Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 1
24 siður jmMltfrfft 49. árgangur 236. tbl. — Þriðjudagur 23. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaosins Yf irlýsing Bandaríkjaf orseta í gær KENNEDY Bandaríkjaforseti skýrði þjóð sinni frá því í útvarps- og sjónvarpsræðu í gær- kvöldi, að Bandaríkjastjórn bcfði óyggjandi sannanir fyrir því, að Sovétríkin hefðu með leynd byggt árásarstöðvar fyrir kjarnorkueldflaugar á Kúbu. Sagði hann að kommúnistar hefðu breytt þessu fangelsaða landi í eldflaugastöð, sem ölluni Ameríkuríkjum stæði ógn af. Lýsti hann því yfir að bann yrði lagt við iillum flutningum hergagna til Kúbu til þess að tryggja öryggi Vesturálfu og friðinn í heiminum. „Öllum skipum, hverrar þjóðar sem þau eru og hvaðan sem þau koma, verður snúið aftur, ef í ljós kemur, að í farmi þeirra eru árásarvopn", sagði forseti Bandaríkjanna í ræðu sinni. Bandaríkjaforseti var mjög harðorður, þegar hann minntist á brigðmælgi Sovét- stjórnarinnar í sambandi við mál þetta. Hann sagði m. a. að Rússar hefðu lýst því yfir, bæði opinberlega og í einkasamtölum að hernaðartækin á Kúbu mundu áfram einungis -verða til varnar og „að þeim væri engin nauðsyn að leita eldflaugastöða út fyrir landa- mæri Sovétríkjanna". — Benti hann á að sú yfirlýsing Soyétstjórnarinnar, að Sovétríkj- unum væri engin þÖrf á því að senda vopn, t. d. til Kúbu, til að gera hefndarárás á nokkurt annað ríki, eins og Sovétstjórnin hefur komizt að orði, væri fölsun. ein. Ennfremur lýsti hann því yfir, að Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefði komið á sinn fund sl. fimmtudag og ítrekað að herbúnaðurinn á Kúbu væri þar einungis til varnar og Rússar hefðu aðeins sent þangað sérfræðinga í meðferð varnarvopna. Þessi fullyrðing Gromykos hefði einnig verið fölsun. Kennedy sagði að eldflaugastöðvarnar, sem Sovétríkin hefðu byggt á Kúbu væru ætlaðar fyrir eldflaugar, sem flutt geta kjarnorkusprengjur meira en þúsund mílna vega- lengd og væri með þeim hægt að gera árásir á Mexíkó, Mið-Ameriku og Suðausturhluta Bnndaríkjanna, þar á meðal Canaveralhöfða og Washington. Ennfremur væri ekki annað séð en unnið væri að nýjum eldflaugastöðvum fyrir langdrægar eldflaugar, sem dregið gætu til flestra stórborga Vesturálfu. Kennedy benti á að árásarstöðvarnar hefðu verið byggðar með miklum hraða og leynd meðan stjómir Sovétríkjanna og Kúbu hefðu haldið því ákveðið fram að vígbúnað- urinn á eyjunni væri einungis gerður í varnarskyni. Forseti Bandaríkjanna tók skýrt fram að Bandarfkin óskuðu ekki eftir styrjöld, en tilgangur þeirra væri sá að koma í veg fyrir notkun þeirra eldflaugastöðva, sem gerðar hefðu verið á Kúbu og vinna að því að þeim yrði útrýmt úr Vesturálfu. Forsetinn ávarpaði kúbönsku þjóðina og sagði, að Bandarfkjastjórn óskaði ekki eft- ir því að atika þrengingar hennar né neyða hana til að taka upp ákveðið stjórnarfyrir- komulag. „Við vitum að líf ykkar og land er notað sem peð af þeim, sem neita ykkur um frelsi", sagði Kennedy. Hann kvaðst vita að flestir íbúar Kúbu hlökkuðu til þess tíma er þeir fengju fullt frelsi undan erlendri kúgun, frelsi til að ákveða sjálfir stjórnarfyrirkomu- lag sitt, frelsi til að velja sér leiðtoga, frelsi til að eiga sitt land sjálfir, frelsi til að tala og skrifa og trúa án ótta eða lítillækkunar. Til þess að mæta ógnunum frá Kúbu tilkynnti forseti Bandaríkjanna að stjórn sín hefði ákveðið byrjunaraðgerðir og gerði hann grein fyrir þeim í 7 liðum, og fara hér á eft- ir helztu atriði þeirra: 1) Stöðva verður uppbyggingu árásarstöðva á Kúbu með ströngu aðflutningsbanni á öll hernaðartæki. 2)- Koma verður á auknu og áframhaldandi eftirliti með Kúbu og hervæðingunni þar. 3) Verði eldflaug skotið frá Kúbu á eitthvert land í vesturálfu, verður litið á það sem árás Sovétríkjanna á Bandaríkin og svarað með gagnárás á Sovétríkin. 4) Flotastöð Bandarikjanna við Guantanamoflóa á suðaustur Kúbu verður efld og fjölskyldur hermanna þar fluttar á brott. Hefur setuliðið þar fengið fyrirskip- un um að vera vel á varðbergi. 5) Kallaður verður saman fundur þegar í dag (þ. e. þriðjudag) í ráðgjafastjórn samtaka Ameríkuríkjanna til að ræða þessa ógnun við Vesturálfu. 6) Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verður beðið um að koma saman til aukafundar og gera nauðsynlegar gagnráðstafanir gegn þessari nýjustu ógnun Sovétríkjanna við friðinii í heiminum. 7) Kennedy sendi Krúsjeff forsætisráðherra persónulega áskorun um að hætta við og afturkalla þessa leynilegu, tillitslausu og ögrandi ógnun við heimsfriðinn og koma á jafnvægi í sambandinu milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Jafn- framt skoraði forsetinn á Krúsjeff að láta af tilraunum sínum til þess að leggja undir sig heiminn og reyna heldur ásamt Bandarikjunum að stöðva vígbúnaðar- kapphlaupið. Hér á eftir fer ræða Bandaríkjaforseta í heild í lauslegri þýðingu: 6 loo 1°° 3oo 400 Stto t>4tl2nish.^f" AWIUl- Jamaioa, (CZkvGAt Rigo DörnínikaníkoJ. lýWldicT ^**>+^~m0^t^\^t»mí***Ji+.ytmí+^~m»*.i**í+m*~*»**<*mt*»m*+.**.%*m»^ Sökkva rússneski um skipum, ef.. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðu- neytisins sagði í gærkvöldi, eftir að Kennedy forseti hafði flutt ræðu sína um aðgerðir gegn Kúbu, að Bandaríkin væru reiðubúin að sökkva rússneskum skipum ef nauðsyn krefði, til að hindra vopnaflutninga til Kúbu. Moskvuútvarpið minntist ekkert á ræðu Kennedys í fréttasendingu sinni kl. eitt í nótt, en sagði hinsvegar að 45 bandarísk herskip, þar af eitt flugvélamóðurskip, væru umhverf- is Kúbu. €r Norskt skip ferst 25 lík þegar fundin Gott kvöld samborgarar mín- ir- Ríkisstjórn mfn hefur, eins og hún hefur lofað, fylgzt rækilega með hernaðarundirbúningi Sov- étríkjanna á Kúbu. Síðustu viku hafa skýlausar sannanir fengizt íyrir því að nú sé verið að koma upp eldflaugastöðvum til árása á þessari fangaeyju. Til- gangurinn með þessum stöðvum getur ekki verið annar en sá að skapa möguleika til kjarnorku- árása á ríki Vesturálfu. Þegar ég fékk fyrstu áreiðanlegu fregn irnar af þessu kl. 9 sl. þriðju- dagsmorgun, fyrirskipaði ég að hert skyldi á eftirliti okkar. Og nú, þegar eftirgrennslan okkar er lokið, mat okkar liggur fyrir og við höfum tekið ákvörðun okkar, þykir ríkisstjórninni skylt að skýra frá þessu nýja hættu- ástandi í smáatriðum. Allt bend- ir til þess að hér sé um að ræða eldflaugastöðvar af tvenns kon- ar gerð. Nokkrar þeirra eru fyrir eldflaugaskeyti sem borið geta kjarnorkuvopn meira en 1000 mílur. Hver þessara eld- Framhald á bls. 2. Oslo og Rörvik, 22 okt. (AP- NTB) NORSKA strandferðaskipið Sanct SVithun strandaöi á sunnu dagskvöld skammt frá Rörvik, um 150 km fyrir norðan Þránd- hi'im. Óttast er að 30-40 af far- þegum og áhöfn skipsins hafi far- izt. 48 hafa bjargazt Bardagar á landamær- um Ind- lands og Kína |Sjá frétt á bls. 2 og greiiij og kort á bls. 10 Sanct Svithun var á leið frá Þrándlheirni til Rörvik á sunnu- dag er slysið vildi til. Mun skip- ið hiafa villzt út af siglingaleið og lent á skeri fjóra kílómetra fyrir sunnan vitann á Nordöya við innsiglinguna til Rörvik í suðvestan hvassviðri og rigningiu Skipið sendi út neyðarskeyti, en tilkynnti skömmu' seinna að það hefði losnað af skerinu, og að mikiil leki væri kominn að því. Erfitt var um björgiunarstörf vegna veðurs, og ekki bætti það úr að staðarákvörðun skipsins reyndist röng 48 bjargaff Fimmitíu manna áhöfn var á Sanct Svithun og áætlað er að farþegar hafi verið um 30. Þeg- ar skipið tók að sökkva, fóru farþegar og áhöfn í björgunar- báta og hrakti þá upp í hólma og sker, sem mikið er wcn í nánd við strandstaðinn í dag höfðu fimm bjöngunarbátár og einn bjöngunarfleki fundizt og voru 48 Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.