjum leiðsögn og leið- beiningar Mr. J. Core, sém dvelur í Reykjavík þessa dagana, en hann er- sérfræðingur okkar í Evrópu- viðskiptum. Gjörið svo vel að síma á skrifstofu umboðsmanna okkar og fyrirspurnum yðar verður greiðlega svarað. W. & T. AVERY LTD. BIRMINGHAM. Iðnaðarvogir með færilóðum, 250—500 — 1000 kg. VIÐGERÐIR & ÞJÓNUSTA: " jf *. Arni Jonasson AVERY-verkstæðið Bjargarstíg 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.