Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 23
Sunnudagur 21. október 1962 MORCTJ N BLAÐIÐ 23 I7m þessar mundir er sýnt ástralskt leikrit í Þjóðleikhúsinu, „Sautjánda brúðan“ eftir Ray Lawler, sem hefur hiotið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. Næsta sýning verður í Þjóð- leikhúsinu í kvöld (sunnudag). Myndin er af Róbert Arn- finnssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur. Ný sýning í Asgríms- safni í DAG verður opnuð 7. sýning í Ásgrímssafni, en nú í haust eru 2 ár síðan safnið var opnað. Á þessari sýningu eru 34 mynd ir, 17 olíumálverk, sem sýnd eru í vinnustofu Ásgríms Jónssonar, og 17 vatnslitamyndir í heimili hans. Sumar af þessum myndum hafa aldrei komið fyrir almenn ingssjónir fyrr, en þær fundust við leit í húsi listamannsins eftir lát hans. Síðar í vetur mun verða sýn- ing á myndum úr þjóðsögum og íslendingasögum, en þær voru Ásgrími Jónssyni mjög hugleikið viðfangsefni. Hefur safnið haft eina slíka sýningu á ári. Fyrir jólin 1961 hóf Ásgríms- *afn útgáfu listaverkakorta. Var fyrsta litakortið gert eftir olíu- málverki af Heklu. Nú hefur safnið látið litprenta kort eftir vatnslitamynd, Haust á Þingvöllum, og verð.ur það jóla kort Ásgrímssafns 1962. Vandað hefur verið mjög til þessara korta útgáfu. Sala á Þingvallakortinu hefst 5. nóvember, en þann dag var Ás- grímssafn opnað fyrir tveim ár- um. Verður kortið aðeins til sölu í safninu, og í Baðstofu Ferða- skrifstofu rikisins, þar sem safn- ið er ekki opið nema 3 daga vik- unnar. Á Norðurlandi verður kortið selt í Blóma- og listmuna- búðinni á Akureyri. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga þriðju- daga og fimmtudaga, kl. 1,30—4. Aðgangur ókeypis. Ben Bella ^ Leiðrétting I FRÁSÖGN af fundi bæjar- stjórnar Kópavogs í blaðinu í gær varðandi tililögu um um- ferðamál gætir nokkrar missagn- ar, þar sem sagt er að bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi flutt tillöguna. Hið rétta er að samkomulag náðist um að til- lagan yrði lutt af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórinni og voru flutningsmenn Axel Jónsson, Ax- el Benediktsson, Þormóður Páls son Andrés Kristjánsson. Framhaid af bls. 1 Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem einróma hefðu fagnað fengnu sjálfstæði landsins. — Kvaðst Ben Bella sérstaklega vilja nefna vinsemd þá, sem Sekou Touré, forseti Guineu, hefði sýnt sér og sagði þá fylli- lega sammála um öM meginatriði, er snertu framtíð og sameiningu Afríku. Það var glampandi sólskin í Algeirsborg, þegar flugvél Ben Bella lenti á Maison- Blanche, fyrsti sólardagurinn eftir úrhellis rigningar alla síðustu viku. Á flugvellinum tóku á móti for- sætisráðherranum aðrir stjórnar- menn ag heiðursfyiking her- manna. Yfirvöldin I AlgeirSborg höfðu hvatt fólk til þess að fagna leið- toga sinum vel, er hann kæmi heim og var margt manna á göt- um borgarinnar, er hann ók þar um frá flugveMinum. Ekki var þó um neinn fögnuð að ræða í líkingu við það, er hann kom til borgarinnar í fyrsta sinn. En hon um var mjög vel fagnað, er hann flutti ávarp af svölum stjórnar- aðsetursins —- höfðu þúsundir manna safnazt saman á torginu, þar sem evrópsku íbúarnir í borg inni hófu uppreisnina 13. maí 1953, sem varð til þess að De Gaulle forseti tók við völdum. Landið okkar Framh. af bls. 10 er hins vegar svo komið að fóliksfjöLgunin á staðnum er minni en viðkoman. Og árið 1960 flyzt fleira fólk burt frá Selfossi en inn. Byggist á vexti landbúnaðar — Nú er staðurinn kom- inn á það stig, bæta þeir Óli Og Benediibt við, að eitthvað veröur að koma til, staðn- um til framdráttar. Hér um Selfoss liggja margir þrœðir. Hér er því nauðsynlegt að hefja miklar endiurbætur. Staðurinn má ekki og getur ekiki staðið í stað. Stöðvist þróun hans getur ekki öðrtt vísi farið ; en að staðnum hnigni. Vöxtur Selfossstaðar er algjörlega háður því, hver vöxtur landibúnaðarins verður í nágrannasveitunum. Fjölbreyttari atvinnuvegir — En megin atriðið Sel- foesi til framdráttar, er það, að hér verði atvinnuvegir gerðir fjölbreyttari og þá um leið mumu þau þjónustufyrir tæfki sem hér eru þegar starf ræíkt verða betur sett og geta veitt betri og fullkomnari þjónustu en nú er. Einn galli er og á rekstri Selfosskaup- túnsins, sá að hér eru atvinnu fyrirtæki svo fá, að hin al- menni borgari verður að greiða hlutfalLslega meira í op inber gjöld en víðast annars staðar. — En hér er almienn vel- megun, segja þeir Benedikt og Óli. Enda er fólkið diuig- legt og þetta sýnir að efna- hagislif þjóðfélagsins er á réttri framifarabraut. Um leið og við kveðjum Selfioss förum við með þeim Benediikt og Óla að „fóstur- bami“ þeirra, sem er tiirauna borinn. Við borinn vinnur Rögnvaldur Kjartansson og jafnt og þétt miðar honum við venk sitt. Vonandi að það beri árangur og verði Selfosa- kauptúni til heilla og bless- unar í framtíðinni. — vig. Hitaveitumálið — Við Selfossbúar erum svo lánsamir að hafa hér hita veitu, en hún er ekiki nægi- leg, hitar aðeins húsin aust- an ölfusár. Það er því brýn nauðsyn að athuga hvort ekki má auka hitaveituna og jafn- Mótorvélstjóralélag ísland Félagsfundur verður haldinn að Bárugötu 11 í dag, 21. október kl. 14. Dagskrá: Uppsögn samninganna. Stjórnin. vel koma upp einhverri starf- -semi í sambandii við hana. Hitaveitumiálið hefur verið brennandii spursmál hér I hreppsnefnd oklkar. Sjáílf- stæðismenn lögðu fyrir síð- ustu hreppsnefndankosningar frarn álkveðnar tillögur til und irbúnings að framikvæmdum við hitaveituna og höfðu lof- orð yfirvalda í hitaveitumál- um fyrir fé til byrjunarfram- kvæmda, eða undirbúnings- borunar. Með þessu var talið að málinu væri vel og mynd- arlega hrundið af stað. Hrepps nefnd skipar svo nefnd í þetta 8. júní sl. og var odid- viti formaður nefndarinnar. Þessi nefnd aðheflst ebki neitt og þar kemur að mönnum finnst lítið gerast í málinu ysfirleitt af hálfu fram- kvæmdastjórnar hreppsins Hófu þá hreppsnefndarmenn Sjálfstæðisflóíkiksins að vinha að þessu máli einir ag án allr ar samvinnu við hina, og gengu frá því þannig að hin- ir ágætu menn í hreppsnefnd- inni þurftu ekki annað en að gefa sitt góðfúslega leyfi til að ríkið mætti, þeim að kóstn aðarlausu, leita fyrir þá að heitu vatni! — Og undanfarnar vikur hefur mátt sjá bor að verki, rétt norðan við Ölfusárbrúna og befir hann nú þegar bor- að um 60 metra niður í jörð- ina. — Djúpbáturinn Framih. af bls 2 tækjum, eins og ratsjá, dýptar- mœli o.fll. Skipið verður byggt sam kvæmt ströngustu kröfum flokk unarfélagsins Det Norske Veri- tas, teikningar ollar viður- kenndar af því, og smíði undir eftirliti flokkunarfélagsins. Allt er þetta skip varðar skal að sjálfsögðu uppfylla islenzkar reglur. Skipið skal afhent í Bergen fyrir lok októbermánaðar 1963 Miklar vonir eru tengdar við þetta skip af fsfirðingum og bú endum við fsafjarðardjúp og ná grenni, því segja má að þetta sé samgöngulífæð Djúpmanna, en Fagranesið gamla mjög orðið úr sér gengið. Djúpbáturinn er hlutafélag, sem er eign sýslufélaga Vestur- og Norður-ísafjarðarsýslna, ísa fjarðarkaupstaðar, hreppsfélaga og einstaklinga. Ríkissjóður mun leggja fram 50% af bygg ingarkostnaði skipsins á næstu 7 árum, og vill framkvæmdar- stjóri Djúpbátsins geta þess, að fyrir sérstakan velvilja og skiln ing samgöngumálaráðherra, fjár málaráðherra og síðast en ekki sizt forsætisráðherra, hefur reynzt unnt að ráðast í fram kvæmd þessa þegar á þessu ári. Miklar byggingar — Og hér byggja menn í stórum stíl, segja þeir Óli »g Benedikt. Mörg húS éru áT- veg nýbyiggð og a.m.k. 20 hús eru í byggingu, þar áf tvö stórhýsi. Flest eru þetta ein- býlishús, en húsnæðisvánd- ræði hafa verið mikil hér á Selfossi og eru raunar nokk- ur enn. Hér hyggja menn yf- irleitt stórt og myndarlega. Þá er mjög aðkallandi að hér á Selfossi verði reist gaign- fræðaskóiabygging og vonir standa til að hægt verði að hefjast handa urn þá bygig- ingu mjög fljótlega. Á þess- um síðustu tírnum mikiMa framfara og byigginga er nú svo kcwnið að mjög erfitt er að fá byggingarlærða menn, svo sem smdði, til starfa. Það liggja mörg verkefni fyrir hér á Selfossi, sem vinna þarf og vinna fljótt. Sum verk eru þegar hafin, svo sem gatna- gerð. Þá þarf að auka vatns- miagn hér og fleira má telja Hér voru í haust, sem víða annars staðar, kÆnnaravand- ræði. Það var ráðist í. að kaupa hús fyrir kennara, Hefði það ekki verið gert má fullvíst telja að úr kennara- vandræðunum hefði efcki rætzt. — Erlend tiðindi Frahald af bls. 22 Rússar hafa lofað Indverjum Iþyrlum af þessari gerð, en drátt ur hefur orðið á afhendingu þeirra. Aðstaðan í Ladakíh er mjög sérstæð. Sennilega er þarna um að ræða eina, eða einn af örfáum stöðum í ‘heimi, þar sem báðir deikuaðilar treysta að nalkkru leyti á rússnesk vopn. Talið er, að tilboð Rússa um að aflhenda Indverjum vopn í baráttunni gegn Kínverjum, sé Mao Tse Tung mikill þymir í augum, og sé litt fallið til þess að bæta samibúð Kínverja og Rússa, sem svo mjög hefur farið kólnandi að undanförnu. Hims vegar verður að telja, að deilumál það, sem þarna er ver ið að útkljá, geti reynzt erfitt viðureignar. Þótt afstaða Ind- verja kunni að vera byggð á rétti, þá sé vafasamit, að Netoru og KriShna Menon, utanríkisráð Iherra toafi tekið tiilit til aðstæðna I Ladaklh, er þeir gáfu skipunina um að ryðja Kínverjum burt þaðan. Síðasta ráðstöfun Menons var sú að láta vinna við flestar vopnaverksmiðjur í Indlandi all an sólahringinn, og það i sjálfu sér, er nokkur visbending um, hvort samikomuilag og friður sé á næstu grösum. » Se~„' - má, að hinir hörðu bar- dagar, sem brutust út í gær, séu nokkur staðfesting á þeirri skoð- un. Dömur athugið Opna snyrtistofu n.k. fimmtudag að Laugavegi 19, við hliðina á Hárgreiðslustofunni Feminu. — Handsnyrting — Andlitsböð og megrunarnudd. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Barna — brúðkaups og fermingarmyndir AUSTURSTRÆTI 5 SIMI 17707 SI-SLETT P0PLIN <N0-IR0N) MINERVA STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.