Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 2
2 M O RGU N B L AÐ1Ð Þriðjudagur 23. október 196! — Kennedy Framhald af bls. 1. fltauga getur náð til Washington, Flanamaskuhðarins, Canaver- höfða, Mexicoborgar eða hvaða annarrar borgar í suð austur- hluta Bandaríkjanna, sem er og hvaða staðar sem er á Karabíska hafinu. Kennedy. Auk þess er um aðrar stöðvar að ræða, sem enn eru ekki full gerðar og virðast þær vera gerð ar fyrir langdræg eldflauga- skeyti. Þessi skeyti geti farið helmingi lengra en hin og er þannig hægt að gera með þeim árásir á flestar aðalbórgir Norð ur- og Suður-Ameríku, allt norð an frá Hudsonflóa í Canada til Lima í Perú. Þá er auk þess ver ið að setja saman á Kúbu sprengjuþotur, sem borið geta kjarnorkuvopn, og verið er að byggja fyrir þær flugvelli. Þessi skjóta umsköpun á Kúbu í þýð- ingarmikla eldflaugastöð með langdrægum eldflaugum sem greinilega eru ætlaðar til skyndi SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS t Gerið skil legrar gereyðingar, er greinileg ógnun við frið og öryggi Ame- ríkuríkja og vísvitandi ögrun við Ríó-samninginn, við hefð lands okkar og þessarar heimsálfu, við samþykkt beggja deilda 87. Bandaríkjaþings, við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og mínar eigin aðvaranir til Rússa 4. og 13. september. Þessar aðgerðir stinga einnig í stúf við endurteknar full yrðingar rússneskra talsmanna, bæði þær sem hafa verið gefnar út opinberlega og einslega, þess efnis að herstyrkur Kúbu mundi halda áfram að vera í varnar- skyni og Sovétríkin hefðu hvorki þörf né löngun til að koma upp eldflaugastöðvum á svæði nokk urs annars lands. Þessar fram- kvæmdir hafa verið nokkra mán uði í undirbúnimgi. Bn í síðasta mánuði þegax ég hafði lagt áiherzlu á muninn á þessum langdrægu flugskeytum og eld- flaugum til varnar gegn flugvél um, lýsti Sovétstjórnin því opin berlega yfir 11. september að „herbúnaður sem sendur hefði verið til Kúbu væri einungis til vamar og „að Sovétríkjunum væri engin nauðsyn að senda vopn sín, t.d. til Kúbu, í því skyni að gera með þeim hefndarárásir á önnur lönd“ og „Sovétríkin hafi svo sterkar eldflaugar til að flytja þessi kjarnorkuvopn sín, að þeim væri engin nauðsyn að leita eldflaugastöðva út fyrir landamæri Sovétríkjanna". Þessi yfirlýsing var fölsun. Sl. fimmítudag, þegar sannan- ir fyrir hinni hröðu hervæðingu Kúbu vom þegar kommar í mín- ar hemdur, sagði Grotnyko, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, við mig í skrifstocfu minni, að honum hefði verið falið að lýsa því yfir, enn einu sinni, eins og hann sagði að stjórn sín hefði gert áður, að aðstoð við Kúbu „væri gerð í þeim tilgamgi ein- um að bæta varnarmátt hennar“, og „að þjálfun Kúbumanna und- ir handleiðslu rússneskra sérfræð inga í meðferð varnarvopna væri á engan hátt í árásarskyni. Ef því væri varið á annan hátt, myndi Sovétstjórnin aldrei hafa veitt slíka aðstoð". Sú yfirlýs- ing var einnig fölsun. Hvorki Bandariki Norður Am eriku, né þjóðir heims, geta þol- að hreinar blekkingar og árás- arógnanir af hálfu neinnar þjóð- ar, stórrar eða srraárrar Við lif- um ekki lengur í heimi, þar sem hleypa verður af skoti, til þess að talið verði, að um svo mikla ógnun við öryggi einnar þjóðar sé að ræða, að það teljist skapa hámarkshættuástand Kjarnorku vopn hafa slikan eyðingarmótt Framh. 4 ble. 23. I NA /5 hnútar I úr SV 50 hnútar X Sn/ikoma » ÚSi 7 Skúrir S Þrumur mas KuUoakil 'js' HHttkn H Het$ L*Lm'$ í gær hsfði hlýja loftið lagzt alveg frá landinu og var jað ar þess fyrir suðaustan land. Á Vestfjörðum var hitinn kom inn niður í frostmark um há degið og sums staðar slydda, en vindur ekki hvass. — Felli bylurinn Ella, sem verið hefur úa af A-strönd Bandaríkj- anna, er nú orðinn að allmik illi lægð við Nýfundnaland og er hún væntanleg hingað á morgun, Veðurspáin kl. 1® i gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: Norðan kaldi og sums staðar stinningskaldi á miðunum í nótt en íægir á morgun, skýj að. Gengur í suðlæga átt með kvöldinu. Breiðafjörður til NA-lands og miðin: Norðan kaldi, sums staðar él. Austfirðir og miðin: NA kaldi og rigning norðan til í nótt en norðvestlægari og létt ir til á morgun. SA-land og miðin: NA kaldi, skýjað í nótt en létt- skýjað á morgun. Horfur á miðvikudag: SV-átt og skúrir um sunna vert landið, allhvöss NA át út af Vestfjörðum og gengu í NA átt með éljum á Norð urlandi. XJndanfarið hefur staðið yfir í Bogasalnum sýning á nokkrum af síðustu málverkum Kristinar Jónsdóttur, listmálara. Nú eru aðeins tveir dagar þar til sýningunni lýkur þar sem myndirnar verða teknar niður á miðvikudagskvöld. Sýningin er opin frá kl. 2—10 e. h. Myndin hér að ofan er af einu málverki Kristínar, Kaldidalur. Kínverjar sækja fram á þremur vígstöövum Nehru hvetur Indverfa til samstöðu Nýju Delhi, 22. okt. — AP-NTB. BARDAGAR á landamærum Indlands og Kína hafa nú geisað í þrjá daga og breiðast út. Sækja Kínverjar fram á þremur víglín- um, þ. e. I Ladakhhéraði í Kashmir norðvestast á Indlandi, við landamæri Bhutans, Tíbets og Indlands og austast á Indlandi við landamæri Burma. f vestasta svæðinu, í Ladakhhéraði, beita Kín- verjar skriðdrekum. Á öllum vígstöðvum hafa Kínverjar mun fjölmennara herlið og betur vopnum búið. Auk skriðdreka hafa þeir þungar sprengju- vörpur, sem mjög eru hentugar í fjallahernaði, og mikið af hríð- skota- og vélbyssum. Mikið mannfall hefur orðið í bardögunum á báða bóga. Kínverjar eiga auðvelt með að flytja herlið til vígstöðvanna, því þeir hafa á undanförnum árum unnið að því að leggja vegi upp að landamærunum. Indverjar verða hinsvegar að flytja allt herlið og vopn loftleiðis. f útvarpsræðu, sem Nehru forsætisráðherra hélt i dag, sagði hann að allar tilraunir til að leysa ágreininginn við Kínverja á friðsamlegan hátt hafi mistekizt, og væri nú ekki um annað að ræða en verjast. Hvatti hann þjóð sína til að standa einhuga sam- an, þótt baráttan gæii orðið löng og ströng. Hafa Indverjar farið fram á að fá keypt hergögn í Bretlandi og Bandarikjunuih. Blöð og útvarp í Sovétríkjunum hafa ekki minnzt á bardagana í Indlandi. Bardagarnir hófust á laugar- dag í Norðaustur Indlandi, þar sem landamæri Indlande, Bhutan og Tíbet liglgja saman. Skömimu seinna réðust Kínverjar einnig á varðstöðvar Indverja í Ladaileh héraði, og þar beittu þeir í dag skriðdrekum. í dag hófu svo Kinverjar sókn við landamæri Kína og Indlands austur við landamæri Bunraa. Á öllum víg- stöðvum hefur Kínverjum tekizt að ná á sitt vald herstöðvum Indverja, sem hörfa alls staðar undan Mannfall Ekki hafa verið látnar uppi neinar tölur um mannfall, en talsmaður indverska varnanmála ráðuneytisins segir að Kínverjar noti þar sömu aðferðir og í Kóreu styrjöldinni Þeir tefli fram. hverju herfylkinu á fætur öðru í látlausum árásum þar til Ind- verjar verði að lóta undan síga. Við eina varðstöðina höfðu um 100 Kínverjar fallið áður en Ind verjar hörfuðu. Á öðrum stað í Ladakh, höfðu Indverjar hrund- ið tveimur áhlaupum Kínverja en urðu að gefast upp er Kín- verjar tefldu fram skriðdrekum. Kínverjar halda áfram að lýsa því yfir að það séu Indverjar, sem haldi uppi árásum á varð- stöðvar Kínverja, og að þeir hafi neyðst til að snúast til varnar. Ekki hafa þeir skýrt frá því að skriðdrekum sé beitt. Árangurslausar tilraunir I ávarpi sínu sagði Nehru að ástandið væri orðið mjög alvar- legt, vegna áframaldandi og linnulausra árása kínverska hersins. Indlland, sem byggt væri friðelskandi þjóð, hafi reynt að efla friðinn annars staðar í heim inum, en nú væri styrjöld hafin á þess eigin landamærum. „Allar tilraunir okikar hafa verið árarag urslausar“ til að leysa á frið- samlegan hátt ágreinirag við Kínverja um 135 þúsund fer- kílómetra svæði á landaimær- unum, sagði forsætisráðherrann. Nehru benti á að Indverjar fylgdu enn þeirri stefnu að vera óháðir, og sagði að eragin ti'l- raun ha.fi verið gerð til að fá utanaðkomandi hernaðaraðstoð, þótt verið væri að reyna að fá keypt nauðsynleg vopn erlendis. „Frelsið verður aldrei keypt of dýru verði,“ sagði hann. „Við getum ekíki látið árás á okkur viðgangast, við getum ekki látið útlendinga stjórna okkur. Við verðum að vígbúast vegna þess verkefnis, sem blasir við akkur. Ef til vill höfum við verið of meðfærilegir." — Indverjar hafa lagt sig fram til að skapa vinsamlega sambúð við Kína, hélt Nehru áfram. En nú er tími til kominn fyrir alla Indverja að skilja þær hættur, sem frelsi þeirra og sjálfstæði þjóðarinnar stafaði af árásunum. Bað Nehru stjórnmálaflokkana að sameinast gegn árásinni og verkamenn að leggja að sér við framleiðeluna og forðast verkföU Sagði Nehru að búast mætti við að baráttan á landamærunum yrði langvarandi. Viðræður í London Talsmenn brezku stjórnarinn- ar hafa í dag hver af öðrum sakað Kínverja um árás á Ind- land, og er talið að brezka stjórn in muni bráðlega gefa út yfirlýs- ingu um að hún sé reiðubúin að senda vopn til Indlarads. Varn armálaráðuneytið brezka skýrði frá því í dag að Mountbatten lávarður, yfirmaður herforingja- ráðsins færi í heimsókn til Nýju Delhi strax eftir mánaðarmótin. Mountbatten er nóinn vinur Nehrus og nýtur virðingar með- al Indverja, en hann var fyrsti landstjórinn þar í landi eftir að Indlland hlaut sjálfstæði. Macmillan forsætisráðherra Breta átti skyndifund í dag með Duncan Sandys Samveldisráð- herra, og viðræður hafa átt sér stað við fulltrúa Bandaríkjanna í Londion og við fulltrúa frá Sam veldisríkjunum. Engar fréttir í Moskvu I AP frétt frá Moskvu segir að hvorki blöð né útvarp þar í landi hafi minnzt einu orði á árekstrana á landamærum Ind- lands. En talsvert er uim flugu- fréttir. M.a. er sagt að Kínverj- ar hafi leitað aðstoðar Rússa. Fréttamaður AP fréttastofunn- ar átti tal við fulltrúa í kínversfcri sendinefnd 1 Moskvu, og sagði fulltrúinn: Við ihöfum allt, sem við þurfum til að hrinda ind verskri árás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.